Tíminn - 18.02.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.02.1975, Blaðsíða 12
12 TíMINN Þriöjudagur 18. febrúar 1975. blæ og meir við hæfi þróttmikils Finna. En Elvíra, sem tileinkaði sér með ári hverju æ meira af fastheldni móð- ur sinnar, tók slíkt ekki í mál og varð því kyrr með börnin í heimalandinu. Gamla kynslóðin þokaði smámsaman úr sessi og ný kynslóð kom í hennar stað. Svensson var að búa sig undir það að f á tengdasyni sínum búsf oráðin í hendur. Larsson var orðinn gamall, og sonur hans hafði tekið við hús- bóndavaldinu. Gamli Seffer var látinn. Engman var einnig failinn frá, og yngri sonur hans var orðinn hús- bóndi á hinu fallega býli. Ekkja eldri sonarins var flutt til Maríuhafnar, þar sem börnin stunduðu skólanám. Jafnvel annar eins dugnaðarforkur og móðir Elvíru hafði látið á sjá. Nú var hún orðin fegin að hvíla sig á kvöldin. Nýtt hús hafði verið reist handa gömlu hjónun- um, og þar bjuggu þau nú, ásamt yngstu dætrunum, ölmu og Idu. Þær höfðu með höndum afgreiðslu pósts og síma á eynni. Móðir þeirra hélt ávallt kyrru fyrir inni og prjónaði hvern sokkinn eða vettlinginn af öðrum. Hún átti svo mörg barnabörn sem hún þurfti að prjóna skjól- f líkur handa. Gamli maðurinn sat af skiptalítill útií horni og lét konuna ráða fyrir þau bæði, eins og hann hafði alltaf gert. Hann eltist mjög fljótt. Dulinn maga- sjúkdómur risti andlit hans djúpum rúnum. Ungi húsbóndinn og kona hans stunduðu búskapinn af kappi. Konan hafði loks alið lengi þráðan son, eftir að hafa fyrst eignazt tvennar tviburasystur. En það kom í Ijós, þegar fram í sótti, að þessi dásamlegi erfðaprins var vanheill og lasburða. Móðir hans tók að lýjast og dag nokkurn, þegar Katrín var viðstödd, fékk niðurbæld gremja hennar útrás. Hún gekk eins og venjulega um gólf í stórstofunni. Breiðar mjaðmirnar gengu upp og niður og grannt mittið eins og herptist meira saman, þegar hún lagði áherzlu á orð sín. ,,Hvernig átti það öðru vísi að fara en drengurinn veiktist? Ef hann hefði verið látinn heita Karl eftir föður mínum — þá hef ði orðið maður úr honum. En hann þurfti endilega að heita nafni héðan. Eiríkarnir hafa aldrei verið neinar kempur. En Karlarnir — það hafa verið karlar í krapinu". ,,Þvættingur! Hvaða máli ætli nafnið skipti svo sem? Og hvað ætli við færum að sækja nafn á drenginn í Seffersættgia", sagði Janni. ,,Það hef ur, hélt ég, kveðið eins mikið að okkar ætt og Sef fers-fólkinu, og Karlsnaf nið hef ur alla tíð verið í okk- ar ætt. Það er okkar naf n. En sem sagt: allir aðrir en ég máttu ráða nafni drengsins, og nú sést, hvernig það gafst. Eiríkarnir hafa aldrei verið neinar kempur". Katrin brosti í kyrrþey. En seinna flugu henni þessi orðaskipti hjónanna aftur í hug. Eiríkarnir hafa aldrei verið neinar kempur. Var það nafnsins vegna, sem Eirikur hennar hafði svo lengi átt við heilsuleysi að stríða, og var það orsök þess, hve skammlífur hann varð? — Heimska, tautaði hún við sjálfa sig og reyndi að víkja þessum hugsunum frá sér, hvernig gat slíkt verið undir nafninu komið? En aftur og aftur kom henni þessi sama setning i hug: Eiríkarnir hafa aldrei verið neinar kempur. Hefði hún kannski átt að láta drenginn sinn heita eitthvað annað. Var Gústaf og Einar happasælli nöfn? Hana langaði til þess að bera þetta undir konu Janna, en hún þorði það ekki. Og svo var það víst ekki annað en hjátrú. Með nýju kynslóðinni komu margar nýjungar. Sláttu- vélar og snúningsvélar voru víða teknar í notkun. Rík- ustu bændurnir keyptu þreskivélar. Eldavélarnar voru komnar í hverteinasta kot, og stóru lokrekkjurnar hurf u óðum úr sögunni. Vinnumennirnir