Tíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 16
' ' Fimmtudagur 20. febrúar 1975 BAUER er einnig traust eldvarnatæki HAUGSUGAN Guöbjörn Guöjónsson fyrir f/óöcui mai $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Waldheim reynir sættir í t fréttinni er tekið fram, aö augljóst sé, hvern hug Egyptar beri I brjósti til Sovétmanna — þeir geri sér ijóst, að Sovétrikin hafi ætið stutt Arabarikin dyggi- lega i deilu þeirra við lsrael. Aftur á móti er látið hjá liða að greina frá ummælum Fahmis i þá átt, að Egyptar setjist alls ekki að samningaborði i Genf, nema Sovétmenn hafi áður fyllt upp i þau skörð i vopnabúri Egypta, er mynduðust i októberstriðinu árið 1973. (Sovétstjórnin hefur sem kunnugt er lagt ofurkapp á, að Genfarráðstefnan um frið i Mið- jaröarhafslöndum verði þegar i stað kölluð saman að nýju.) Fréttaskýrendur i Moskvu túlka þögn þessa á þá leið, að sovézkir ráðamenn séu litt hrifnir af tilmælum Fahmi. Þótt egypzki Gamassi landvarnaráðherra (i miöju) og Fahmi utanrikisráðherra (til hægri) ásamt sovézkum ráðamönnum i Moskvu I fyrra mánuði. Kýpurdeilunni Fundur í Öryggisrdðinu í kvöld Reuter-Ankara/Aþenu/Samein- úðu þjóðunum. Kurt Waldheim, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, brá sér I skyndiheimsókn til Ankara og Aþenu til viðræðna við þarlenda ráðamenn. Tilefnið er kæra Kýpurstjórnar til öryggis- ráðs S.Þ. vegna stofnunar sjálf- stæðs ríkis tyrkneskumælandi eyjarskeggja á norðurhluta Kýp- ur. Waldheim kom i gær til Aþenu til viðræðna við griska ráðamenn, en áöur hafði hann rætt viö tyrk- neska ráðamenn i Ankara. Að loknum þeim viðræðum var gefin út stuttorð fréttatilkynning frá Tyrklandsstjórn, þar sem segir, aö viðræðurnar hafi verið vin- samlegar og gagnlegar. öryggisráð S.Þ. kemur saman i kvöld til að ræða kæru Kýþur- stjórnar. Glafkos Klerides, fyrr- um Kýpurforseti, er fyrstur á mælendaskrá. Fulltrúar i öryggisráðinu kom- ust loks að samkomulagi um að halda þennan fund, eftir langar og strangar einkaviðræður sin á milli, er staðið hafa að undan- SOVÉTSTJÓRNIN ER LÍTT HRIFIN AF „OF AAIKILLI" VOPNASÖLU TIL EGYPTA fömu. Fundurinn i kvöld verður fyrsti fundur öryggisráðsins á þessu ári. Waldheim er væntnlegur til New York i kvöld úr för sinni til Miðjarðarhafslanda, en heim- sókn hans til Ankara og Aþenu i gær var ákveðin i skyndi. í Aþenu ræðir Waldheim við Konstantin Karamanlis forsætis- ráöherra, en hélt væntanlega i bitið i morgun áleiðis til New York til að geta verið viðstaddur fund öryggisráðsins. Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar við komu Waldheim til Aþenu. Hann ræddi stuttlega við fréttamenn á flugvellinum og kvaðst ánægður með viðræðurnar við tyrkneska ráðamenn fyrr um daginn. Aðalritarinn sagðist hafa átt viðræður við þá Sadi Irmak forsætisráðherra og Melih Esen- bel utanrikisráðherra um Kýpur- deiluna og leiðir til að hefja samningaviðræður að nýju um lausn deilunnar. Fréttamenn spurðu Waldheim, hvort gripið yrði til refsiaðgerða gegn Tyrklandi, til að fá Tyrk- Enginn topp- fundur í Jórdaníu Reuter—Beirut/Kairó — Fréttir hermdu fyrr í þessum mánuði að Anwar Sadat Egyptalandsforseti færi i op- inbera heimsókn tii Jórdanfu I þessari viku. Heimsókninni hefur nú — samkvæmt upp- lýsingum, er Reuterfréttastof- an hefur aflað sér — verið aflýst. Fyrri fréttir hermdu og, að Hafez A1 Assad Sýrlandsfor- seti færi til Amman, höfuð- borgar Jórdaniu, til viðræðna við þá Sadat og Hussein Jór- daniukonung. Ekki er ljóst, hvers vegna heimsókn Sadats (og þá um leið Assads) hefur verið aflýst. Þó má vera, að henni hafi verið frestað til hentugri tima — og styðja áframhaldandi skrif i jór- dönsk blöð um heimsókn Egyptalandsforseta til lands- ins þá tilgátu. 1 þeim skrifum er þess ekki getið, hvenær af heimsókninni verði. Areiðanlegar fréttir frá Kairó hermdu i gær, að Sadat hefði ekki áform um að sækja neinn fund æðstu manna Araba. Egypzkir embættismenn viðurkenndu hins vegar, að þeir stæðu i stöðugu sambandi við starfsbræður sina i öðrum Arabarikjum. Hugsanlegt Waldhcim: Anægöur meö viðræð- ur við tyrkneska ráðamenn landsstjórn til að fylgja ályktun öryggisráðs S.