Tíminn - 21.02.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 21.02.1975, Qupperneq 1
laanuersnni lyftarinn kominn HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKULATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 /ÆHG/fír Áætlunarstaöir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Simar: 2-60-60 & 2-60-66 t? Hækkun áburðar- verðs 126% — tillögur áburðar- nefndarinnar lagðar fyrir ríkisstjórnina Kröfluvirkjun: RAFORKUFRAMLEIÐSLA HEFST SÍÐLA ÁRS 1976 E.D.-Akureyri Kröflunefnd, sem aðsetur hefur á Akureyri, efndi til blaðamannafundar á Hótel KEA i gær klukkan tvö, en þar gerði Jón Sólnes alþingismaður, sem er for- maður nefndarinnar, grein fyrir ýmsum atriðum varðandi fyrir- hugaða virkjun við Kröfiu. Siðast liðið haust var gengið frá samningi við verkfræðiskrifstofu S. Thoroddsen sf. i Reykjavfk og fyrirtæki f San Francisco um skipulagningu og hönnun verk- framkvæmda og öflun tilboða i vélbúnað jarðgufuvirkjunar við Kröflu. Þaö varð strax ljóst, að öflun vélbúnaöar, og þá sérstak- lega aflvéla til væntanlegs orku- vers, myndi taka lengstan tima, og þess vegna var álitið hag- kvæmt að hraða byggingarfram- kvæmdum. Kröflunefnd hefur þvi lagt sér- staka áherzlu á að flýta þessum hluta undirbúnings. Eftir að leit- að hafði verið til helztu framleið- enda á þessum sviöum og tilboð þeirra athuguð, hafa nú veriö gerðir samningar við japanzka fyrirtækið Mitsubitshi um kaup á tveimur 30 megawatta gufu- hverfilrafalsamstæðum, eins og frá hefur veriö skýrt i Timanum. Eru samningarnir gerðir með venjulegum fyrirvara um sam- Framhald á 7. siðu. Atli Dam um viðræður um fiskveiðimdl: Gsal-Reykjavik — Eins og frá hefur verið greint i Timanum, hefur áburður á heimsmark- aði hækkað svo geigvænlega, að til sérstakra ráðstafana verður að gripa. Hefur Timinn skýrt frá tillögum nefndar þeirrar, er kannað hefur itar- lega þessi mál, en þær voru lagðar fyrir rikisstjórnina i gær, svo og greinargerð nefndarinnar. Aburðarnefndin svokallaða hefur i tillögum sinum til rikisstjórnarinnar miðað við, að áburðarverð hækki um 125% i vor, og að áburðar- magn verði það sama og á sið- asta vori. Nefndin skrifaði framkvæmdastjóra Áburðar- verksmiðju rikisins s.l. haust og fór þess á leit við hann, að unnin yrði af hálfu verksmiðj- unnar áætlun um verðlag á áburði n.k. vor, gerð á grund- velli þeirra upplýsinga um framleiðslukostnað, er fyrir lægju. 1 niðurstöðum frá Áburðar- verksmiðjunni er gert ráð fyrir, að notkun áburðar verði 65.300 smálestir árið 1975 og meðalverð kr. 35.720 pr. smá- lest. Til samanburðar skal þess getið, að árið 1974 var notkunin 59.685 smálestir á meðalverði kr. 15.780 pr. smá- lest. Verðhækkunin er þvi kr. 19.940 pr. smálest eða ,126% samkvæmt áætlun Aburðar- verksmiðjunnar. Munurinn á áætlun Aburðarnefndarnefnd- arinnar og Aburðarverk- smiðjunnar er þvi 1%, en sá munur er svo litill, að litlu sem engu skiptir i sambandi við kostnaðarútreikninga. Treysti því að íslendingar skilji sérstöðu okkar FÆREYSK sendinefnd er komin hingað til lands til þess að leita hófanna við rikisstjórnina um hugsanlega samninga um veiðar Færeyinga á Islandsmiðum. Sótti flugvél frá Flugstöðinni sjö nefndarmanna til Færeyja I gær, en fyrir voru hér á landi tveir Færeyingar, sem taka munu þátt i viðræöunum. Meöal þeirra manna, sem komu I gær, var Atli Dam lögmaður og Pétur Reinert sjávarútvegsráðherra, en á þingi Noröurlandaráðs hér i Reykjavik var Erlendur Patursson. Pétur Thorsteinsson ráðuneyt- isstjóri tjáði blaðinu, að nokkuð langt væri siðan Færeyingar heföu ymprað á þessum viðræð- um, en þingkosningar og myndun nýrrar stjórnar i báöum löndun- um hefðu valdið þvi, að ekki verður af viðræðum fyrr en nú. Viðræðurnar munu hef jast fyrir hádegi i dag, föstudag, og taka þeir Einar Agústsson utanrikis- ráðherra og Matthias Bjarnason sjávarútvegsráðherra þátt i þeim