Tíminn - 19.02.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.02.1975, Blaðsíða 1
HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKULATÚNI 6 -'SIMI (91)19460 c 42. tbl. — Miðvikudagur 19. febrúar 1975 —59. árgangur J 'XNGIRP Áætlunarstað-r: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 r> Menntaskólinn á Egilsstöðum: Fyrsti áfangi full- hdríi *L • • á næstunni Skipulagið gerir ráo fyrir 400 manna skóla JH-Reykjavik. — Menntamála- ráðuneytið hefur veitt heimild til þess að fullhanna fyrsta bygg- ingaráfanga menntaskóla á Egilsstöðum, og búið er f aðal- atriðum að ganga frá skipulagi skólasvæðis fyrir allt að fjögur hundruð manna skóla. t þeim hluta, sem fyrst verður reistur, eiga að vera heimavistir og mötu- neyti, og verður byggingin væntanlega boðin út i sumar. Eru sextlu milljónir króna til ráðstöf- unar á þessu ári. Byggingarnefndin var skipuð árið 1973, segir i fréttatilkynn- ingu, sem formaður hennar, Hjörleifur Guttormsson, hefur sent Timanum, og hefur hún si&an unnið að undirbUningi framkvæmda i samvinnu við menntamálaráðuneytið og húsa- meistarana, Ormar Þór Guð- mundsson og örnólf Hal.. Tillögur hafa verið mótaðar um fjölbrautaskóla með fjölbreyttara námsframboði en tiðkazt hefur i menntaskólum hér, og gert er rdð fyrir samstarfi við næsta um- hverfi um hagnýtingu sumra bygginga og ýmissa þátta starf- seminnar og má þar nefna iþróttamannvirki, bökasafn og heimavistir, sem hugsaðar eru sem gistirými á sumrin. Þegar lokið er fyrsta bygg- ingaráfanga, eiga áttatiu nem- endur að komast fyrir i tveggja manna herbergjum. Jafnframt þessum fyrsta framkvæmdaþætti þarf i ár að hanna kennsluhús- næði og starfsmannaibúðir, svo að unnt verði að ráðast i fram- kvæmdir við þann hluta á næsta ári, svo að hvort tveggja verði til- bUið samtimis, er að þvi kemur, að skólarekstur geti hafizt. Sumarið 1973 ákváðu mennta- málaráðuneytið og sveitarstjórn á Egilsstöðum, að stefnt skyldi að sameiginlegu iþróttahUsi með leikfimisal og sundlaug fyrir skóla á Egilsstöðum, og jafn- framt tekið tillit til almennra þarfa Austfirðinga, eftir þvi sem samstaða verður. Hefur iþrótta-. miðstöð af þessu tagi verið for- hönnuð, en beðið er ákvarðana rikisstjórnar um staðla fyrir slikt hUsnæði og þar með um kostn- aðarhlut rikis og heimaaðila. Siðan er eftir að leita samstöðu Austfirðinga um þetta fyrirkomu- lag. Bygginganefndin telur, að jafn- framt þvi sem efld er framhalds- ménntun innan fjölskólabrauta i fjórðungnum, bæði á sviði bók- náms og verknáms, þurfi að bæta verulega aðstöðu grunnskóla þar eystra. „Bygginganefndin treyst- ir á stuðning menntamálaráðu- neytis og f járveitingavalds og at- GOÐ LOÐNUVEIÐI — en þrær flestar fullar gébé—Reykjavik — Hjá loðnu- nefnd fengum við þær upplýsing- ar, að 36 skip hefðu tilkynnt um afla i gær, samtals 9.200 tonn. Er þá heildarloðnuaflinn orðinn 190 þiisund tonn. Mestan afla fékk SUlan EA, 570 tn, en óskar Magnússon AK og GIsli Arni RE voru með 500 tn hvort. Skipin sigla flest til Austf jarða- hafna með aflann, en það er þó aöeins á Vopnafirði, sem fjögur skip geta lagt upp, — annars stað- ar er allt fullt, og losnar ekki um fyrr en á fimmtudag. Reiknað er með að stærri skipin sigli til Raufarhafnar, en veður er slæmt fyrir þá, sem ætla vestur um til Vestmannaeyja, Þorlákshafnar eða Grindavikur. Norglobal tók á móti loðnu i gær, en siðan verða tankar skips- ins hreinsaðir, og getur það þvi ekki tekið á móti loðnu fyrr en á fimmtudag. Verðlagsráð kom tvisvar til fundar i gær til að ræða loðnu- verð, en engin ákvörðun var tek- in. Hifaveita í Reykjadal? ÞJ—HUsavik — Fyrir