Tíminn - 19.02.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.02.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN MiOvikudagur 19. febrúar 1975. NORRÆNT MENNINGAR- SAAASTARF FÆRIR ÚT KVÍARNAR ÞEGAR menningarmálasamn- ingurinn tók gildi fyrir rúmlega þremur árum, geröu menn sér háar vonir um áhrif hans til að auka virkni hins norræna menningarsamstarfs. Nýtt skipu- lag samstarfsins á vegum rikis- stjórnanna leysti af hólmi þá starfsemi, sem fariö haföi fram um 25 ára skeiö, einkum undir forustu norrænu menningarmála- nefndarinnar, sem samstarfs- stofnunar rikisstjórnanna á þessu sviði. Sú starfsemi, sem fariö hefur fram samkvæmt menningar- málasamningnum frá ársbyrjun 1972, er einkum að þvi leyti frá- brugöin fyrri skipan, aö nú er unnt aö meta verkefni, raöa þeim i forgangsröð og vinna að þeim á grundvelli heildarskipulags þar sem samstarfsstofnunin getur bæði átt frumkvæði um aðgerðir og annazt framkvæmdir þeirra. ,, Menningarf járlögin” Meðal mikilvægustu gagna um hina samnorrænu starfsemi á sviði menningarmála eru hin sameiginlegu „norrænu menningarf járlög”. Með þeim varð það kleift að vinna mark- visst frá ári til árs að framkvæmd stefnumiða og starfsáætlana. Gerð sameinaðrar fjárhags- áætlunar um menningarmála- samstarfið var eitt af allra fyrstu verkefnunum, sem nýju stofnan- irnar hófust handa um 1972 og fyrstu ,,fjárlögin” tóku þvi til 1973. Heildarfjárveitingin var þá 32 millj. danskra króna. Næsta ár hækkaði hún i 35 millj. og á þessu ári, 1975, er niðurstöðutala „menningarfjárlaganna” 40 millj. danskra króna. Leggja ber þó áherzlu á, að starfsemin sjálf og aukning hennar frá ári til árs, verður ekki mæld með þessum fjárveitingatölum einum saman. Ýmis viðfangsefni eru kostuð meö fjárveitingum i einstökum löndum og margs konar mikils- verður árangur af norrænu menningarmálasamstarfi hefur litil — stundum jafnvel engin — áhrif á fjárlögin. Dæmi um slikt er samstarfið um gagnkvæmt gildi háskólaprófa á Norðurlönd- um og samræming reglna um fjárhagsaðstoð við námsmenn. Ennfremur ber að nefna hina um- fangsmiklu samvinnu um rannsókna- og þróunarstarf á sviði fræðslumála. Hún styðst einungis að litlu leyti við fjárveit- ingar i „menningarfjárlögun- um”, en er annars kostuð af hverju landi fyrir sig. Arangur þessa starfs birtist ekki sem af- mörkuð samnorræn starfsemi heldur gætir hans i þvi starfi, sem unnið er i hverju einstöku landi. Samnorrænar stofnanir og ann- að fastmótað samstarf, sem kom- ið hafði verið á laggirnar fyrir 1972, hafa haldizt við lýði eftir til- komu menningarmálasamnings- ins og fá þvi nú fé i „menningar- fjárlögunum”. Hin samræmda fjárlagagerð og sú forgangsröð- um, sem henni fylgir hefur gert kleift að koma við æskilegri yfir- sýn og mati á starfsemi þeirra stofnana, sem fyrir voru. Með þessu móti hefur starfseminni i ýmsum tilvikum veriö fengin fastari skipan en áður, og á ýms- um sviðum hefur reynzt unnt að færa út kviarnar, þar sem slikt hefur verið talið nauðsynlegt. 