Tíminn - 19.02.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.02.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miövikudagur 19. febrúar 1975. Það kvað vera fínt að hlaupa frá gömlum venjum. En skammarlegt er það samt að tíma ekki að sjá af fáeinum kaffibollum ofan í granna sína. Og hér erum við- fátækir bændur- sem þrælum alla daga, að reyna að halda sæmilegar brúðkaupsveizlur. Ja- svo má lengi læra sem lif ir. En í gamla daga — í æsku minni — hefði enginn leyft sér annað eins og þetta. Enginn vissi neitt fyrr en lýst var með þeim í kirkjunni, og svo lædd- ust áu eins og þjófar til prestsins eitt kvöldið og létu hann gifta sig. Og nú eru þau farin í brúðkaupsferð- taktu eftir". ,-Ætlar Alma þá að sigla með honum?" ,, Já- svo sannarlega segi ég þér- sagði Eva. Þau fóru á nýju skútunni, sem Norðkvist gamli keypti. Það er hald- ið- að þau ætli alla leið til Ástralíu". ,,Alla leið til Ástralíu? Það er víst hinum megin á hnettinum. Það er naumast- að Alma fær að sjá sig um". ,-Hinum megin á hnettinum — það er lóðið. — Jú-jú, og þetta er ekki nema of ur-venjuleg bóndadóttir. En hún kann sig og er menntuð og f ín og skynug eins og allt þetta Eiriksfólk". ,,Já. Hún sómir sér vel sem kapteinsfrú". ,,Já, o-já. En hún á ekki vel við Norðkvistsfólkið. Að minnsta kosti hefðu þau getað off rað fáeinum kaff iboll- um áður en þau fóru. Móðir hennar Ölmu mun ekki vera sérlega ánægð með þetta háttalag, þó að hún verði að sætta sig við það, úr þvi að hún fékk svona f ínan og ríkan tengdason". Þannig atvikaðist það, að Ijóshærða, prúða afgreiðslu- stúlkan í pósthúsinu fékk að sigla á hinu ny|a skipi draumhetju sinnar til f jarlægustu landa hinum megin á hnettinum. Og þannig lögðust hinar frægu þriggja daga brúðkaupsveizlur niður á Þórsey. Ef Katrín hafði nokkurn tíma orðið fegin vetrinum, þá var það i þetta skipti. Hún var svo glöð yfir því, að Gústaf var kominn heim, að hún vissi ekki, hvað hún átti helzt að gera honum til þægðar. Mestan hluta dagsins var hann raunar úti um hvippinn og hvappinn við skóg- arhögg, veiðar eða einhvern gleðskap. Hann kom sjaldan heim f yrr en seint á kvöldin og hélt þá, að móðir sín væri komin í fastasvefn. Hann læddist því inn á sokkaleistun- um og háttaði í myrkrinu. Hann bylti sér um hríð í rúm- inu, en eftir stutta stund mátti heyra það á andardrættin- um, að hann var steinsofnaður. Hann var enn jafn hraustur og hann hafði verið. — En Katrín lá lengi vak- andi og hugsaði um duttlunga tilverunnar. Stundum kom f yrir, að hann lagðist endilangur á bekk- inn og teygði fæturnar langt út á gólf ið. Þannig gat hann legið aftur á bak tímunum saman og blístrað og sungið meira en nokkurn tíma Jóhann, þegar hann var upp á sitt bezta. Þá var Katrín glöð: hún þeytti rokkinn í ákafa og raulaði lágt fyrir munni sér. Síðan kom annaðeinmanalegt sumar með erf iðisvinnu á ökrum og engjum. Dag nokkurn í lok ágústmánaðar, er Katrín stóð á akri með öðru verkafólki og skar rúg skammt frá veginum, sást ferðameður með vaðsekk í hendinni koma neðan f rá Bátvíkinni. Allir réttu sig upp og gláptu á manninn, og enginn gat getið sér þess til, hver þarna var á ferðinni um þetta leyti árs. Katrín horfði líka á hann stundar- korn. Það er sjálfsagt einhver farandsali, hugsaði hún. Þegar hún kom heim um kvöldið, tók hún eftir því, að reykur lyppaðist upp úr strompinum. — En hvað ég get verið óvarkár með eldinn, hugsaði hún. Það var guðs mildi, að kotið skyldi ekki brenna. En þegar hún opnaði dyrnar, varð hún þess vör, að það sat maður inni í stof- unni. Það var sami maðurinn og komið hafði meðan frá Bátvíkinni. Vaðsekkurinn hans lá á gólfinu úti við þilið. Það var