fengu nú ekki lengur að sofa í sama herbergi og kvenfólkið. Það þurfti helzt hver að vera í kytru út af f yrir sig. Á mörgum heimilum voru gömlu, fallegu hillurnar teknar brott og nýtízku skápar settir i staðinn. Hjálmar Norðkvist kom heim snemma um haustið, og þegar hann lét aftur úr höfn, hafði hann með sér unga stúlku úr byggðinni, — ölmu Eiríksdóttur. Þessi óvænti atburður vakti hina mestu undrun á eynni. Þess voru engin dæmi, að sonur ríkasta mannsins í eyjaklasanum kvongaðist í skyndi, viðhafnarlaust og án nokkurrar veizlu, og færi siðan brott. Öllum fannst slík framkoma óaf sakanleg. Sérstaklega var þó Sef fersfólkið, sem mik- ið var gefið fyrir samkvæmi og mannamót, mjög von- svikið. Kalli eldri var svo æfur, að hann talaði við sjálfan sig, pataði og skældi sig á vegum úti. Og þegar Katrínu bar þar að, greip hann óðar tækifærið, sem honum gafst til þess, að láta gremju sína í Ijós við skyni gædda veru, og hellti yfir hana löngum reiðilestri. ,,Góðan daginn! Þú hefur auðvitað frétt, hvað gerzt hefur? Þó það ætti ekki að komast í hámæli. Við geum sagt eins og Eiríkur, að stórtíðindin gerist helzt í kyrrþey. Fólk hér er f arið að taka upp nýja siði. 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl). 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Arnhildur Jónsdóttir les söguna „Lisu í Undra- landi” eftir Lewis Carroll (8). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriöa. Fiskispjail kl. 10.05: Ásgeir Jakobsson flytur þáttinn. „Hin gömlu kynni” kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þátt meö frásögnum og tónlist frá liðnum árum. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Um þing norræna hús- mæörasambandsins. Sigrið- ur Thorlacius flytur erindi. 15.00 Miðdegistónleikar: Islenzk tónlist. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn. Anna Brynjúlfsdóttir stjórnar. 17.00 Lagiö mitt- Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburöarkennsla i spænsku og þýzku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vistkreppa og samfélag. Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur flytur fyrra erindi sitt. 20.00 Lög unga fólksins.Sverr- ir Sverrisson kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina. Björn Þorsteinsson ser um þátt fyrir unglinga. 21.20 Myndlistarþáttur i umsjá Magnúsar Tómas- sonar. 21.50 TónleikakynningGunnar Guðmundsson segir frá tón- leikum Sinfóniuhljómsveitar tslands i vikunni. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (20). 22.25 „Inngangur að Passlu- sálmum” ritgerð eftir Halldór Laxness.Höfundur byrjar lesturinn. 22.45 Harmonikulög Adriano leikur frönsk lög. 23.00 Á hljóöbergi. Tvær smásögur, önnur eftir Somerset Maugham og hin eftir William Saroyan. — Edward Woodward og Hal Holbrook lesa. 23.30 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. Sii'i IBIIIi Þriðjudagur 18. febrúar 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Ur dagbók kennara. ítölsk framhaldsmynd. Fjórði og siðasti þáttur. Þýðandi Jón Gunnarsson. Efni 3. þáttar: Kennsluað- ferðir nýja kennarans valda hinum kennurunum áhyggj- um, og þeir vara hann við. En hann heldur tilraunum sinum áfram, og nú taka nemendurnir til við að rann- saka sögu fjölskyldna sinna. 21.45 Má bjóða yður lummur? Haraldur Sigurðsson og Þórhallur Sigurösson bregða á leik. Einnig koma fram Erna Einarsdóttir og Valgaröur Sigurðsson. Leikmynd Björn Björnsson. Handrit og stjórn Andrés Indriöason. 22.15 Heimshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Jón Hákon Magnússon. 22.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.