af hálfu Islendinga, ásamt nokkr- um embættismönnum. Atli Dam lögmaður sagði i gær i viðtali við Timann, að nokkuð hefði dregizt á langinn að hefja þessar viðræður, en viö þvi hefði ekki verið gert. Lögmaðurinn sagði, að sendinefndin myndi leggja fram óskir sinar um und- anþágu færeyskra fiskiskipa til að veiða innan islenzku fiskveiöi- þeirra óskir og tillögur væru, það þú engin launung á þvi, að Færey- lögsögunnar, en vildi ekki greina kæmi i ljós, þegar viðræður ingar vildu fá sem rýmstar heim- frá þvi i smáatriðum, hverjar sendinefndanna hæfust. Sér væri Framhald á 7. siðu. Fjórir af niu samningamönnum I færeysku sendinefndinni, sem ræðir um undanþágur fyrir færeysk skip til veiða innan Islenzku fiskveiðilögsögunnar. Lengst til vinstri er Atli Dam lögmaður, þá Pétur Reinert sjávarútvegsráöherra, Erlendur Patursson lögþingsmaöur og Einar Kallsberg fulltrúi. — Tlmamynd Róbert. Velta KEA 5,5 milljarðar kr. — en afkoman mun verrí en á undanförnum árum E.D .-Akureyri. Félagsráðs- fundur Kaupfélags Eyfirðinga var haldinn að Hótel EKA mið- vikudaginn 19. febrúar. A fé- lagsráðsfundi eiga sæti deildar- stjórar 24 kaupfélagsdeilda á fé- lagssvæöinu og félagsráðsmað- ur frá hverri deild. Þar mæta og jafnan forstöðumenn hinna ýmsu verzlana og viðskipta- deilda kaupfélagsins, bæði á Akureyri og I útibúum þess i héraðinu, auk kaupfélagsstjórn- ar og kaupfélagsstjóra. A félagsráðsfundi, sem jafnan er haldinn snemma árs, flytur kaupfélagsstjórinn sina fyrstu skýrslu um rckstur kaupfélags- ins á liðnu ári. Þá er sýnt, hvernig málefni fyrirtækisins hafa þróazt, þótt ársreikningum sé ekki lokið. Þá bera félags- ráðsmenn fram fyrirspurnir og láta i Ijós álit sitt á hinum fjöl- þætta og mikla rekstri, sem um 6 þúsund félagsmenn standa að i þessu stærsta kaupfélagi lands- ins. Hjörtur E. Þórarinsson, stjórnarformaður Kaupfélags Eyfirðinga, setti þennan fund, bauð fulltrúa velkomna og las upp nöfn þeirra. Fundarstjóri var Hörður Garðarsson og fundarritari Rögnvaldur Skiði Friðbjarnarson. Þá flutti Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri skýrslu sina um starfsemi félagsins árið 1974, greinargóða og yfirgrips- mikla. Þar kom fram m.a., aö velta KEA hefur alls orðið r.ær 5,5 milljarðar króna á móti 3,3 milljörðum króna á árinu 1973. 1 niðurlagsorðum kaupfélags- stjóra, þegar hann var búinn aö lýsa afkomu stærstu deilda og kaupfélagsins i heild, sagði hann: „Það blasir við, að rekstrar- útkoman er miklu mun verri en á árinu 1973, og eru helztu or- sakir þessar: Launakostnaður jókst gifurlega, vaxtabyrði hækkaði mjög, verulegt tap varð á erlendum vörukaupa- vixlum vegna gengissigs og gengisfellingar, og afkoma frystihúsanna og beinamjöls- verksmiðjanna á Dalvik og i Hrisey versnaði mjög frá fyrra ári. Þá hafði sprengingin i Kjöt- iðnaðarstöðinni mjög slæm áhrif á afkomu þeirrar deildar, en sala hennar á árinu varð mun minni en ella. Enn fremur ber aö geta þess, að verzlunarálagning var lækk- uð við gengisfellinguna i september, en afkoma þjón- ustuverzlunar i dreifbýlinu er almennt talin slæm. Þegar öll þessi atriöi eru athuguð, verður niðurstaðan óhjákvæmilega sú, að þrátt fyrir mikla veltuaukn- ingu á árinu 1974 hafi afkoman orðið með versta móti og mun 1974 verri en á undanförnum árum”. Stærsta framkvæmdin, sem KEA stendur nú að, er bygging nýrrar mjólkurstöðvar á Akur- eyri, sem áætlað er núna að kosti yfir 700 milljónir króna. Stöðin er i byggingu og er stærsta fjárfestingarfram- kvæmdin, sem haldið verður áfram á þessu ári. Eftir ræðu kaupfélagsstjórans uröu fjörugar umræður, sem stóðu lengi dags, og að þessum fundi loknum hefjast deildar- fundir úti um allt héraö á fé- lagssvæði KEA, og þar mætir frammkvæmdastjórinn deilda- stjórar stærstu deildanna, svo sem mjólkursamlagsstjóri, sláturhússtjóri o.fl. í

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.