skömmu var byrjað að bora eftir heitu vatni að Laugum I Keykjadal. A sunnudaginn var borholan orðin 520 metra djúp, og kom þá upp svo mikið vatn. að fáar borholur hér á landi munu hafa gefið jafnmikið. Mönnum telst til, að Ur hol- unni komi 40-50 litrar af 63 stiga heitu vatni á sekUndu hverri. Reykdælahreppur og Orku- stofnun standa i sameiningu að boruninni að Laugum. Bor- inn, sem notaður er, var áður við Kröflu. Ætlunin er að hita öll hUsin i skólahverfinu að Laugum með heitu vatni, og einnig hefur komið til tals að leggja hita- veitu & alla bæi i dalnum. fylgi þingmanna kjördæmisins og sveítarstjórna og almennings á Austurlandi við bætta alhliða menntunaraðstöðu og væntir þess, að ekki liði mörg ár áður en menntaskóli á Egilsstöðum geti tekið til starfa við góðar aðstæð- ur", segir að lokum i fréttatil- kynningunni. ##Ég get að vísu ekki nefnt daginn" — AKVÖRÐUN um stofnun menntaskóla á Austurlandi er að finna I lögum frá árinu 1965, sagði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra, er- Tlminn ræddi við hann um þessa nýju menntastofnun. Slðar varð að ráði, að skóli Austfirðinga yrði byggður upp með f jölbrautasniði. Reynt er að vanda sem bezt allan undirbúning, þvi að það skal vel vanda, sem lengi á að standa. Skipulag islenzkra skólamála hefur verið og er enn I mótun. Hér er þvl að mörgu að hyggja. Og bjartar vonir eru bundnar við þróun byggðar á Austurlandi. Ég geri mér von um, að þess sé nU skammt að biða, að framkvæmdir geti hafizt við byggingu menntaskóla Austurlands, þótt ekki geti ég nefnt daginn, þegar fyrsti hnausinn verður stunginn. Hálfnað er verk þá hafið er. Það er min skoðun, að fljót- lega eftir að byggingarfram- kvæmdir hefjast, hljóti menn að marka ákveðna stefnu um það, hvernig og hvenær skuli hefja skólastarfið, sagði Vil- hjálmur að lokum. Þessar tvær myndir voru teknar I hádegisverðarboði, er Framsóknarflokkurinn hélt fyrir fulltrúa norrænna miðflokka, er sitja 23. fund Norðurlandaráðs iReykjavfk. Á efri myndinni sést Marjatta Vaananen, menntamálaráðherra Finnlands, þakka boðið fyrir hönd gestanna. Við hlið hennar sitja Ólafur Jóhannesson og V.J. Suksalainen, fyrrum forsætisráðherra Finnlands. Andspænis þeim við borðið sitja Johannes Antonsson, fráfarandi forseti Norðurlanda- ráðs, og Asgeir Bjarnason. A neðri myndinni sést Halldór Asgrimsson, yngsti þingmaður landsins, heilsa Per Borten, fyrrum forsætisráðherra Noregs. Aðrir á myndinnieru Jón Helgason og Ólafur Jóhannesson. (Timamyndir Gunnar) Bandaríkjamenn í erfið- leikum í Þórsmerkurfero BH—Reykjavik — Nokkrir Bandarlkjamenn, starfandi hér- lendis, lentu I svaðilförum inni i Þórsmörkum helgina. Lögðu þeir af stað héðan á laugardag, og segir ekki af ferðum þeirra fyrr en I gærmorgun, er sveit Slysa- varnafélagsins á Hvolsvclli, Dag- renning, var beðin að huga að þeim. Lögðu menn á tveim bílum af stað frá Hvolsvelli um ellefu leytið I gærmorgun, en höfou ekki farið langt, er þeir mættu Banda- rikjamönnunum. Voru þeir allir heilir á liúli. en höfðu orðið að skilja tvo bila slna eftir á hliðinni i Krossá, og lent I miklu baksi við að losa þá, án árangurs. Fóru tveir menn a traustum bflum frá Hvolsvelli með þeim inn i Þórsmörk upp Ur hádeginu i gær, en ekki höfðu frekari fregnir af þeim leiðangri fengizt i gær- kvöldi, aðrar en þær, að um þrjú- leytið voru þeir komnir að Jökuls- á. Þá hafði Guðjón Einarsson, lögregluþjónn á Hvolsvelli, sein- ast talstöðvarsamband við þá. Ekki reyndist unnt að hafa tal af þeim Slysavarnafélagsmönnum um talstöð vegna afar slæmra skilvrða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.