Tíminn - 18.02.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.02.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriöjudagur 18. febrúar 1975. Inngangur Reyfarar, sem svo eru kallaðir, eru ákaflega vinsælt lestrarefni meöal fuiloröinna og eru margir góöir glæpasagnahöfundar heimsfrægir fyrir snilldarlega vel ofinn sögurþáö og skemmti- legar persónulýsingar. Nægir þar aö nefna Arthur Conan Doyle, Agötu Christie, og George Simenon nú á siöari tlm- um. Þessir höfundar fylgja þeim reglum, sem settar eru við samningu annarra bókmennta- verka og kasta hvergi til hönd- um að gera sögur sinar sem trúverðugastar. Reyfarar fyrir börn ættu ekki aö vera undanskildir þeim höfuðreglum, sem setja verður um gerð trúverðugrar sögu, þ.e. aðsöguþráðurinn sé skýr og atburðarásin rökrétt afleiðing þess, sem áður er komið, — að persónurnar séu skýrt mótaðar og skapaðar, sem einstaklingar, en ekki eingöngu þeirra ytra Utliti lýst — að staðarlýsingar stangist ekki á við söguþráðinn ef þær eru tilbúnar eða við raunveruleikann, ef sagan á að gerast i þekktu umhverfi. Þetta veröa að kallast lágmarks- kröfur, sem gera verður til hvaða höfundar sem er, en sumir Islenzkir barna- og unglingabókahöfundar, sem skrifað hafa á undanförnum ár- um hafa brotiðeina eða fleiri af þessum reglum. Ekki vil ég meina að það sé af þvi að þeir geti ekki gert betur, heldur hallast ég að þeirri skoðun, að þeir gefi sér ekki tima til að vinna bækurnar sinar nógu vel, enda eru flestir i fullri vinnu og geta ekki sinnt skrifum sinum eins og þörf krefur. Það hefur veríð áberandi unfanfarin ár, hve mikið af frumsömdum Islenzkum barna- bókum hafa verið annað hvort sveitalifslýsingar, oft sem endurminningar frá gömlum timum, eða leynilögreglusögur og hálfgerðar glæpasögur, þar sem börn og unglingar ráða niðurlögum hættulegra bófa, smyglara eða glæpamanna uppi á islenzkum heiðum eða i yndis- legri kjarrklæddri fjallshlið. Mikið er einnig þýtt af slikum reyfurum, þar sem sami krakkinn eða krakkahópurinn skjóta öllum lögreglumönnum ref fyrir rass og handsama alls kyn óþokka af einskærri snilli sinni. Siðan fá óþokkarnir, sem venjulega eru alls ekki mennskir heldur imynd alls ills, makleg málagjöld og þurrkast út úr myndinni til þess að auka dýrð sigurvegaranna. Einnig má oft greina i þessum bókmenntum, nokkurs konar kynþátta- og/eða trúarbragða- misrétti. Góða hetjan er annað hvort auðkennd með fögrum likama og hreystilegum, eða þá að gæöin koma fram I þvi að hann ræðzt til atlögu með guðs- orð á vör og bibliuna á brjóstinu. Glæpamaðurinn er oft svartur eða gulur og nú jafn- vel farinn aö vinna fyrir rikan Araba. Þórir S. Guöbergsson er af- ksastamikill rithöfundur og eru bækur hans ritaðar undir þvi einkennismerki, að hið góða skuli ávallt sigra, og að guðstrúin sé bjargvættur alls og allra. Nýjasta bókin hans „Ljós að næturlagi” er einmitt samin undir þessu merki, en i bók sinni brýtur hann margar þær meginreglur, sem ég minntist hér á i inngangi. Gallar þessir valda þvi að boðskapur bókarinnar kemst ekki til skila og kemur stundum