Þ. um lausn Kýpurdeilunnar, er samþykkt var i ráðinu i desember s.l. Hann svaraði aðeins: — Ég mæli ekki fyrir munn fulltrúa i öryggisráð- inu. (1 ályktuninni er farið fram á, að erlendar hersveitir verði kall- aðar heim frá Kýpur, flóttamenn fái að snúa aftur til heimkynna sinna og sjálfstæði Kýpur verði virt.) væri, að bráðlega yrði haldinn fundur rikjanna, þá liklega aðeins með þátttöku utanrik- isráðherra þeirra. Finnar kaupa kjarnorkuver af Svíum Reuter—Helsinki — Uusi Su- omi, málgagn finnskra ihalds- inanna, skýrði svo frá i gær, að Urho Kekkonen Finnlands- forseti hefði samið um af- hendingu á öðru kjarnorku- veri til handa finnskum iön- fyrirtækjum I einkaeign. Aður höfðu samningar um af- hendingu orkuversins verið gerðir, en finnsta stjórnin hafði hikað við að gefa grænt Ijós af ótta við neikvæð viðbrögð Sovétstjórnarinnar. (Sovézkum ráðamönnum þykir að sögn nóg um áhrif Svia á orkumál Finnlands.) Finnska rikið er um þessar mundir að reisa tvö kjarn- orkuver, sem keypt voru frá Sovétrikjunum. Sömuleiðis eru finnsk iðnfyrirtæki i einkaeign að reisa eitt kjarnorkuver, en það er keypt frá Sviþjóð. Að sögn finnska blaðsins náðist samkomulag um af- hendingu annars kjarnorku- vers á leynilegum fundum Kekkonens og sænska iðn- jöfursins Marcus Wallen- bergs, sem haldnir voru i fyrri viku. Samningarnir um af- hendingu orkuversins voru upphaflega gerðir á fyrra ári milli fyrirtækjanna Teolli- suuden Voima i Finnlandi og Asea-Atom i Sviþjóð. Reuter-Moskvu. t Izvestia, mál- gagni Sovétstjórnarinnar birtist I gær stutt frétt um ræðu þá, er Is- mail Fahmi, utanríkisráöherra Egyptalands, flutti I fyrradag. (Frásögn af ræöunni er að finna I Timanum i gær.) utanrikisráðherrann hafi lýst yfir — eftir heimsókn sina til Moskvu i fyrra mánuði — að Sovétstjórnin hafi fallizt á að láta Egyptum i té vopn eftir hlé i rúmt ár, er talið, að sovézkir ráðamenn vilji halda þeim vopnasendingum i lág- marki. Borgarastyrjöldin í Eritreu: Harðir götubardagar í Asmara í gær NTB-Addis Ababa. Getachew Nadu hershöfðingi, sem fyrir helgi var skipaður landstjóri I Eritreu kom til höfuðborgarinnar Asinara i gær. Nadu var skipaður landstjóri eftir að herforingja- stjórn sú, er fer með völd i Eþió- píu, lýsti yfir neyðarástandi i Eritreu. 1 gærmorgun var barizt á göt- um Asmara, og áttust við her- sveitir úr Eþiópiuher og skæru- liðar Þjóðfrelsishreyfingar Eritreu (ELF). Um hádegi dró úr götubardögunum, en átök bloss- uðu upp að nýju siðdegis i gær. Samtimis héldu þotur úr Eþiópiuher uppi stanzlausum árásum á búðir skæruliða i ná- grenni Asmara, og leiguflugvélar fluttu i sifellu liðsauka til stjórn- arhersveitanna, er börðust i sjálfri borginni. í Asmara var einkum barizt umhverfis flugvöll borgarinnar. Aður var talið, að stjórnarherinn hefði lokað Áugvellinum fyrir allri umferð, en samt sem áður lentu leiguflugvélar með liðsauka á vellinum i allan gærdag. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsum i Asmara virðist sem mannfall i liði beggja aðila hafi orðið litið i bardögunum i gær. Raforkuver það, er leggur flugvellinum að jafnaði til raf- magn, var óvirkt, en ekki höfðu borizt fréttir af frekara eigna- tjóni. Þotur úr st jórnarhernum beindu loftárásum sinum i gær einkum að bækistöðvum skæru- liða við þjóðveginn, sem liggur frá Asmara til hafnarborgarinnar Massawa, en skæruliðar hafa reynt að rjúfa vegasamband milli borganna tveggja. (Þess má geta, að þjóðvegurinn er mikil- væg samgönguæð, þar eð Massawa er önnur af aðalhafnar- borgum Eþiópiu við Rauðahaf.) ÞINGI NORÐURLANDA- RÁÐS LÝKUR í DAG FUNDIR á 23. þingi Norður- landaráðs, sem haldið er I Reykjavik sem kunnugt er, stóðu i allan gærdag. Fátt markvert gerðist á fundunum i gær. Aö visu voru nokkrar ályktanir samþykkt- ar, en þær hafa flestar litla þýðingu og hefur verið gerð skil áður I Timanum. 1 gærmorgun flutti Sverrir Hermannsson alþingismaður (i forföllum Jóns Skaftasonar alþingismanns, sem er veik- ur) skýrslu efnahagsmála- nefndar Norðurlandaráðs um hafréttarmál. Orðalag skýrsl- unnar er óljóst, en ástæðan er sú varkárni, er stjórnir ann- arra Norðurlanda en lslands <og Færeyja) vilja sýna i þessum málum. Enri betur kom þetta þó i ljós i umræðum um hafréttarmál, en aðeins einn þingmaður Grænlendinga tók þátt i þeim, auk Sverris. 23. þingi Norðurlandaráðs verður væntanlega slitið um hádegi i dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.