Tíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 20. febrúar 1975 Fimmtudagur 20. febrúar 1975 Vatnsberinn: (20. jan.-18. febc) Það er einhver, sem er þér mjög nákominn, sem þér ber að hugsa alveg sérstaklega vel um, og vertu viss um það, aö þessi umhyggja þin mun borga sig, þótt siðar verði. Þú hefur eitthvert samband við fjarlægan ættingja. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Einhverjir smámunir koma til með að hafa meiri þýðingu en þig hafði órað fyrir, og hvað svo sem veldur, þá verður miklu meira gaman fyrir þig að heimsækja vini og kunningja i náinni framtið en verið hefur. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Þú skalt endilega hugsa þig tvisvar og jafnvel miklu oftar um, áður en þú tekur einhverjar mikilvægar ákvarðanir, sem verið er að krefjast af þéreinmitt þessa dagana, og helzt skaltu ekki svara neinu i dag. Nautið: (20. april-20. mai) Það litur út fyrir, að það sé einhver rómantik i loftinu hjá Nautunum i dag, en hinu skulu þau ekki ganga dulin, að stjörnumerkin eru ekki hagstæð, og hætt við þvi, að kvöldið boði einhverja erfiðleika. Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) Það borgar sig alls ekki i dág að vera of þrjózkur og halda of fast við skoðanir sinar i skoðana- skiptum, sem hætt er við, að þú lendir i. Þú skalt hafa vit á að vægja, þvi að annars muntu sjá eftir þvi. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Eitt skaltu hafa hugfast og það sérstaklega i dag: Það er betra að þegja en að afla sér óvina, sem kunna aðgeta gert manni lifið leitt — svo að þú skalt varast að bregða fæti fyrir nokkurn mann i dag. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) Nú þarftu aldeilis að beita allri þinni lipurð og kankvisi i dag. Það eru einhverjar gildrur, sem lagðar verða fyrir þig i dag, og nema þvi aðeins að þú farir einstakiega varlega, er þér hætt við falli. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sepU Nú skaltu hafa augun opin i dag, þvi að það er ekki að vita,nema þú fáir alls konar ábendingar og ráðleggingar um það, hvernig þú eigir að fara að þvi að bæta fjárhaginn, og allt er þetta þér stórlega i hag. Vogin: (23. sept-22. oktj Það er einhver taugaóstyrkur i þér i dag, rétt eins og þú sért að biða eftir einhverju i ofvæni, og það er alltaf gaman, en þú skalt nú samt ekki gera þér of miklar vonir, þvi að þá verða vonbrigðin minni. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Þú ert að vinna að einhverju sérstöku núna um þessar mundir, og það riður á talsverðu. að þú ljúkir þessu af i dag. Takist þér það, geturðu verið viss um, að þú átt bjarta daga framundan og aðstaða þin er betri. Bogmaöurinn: (22. nóv-21. des.) Skemmtanalifið blómstrar, og ánægjulegur at- burður, sem kemur þér mjög á óvart, verður enn til þess að gera daginn skemmtilegri. Meðal vina og kunningja verður þó kvöldið sérstaklega skemmtilegt i alla staði. Steingeitin: (22. des.-19. jan). Enda þótt þú sért störfum hlaðinn og hafir áhyggjur þungar, máttu samt ekki láta vinnuna og stritið ganga fyrir öllu. Það er alveg nauðsynlegt að létta sér upp við og við, og þetta er einmitt dagurinn til þess. Verkfræðingur Vérkfræðistofa Norðurlands, Akureyri, óskar eftir að ráða byggingaverkfræð- >ng, 2ja til 4urra ára starfsreynsla æskileg. Upplýsingar i simum 8-23-22 og 3-85-90 Reykjavik og 1-10-31 Akureyri. Hér fyrr á árum þótti skylt að hlynna að þvi, að sem flest, er fólk þufti til daglegra nota, væri framleitt i landinu sjálfu, að svo miklu leyti, sem kostur var, og þá var brýnt fyrir fólki að kaupa fremur islenzka framleiðslu en útlenda, ef hvort tveggja var á boðstólum. Nú um skeið hefur litið kveðið að slikum röddum, enda hefur flætt yfir landið út- lendur iðnvarningur i samræmi við það — með þeim afleiðing- um að gjaldeyrissjóðir okkar eru tæmdir, svo að ekki sé meira sagt. Andspænis þvi ástandi, sem nú er, getur varla hjá þvi farið, að talsverð hugarfarsbreyting verði. Það ætti að hafa sin áhrif, að gjaldeyrisforðinn er genginn til þurrðar, og margar þjóðir i grennd við okkur horfast i augu við atvinnuleysi. A þvi bryddir lika i lsendabréfum, ýmsum finnst timi til kominn að stinga við fótum. Hér er eitt slikt bréf. Strætisvagnar og gjaldeyrir