Tíminn - 19.02.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.02.1975, Blaðsíða 9
TÍMINN Sveinn Einarsson, þjóöleikhússtjóri. Miðvikudagur 19. febrúar 1975. Miðvikudagur 19. febrúar 1975. KRISTENRÖKT UNDER JÖKULEN AV HALLDÓR LAXNESS Rætt vlð Þjóðleikhússtjóra um leikferðir, leikhús og sýningar ó Kristnihaldinu í Noregi Mikil gróska virðist nú vera i leikstarfi i land- inu, sem vera ber um þetta leyti árs. Farið er til útlanda með leiki, og ný verk eru tekin til sýn- inga hér heima. Ein- hverjar raddir voru þó uppi um það, að leikhús- in hefðu verið „sein i gang” i vetur, og á dögunum (27. jan.) hitt- um við að máli Svein Einarsson þjóðleikhús- stjóra, sem haft hefur mörg járn i eldinum að undanförnu, — og fyrsta spurningin var: Leikhúsin ,,Sein i Gang”? — Voru leikhúsin „sein i gang” í vetur? — Já, heyrt hefur maður það, en þetta er samt misskilningur. Fólk virðist gleyma nokkuð fljótt, aö viö vorum með listahátið i fyrravor, og þjóðleikhúsið var t.d. með fjórar sýningar þá, þar á meðal þrjár frumsýningar, sjálfa Þrymskviðu, Litlu fluguna, og svo ballettinn. Þessar sýningar fækkuöu auðvitaö frumsýningum i byrjun starfsárs, eða frumsýn- ingum á hausti. Bak viö hverja frumsýningu liggur mikil vinna, og þegar unnið er viö frumsýningar siðla vetrar og fram á sumar, þá hlýtur það að koma niður á haustinu, fækka frumsýningum þá. Við tókum þvi forskot á sæluna vegna listahá- tiðar. Þar viö bættist, að vegna þjóðhátiðarinnar vorum við með opin I sumar, og aðsókn að Þjóð- leikhúsinu sló öll met árið 1974. — Að þessu sinni vorum við með þrjár frumsýningar, þar með'talið stórt barnaleikrit, KARDIMOMMUBÆINN, en við teljum hér, að sýningar verði að vera fyrir börnin, — annars sé verið að bregöast þeim. — Barnaleikritið var dálitið fyrr á ferðinni i vetur heldur en venjulega, en það er vegna þess að viö vorum með mafgar sýn- ingar i gangi frá fyrri hluta árs. Barnaleikrit eru sýnd á daginn, og þau taka ekki rúm frá kvöld- sýningunum, sem geta haldið áfram með eðlilegum hætti. Hvernig er heilsan? — Við höfum hins vegar notað timann vel, og fyrir skömmu var frumsýning i Þjóðleikhúsinu á HVERNIG ER HEILSAN? eftir þá Bengt Bratt og Kent Anderson, tvo Svia, sem eru orðnir nokkuð þekktir hér á landi, þvi að I fyrra- haust var Þjóðleikhúsið með ann- að verk eftir þá: ELLIHEIMIL- IÐ. ELLIHEIMILIÐ gekk vel og vakti veröskuldaða athygli. — Þetta leikrit er i svipaðri tón- tegund, það gerist á heilsuhæli og hefur sömu kosti. Vandamálin eru kynnt á skemmtilegan hátt. Við heyrum betur en við sjáum, þegar við förum í leikhús Það er brugðið upp ýmsum myndum og úrvinnsla á þeim fer fram eftir mismunandi sjónar- miöum einstaklinganna. Það er sem sé ekki komið með einhvert „patent” i byrjun leiks, sem leys- ir allan vanda i eitt skipti fyrir öll. Okkur er sýndur minnihluta- hópur sem lifir til hliðar við sam- félagiö, en slikt er sem betur fer þó að hverfa. Það er athyglisvert, aö viö gerð þessa verks, uppsetn- ingu þess hér, var haft samstarf við hliðstæðar stofnanir hér á landi, til þess að fá trúverðuga mynd. INÚK til annarra landa — Þið hafið einnig verið meö leik um Grænland, hvernig stóð á þeirri sýningu? — Ég get svo sem sagt frá þvi. Þannig var mál með vexti, að ég hitti Harald Ólafsson lektor, sem þá var nýbúinn að halda erindi i útvarp um Afriku og mér varð þá ljóst hversu langt var orðið siðan ég las landafræðina mina. Allt haföi breytzt, ný riki höfðu