1 nokkrum tilvikum hefur matið leitt til rækilegrar könnunar og athugana á framtiðarstarfi og markmiðum. Ýmis ný starfsemi hefir einnig verið tekin i „menningarfjárlög- in” á þessum þremur árum. Tveimur nýjum fastastofnunum hefur verið komið á fót, norrænu eldfjallastöðinni á Islandi, sem vigð var haustiö 1974, og norrænu Samastofnuninni i Norður- Noregi, en vigsla hennar fór fram að vori sama ár. Einkennandi fyrir norrænt menningarmálasamstarf tima- biliö 1972-1975 hefir þó verið markviss viðleitni ráðherra- nefndarinnar til meiri sveigjan- leika, aukinnar dreifingar starf- seminnar i þvi skyni að ná til sem fjölmennastra hópa og yfirleitt sú stefna að stuðla að starfsemi, sem ekki er bundin við fastar stofnanir. Almenn menningarmál A sviði almennra menningar- mála hefur þannig á þessu þriggja ára timabili verið unnt að veita norrænu æskulýðssamstarfi verulegan stuðning. Gestaleikja- starfsemi hefur verið komið i skipulegt horf og langþráður stuðningur við þýðingar bók- mennta grannlandanna er nú haf- inn. Unnið er að þvi að undirbúa þátttöku fjölmennra almanna- samtaka i menningarsamstarf- inu, svo og sérstakt samnorrænt átak i þágu þeirrar menningar- miðlunar sem að börnum veit. Aukiö sjónvarpssamstarf innan Noröurlanda hefur lengi veriö mönnum hugstætt og hafa i þvi skyni farið fram umfangsmiklar athuganir á árunum 1972 til 1974 á vegum stofnana menningarmála- samningsins. 1 skýrslu ráðherra- nefndarinnar er gerð grein fyrir meginatriðum tillagna, sem fólgnar eru i nýframkomnu loka- áliti sjónvarpsnefndar þeirrar, er ráðherranefndina skipaði. Alitið i heild er lagt fram sem fylgiskjal með skýrslu ráðherranefndar- innar fyrir árið 1974 og afstaöa Norðurlandaráðs til tillagna sjón- varpsnefndarinnar mun skipta miklu varðandi framhaldsmeð- ferð málsins. Að þvi leyti sem aukningu verð- ur við komið á sjónvarpssam- starfinu á Noröurlöndum, mun hún hafa i för með sér, að svo- nefnd jarðarsvæði fái kost á um- fangsmeira menningarefni, en hingaö til. Þetta er þó ekki eina dæmið um ráðstafanir sem bein- ast að þessum svæðum. Sama- stofnunin, sem nú er tekin til starfa af fullum krafti treystir grundvöll menningarstarfs og annarrar samvinnu varðandi málefni minnihlutahóps, sem byggir viölent svæði i þremur löndum. Vonir þær, sem bundnar voru við starfsemi Norræna húss- ins i Reykjavik, hafa fyllilega ræzt, og m.a. með hliðsjón af reynslunni þaðan hefur verið gerð áætlun um norræna menningarmiðstöð i Þórshöfn i Færeyjum. Annað mál, sem unnt verður væntanlega að taka ákvörðun um áður en mjög langt liöur, er fram- tiðarskipulag samstarfs á sviði myndlistar. Fræðslumál A sviði fræðslumála hefur menningarmálasamningurinn haft i för með sér að fastri skipan hefur verið komið á samstarfið i þessum efnum. Fyrstu árin hafa aðgerðirnar einkum miðast við grunnskólastigið og hafa þar myndazt skilyrði til árangursriks norræns samstarfs, sem reynzt getur mikilsvert bæði fyrir al- menna áætlunargerð i skólamál- um landanna og hiö daglega skólastarf. Hið umfangsmikla samhæfingar- og þróunarstarf, sem m.a. hefur leitt til margvis- legra tillagna og álitsgerða, tekur til forskóla, grunnskóla, fræðslu fullorðinna, sérskóla og stjórn- sýslu á sviði fræðslumála. Með þvi að beita sameinuðum kröftum að meöferð þróunarvandamála og nýta samanlagða reynslu i fimm löndum hefur nú þegar myndazt mikilsveröur grunnur