Tíminn - 18.02.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.02.1975, Blaðsíða 1
lyftarinn kominn HF HÖRÐUR GUKNARSSON SKULATUNI 6 - SÍMI (91)19460 Hefst orku- sala frá Lagarfoss- virkjun í vikunni? — prófraun vélanna ó laugar- dag lofar góðu J.K.—Egilsstöðum — Sá áfangi náðist í virkjunarmálum hér eystra á laugardaginn, að hleypt var vatni á vélar virkjunarinnar við Lagarfoss, og vélarnar keyrð- ar til reynslu. Að sögn Kára Einarssonar, verkfræðings hjá Rafmagnsveitum rikisins, lofaði þessi tilraun góðu og kom ekkert neikvætt fram við prófunina. Áætlun hafði verið gerð um það, að prufukeyra vélar virkjun- arinnar þann 15. febrúar og stóðst sú áætlun upp á dag, þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður i janú- armánuði, ófærð og illviðri. Að sögn Kára er nú útlit á þvi, aö orkusala geti hafizt fljótlega, jafnvel næstu daga. Unnið verður þó áfram við virkjunina að fullum krafti næstu tvo til þrjá mánuði, þvi að mikil frágangsvinna er eftir, þar á meðal mikil málning- arvinna. Meðal annars er eftir að setja upp sjálfstýrisbúnað virkj- unarinnar, en henni verður stjórnað af gæzlumönnum Grims- árvirkjunar til að byrja með, en við Lagarfossvirkjun verður eng- inn maður þegar allt er frágeng- ið. Stórtjón í Vatnsdal BH-Reykjavik. — Feiknarlegt veður gekk yfir Vatnsdal i Húna þingi um helgina, og urðu þar skemmdir á húsum, auk þess sem hey og lausir munir fuku. Þykir veður þetta með olfkindum, þar sem þess gætti ekkert að ráði i sveitum austan og vestan við, en lagði einungis fram Vatnsdalinn af feiknar krafti. Blaðið ræddi i gær við Guð- mund bónda i Asi i Vatnsdal, og sagöist honum svo frá, að á laug- ardaginn hefði gert fárviðri nyrðra, rokið hefði verið þetta 10—12 vindstig og feiknarlegir byljir. Hefði þá allt ætlað um koll að keyra. 1 veðurofsanum fauk mikið hey, og svipti ofan af heyj- um. Einnig fuku bilar til, en ekki er kunnugt um tjón á þeim. Hins vegar urðu verulegar skemmdir á mannvirkjum á mörgum bæj- um i Vatnsdalnum. Á Asi fauk þak af verkfæra- geymslu, og á næsta bæ fauk stór heyvagn til og er ónýtur. A einum bænum voru tvær múgavélar úti á túni, og fauk önnur upp á hina. Heyskaðar urðu talsverðir og tilfinnanlegir, þvi auk þess sem fauk ofan af fúlgum rigndi ofan i heyið: Hafa menn verið önnum kafnir við að lagfæra hjá sér eftir veðrið, og illmögulegt er að segja til um, hvert tjón hefur orðið, á þessu stigi málsins. Rafmagnslaust var vestan Hnausa i allan gærdag, en 2—3 rafmagnsstaurar munu hafa brotnað i hamförunum. Þá var einnig simalaust um tima, en ekki var Guðmundi i Asi kunnugt um ástæður þess, að siminn fór úr sambandi. XNGIRf Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Simar: 2-60-60 & 2-60-66 V. / Loðnubót- ur á hlið- ina í veð- urofsa A sunnudagskvöld voru afhent I Háskólabiói bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Finnski sendi- herrann á tslandi veitti þeim viðtöku fyrir hönd landa sfns, Hannu Salama, sem ekki mun hafa séð sér fært að koma til islands. Danski bókmenntafræðingurinn Torben Broström gerði grein fyrir skáldskap Salamas og þeirri ákvörðun að veita honum verðlaunin að þessu sinni. Flutt voru í Há- skólabiói atriði úr Þrymskviöu Jóns Ásgeirssonar undir stjórn höfundar. Loks var samkomugestum boðið upp á hressingu, og var m.a. á boðstólum harðfiskur og slátur. Timamynd Róberts var tekin, þegar Ragnhildur Helgadóttir afhenti finnska sendiherranum bókmenntaverölaunin. FIAA með sitt eigið sýningarhúsnæði? — Sjaldan verið jafn Sigurðsson, forma Gsal—Reykjavik — Eftir að Félag islenzkra myndlistar- manna ákvað fyrir nokkru að sniðganga Kjarvalsstaði, eiga félagsmenn þess ekki i mörg hús að venda með sýningar sínar. Aður en sýningarsalirnir á Kjar- valsstöðum voru opnaðir til myndlistarsýninga, var oft rætt um ófremdarástand I sýningar- málum, og svo virðist, sem nú sé. komið upp sama ástand og þá var, að minnsta kosti hvað varðar félagsmenn FÍM og þá listamenn, sem fylgja þeirra for- dæmi. Að undanförnu hafa verið haldnir margir fundir i FtM, og eru ýmsar ráðagerðir á prjónun- um hjá félaginu, þótt enn hafi ekkert verið ákveðið. Komið hefur m.a. til tals að leigja húsnæði