Tíminn - 18.02.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.02.1975, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 18. febrúar 1975. BAUER HAUGSUGAN er einmg traust eldvarnatæki Guóbjörn Guöjónsson SIS-FOÐUH SUNDAHÖFN G§ÐI ff/rir f/óénn mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Ragnhildur Helgadóttir, forseti Norðurlandaráðs: Norðurlandaráð á að verða vett- vangur til að EINS OG skýrt var frá I Tíman- um á sunnudag, var Ragnhildur Helgadóttir kjörinn forseti Norð- urlandaráðs við setningu 23. fundar ráðsins, sem stendur þessa dagana hér í Reykjavík. Ragnhildur er fyrsta konan, er gegnir þessari virðingarstöðu. Ragnhildur Helgadóttir er þvl önnum kafin um þessar mundir. Hún gaf sér þó tima til að ræða við blaðamann Timans síðdegis i gær um störf þessa fundar Norð- urlandaráðs o.fl. — Hvernig kanntu við þig I stöðu forseta Norðurlandaráðs, Ragnhildur? — Ég vil aðeins þakka það traust, sem mér hefur verið sýnt — og mun reyna að gera mitt bezta. — Nú heyrist oft sagt, að fundir Norðurlandaráðs séu lítið annað en málþing — Htill sem etiginn árangur fáist af fundastörfum. Er þetta rétt? — Nei, að minum dómi má sjá árangur af starfi Norðurlanda- ráðs viða, ekki sizt hér á lslandi. 1 Innbrot í Helgarkjör: Aðkoman ömurleg Gsal—Reykjavik — Þegar komið var inn a lager verzlunarinnar llelgarkjörs, Hamrahlið 25, um helgina. var aðkoman önturleg. Kókóshulluni. tómatsósu, og eggjum Itafði verið dreift um allan lagerinn, og var hann útlit- andi eins og eftir loftárás. Við athugun málsins kom i ljós, að 50 lengjum af sigarettum hafði verið stolið, vindlum, 12 kar- tonum af tyggigúmmii og senni- lega einhverju magni af eggjum. þvi sambandi má nefna Norræna húsið i Reykjavik og uppbygging- una i Vestmannaeyjum, en Norðurlandaráð átti verulegan þátt i að fjárframlög bárust frá öðrum Norðurlöndum, svo og Norrænu eldfjallastöðina. Laga- samstarf milli Norðurlanda hefur verið mikilvægur þáttur i starfi Norðurlandaráðs. Forsætisnefnd- in hefur nú lagt til, að milliþinga- nefndir i hinum einstöku löndum veiti hver annarri gagnkvæma aðstoð um upplýsingaöflun. Þá ber að nefna alls konar starf á sviði menningarmála, t.d. höfum við Islendingar notið góðs af Nor- ræna menningarmálasjóðnum, en fyrirhugað er að stórauka framlög til sjóðsins á næstunni, eins og fram kom i ræðu Vil- hjálms Hjálmarssonar mennta- málaráðherra, er hann flutti hér á fundinum i gær. (Ræðan er birt annars staðar i Timanum.) — En verða teknar einhverjar ákvarðanir í stærri málum á þessum fundi Norðurlandaráðs? — Það er ljóst, að fjöldi ákvarðana i meiri háttar málum verður tekin á fundinum. A þessu stigi málsins er þó erfitt að telja þau upp, þvi að dregizt hefur að ganga endanlega frá álitum nefnda, er starfað.hafa að undir- búningi hinna ýmsu mála frá þvi siðasti fundur Norðurlandaráðs var haldinn i Álaborg i haust. — Er ætlunin að halda auka- fundi á borð við fundinn i Alaborg I framtíðinni? Eða verður aðeins einn fundur