hjákátlega út, t.d. bibliulestur i tjaldi, þar sem hugur drengjanna er bundinn við útlenzka glæpa- menn. Við skulum lita á nokkur dæmi úr sögunni um það, sem mér finnst megi fara betur og má lita á þessi orð sem ábendingar og áskorun um að gera betur. Söguþráður Þrir drengir fara I útilegu eitthvað norður eða vestur á land. Aður en þeir koma á ákvöröunarstað hafa þeir slegið föstu, að útlendingar nokkrir, sem hafast við I tjöldum I svo- nefndum Múla (þar sem þeir hafa hugsað sér aö tjalda) séu glæpamenn. Tvær stúlkur koma siöan I útileguna og hafa með klaufsku sinni nærri komið I veg fyrir að drengjunum takist aö koma upp um glæpamennina. Otlendingarnir reynast siðan vera fálkaþjófar og stela fálkaungum fyrir forrikan ara- blskan oliukóng. A siðustu stundu koma góða stúlkan og • amma til hjálpar og með aðstoð labb-rabb tækis sem amma hefur á bænum, ná þær beinu sambandi við oddvitann, sem gripur útlendingana glóðvogla og börniii óska þeim langrar fangelsisvistar fyrir þennan hræðilega glæp. Ýmislegt kemur spánskt fyrir sjónir, þegar rakin er atburða- rásin. Sérlega er það þó undra- vert, að strákar, sem fara i tæprar viku útilegu, séu búnir að sjá fyrir ótrúleg ævintýr og uppljóstran um glæpamenn i friðsælum f jalladal, og það áður en þeir eru komnir á staðinn og famir að kynna sér aðstæður. Ég fæ ekki séð, að jarðfræðingar sem tjalda uppi I fjalladal þurfi endilega að vera glæpamenn, þótt ekki séu ein- hver stórmerk berglög i kring- um þá eins og i er látið skina I sögunni. Gætu þeir ekki verið ferðamenn? Strax i áætlunar- bilnum á leið i útileguna er einn drengjanna látinn segja.,,Og út- lendingarnir, sem við komumst I tæri við eru sjálfsagt engin lömb að leika sér við”. Ekkert, sem áður er sagt gefur neitt tilefni til slikra ályktana. Annað dæmi vildi ég nefna þessu til skýringar: í áætlunar- bilnum kemur þeim alls ókunnugur maður við sögu og er honum blöskrar skvaldrið i þeim varpar hann að þeim spurningunni: „Er það ykkur að þakka, hve góða foreldra þiö eigið? Þakkið þeim sem þakka ber!” Ef maðurinn þekkti þá ekki, hvernig gat hann þá vitað að þeir ættu góða foreldra? Les- andinn fær heldur ekki að kynnast foreldrum drengjanna, svo að þessi spurning mannsins kemur eins og skollinn úr sauðaleggnum. Ekki gaf heldur hegðun drengjar.na það til kynna að þeir væru sérlega vel upp aldir. En látum þessi tvö dæmi nægja til að sýna að hér er ekki fylgt rökréttu samhengi I sögunni. Persónulýsingar Drengirnir þrir eru allir kunningjar og undarlegt nokk bygja nöfn þeirra allra á G. Gunnar, Geir og Gústi. Tveir þeirra hafa viðurnefni, sem líka byrja á g, gárungi og galopi. Þetta veldur þvi að lesandinn, hefur mjög óljósa hugmynd um hver er hver og hver gerir hvað, aö undanteknum drengnum, sem alltaf er að fara með ljóð. Jafnvel um hánótt, þegar drengirnirhafa séð ljósglampa i fjallinu og leita sem ákafast að landabréfinu byrjar hann á gátunni „Sá ég sitja segg, sunnan undir vegg....” Svana, góða, misskilda stúlkan er per- sóna, sem höfundi hefur hvað bezt tekizt að skapa i þessari sögu. Amma er