Tíminn - 18.02.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.02.1975, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 18. febrúar 1975. TÍMINN 7 mm ■ jt tJtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Heigason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aðalstræti 7, sími 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýsingasfmi 19523. Verð i lausasöiu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Sparnaður f notkun eldsneytis Fjórir af þingmönnum Framsóknarflokksins, þeir Steingrimur Hermannsson, Þórarinn Þór- arinsson, Halldór Ásgrimsson og Jón Helgason, fluttu nýlega þingsályktunartillögu þess efns, að rikisstjórninni verði falið að skipa nefnd sérfróðra manna, sem geri hið fyrsta tillögur um aðgerðir til þess að draga úr notkun á eldsneyti, einkum á oliu og bensini. I greinargerð með tillögunni segir, að þegar oliukreppan hafi skollið á haustið 1973 hafi flestar þjóðir gert ráðstafanir til þess að draga út notkun oliu og bensins. Einstaka ráðamenn hér hafi vakið athygli á þessu, en engar markvissar ráðstafanir verið gerðar. í framhaldi af þvi segir i greinar- gerðinni: ,,Með þessum orðum er ekki verið að draga úr mikilvægi þess að nýta innlenda orku- gjafa i stað þeirra erlendu. Á það ber vitanlega að leggja höfuðáherzlu. Hins vegar er það staðreynd, að á fjölmörgum sviðum má spara verulega i notkun oliu, m.a. á sviðum þar sem slikt eldsneyti mun verða notað um langa framtið”. Þá vitna flutningsmenn til skýrslu nefndar, sem skipuð var til þess að athuga notkun svartoliu i stað disiloliu i togurum. Sú skýrsla segja þeir að hafi vakið mikla og verðskuldaða athygli, þvi að i ljós hefði komið, að með þessari breytingu mætti spara mjög mikið fjármagn. Ekki hefði hins vegar verið athugað, hvaða ganghraði togara og annarra skipa og báta væri hagkvæmastur, m.a. með tilliti til oliusparnaðar. Staðreyndin væri sú, að ótrúlegt magn eldsneytis mætti spara með réttum gang- hraða vélanna. Siðar i greinargerðinni segir: „Fjölmörg dæmi fleiri mætti nefna um eldsneytissóun. Það er t.d. athyglisvert, að i hinum nýju togurum eru vistar- verur yfirleitt hitaðar með rafmagni, þrátt fyrir þá staðreynd,að mikill afgangshiti er ónýttur frá vélum skiþanna. Raforkan er hins vegar fram- leidd með oliu. Vafalaust má finna mörg fleiri slik dæmi um lélega nýtingu orkunnar. Þótt með þessari tillögu sé fyrst og fremst lögð áherzla á að draga úr notkun á oliu og bensini, er að sjálfsögðu mjög mikilvægt að fara einnig vel með innlenda orku. Hún er takmörkuð. Athuganir á þessu sviði geta haft verulega þýðingu i sam- bandi við almenna orkunýtingu. Sjálfsagt er að hafa það einnig i huga”. Aðstöðuleysi í höfnum Auk þeirradæma, sem flutningsmenn tillögunn- ar nefna, þar sem koma má við sparnaði, er ástæða til að vekja athygli á þvi, að mikil oliu- eyðsla á sér stað i mörgum tilfellum, þegar skip og bátar liggja við bryggjur vegna viðgerðar. Og sömuleiðis, er togarar stanza i höfnum vegna löndunar. í stað þess að fá rafmagn úr landi verð- ur oft á tiðum að keyra ljósavélar skipanna allan sólarhringinn eða leigja disilrafstöðvar. Þetta stafar af þvi, að ekki hefur verið séð fyrir þvi að leggja rafmagn úr landi að bryggjum. Þannig er þetta i Reykjavik, en sums staðar úti á landi er séð fyrir þessu, t.d. á Akureyri og Norðfirði. Þegar á það er litið, að ljósavélar togara eru 300 hestöfl eða meira og vélar bátanna 100—200 hestöfl, er aug- ljóst, að hér er um mikinn kostnað að ræða, þegar á heildina er litið, auk slitsins, er verður á vélun- um. —a.þ. ERLENT YFIRLIT Verða kosningarnar í Portúgal frjdlsar? Framtíð landsins getur ráðizt af því Alvaro Cunhal. FORSETI Portúgals, Francisco da Costa Gomes, tilkynnti fyrir skömmu, að rlkisstjórnin myndi standa við það loforð hersins, er hann brauzt til valda 25. april i fyrra, að láta fara fram þing- kosningar innan árs. 1 samræmi við það mun stjórnin láta fara fram 12. april næst- komandi kosningar til sér- staks stjórnlagaþings. Stjórn- lagaþinginu er ætlað að ljúka störfum innan ákveðins tíma og verður þá kosið að nýju samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá. Stjórnlagaþing- ið, sem kjörið verður hinn 12. aprll, mun að sjálfsögðu ráða miklu um hina nýju stjórnar- skrá, en hætt er þó við, að her- inn reyni að hafa hönd i bagga bak við tjöldin. Enn hefur ekki verið endan- lega tilkynnt um tilhögun kosningánna til stjórnlaga- þingsins. Af hálfu andstæð- inga kommúnista er látin I ljós verulegur uggur við það, að kommúnistar og samherjar þeirra I þeim samtökum hers- ins, sem stóðu að byltingunni, kunni aö beita þannig