Tíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 1
Sandersnn lyftarinn kominn HF HÖRÐUR GUNHARSSON SKÚLATÚNI 6 — SÍMI (91)19460 'ÆNGIRf Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 Bændur á Skeiðum hafa þurft að kaupa mikið af heyi — heyfengurinn í sumar 28% minni en í meðaldri FB-Reykjavík. í»rátt fyrir þaö, að mikið hafi verið talaö um gott sumar og góðan heyskap hjá bændum á siðasta sumri eru undantekningar frá þessari hag- sæld, þvi töluvert hefur skort á, að bændur á Skeiðunum hafi haft nægiiegt hey fyrir búpening sinn i vetur. Stafar þaö af kali í túnum. A síðasta vetri lá fshella yfir tún- um i rúma þrjá mánuöi, og stafaði kalið af því, að sögn Jóns Eirikssonar bónda f Vorsabæ á Skeiðum. Jón Eiriksson sagði, að nokkrir erfiðleikar hefðu verið á átta til tiu bæjum i hreppnum, eða fjórðungi bæja hreppsins. Hefði þó nokkuð bætt úr vandanum fyrningar frá fyrri árum. Sagði Jón, að heyforðinn hefði á siðasta hausti verið 10% minni en hann hefði þurft að vera, og heyfengur sumarsins hefði verið 28% minni en i venjulegu ári. Mismunurinn hefur svo verið bættur með fyrn- ingunum. Bændur keyptu strax i haust nokkuð af heyi, og hefur það hey fengizt úr nærsveitum og einnig austan úr Rangárvallasýslu. 1 sumar var verðið á heykilóinu 6-7 krónur vélbundið á vellinum, en Frh. á bls. 15 Skólasvæðið ó Egilsstöðum eins og það verður í framtíðinni Hið fyrirhugaða skólasvæði á Egilsstöðum. Þetta er mynd af lik- ani, sem arkitektarnir Ormar Þór Guðmundsson og örnólfur Hali hafa látið gera. Dökku húsin á myndinni eru einbýlis- og fjölbýlishús, sem þegar er búið að byggja, en ljósu byggingarnar eru heimavistir, skólahús, starfsmannaíbúðir og iþróttamiðstöð. Stóra húsið fremst á myndinni er iþróttamiðstöðin, og sést sund- laugin fyrir framan hana. Efst til hægri eru þrjú heimavistar- hús, og fyrir neðan þau sjálft kennsluhúsnæðið, og þar verður einnig bókasafnið til húsa. Löngu byggingarnar efst á miðri mynd ofanvert, eru heimavistir, mötuneyti og eldhús, en þaö verður fyrsti áfanginn. Þar fyrir neðan eru svo starfsmanna- ibúðirnar, ýmist einbýlis- eða parhús. Stærð mötuneytis og heimavistaráfanga þess, sem framkvæmdir eiga senn að hefjast við, er átta hundruð fermetrar að grunnfleti á einni tii fjórum hæðum, þannig að gólfflötur verður alls um 2500 fermetrar, en heildarrúmmál 8200 rúmmetrar. Jósafat stefnir: VILMUNDUR HLJÓTI ÞYNGSTU REFSINGU TILRAUNIR MEÐ SNJÓBLÁSARA VESTRA gébé—Reykjavik — Nú er verið að gera tilraunir með snjóblásara á Botnsheiði og Breiðadaisheiði, en þar er sem kunnugt er mjög snjóþungt og heiðarnar báðar lokaðar allan veturinn. Timinn hafði samband við Björn Ólafsson, umdæmisstjóra Vegagerðar rikisins á isafirði. Björn sagði, að þetta væri algjör tilraunastarfsemi, sem væri nýlega hafin. Við erum að þreifa fyrir okkur og athuga, hvort ekki sé unnt að nota snjóblásarana á heiðun- um, sagði Björn. Snjórinn er djúpur þarna, en laus i sér, og fram að þessu hefur allt gengið að óskum. Þetta fer þó algjörlega eftir veðri. Þetta er einnig i fyrsta skipti, sem reynt er að opna heiðarnar á þessum tima ars. Súgandafjörður er algjörlega einangrað byggð- arlag yfir veturinn, og aðeins er hægt að komast þangað sjó- leiöina. Flateyri er betur sett að þvi