undarlegt sam- bland af hrukkóttu gamalmenni og nútima spæjara, sem gengur um með labb-rabb tæki. Ekki skal ég taka fyrir að hún sé ekki einhvers staðar til, en enga slika þekki ég. Mjög sterk tilhneiging er til mismunar á milli kynja og finnst mér heldur átakanlegt á þessu ári að lesa niðrandi ummæli um kvenkyns sögu- hetjurnar og yfirleitt bæði af vörum gömlu konunnar og i öll- um lýsingum á þeim. Þær komast hvergi i hálfkvisti á við strákana A éinum stað er gamla konan látin segja við strákana: Nú likist þið strákum, en ekki uppstoppuðum brúðum.... Mér» finnst alltaf eins og strákar eigi að vera strákar og stelpur stelp- ur. Þó leiðist mér ekki, þó ég sjái hrausta og snaggaralega stelpu, sem minnir mig á strák, en frekar ef ég sé straák,, sem minnir mig allt of mikið á stelpu.” Ekki er þetta góður vitnisburður um kvenfólkið! Og nokkru seinna segir Gústi: „Svo koma stelpurnar lika á morgun...Við fáum vist nóg að gera við að hjálpa þeim.” Þær fá ekki að sofa I tjaldi eins og strákarnir, en það fyrsta sem þær gera er að steikja pylsur handa þeim! Staðarlýsingar Eins og áður er getið gerist sagan I friðsælum fjalladal ein- hversstaðar á íslandi og er ekk- ert sérstakt við það að athuga. Kjarrilmurinn og fuglakvakið geta átt við hvaða stað sem er. En strax á fyrstu siðu kemur fyrir einkennileg lýsing á akstri áætlunarbils frá Umferðarmiðstöðinni, út úr bænum og út á Vesturlandsveg, þar sem leiðin liggur beint upp Hringbraut og Miklubraut. „Enginn þekkti þessa leið þó einsvel og ökumaðurinn sem ók gætilega hverja götuna á fætur annarri, unz hann kom út fyrir borgina og tók stefnuna vestur á bóginn....” Að visu er ekki beinlínis sagt, að hér sé átt við Reykjavík, en þar sem talað er um borgina verður að álykta að svo sé. Svona lýsingar gera kannski ekkert til, en það er ekkert meiri fyrirhöfn fyrir höfundinn að hafa lýsinguna i samræmi við staðhætti alla. Niðurstaða Bókin „Ljós að næturlagi” er heldur hroðvirknislega unnin og hugmyndirnar settar fram nær hráar og óunnar. Höfundur hefði þurft að leggja miklu meiri vinnu i byggingu sögunnar og persónu- Sigrún Klara Hannes- dóttir bókasafnsfræðing- ur mun framvegis rita um barna- og unglinga- bækur I Timann, en raun- ar birtist ritdómur eftir hana um Söguna af Jóni Oddi og Jóni Bjarna eftir Guörúnu Helgadóttur í blaðinu fyrir jólin. Sigrún Klara teiur barnabækur sérstaklega mikilvægar bókmenntir. 1973 kynnti hún sér ritun barnabóka i Sviþjóð og Danmörku, er hún var þar I kynnisferð. Sigrún Klara Hannes- dóttir starfar nú á Fræösluskrifstofu Reykjavikurborgar við uppsetningu skólabóka- safna. Aður hafði hún unnið á bókasöfnum I Bandarikjunum, Perú og hérheima. Hún lauk B.A. prófi frá Háskóla islands i ensku, islenzku, og bókasafnsfræði og M.Sc. prófi i bókasafnsfræði frá Wayne State University i Detroit. Sigrún Klara hefur rit- aö greinar um barnabæk- ur I Samvinnuna, Menntamál og viðar. sköpunina til þess að þetta gæti talizt góð barnabók. Bókin er snotur að sjá og myndirnar punta heiimikið upp á hana. En af hverju er ekki getið um hver