áriega? — S.l. tvöár hafa verið haldnir tveir fundir Norðurlandaráðs á ári: Nokkurs konar aðalfundur i upphafi árs og svo aukafundur að hausti. Samþykkt hafði verið, aö þessi tilhögun skyldi afnumin Ólga í Tyrklandi Reuter-Jerúsalem. Talsmað- ur israelstjórnar hefur lýsf yfir, að fréttir um ósamstæðni iniian stjórnarinnar i afstöðu til friðarsamninga við Egypta séu úr lausu lofti gripnar. Talsmaðurinn sagði, að full- ur einhugur rikti innan stjórn- arinnar um tillögur þær, er settar voru fram i siðustu viku á fundum með Henry Kissing- er, utanrikisráðherra Banda- rikjanna. Hann tók sérstak- lega fram, að valdamestu ráð- herrarnir — Yitzhak Rabin forsætisráðherra, Yigal Allon utanrikisráðherra og Simon Peres landvarnaráðherra — hefðu allir staðið að tillögun- um. Eining í ísraelstjórn Reuter-Ankara. Um helgina kom til mikilla átaka viðs vcg- ar i Tyrklandi, þegar skóla- kennarar og stuðningsnienn þeirra efndu til mólmælaað- gerða vegna vaxandi verð- bólgu og uppgangs fasista I landinu að undanförnu. í bæ einum i austurhluta Tyrklands réðust andstæðing- ar kennaranna á eina mót- mælagönguna, og lauk þeirri viðureign með skelfingu: Einn lézt i átökunum, en tæplega þrjátiu særðust, þar af tveir lifshættulega. Fréttir af átök- um annars staðar voru óljósar og þvi óvist, hvort fleiri hefðu týnt lifi i þeim. Tyrklandsstjórn koni saman i fyrradag vegna ólgunnar i landinu, en ekki hafa borizt nánari fréttir af fundi stjórn- arinnar. ÖRYGGISMÁLARÁÐ- STEFNAN í SJÁLFHELDU Kissinger og Gromyko ræðast við í Genf styrkja frá og með þessu ári, en reynslan af Alaborgarfundinum var svo góð, að nú er ekki útilokað, að aukafundir verði haldnir að hausti, ef ástæða þykir til. — Hvað einkenndi þann fund. öðrum fremur? — Það hefur verið áberandi i seinni tið — og kom sérstaklega i ljós á fundinum i Alaborg — að umræöurnar hafa orðið pólitisk- ari, almennt séð, þ.á.m. beinzt meira að samstarfi Norðurlanda út á við. Sem kunnugt er eiga Norðurlöndin aðild að mismun- andi fjölþjóðasamtökum. Sú stað- reynd gerir það e.t.v. enn nauð- synlegra en ella, að Norðurlöndin treysti böndin sin á milli, þvi að þau geta með þeim hætti komið sameiginlegum stefnumálum sinum fram á breiðari grundvelli, þ.e. gegnum hin ólikustu samtök. — Hvaða máli á vettvangi Norðuriandaráðs sýnir þú sjálf mestan áhuga? — Það, sem mér er efst i huga, er að vinna að þvi, að Norður-- landaráð geti oröið vettvangur þess að styrkja þingræðið á Norð- urlöndum. Starf kjörinna stjórn- málamanna er umdeilt og að minu mati of misskilið. Menn gera sér ekki nægilega ljóst, hve lýðræðinu er mikilvægt, að lýð- ræðislega kjörin þjóðþing séu valdamikil. Þetta á sér ýmsar or- sakir: Völdin hafa i rikum mæli færzt i hendur embættismanna og sérfræðinga, hagsmunahópar, er standa utan þjóðþinganna, eru orðnar æði valdamiklir, og siðast en ekki sizt hefur skort á fullan skilning fólks á starfi kjörinna stjórnmálamanna. Það er athyglisvert, að innan Norður- landaráðs hefur þróunin verið