að þróun skólans á innlendum vettvangi. Og unnt er að efla hiö norræna samstarf enn frekar til aö auðvelda hagkvæma nýtingu mannafla og aðstöðu með sam- hæfingu innlends og samnorræns þróunarstarfs. Næsta verkefni, er átak á sviði fullorðinsfræðslu, framhalds- og endurmenntunar, svo og starfsmenntunar og há- skólanáms. Visindarannsóknir A sviði visindamála hefur um langan aldur þróazt viðtækt sam- starf. Það er lika á þessu sviði, sem mest hefur kveðið að föstum samstarfsstofnunum, svo sem fram kemur m.a. i norrænu menningarfjárlögunum. Þær samstarfshugmyndir, sem fram- kvæmdar hafa verið fram að þessu, hafa hins vegar i mörgum tilvikum beinzt að fremur þröngt afmörkuðum sérsviðum. Framtiðarþróun visindasam- starfs á Norðurlöndum ætti ekki eingöngu og raunar ekki fyrst og fremst að miða að þvi að koma á fót föstum samnorrænum rannsókna- og samstarfsstofnun- um, heldur fremur beinast að samstarfi um tiltekin rannsókna- verkefni og — mun meira en hing- aö til — að almennum aðgerðum i þvi skyni að stuðla að auknum vísindalegum samskiptum milli visindamanna og rannsókna- stofnana á Norðurlöndum. Þess gætir nokkuð að sérstak- lega hinir yngri visindamenn láti sér sjást yfir þá möguleika, sem i boði eru i grannlöndunum, en stofni fremur til tengsla við rannsóknarstarfsemi, sem fram fer utan Norðurlanda. Þetta verð- ur ekki einungis skýrt með þvi að þörfin á fjölþjóðlegum samskipt- um fer sivaxandi. í mörgum tilvikum eru það að verulegu leyti önnur atriði, sem úrslitum ráða. Fyrir samstarfsstofnanir þær, sem komið hefur verið á laggirn- ar samkvæmt menningarmála- samningnum, ætti það að vera brýnt verkefni að örva til aukinna samskipta innan Norðurlanda. Með samskiptum af þessu tagi fást skilyrði fyrir sameiginlegu rannsóknaumhverfi, sem getur orðið grundvöllur að frekari efl- ingu visindasamstarfs á Norður- löndum. Ráðstöfunarfjárveiting og Menningarsjóður Norðurlanda Akveðiö var þegar árið 1971, aö I norrænu „menningarfjárlögun- um” skyldi sérstök fjárveiting æthið til ráðstöfunar fyrir ráð- herranefndina. Þessi fjárveiting, 5-6 millj. danskra króna á ári, hefur reynzt mjög mikilvæg, sérstaklega fyrir starfsemi, sem ráðherranefndin hefur átt frum- kvæði að, svo og til tilraunastarfs. Reynslan hefur orðið sú, að eðli- leg verkaskipting hefur smám saman þróazt milli ráöherra- nefndarinnar og ráðstöfnunarf jár hennar annars vegar og menningarsjóðsins hins vegar. Þessa verkaskiptingu hefur ekki þurft að valdbjóða. Það hefur tal- izt eðlilegt að ráðherranefndin kostaði af ráðstöfunarfé sinu starfsemi, sem með einhverjum hætti er tengd opinberrri stjórn- sýslu á Norðurlöndum eða algjör- um nýjungum, sem ráðherra- nefndin hefur ákveðið að efna til. Starfsemi menningarsjóðsins beinist að hinu frjálsa menningarstarfi, félagssamtök- um og óhefðbundnum verkefnum. Með tillögum þeim, sem ráð- herranefndin hefur lagt fyrir þetta þing um nýtt samkomulag um menningarsjóðinn, fært til samræmis við nýjar aðstæður, hefir nefndin viljað leggja áherzlu á, hversu mikilvægu hlutverki hún telur sjóðinn hafa að gegna i norrænu menningarlifi. Ráð- herranefndin kaus að leita um- sagnar Norðurlandaráðs um mál- ið áður en