myndskreytir? Dr. Jóhann M. Kristjdnsson: Góður liðsmaður norrænnar samvinnu 1 SUNNMÖRPOSTEN, dagblaöi I Aalesund, frá 7. desember s.l., las ég nýlega eftirfarandi grein, sem birtist hér i lauslegri þýðingu. „Góðurvinur Noregsá Færeyj- um, ræöismaður, lögþingsmaður og framkvæmdastjóri eigin skipasmiöju, Kjartan Mohr i Tórshavn, verður 75 ára sunnu- daginn 8. desember. Mohr er þekktur maður i at- hafnalifi Færeyinga, Ariö 1936 stofnaði hann i Tórshavn „Tórs- havnar Skipasmiðju" sem siðan hefur vaxiö svo, að hún er eitt stærsta fyrirtæki eyjanna. Skipa- smiðjan byggir stálkúttera fyrir færeyska fiskiflotann, og þess ut- an strandferðaskip og ferjur. Hún er stærsti vinnuveitandi i Tórs- havn, með 120 til 150 starfsmenn. Meðan á siöari heimsstyrjöld- inni stóð, héldu margir Norömenn vestur á bóginn, og kom þá fjöldi norskra fiskibáta til Færeyja. Kjartan Mohr var þá traustur vinur og hjálparhella þessara norsku landflóttamanna. Hann var eftir striðiö sæmdur Frihets- kors Haakonar konungs VII. Sfðan 1949 hefur Kjartan Mohr verðiö athafnasamur i færeysk- um stjórnmálum, bæði i bæjar- málum og einnig sem þingmaður i færeyska Lögþinginu. Tvö tima- bil hpfur hann verið borgarstjóri i Tórshavn, og fyrir nokkrum ár- um stofnaði hann sinn eigin stjórnmálaflokk, „Fremskritt- partiet”.” Það er viöeigandi, einmitt nú, aö minna á Kjartan Mohr meðan þing Noröurlandaráðs stendur, þvi svo virkan þátt og gott for- dæmi hefur hann gefið með eigin verkum til þess, sem einmitt er tilgangur og verkefni þessa þings, en þaö er að efla norræna sam- vinnu. Það er alveg vist, að tslending- ar i hundraða tali gætu sagt það sama og Norðmenn um þennan stórbrotna færeyska stjórnmála- mann og iöjuhöld. Þar yröu fyrst- ir islenzkir sjómenn, sem um margra ára bil hafa notið aöstoð- ar skipasmiðju hans með báta sina og önnur skip, og ýmsa fyrirgreiðslu aðra, eins og Norð- menn, þótt ekki væri striösá- stand. Rlkisstjórn lslands bauð Kjart- ani Mohr og öðrum færeyskum stjórnmálamönnum til islands árið 1972, og hann var einnig boð- inn af borgarstjórn Reykjavikur til hátlðahaldanna i tilefni ellefu- hundruö ára afmælis þjóðarinnar s.l. sumar. lslenzkir stjórnmála- menn þekkja þvi lika og kunna vel aö meta þessa færeysku kempu. Ég þekki færeysku þjóðina vel, og ef ég skrifaði endurminningar minar myndi ég bera henni góöa sögu. Ég minnist þess, að Mohrættin er mikilsmetin af Færeyingum sjálfum. Þetta er stór ætt, ó- venjulega myndarlegt og duglegt fólk, skapgerðin sterk. Mohrættin kemur viða viö sögu, bæði til sjós og lands, i færeysku þjóðlifi. Þegar ég las um afmæli Kjart- ans Mohri SUNNMÖRPOSTEN, hugði ég gott til þess að sjá hann á þingi Norðurlandaráðs, sem I vændum var, og freista þess að fræðast meira um merkan æviferil hans — kannski skrifa góða afmælisgrein. Þaö uröu mér þvi persónuleg vonbrigöi, er ég frétti, að aðeins þrir færeyskir stjórnmálamenn væru á skrá erlendra gesta þings- ins, þeir væru komnir, en meðal þeirra væri ekki Kjartan Mohr. Frh. á bls. 15 Kjartan Mohr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.