sú, að völdin hafa æ meira færzt i hendur ráðherranefndarinnar frá hinum þingkjörnu fulltrúum. Þessari öfugþróun þarf að snúa við. Ég vil gjarna stuðla að þvi, að gerð verði könnun á vegum Noröurlandaráðs á orsökum þingræðið Andrúmsloftiö á fundum Norðuriandaráðs jafngott og á Alþingi. þessa vanda, sem vissulega felur i sér hættu fyrir það lýðræði, er við búum nú við. A grundvelli slikrar könnunar ætti svo að gera tillögur til úrbóta. - - Finnst þér, að hlutur kvenna I störfum Noröurlandaráös hafi aukizt að undanförnu? — óneitanlega verður það að teljast, þegar kona er kjörin i for- sætisnefnd ráðsins eftir 23 ára starf þess. Nú eiga 10 konur sæti i Noröurlandaráði af 78 fulltrúum, svo að hlutur kvenna mætti gjarna aukast. Hins vegar get ég sagt fyrir mitt leyti, að ég hef aidrei orðið vör við neinn mun á afstöðu fulltrúa, hvort sem i hlut eiga konur eða karlar. — Að lokum, Ragnhildur. Hvernig finnst þér andrúmsloftið á þessum 23. fundi Norðurlanda- ráðs? — Mér finnst hér rikja gott andrúmsloft, rétt eins og á Alþingi okkar Islendinga. Reuter-Genf. Ilenry Kissinger, utanrikisráðherra Bandarikj- anna, og Andrei Gromyko, utan- rikisráöh. Sovétrikjanna, hófu i fyrradag viðræður i Genf. Búizt er við, að deilu Araba og isracls- manna beri hæst i viðræðunum, en að auki snrtist þær um sam- skipti Bandarikjanna og Sovét- rikjanna á breiðum grundvclli. Fréttaskýrendur álita, að ör- yggismálaráðstefna Evrópu hafi verið til umræðu á fundi utan- rikisráðherranna i fyrrakvöld. öryggismálaráðstefnan,sem efnt var til m.a. vegna þrýstings frá Sovétstjórninni, er hugsuð i þrem hlutum. Fyrsti hlutinn var i raun undirbúningur að sjálfri ráðstefn- unni, en annar hlutinn — sem fyrst og fremst eru viðræður embættismanna — hófst i Genf i september 1973. Á ýmsu hefur gengið, en nú um áramótin var talið, að skriður væri kominn á störf þessa annars hluta ráðstefn- unnar, enda hafði þá tekizt að jafna nokkur ágreiningsefni, er lengi höfðu verið bitbein fulltrúa austurs og vesturs á ráðstefn- unni. Þegar fulltrúar á ráðstefn- unni tóku upp þráðinn að nýju eftir áramót, rikti nokkur bjart- sýni i þeirra hópi. Sú bjartsýni fer nú þverrrandi, enda hefur hvorki gengið né rekið um nokkurt skeið — t.d. virðist i bili ógerningur að ná samkomulagi um, að tilkynna skuli heræfingar, sem fyrirhug- aðar eru i Mið-Evrópu. HVERT SEM ER, HVENÆR SEM ER. LONDON GLASGOW KANARÍEYJAR GAMBÍA AUSTURRÍKI Brottfarir: Febrúar: 15. og 22. Marz: 1., 8., 15., 22. og 29. April 5., 12., 19., og 26. Verð frá kr. 24.200. Brottfarir: Marz: 14. April 4. og 18. Verð kr. 20.800 Brottfarir: 27. febrúar:3v. 6. marz/3v. 20. marz/2 v. 27. marz/3 v. 17. april/2 v. 1. mai/3 v. Brottfarir: 22. febrúar 8. marz 22. marz Verð frá kr. 62.900 Brottfarir: 21. febrúar. 21. marz Verð frá kr. 28.100. ■ -■ Skipulagðar ferðir Farseðlar um allan heii Ferðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 símar 1 1255 28133 12940

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.