til sýningahalds, eða kaupa lóð og byggja sýningarhús. Að sögn Hjörleifs Sigurðssonar, formanns Félags islenzkra myndlistarmanna, hafa ýmsir möguleikar verið ræddir innan félagsins að undanförnu, og m.a. verið haft á orði að kaupa lóð á Stór Reykjavikursvæðinu, þar sem yrðu sýningarsalir og húsnæði fyrir alla félagsstarf- líflegt í félaginu, segir Hjörleifur ður FÍM semi. Enn eru þetta þó aðeins hugmyndir. — Hins vegar þætti mér ekki óeðlilegt, að við byrjuðum á að kaupa eða leigja litið galleri, þar sem við gætum rekið okkar starf- semi i sambandi við sýningar. Einnig kæmi til greina að byggja, þótt það yrði sennilega ekki i bráð, þvi það eru ekki glæsilegar horfur framundan i fjármálum. Þess vegna væri skynsamlegra að byrja smátt. Sagði Hjölleifur, að eins og sakir stæðu, væri mikil vöntun á sýningarhúsnæði, ef engar breytingar yrðu á næstunni varðandi Kjarvalsstaði. — Áttu von á einhverjum breytingum i þvi máli? — Ég skal ekki segja, en almennt séð er ég frekar svart- sýnn. Sagði Hjörleifur, að mikið væri um fundi i félaginu um þessar mundir, og sjaldan hefði verið jafn liflegt og nú i félaginu. 77 félagar eru i Félagi islenzkra myndlistarmanna, og er stærsti hluti þess hóps starfandi lista- menn. Loftnet slitnaði J.K.—Egilsstöðum — Um sjöleyt- ið i fyrrakvöld gekk hér skyndi- lega i vestan hvassviðri, eins og hendi væri veifað, og var mjög hvassthér allt fram til miönættis. Ekki hefur þó frétzt af neinum teljandi skemmdum i veðrinu, nema hvað loftnet slitnaði i endurvarpsstöð inni á Eiðum og þvi heyrðust engar útvarps- sendingar i fyrrakvöld og fram eftir degi i gær. Bátur skemmist í Njarðvíkurhöfn BH-Reykjavik. — S.l. laugar- dagskvöld gekk ofsaveður yfir Suðurnesin, og fór rafmagnið af Keflavik og nágrenni í þrjár klukkustundir um kvöldið. Þá slitnaði vélbátur upp i Njarðvik- urhöfn og rak á land og stór- skemmdist. Hér var um að ræða vélbátinn Snorra KE 131. Hafði eigandinn, Karl Þorsteinsson, farið um borð um kvöldið, en fékk ekki við neitt ráðið. Slitnaði báturinn upp og' strandaði i höfninni, og þrátt fyrir djarflegar tilraunir eigandans til ab koma konum út úr höfninni, fór svo að lokum, að bátinn rak upp i fjöru, og er hann nú stórskemmd- ur. Snorri KE var 18 lestir, smiðað- ur i Danmörku 1933. Hafði hann verið leigður fyrir skömmu, og leigutaki átti að taka við honum næstu daga. — dhöfninni bjargað við verstu aðstæður BH—Reykjavik. — Loðnubátur- inn Járngerður GK 477 fór á hliðina I vonzkuveðri á sunnudag- inn. Áhöfninni 13 manns tókst að komast I björgunarbáta, og var þeim siðan bjargað um borð i Þorstein RE. Um ellefuleytið i gærmorgun var ljóst, að Járn- gerður var sokkin. Þá hafði hana rekið til lands, og grillti i masturstoppa hennar 300-400 m frá landi, rúmlega tvær sjómilur vestan ósa Jökulsár á Breiða- merkursandi. Samkvæmt upplýsingum Slysa- varnafélags Islands var hið versta veður á loðnumiðunum vestur af Ingólfshöfða siðari hluta sunnudagsins. Þá var Járngerður Frh. á bls. 15 Fé heimt af fjöllum gébé Reykjavik — Sjaldgæft er af kindur gangi úti mestan hluta vetrar á Vestfjörðum, en fyrii stuttu fundust þrjár kindur i Hestfirði inni i Djúpi, og voru þær ágætlega á sig komnar, að sögn Bjarna Kristjánssonar, bónda i Neðri-Hjarðardal, eiganda einnai kindarinnar. Það var fyrir um það bil viku, að vegagerðarmenn, sem voru að vinna við snjómokstur, sáu þrjár kindur i Hestfirði, en þar er engin byggð. Létu þeir vita af þessu, og fór bóndinn að Eyri i Seyðisfirði, sem er næsti fjörður við Hest- fjörð, þegar á vettvang og náði kindunum. Reyndust þetta vera tvö lömb og veturgömul ær, sem Bjarni Kristjánsson átti, en hana vantaði i haust. Atti ærin að vera með lambi, en talið er að það hafi farizt. Lömbin tvö átti Halldór Agústsson á Eyri. Skepnurnar voru allar i ágætis ástandi, þrátt fyrir harðan vetur. Bjarni Kristjánsson, sagði að þetta væri mjög sjaldgæft, en ekki eins- dæmi. Sagbi hann, að hann hefði heimt tvö lömb, sem gengið höfðu úti heilan vetur fyrir sex árum. Fundust lömbin i maimánuði, vei á sig komin. Vélbáturinií Snorri i fjörunni i Njarðvikum. Ljosmynd: Ari Sigurðsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.