búiðað kveikja upp í eldavélinni og kaff ikannan stóð á öðru hólfinu. Hún nam staðar á þröskuldinum og riðaði á fótunum, þvi að það flögraði að henni, að þetta væri kannski bara svipur. ,,Einar", stundi hún loks. Hann reis á fætur. Jú, þetta var hann sjálfur, lofaður veri guð, en ekki sýn eða fyrirboði. ,,Komdu sæl", sagði hann og rétti fram höndina. ,,Sæl og ... hvernig . . . hvað .. . ég hafði ekki hugmynd um, að þin væri von heim, Einar". ,,Ég ætla í sjómannaskólann". ,, Jæja". ,,Já. í byrjun september". ,,Þá geturðu verið nokkra daga heima. Hvernig hefur þér vegnað, Einar?" ,,Þetta þolanlega". ,,Jæja. En það var gaman að sjá þig aftur. Við sáum þig koma neðan frá sjónum, en ekki einu sinni ég bar kennsl á þig. Þú hefur breytzt svo mikið og ert orðinn fullorðinn maður. Þú ert líka bráðum orðinn myndugur. — Ég ætla að skreppa niður í búð og kaupa dálítið af hvít- ingum í kvöldmatinn — fyrst það er kominn gestur". Katrín sauð kvöldmatinn og bauð syni sinum sæti við borðið. Hún var himinglöð yfir endurfundunum, en fór MIÐVIKUDAGUR 19.febrúar 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Himinn og jörö” eftir Carlo Coccioli. Séra Jón Bjarman les þýöingu sina (11). 15.00 Miödegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.25 Popphorniö. 17.10 Ctvarpssaga barnanna: ,,t fööur staö” eftir Kerstin Thorvall Falk.Olga Guðrún Árnadóttir les þýöingu sina (5). 17.30 Framburöarkennsla I dönsku og frönsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 ,,Upp koma svik....” Upphafskafli verölaunabók- ar Noröurlandaráös eftir Hannu Salama. Steinunn Jóhannesdóttir leikkona les eigin þýðingu úr sænsku. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöng- ur.Þuriöur Pálsdóttir syng- ur lög eftir Jórunni Viöar viö undirleik höfundar. b. Minnisveröur nágranni. Hallgrimur Jónasson rithöf- undur flytur minningaþátt úr Norðurárdal'i Skagafiröi. c. Húsfreyjan f Bræöra- tungu og fieiri kvæöi eftir Jórunni óiafsdóttur frá Sörlastööum. Ragnhildur Steingrimsdóttir leikkona les. d. Brana, vitur hryssa en kenjótt. Rósa Gisladóttir frá Krossgerði við Beru- fjörð flytur frásögu. e. Um islenzka þjóöhætti. Árni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn. f. Kórsöngur Þjóð- leikhúskórinn sýngur lög eftir Jón Laxdal. Söng- stjóri: Dr. Hallgrímur Helgason. 21.30 Útvarpssagan: „Klaka- höllin” eftir Tarjei Vesaas Kristin Anna Þórarinsdóttir leikkona les (5). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (21). 22.25 Bókmenntaþáttur i umsjá Þorleifs Haukssonar. 22.55 Djassþátturí umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Miðvikudagur 19.febrúar 18.00 Björninn Jógi. Bandarisk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.25 Filahiröirinn. Bresk framhaldsmynd. Ferðalag- ið. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 18.45 Parasolka fer á veiöar. Sovésk teiknimynd. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárky nning og auglýsingar. 20.35 Umhverfis jöröina á 80 dögum. Breskur teikni- myndaflokkur. 6. þáttur. Sé efast um sigur er orustan töpuö. Þýðandi Heba Júlíus- döttir. 21.00 Nýjasta tækni og vísindi. Sjóntruflanir, Apolló-Soyuz, Kynbætur á mais, Fólks- flutningar i borgum. Um- sjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.30 Söngsveitin Þokkabót. Gylfi Gunnarsson, Halldór Gunnarsson, Ingólfur Steinsson og M^gnús Reynir Einarsson leika og syngja i sjónvarpssal. Aður á dag- skrá 12. janúar s.l. 21.45 Ultima Thule. Þýsk kvikmynd um óbyggðir ís- lands og áhrif öræfanna á hugi þeirn^ sem þar ferð- ‘ást. Þýðandi Auður Gests- dóttir. Þulur Ingi Karl Jó- hannesson. 22.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.