áhrifum slnum, að kosningarnar verði ekki meira en nafnið eitt. T.d. kunni þessir aðilar að tryggja sér meirihluta i öllum kjör- stjórnum. Þessi ótti stafar ekki sizt af þvi, að kommúnistar og fulltrúar hersins knúðu það nýlega fram, aö aðeins ein verkalýðs- hreyfing starfaði I landinu, en fyrirsjáanlegt virðist, að hún verði undir forustu kommún- ista. Hinir stjórnarflokkarnir tveir, sósíaldemókratar og demókratar, beittu sér harð- lega gegn þessu, en fengu ekki að gert. Minnstu munaði, að stjórnin klofnaði vegna þess- ara átaka, en við nánari at- hugun töldu sósíaldemókratar og demókratar, hyggilegra að vera áfram I ríkisstjórninni, þvl aö þannig gætu þeir haft meiri áhrif á tilhögun og framkvæmd kosninganna. Þvl verður vafalitið veitt mikil athygli, hvernig kosningarnar fara fram, enda getur oltið á þvl, hvort Portú- gal verður lýðræðisriki i framtlðinni eða ekki. Það get- ur þannig hæglega ráðizt tvo næstu mánuðina, hvort lýð- ræðið festist I sessi eða horfið verður til nýs einræðis. EINS og málin horfa nú I Portúgal, virðist flokkaskipt- ingin þar ætla að verða svipuð og I öðrum vestrænum lönd- um. Meginfylkingarnar virð- ast ætla að verða þrjár eða vinstri flokkar, miðflokkar og hægri flokkar. Flokkur kommúnista (PCP) stendur að sjálfsögðu lengst til vinstri, ef undan eru skildir smáflokkar, sem aðhyllast Maóisma og svipaðar kenn- ingar. Llklegt, er að nokkrir aðrir smáflokkar, sem telja sig til vinstri við sósialdemó- krata, verði I bandalagi við kommúnista. Aðalleiðtogi kommúnista. Alvaro Cunhal, virðist njóta allmikils, persónulegs fylgis, en hann á sæti I rlkisstjóminni án sér- stakrarstjórnardeildarCunhal viröist bersýnilega ætla að ganga gætilega til verks og vekja ekki of mikinn ótta, og . þvl þykir sumum rórtækari og yngri mönnum flokksins hann helzt til Ihaldssamur. Cunhal hefur hins vegar unnið sér traust innan hersins með framkomu sinni. Kommúnist- ar eiga vafalitið allmikið fylgi I stærstu borgunum og hefur verið gizkað á, að þeir geti fengiö frá 10-20% af greiddum atkvæðum I kosningunum, ef allt væri með felldu. HINIR tveir flokkarnir I rikisstjórn, sósialdemókratar (PS) og demókratar (PPS) virðast nú skipa miðjuna I portúgölskum stjórnmálum. Leiötogi sóslaldemókrata, Mario Soares utanrlkisráð- herra, er annar þekktasti stjórnmálamaður Portúgals, ásamt Cunhal. Mjög náin samvinna var milli þeirra fyrsteftir byltinguna, en slðan hafa leiðir þeirra legið meira og meira sundur. Þeir hafa jafnframt farið mjög öfugt að. Soares hefur aðllega unnið að samningum við frelsishreyf- inguna I nýlendunum og verið tlttnefndur I heimsfréttum, en Cunhal hefur unnið I kyrrþey að þvi að styrkja stöðu sina og flokks sfns heima fyrir. Þetta kann að eiga eftir að gera gæfumuninn. Eftir þvl, sem samstarf kommúnista og sósl- aldemókrata hefur versnað, hefur samstarf sóslaldemó- krata og demókrata (PPS) orðið nánara. Flokkur demó- krata, Partido Popular Demo- cratico, verður helzt talinn frjálslyndur og vinstri sinnað- ur miðflokkur, og er þvi ekki langt bil milli hans og flokks sóslaldemókrata, einkum þó eftir að vinstri armur sóslal- demókrata, sagði skilið við hann eftir landsfund hans i desember og stofnaði nýjan flokk, sem ef til vill á eftir að hafa samstarf við kommún- ista. Þekktasti leiðtogi demó- krata er Fransisco Sa Carneiro, en hann mótmælti einna harðlegast þeirri ákvörðun, að ekki mætti starfa nema ein verkalýðs- hreyfing I Portúgal. Þvi var þá spáð, að þessir tveir flokk- ar gætu fengið um 40% greiddra atkvæða samanlagt, ef allt væri með felldu. Til hægri eru svo tveir flokk- ar, sem þykja liklegir til að fá fylgi. Einkum er þó kristilega flokknum, Partido de Demo- cracia Crista, spáð verulegu fylgi. Aðalleiðtogi hans er Sanches Osorio, sem var upp- lýsingaráðherra um stutta stund fyrst eftir byltinguna. Hann er sagður náinn sam- verkamaður Spinola hershöfð- ingja og þykir liklegt, að Spinola styðji flokkinn bak við tjöldin, en annars hefur Spinola látið bera litið á sér eftir að hann sagði af sér sem forseti.Hinn hægri flokkurinn, sem gengur undir nafninu Partido Centro Democratico Sosial (CDS), er talinn lengra til hægri en kristilegi flokkur- inn. Það var hann, sem varð aö fresta flokksþingi sinu I Oporto sökum óeirða vinstri- sinna. Liklegt þykir, að ýmsir fylgismenn fyrrverandi stjórnar muni skipa sér um þennan flokk. Ólíklegt er svo ekki, að ýms- ir smáflokkar, bæði til hægri og vinstri, fresti gæfunnar I kosningunum. Formlega mun framboðum eiga að verða lok- ið 3. marz og kosningabarátt- unni er ætlað að hefjast þá. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.