verið stofnuð, önnur höfðu liðið undir lok og þjóðirnar voru að vakna og áttu nýja drauma og nýjar vonir. Ný heiti og ný nöfn komu fram. — Mér kom til hugar, hvort ekki væri unnt að setja saman fróðlega skólasýningu um þessi mál, sýn- ingu, sem farið gæti i heimsóknir i skólana, til þess að kynna lönd- in. — Um þetta leyti hafði einnig vaknað hugmynd um að gera verk um Vinlandsferðir i sama skyni. — Það varð úr, að ég fékk Brynju Benediktsdóttur til að leikstýra dálitlum hópi leikara, sem við höfðum valið saman. Hún og Haraldur ólafsson tóku verk- efniö til meðferðar og úr þvi varö, að ákveðið var að taka Eskimóa og menningu þeirra til meðferð- ar. INÚK er grænlenzkt orð og þýðir nánast: MAÐURINN og fellur heiti leiksins vel að við- fangsefninu. Blöndun á staðnum — Leikurinn er unninn i hóp- vinnu, — blöndun á staðnum —. Allir, sem að þessu koma eru höfundar leiksins. Þetta tók tölu- veröan tima og var unnið i ihlaup- um, þvi að sumt af þessu fólki var bundið i öðrum störfum. Hópur- inn fór til Grænlands, og þar breyttust öll þeirra viðhorf. Þau höfðu með sér mikið af sögum og ljóöum frá Grænlandi, sem þau nýta I textanum, ennfremur grænlenzka tónlist, eða Eskimóa- tónlist. Ennfremur var mikið leit- að fanga i fræðibókum. — A Grænlandi kynntust þau grænlenskum formum og ýmsum siöum, þar á meðal dönsum. — Flokkurinn kom til Ang- mangsalik. Bæjarstjórnin þar var INÚK til Norður- landanna og Frakklands.... á tslandi um þetta leyti og þau kynntust þeim og fóru siðan i heimsókn norður til þeirra. Enn- fremur var ferðazt eitthvað norð- ur á bóginn, þar sem eru staðir og þjóðhættir, sem likari eru upp- runalegu lifi Grænlendinga. Þarna var að finna ýmsa forna menningarþætti, sem nú eru á undanhaldi fyrir nýjum sið. Þau fengu meðal annars að hitta gamlan særingantann (angakok), sem framdi fyrir þau seið og dans. Það var ekki seinna aö vænta, þvi að gamli maðurinn dó mánuði siðar, eða þar um bil. Þetta var á elliheimilinu i An- magsalik. — Við héldum sýningar á INÚK siðla i fyrra vetur, þá fyrst fyrir skólastjóra, en siðan var verkið flutt fyrir skólanemendur bæöi þá um vorið og nú i haust. Skólasýningar á INÚK INÚK er sýnt i skólunum, en hefur ekki verið sýnt á leiksviðinu i Þjóðleikhúsinu. -Aöeins ein opinber sýning hefur verið á verkinu, en hún var i Norræna- húsinu, samkvæmt ósk þaðan og forsvarsmenn þess urðu svo ánægðir, að þeir tóku leikinn með sér norður til Húsavikur, þar sem stjórnarmenn Norræna-hússins héldu með sér fund. Þeir voru hrifnir af leiknum og vildu endi- lega koma honum á framfæri i Nordkalotten, þvi þeim fannst að þau vandamál, sem um er f jallað, myndu höfða til þess fólks, sem býr i nyrztu byggðum Noregs, Sviþjóðar og Finnlands. — Við höfum nú sýnt INÚK allt að fimmtiu sinnum i hinum ýmsu skólum. Við höfum fengið boð frá Folketheatret i Danmörku um að Sviftsmynd úr IIVERN'IG ER IIEILSAN, sem frumsýnt var hjá Þjóöleikhúsinu nýveriö. Fariö var inn á nýjar hrautir i uppsetningu verksins, þar sem haft var samband við „hliðstæöar” stofnanir I Reykjavik, en leikurinn gerist á taugahæli. Bessi Bjarnason á æfingu I HVERNIG ER HEILSAN það komi með sýningu til íslands. Þetta var meðfærileg sýning til að ferðast með hingað og jafn- framt spurðu þeir hvort við gæt- um ekki komið með eitthvað ti! þeirra til endurgjalds sem auð- velt væri að ferðast með milli landa. Ég sagði þeim frá INÚK, og frá þvi efni, sem þar er tekið til