endanlega verður gengið frá texta samkomulagsins og formleg umfjöllun þess hafin i hverju einstöku landi. Skipulag Ráðherranefndin telur með hliösjón af þriggja ára reynslu, að það skipulag menningarsam- starfsins, sem ákveðið er i menningarmálasamningnum, sé hagkvæmt og hafi géfizt vel. Sérlega mikilsverð er, að dómi ráðherranefndarinnar, hin fasta samvinna við menningarmála- nefnd Norðurlandaráðs. Bæði varðandi fjárlagaundirbúning og áætlanagerð um samstarfið er haft samráð milli menningar- málanefndarinnar og ráðherra- nefndarinnar og annarra sam- starfsstofnana samkvæmt menn- ingarmálasamningnum. Ráðgjafarnefndir ráðherra- nefndarinnar, þrjár talsins, svo og allar aðrar nefndir, stjórnunarhópar o.s.frv., sem starfa á grundvelli menningar- málasamningsins, eru trygging þess, að framkvæmd samnings- ins sé i traustum tengslum bæði við fjölmenna þjóðfélagshópa og við þá aðila, sem sérþekkingu hafa á hinu viðtæka sviði, sem menningarmálasamningurinn spannar. Ráðherranefndinni er ánægja að þeirri staðreynd, að hin skipulögðu tengsl samstarfs- stofnananna við Norrænu félögin hafa i för með sér þátttöku mikils fjölda manna i starfseminni. Norræna menningarmálaskrif- stofan gegnir undirstöðuhlutverki I samstarfskerfinu. Þegar menningarmálaskrifstofan tók til starfa fyrir rúmum þremur ár- um, var ekki unnt að sjá nákvæmlega fyrir, hversu um- fangsmikil starfsemin mundi verða. Verkefni skrifstofunnar var i upphafi aðeins hægt að marka i megindráttum, en nú, að þremur árum liðnum, hafa einstök atriði verið mótuð og starfsemi skrifstofunnar gengur vel. An skrifstofu, sem veldur verkefnum sinum og er þar með fær um að sjá ráðherranefndinni fyrir nauðsynlegum undirstöðu- gögnum fyrir starfsemi hennar, væri ókleift að ná þeim markmiðum, sem að er stefnt með menningarmálasamningn- um. Aö endingu vil ég vekja athygli á þeim „stefnumiðum fyrir nor- rænt menningarmálasamstarf”, sem ráðherranefndin samþykkti i desember 1974 og Norðurlanda- ráði er gerð grein fyrir i sérstöku fylgiskjali með skýrslu ráðherra- nefndarinnar. Með þessari leið- söguáætlun eru markaðir megin- drættir starfsins á næstu árum án ákveðinna timamarka. Með stoð i þeim greinimörkum og megin- sjónarmiðum, sem þar er lýst, er tryggður fastur grunnur undir hina árlegu greinargerð fyrir starfsáætlun nánustu framtiðar, jafnframt þvi að unnt verður að taka með skjótum hætti tillit til nýrra samstarfshugmynda og hnika til fyrri áætlunum. Mikil- vægur liður i áframhaldandi áætlanagerð verður sú þátttaka af hálfu Norðurlandaráðs, sem gert er ráð fyrir i mennir.gar- málasamningnum. Það bar til tiðinda á þingi Norðurlandaráðs, að Vilhjálmur Hjálmars- son menntamálaráðherra mælti á islenzka tungu, er hann ávarffcði þingheim. Mun það i fyrsta skipti, að islenzka er töluð af ræðustóli i fundarsölum þess. Ræða menntamálaráðherrans birtist hér i heild. í henni er glöggt rakið, hversu menningarmálasamstarf Norðurlandaþjóðanna er nú orðið viðamikið og hvaða vonir má gera sér um, að það verði meira og nánara á komandi árum£fling þess er Islendingum ekki sizt mikilvæg á timum, er áhrif úr annarri átt leita mjög á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.