Tíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 20. febrúar 1975 TÍMINN 5 Halldór Karlsson: Leikhús og Kleppur ÞaB var i haust, að sú spurning var borin upp á morgunfundum áttundu og niundu deilda á Kleppi, hvort leikarar Þjóðleikhússins mættu fylgjast með vistmönnum i nokkra daga. Var einróma oröið við beiðni þeirra og höfðu Klepparar gott gaman af sam- vistunum við frægt fólk. Astæðan fyrir þessari óvenju- legu beiðni var fyrirhuguð sýning leikhússins á leikritinu Hvernig er heilsan? eftir Bratt og Anderson. Er tiltæki leikaranna eftirbreytnivert öllu áhugafólki. Leikritið er af þeirri tegund, sem kalla mætti umræöuvekj- andi, og er valið til flutnings vegna „aktúels” viðfangsefn- is, en ekki vegna listrænna vinnubragða við leikritsgerð- ina. önnur leikrit af þessu tagi eru Sandkassinn, Elliheimilið og Sjö stelpur. Þessi leikritagerö sprettur að sögn, af þeirri leikhússtefnu aö taka virka afstööu til þjóðfélagsmála. Mér falla þessi sænsku leikrit illa. Mikil skáld hafa iðjulega tekið afstöðu til þjóðfélagsmála i verkum sinum og hefur listrænt gildi verkanna eitt réttmætt flutning þeirra, en ekki skoðanir höfundar. Þess vegna er Brúðuheimili Ibsens enn viða flutt og á erindi til áhorfenda, þótt pólitik leiksins sé tekin að úreldast. Heyrzt hefur, að Leikfélag Reykjavikur hyggist sýna enn einn hælisvandamálaleikinn eftir þessa Jakoba Hafsteina leikbókmenntanna og væri ósk- andi, að félagið tæki mið af öðrum þjóðleikhúsum en þvi is- lenzka i verkefnavali sinu. Er leikhúsið einna verst til þess falliö allra fjölmiðla að fræða almenning um þjóðfélagsmál, þótt gott listaverk sé æ til umhugsunar. Sjónvarpið aftur á móti gegnir þvi hlutverki i mörgum menningarlöndum að vikka sjóndeildarhringinn og örva þá skoðanamyndun, sem flestum þjóðfélagsþegnum má að gagni koma. Hefur islenzka sjónvarpið sýnt margar góðar heimildarmyndir erlendar sem eru til þess fallnar að eyða for- dómum og fávizku um litilmagnann. Tvær koma mér sérstaklega i hug, dönsk mynd um fatlað fólk i kommúnu, sem sýnd var i vetur, og leikna heimildamyndin, Edna, saga drykkjukonu, sem sýnd var i fyrra. Það hefur hvarflað að mér, að gera mætti góða heimilda- mynd um Klepp, en um þann stað hafa tslendingar löng- um haft skrýtnar hugmyndir. Orð eins og vitlausraspit- ali og klepptækur bera vott um þá eymd og niðurlægingu, sem lengstum hefur verið hlutskipti geðveikra. Það var ekki fyrr en núna á sjötta áratugnum, að stórstigar fram- farir i geölækningavisindum, ný róandi lyf og félagslegar aðferðir, eöa svonefhdar um- hverfislækningar, breyttu geðsjúkrahúsum um viða veröld i aölaðandi og geðfelld sam- félög. Vegna reynslu minnar af Kleppi, þar sem ég hef dvaliö tvisvar sinnum sem sjúklingur, samanlagt á annað ár, varð ég fyrir vonbrigðum með leik Þjóöleikhússins. Þessa mynd af sjúkrahúsi kannaðist ég ekki við að hafa séð. Ég reyndi að leggja á það áherzlu við leikarana, þegar þeir buðu okkur, nokkrum sjúklingum, á æfingu, að Kleppur væri alls ekki dapur- legur staður, þvert á móti væri lif og fjör á Kleppi. Ég held, að þeir hafi ekki trúað mér. Fyrri hlutá leikritsins leit ég á sem mynd af grúppufundi. Hver leikarinn tók við af öðrum og flutti sitt eintal, eða „átti” dálitið atriði, á meðan hinir leikararnir sátu hjá og biðu þess, að röðin kæmi að þeim. Fannst mér þetta hjákátlegt á leiksviði, þótt ekki verði þvi neitað, að oft er erfitt að halda uppi umræðu á Kleppsfundi. A minni deild er daglega MESTA ÚR VAL LANDSINS af reiðhjólum og þríhjólum Margra áratuga reynsla tryggir góða þjónustu Allt heimsþekkt merki Utsölustaðir víða um land FÁLKINN* Suðurlandsbraut 8 . Reykjovík . Sími 8 46 70 haldinn langúr fundur, og mættu þeir vera fleiri og lengri. Starfsfólk og meðsjúklingar reyna að gera sér far um að skilja vandkvæði hvers einstaks i samskiptum hans við annað fólk, fjölskylduvandamál og erfiðleika á vinnustað. Reynt er að finna hverjum og einum markmið til að keppa að i lifinu, og sniðnir eru af ýmsir van- kantar, sem fram að þessu hafa veriðeinstaklingnum til baga. A fundunum rikir mikið lýðræði, og er lögð á það áherzla, að sjónarmið sjúklinga eru jafn- rétthá sjónarmiðum starfsfólks. Annað dæmi um jafnrétti á Kleppi er, að hér sjást ekki hvit- ir sloppar eða aðrir einkennis- búningar. Bak við allt samstarf sjúklinga og starfsfólks liggur sú hugmynd, að breyta megi mönnum (og bæta þá) með breytingu á lifi þeirra og lifs- háttum. Þannig er öllu mikilvægara, að starfsmenn séu sjúklingum nokkur fyrirmynd um framkomu og lifsháttu, en að þeir sýni dugnað við gæzlu og hreingerningar, þótt þetta tvennt fari að jafnaði saman. Svo að ég viki aftur að leikritinu, þá verð ég að hrósa leikurunum, sem stóðu sig margir með prýði. Bessi Bjarnason sýndi aðra hlið á hæfileikum sinum en þá, sem við erum vön að sjá. Það gerði Flosi Ólafsson lika, og kom hann mér öllu meira á óvart en Bessi. Sá leikarinn, sem einna helzt var hægt að brosa að, var Rúrik Haraldsson. Leikdómari Frh. á bls. 15 ' Allir krakkar vilja verða stórir og 1§1 sterkir. Hver vill annars láta lemja sig eíns og fisk'? Já, vió skulum boróa það lilllll hollasta, sem til er. Þaö má halda langa rædu um oll próteinin, kalkið, allar þessar orkulindir. vitamimn sem osturinn geymir. En það er nóg' að vita, að ostur gerir mann sterkan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.