með- ferðar, hvernig vestræn siðmenn- ing skellur á fornri þjóðmenningu Grænlendinga. Þeir sýndu þessu mikinn áhuga, en markmið Leiklistargagnrýni fer batnandi þeirra var að koma á leikhátið, þar sem verk og leikhópar kæmu frá öllum Norðurlöndunum. Þeir voru i samfloti um þetta með Sænska rikisleikhúsinu. INÚK hlaut styrk frá Norræna menningarmálasjóðn- um — Það var sótt um styrk til þessara sýninga i Norræna menn- ingarsjóðinn af þvi fé, sem þar er veitt til gestaleikja, en þar var öllu hafnað, nema þvi að islenzki flokkurinn kæmi með INÚK til Norðurlandanna i leikför. Við fengum bréf hingað, þar sem til- kynnt var, að þvi miður gæti ekki orðið af styrk til Folketheatret vegna Islandsferðar, en flokkur Þjóðleikhússins hlyti ferðastyrk til Danmerkur og Sviþjóðar og flokkurinn gæti fengið viðbótar- styrk, ef hann gæti einnig sýnt i Finnlandi og i Noregi. Okkur bár- ust boð frá Þrándheimi og Vasa. Þarna verður þvi um að ræða tvær höfuðborgir, Stokkhólm og Kaupmannahöfn, og svo tvær aðrar borgir, sem sé Þrándheim og Vasa. — Ilvernig er með tungumálið. Skilur nokkur maður þennan leik, sem ekki skilur islenzku? Tungumálaöröugleikar hverfandi litlir — Auðvitað eru víssir ann- markar á þvi að leika á islenzku fyrir útlendinga. A þessu er þó dálítill munur milli einstakra leikrita. 1 þessu verki er mjög mikið lagt upp úr þvi sýnilega, — efni er tjáð með hreyfingum og búningum. Tónlist og söngur kvæða á einnig að vera aðgengi- legt hverjum manni. Þá er i siðari hluta verksins frásögn „sögu- manns”, sem er fararstjóri með ferðamannahópi til Grænlands. Þetta verður þýtt á viðkomandi TÍMINN Grænienzk stúlka i þjóðbúningi. Myndin er tekin I Kúlúsúk i Grænlandi. Núverandi þjóðbúmngur Grænlendinga er mjög litrikur og er saumaður perlum. Grænlendingar komust snemma I kynni við* hollenzka sjómenn, sem komu að Vesturströnd Grænlands til hvalveiða á 16. öld. Þeir fluttu með sér glepperlur. Fyrir þann tima var þjóðbúningurinn skrcyttur mislitum skinnum, sem var ákaflega fag- urt, sambærilegt við „sauðalitina” í islenzkri ullarvöru. Þúsundir af perlum fara i hvern búning. mál. Þá er einnig hugsanlegt að túlkað verði jafnóðum i heyrnar- tæki. — Þessi þýðingarmáti er al- gengur. Er notaður á öllum meiriháttar ráðstefnum og var i leikhúsi þjóðanna i Paris. — Undirbúningur undir þessa leikför er nú i fullum gangi. Sýningin var miðuð við skóla- kerfi, tók 35 minútur i sýningu. Nú hefur leikurinn verið lengdur og er nú tæpa klukkustund i flutn- ingi. — Nokkur frekari ferðalög fyrirhuguð með þennan leik? — Ef til vill. Hingað kom maður frá alþjóðlegu leiklistarhátiðinni i Nancy i Frakklandi og sá leikinn. Að visu sá hann leikinn ekki i endanlegri gerð, eða i þeirri mynd sem hann fer til Norður- landanna. Honum leizt vel á þetta, en fannst sýningin of stutt. Nú standa yfir bréfaskriftir og endanlegt svar er væntanlegt um það hvort okkur verður boðið þangað með leikinn. Við höfum einnig fengiö fleiri fyrirspurnir, m.a. frá Frakklandi, sem teknar yrðu þá til athugunar, ef af ferð- inni til Nancy getur orðið. — Má telja þetta upphaf aö ein- hverju nýju i samskiptum is- lenzka leikhússins við erlendar stofnanir og leikhús? — Það er ef til vill of mikið að segja að svo sé. Ég vil taka það skýrt fram að við erum þarna að túlka menn- ingarsvið, sem okkur er i raun- inni jafn framandi og flestum ibú- um þeirra landa sem við heim- sækjum. Mjög ákveðin hugar- farsbreyting hefur