Höfundur þessa bréfs nefnir sig Disu og er hún húsmóðir i einu nýju hverfanna i austur- bænum. Hún segir: „Mér brá i brún, þegar ég hlustaði á útvarpsfréttir um nýju strætisvagnana. Það ýtti við mér, að smiðað hafði verið yfir þessa bila erlendis, mig minnir i Belgiu, og með miklum tilkostnaði. Þarna höfum við verið að borga útlendingum smiðalaun, mitt i gjaldeyrisþrönginni. Mér finnst, og svo veit ég að er um fleiri, að þetta hefði eins vel mátt gera hérlendis og hefði raunar ekki átt að vera neitt áhorfsmál. Það er alls ekki þegnleg ákvörðun, eins og komið er i gjaldeyrismálum okkar að forráðamenn höfuð- borgarinnar skuli velja þann kost að láta smiða yfir strætis- vagnana erlendis. Þetta vil ég vita. Það sæmir alls ekki að Reykjavikurborg fari þannig að ráði sinu. Úr þvi að ég hef stungið niður penna, langar mig lika til þess að koma þvi á framfæri við al- menning að gæta þess, hvort varan er islenzk eða útlend þegar unnt er að velja þar á milli. Annað er ekki sæmandi, þegar þjóðarnauðsyn heimtar það af okkur. Við verðum að kunna fótum okkar forráð, þegar syrtir i álinn, þótt við höf- um verið gálaus á undanförnum velgengnismisserum.” Ofveiði? Guðmundur Jónsson segir meðal annars i bréfi: ,,Nú heyri ég, að hrognkelsa- veiðin sé hafin i Grimsey, og bráðum ganga hrognkelsin upp strönd meginlandsins. Maður fær vatn i munninn, þvi að alltaf þykja manni hrognkelsin gómsæt, að minnsta kosti fyrst er þau koma á matborðið. En það var annað sem mig langar til þess að vikja að. Vegna þess verðlags, sem verið hefurá grásleppuhrognum, hef- ur þessi veiði veriðstunduð af miklu kappi. Og nú langar mig til þess að spyrja: Er enginn hætta á ofveiði? Ég veit ekki, hvort fiski- fræðingar okkar fylgjast ná- kvæmlega með hrognkelsa- stofninum. En það segir sig sjálft, að unnt er að ganga of nærri honum, rétt eins og öðrum fiskstofnum, enda yfirleitt mjög auðsótt þau svæði við ströndina, þar sem hrongkelsin halda sig á vorin. Þá væri illa farið, ef við gætt- um ekki hófs í þessum veiðum, þar sem við ættum þó að vera orðnir hvekktir á þvi að vera of gráðugir. Annað er það lika við þessar veiðar, sem mér blæðir mjög I augum. Það er, hvernig miklu af rauðmaganum og svo til allri grásleppunni er hent. Nú hefur að undanförnu komið á daginn að fjarri fer þvi, að við nýtum vel öll þau verðmæti, sem úr sjó eru dregin, og hefur ekki orðið á þvi bót, að maður heyrir, þótt útvegurinn gangi ekki sem bezt. Eru engin ráð til þess að nýta meira af hrognkelsunum heldur en verið hefur siðustu árin? Spyr sá, sem ekki veit. En blóðugt finnst mér að fleygja mat i þessum hungurheimi, og eiginlega nánast, að megi kallast guðlast og ögrun við for- sjónina.” LEIKFONG Stignir traktorar, stignir bil- ar, hjólbörur, brúðuvagnar, brúðukerrur, rugguhestar, skiðasleðar, magasleðar, snjóþotur, boltar m.g., brúðuhús, Barbie dúkkur, Big Jim dúkkukarlar, bangs- ar, módel, búgarðar, kast- spil, bobbspil, Tonka gröfur / Ýtur, ámokstursskóflur, Brunaboðar. Póstsendum Leikfangahúsið Skólavörðustig 10, simi 14806. CAV Olíu- og lofísíurj í flestar tegundir bifreiða og vinnu- véla HIiOSSK-------------- Skipholti 35 Simar: 8-13-50 verzlun 8 13-51 vertistæði • 8 13 52 skrifstof* Allsherjaratkvæða- greiðsla um kosningar stjórnar, varastjórnar, trúnaðarráðs og endurskoðenda Starfs- stúlknafélagsins Sóknar fer fram dagana 22. og 23. febrúar 1975. Kosning hefst kl. 10 og lýkur kl. 20 báða dagana. Kosið verður á skrifstofu Iðju, félags verksmiðjufólks, Skólavörðustig 16. Kjörstjórn Sóknar. — :::: m ■ Aðalfundur verður haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal, ||| fimmtudaginn 27. febrúar 1975 kl. 20. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Verzlunarmannafélag Reykjavikur. Rafgeymar í miklu úrvali iHiOSSKh Skipholti 35 • Simar 8-13-50 verztun • 8-13-51 verkstcði • 8-13-52 skrifstola Forstöðukona Barnavinafélagið Sumargjöf óskar að ráða forstöðukonu að Leikskólanum LÆKJABORG við Leirulæk. Fósturmenntun áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningum Starfsmannafélags Rey kjavikurborgar. Umsóknir sendist stjórn Sumargjafar, Fornhaga 8, fyrir 8. marz n.k. Barnavinafélagið Sumargjöf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.