leyti, að þar er flug- völlur, en hún er einangruð landleiðina allan veturinn. Notkun snjóblásarans gæti þvi orðið framtiðarlausn fyrir samgöngur á landi við þessa tvo staði. Snjóblásarar eru nú þrir i notkun á landinu, og er sá fjórði væntanlegur. Þeir eru allir norskir, af Vikinggerð, og Norðmenn hafa notað þessa blásara með góðum árangri. Þeir eru með 3500 hestafla vél. Snjórinn er um þrir metrar á dýpt á þessum stöðum, sagði Björn Ölafsson, en það tók' snjóblásarann fimm klukku- stundir að ryöja vegalengd, sem áður tók tvær jarðýtur tvo daga. Gsal-Reykjavik — Eins og Tim- inn greindi frá á sinum tima, hugðist Jósafat Arngrimsson stefna Vilmundi Gylfasyni fyrir ummæli hans i sjónvarpsþættin- um „Kastljósi” þann 20. descm- ber siðastliðinn. Jósafat hcfur látið verða af því að stefna Vil- mundi, og verður stefnan tekin fyrir árdegis i dag i bæjarþingi Reykjavikur. Auk Viimundar hefur Jósafat stefnt Itikisútvarp- inu, og menntainálaráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd rikissjóðs. — Égmunaðsjálfsögðu mæta i dómsalnum og gera grein fyrir minu máli, sagði Vilmundur Gylfason, þegar Timinn hafði tal af honum i gærdag, en að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Timinn sneri sér til Kristjáns Eirikssonar, lögfræðings Jósafats Arngrimssonar, og sagði hann, að stefnan væri byggð á átta máls- greinum, sem Vilmundur lét sér um munn fara i sjónvarpsþættin- um. — Aðalpunkturinn i þessu er sá, að Jósafat telur þessi ummæli meiðandi og móðgandi fyrir sig, — og hann telur þau borin fram á opinberum vettvangi, sem sé vitaverð háttsemi, og þar að auki séu þessi ummæli ósönn að veru- legu leyti. Stefnan er siðan rök- studd nánar með tilvisunum til hegningarlaga og almennra laga- raka. Kristján sagði, að þetta mál væri það fyrsta sinnar tegundar hér á landi, og frá lagalegu sjónarmiði mjög athyglisvert mál. Aldrei áð- ur hefði risið upp mál vegna um- mæla i sjónvarpi, og væru ýmis atriði álitamál, vegna þess að þegar hegningarlögin hefðu verið sett, hefðu þau verið hugsuð vegna'þrentaðs máls. — Það sem ég persónulega tel vitavert i þessu sambandi er það, að mér finnst Vilmundur hafa gerzt offari, þ.e. gengið alltof langt. Ég vil hins vegar halda þvi fram, að heimilt sé að sjálfsögðu að skýra frá refsimálum og öðru sliku á þessum vettvangi, en það sé ekki hægt að taka einstaka menn fyrir á þann hátt sem Vil- mundur gerði i umræddum sjón- varpsþætti. Að sögn Kristjáns krefst Jósa- fat þess, að ummæli Vilmundar verði dæmd dauð og ómerk og að Vilmundur verði dæmdur I þyngstu löglega refsingu fyrir þau. Samkvæmt kröfu Jósafats ætti þvi að hneppa Vilmund i varðhald fyrir ummæli sin. — Þetta er nú fyrsta brot, og þvi má ætla, að refsingin verði ekki nema einhver sekt, sagði Kristján. Jósafat telur enn fremur, að ummæli Vilmundar séu brot á 229. grein hegningarlaganna um friðhelgi einkalifs. Þá telur Jósa- fat, að vitavert sé að birta slik ummæli, nema fyrst sé leitað samþykkis viðkomandi, og að viðkomandi fái tækifæri til að svara fyrir sig á sama stað á sömu stundu. Enn fremur krefst Jósafat einnar milljónar króna i miskabætur, og þeirri kröfu bein- ir hann bæði að Vilmundi, Rikis- útvarpinu og rikissjóði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.