orðið á Norðurlöndum gagnvart menn- ingu þeirra er byggja nyrztu byggðir. Á ég þar við t.d. Sama, og Eskimóa. Viss áhugi hefur veriö vakinn á þessum þjóðum, tilvist og menningu þeirra. Áhugi manna á INÚK er þvi kannski framhald af áhuga manna á Norðurlöndum á að kynna menn- ingu strjálbýlis og afskekktra staða i Norðurálfu. — Fyrsta sýningin verður 11. febrúar i Stokkhólmi. Við heyrum betur...... — Hvað segja menn um aðferð- ina, tilurðina sjálfa? — Þetta þykir yfirleitt sjálfsagt að gripið sé til slikrar vinnu. örðugast á þetta þó uppdráttar á tslandi, þar sem menn eru bundnari orðinu meira en gerist og gengur. Ritnöfundum hér finnst þetta sumum vera fráleitt, orðið sé grundvöllur allrar sögu. Við sjáum þetta lika hjá áhorf- endum hér. Til skamms tima þá átti vel orðuð setning og fyndin setning miklu greiðari aðgang að hjartanu og hláturkirtlunum en vel gerð hreyfing, sem sagði þó kannski það sama. Við sjáum þetta ekki aðeins i okkar leikhúsi, heldur einnig i þeirri leikritun, sem hér er stunduð. Núna er t.d. veriö að sýna Kaupmanninn i Feneyjum. Shakespeare er orðsins maður, Við erum mjög hamingjusöm að fó að lifa þessa grósku, sem verið hefur í leikritagerðum en sýningin er mjög mikið fyrir augað, jafnt i búningi sem hreyfingu og að hlusta á hana meö lokuð augu segir hálfan sannleikann. Þvi miöur er það landlægt á Islandi að við heyrum betur en við sjáum, þegar viö för- um i leikhús. Kristnihald undir jökli — Þú settir upp Kristnihaldiö i Noregi. Hvernig bar það að? — Það bar til þannig að mér var boðið að setja leikinn þar upp. Mér haföi reyndar verið boðið það áður, að setja upp leiki erlendis, en hafði aldrei haft tækifæri til þess fyrr að þiggja slikt boð. Þarna stóð óvenju vel á og ég fékk leyfi til þess að fara utan þessara erinda, en sýningin var i Þránd- heimi. Þarna er gamalt leikhús, afskaplega skemmtilegt og það var byggt árið 1817 að mig minn- ir. Þarna var írumstæður tækni- búnaður, en ágætt starfslið tækni- manna. — Ég var vanur litlu sviði úr Iðnó, og þvi var ég ósmeykur við að setja leikinn upp á litlu sviði i Noregi. Þeir eru nú að spá i nýtt leikhús þarna, en ég vona að það gamla verði varðveitt, þvi yfir þvi er mikill þokki. — Leikhópurinn þarna var ágætur, að visu misgóður, eins og viðast hvar er og ýmsar aðstæður voru erfiðar, en þetta fólk tók mér afskaplega vel. Bar mig á hönd- um sér og var mjög áhugasamt. Allir fóru að lesa bækur eftir Laxness — Hvernig þótti því umhorfs undir Jökli? — Hugarheimur leiksins var þvi mjög framandi i fyrstu, en svo breyttist það og ný svið opnuðust og áður en varði voru allir farnir að lesa Halldór Laxness. Ekki að- eins þetta verk, heldur allt sem fáanlegt var. Sama var uppi á teningnum með áhorfendur. Ann- að hvort voru þeir með á nótunum og voru hrifnir, eða þetta var þeim lokað svið. — Er Kristnihaldiö „lokalt" verk, eða er það auöskiliö t.d. fyr- ir útlendinga? — Já, en það segir ekki alla sög- una. Áhorfandi, eða lesandi getur lika verið „lokal" og gert um sig einhver svipuð landamæri. Ef rætt er um Kristnihladið i þessu sambandi, þá varð ég ekki var við að menn meðtækju leikinn á ann- an hátt en t.d. islenzkir áhorfend- ur gerðu þeir sem á annað borð gengu inn i jökulinn. I þessu sam- bandi má geta þess hér, að Is- lendingar voru ekki allir reiðu- búnir að meta Laxness. þótt hann sendi frá sér hvert snilldarverkið af öðru. Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.