Tíminn - 21.02.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.02.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 21. febrúar 1975. Föstudagur 21. febrúar 1975 Æ Vatnsberinn: (20. jaa-18. febr) Reyndu nú að hrista af þér slenið. Það er ekki hægt að láta dagana liða svona og aðhafast ekki neitt i þessu, sem þú ert að brjóta heilann um. Það er i raun og veru þess viröi að framkvæma það. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Það er eins og þú sért eitthvað rólegri i dag en þú átt að þér, og ef til vill kemur það ekki að sök svona einn dag, en hitt er annaö mál, að það er eitthvað fjörugt og spennandi, sem biður eftir þér. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Það litur út fyrir, að þetta verði hálfskritinn dagur og þú skalt vera við öllu búinn. Það eru talsverðar likur til þess.að einhver æsi þig upp I umræðum út af einhverju nauðaómerkilegu, sem engu máli skiptir. Nautið: (20. april-20. mai) Hugmyndir þinar eru ágætar, það vantar ekki, en eitt verður þú að gera þér ljóst: Það er ekki möguleiki á að koma þeim öllum i framkvæmd i einu, öllum saman. Þú þarft að taka til hönd- unum við skipulagningu. Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) Þetta er fyrirtaks góður dagur til bréfaskrifta, og það litur sannarlega út fyrir, að það sé eitthvað.sem þú hefur trassaði þeim efnum, svo aö þér veitir bara ekkert af að taka nú til höndunum i þeim efnum. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Það er rétt eins og dragi ský frá sólu i dag, og þér stendur allt ljósara fyrir hugskotssjónum. Nú getur þú gengið beint að markinu i staðinn fyrir að krækja einhverja hliöarstigu, sem þú varst að hugsa um að fara. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) Það litur út fyrir, að þetta sé einhver óróadagur, að minnsta kosti er rétt að vara þig við þvi að lenda i einhverjum illindum, sem töluverð hætta virðist vera á,að risi upp i námunda við þig i dag. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept) Þetta virðist vera einhver ógurlegur annatimi, sem stendur yfir hjá Jómfrúnum núna, og þú ættir að nota timann i dag til að hreinsa frá þér, það sem fyrir liggur, svo að þú getir umsvifa- laust snúið þér að öðru. Vogin: (23. sept-22. okt) Þetta er einstaklega góður dagur fyrir þá, sem fæddir eru i Vogarmerkinu, og sérstaklega eru vinir og starfsbræður upplifgandi og samstarfs- fúsir i dag og þar af leiðandi allt bjart og fagurt i umgengni við aðra. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Þaö eru þó talsverðar likur til þess, að dagurinn verði allur hinn ánægjulegasti, en á einu skaltu þó vara þig: gleymdu ekki þeim, sem þér standa næstir, þvi að það getur leitt til leiðinda, sem seint verða bætt. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Góð samvizka er alveg nauðsynleg til þess að geta öðlazt sálarlegt jafnvægi, svo að þú skalt flýta þér að ljúka þvi af, sem vofir yfir þér eins og mara. Þú ert það röskur, að þetta tefur þig ekkert. Steingeitin: (22. des.-19. jan). Það er nú vist einu sinni svo með þetta unga, ást- fangna fólk, að það er og verður löngum upptekið af sjálfu sér öðru fremur. En það er reglulega hugsunarlaust af þér að vanrækja nákominn aðila, sem vill þér vel. Til sölu 4ra herbergja ibúð i fyrsta byggingaflokki Byggingafélags verkamanna i Kópavogi. Rétthafar gefi sig fram fyrir 1. marz 1975. Illililllll. ÞING Norðurlandaráðs hefur verið mjög til umræðu að undan- förnu, svo sem eðlilegt er, ekki sizt þegar það er haldið hérlendis. Landfari ætlar ekki að leggja þar neitt til málanna, þótt honum dyljist ekki, hversu norræn sam- vinna er mikils verð. Aftur á móti skal hér skotið að bréfi, sem segja má, að snerti ofurlltið þessa sam- komu Norðurlandaráðs. ,,Hin Norðurlöndin” Höfundur þessa bréfs lætur upphafsstafi sina, Þ.V., nægja i þessu tilviki. Hann segir: „Mér finnst, að það hefði átt að efna til ofurlitils námskeiðs fyrir þá, sem segja fréttir af þingi Norðurlandaráðs, og kenna þeim, að það er bágborin islenzka að tala um „hin Norðurlöndin”, eins og svo viða hefur glumið i eyrum og blasað við á prenti þessa siðustu daga. Þaö er satt að segja ekki til þess fallið að vekja traust og álit á getu þessara frétta- manna, að þeir skuli si og æ gera sig bera að vankunnáttu á þvi starfsviði, sem þeir hafa helgað sig. Hvernig færi, ef læknar til dæmis væru ekki betur að sér á þessu sérsviði sinu — eða á ekki að gera einhverjar kröfur um kunnáttu til þess fólks, sem starf- ar hjá fjölmiðlum? Ég veit ekki, hve oft á kvöldi hverju hefur að undanförnu mátt heyra fréttamenn á vegum hljóð- varps og sjónvarps tyggja þessa sömutuggu: „hin Norðurlöndin”. Og ekki þarf heldur að leita i dagblöðunum til þess að sjá þar þetta sama. Það getur þó tæpast verið sérlega flókið að orða þetta rétt, ef menn vildu hafa heldur það, sem betra er og réttara”. Bláu bækurnar Tökum svo bréf frá Katrínu, sem vissulega er af öðru sauðahúsi, en fjallar þó um efni, sem ber viða á góma um þessar mundir: „Við, sem eigum þessar litlu, bláu bækur, erum fiflin i þjóð- félaginu. Við, sem höfum verið að rembast við að spara og leggja inn i banka, erum bráð samborg- ara okkar. A okkur lifa þeir og dafna, sem kaupa eignir i skuld, og herja út vixla til þess að kaupa bila og frystikistur og hvað annað sem þeim dettur i hug, þegar þá grunar að gengisfelling sé i að sigi. Við erum eins og hræ, sem liggur á viðavangi, og refir og fuglar ganga i. Okkur er sagt, að þjóðfélaginu komi það vel, að fólk spari og leggi fyrir. En i verki bólar aldrei á þvi, að það sé að nokkru metið. Þó að bankabækurnar okkar, þessara kjána, liggi heima i skúffu, geta allir gert sér það að féþúfu að ganga i þær, hafi þeir hug á þvi. Ég las um daginn i einhverju blaði ummæli i þá veru, að atvinnurekendur, sem hættu fé sinu, ættu hönk upp i bakið a sam- félaginu. Sjálfsagteru þess dæmi, að þeir „hætti fé sinu”. En fyrst og fremst hygg ég þó, að þeir hætti annarra fé — aurunum okkar, sem haldin höfum verið þeirri áráttu að leggja ofurlitið inn I banka, þegar við mögulega getum. Það eru þessir aurar, sem þeir fá til ráðstöfunar og meðferðar, þegar saman hefur safnazt, og þegar þeim hefur verið hætt á þann veg, að þeir skila sér ekki aftur, borgum við brúsann. Það kemur fram i minnkandi verðgildi þeirrar krónutölu, sem skráð er i litlu, bláu bækurnar i skápsskúffunum. Uppbót á slitið Nú væri kannski ekki svo margt um þetta að tala, ef eigendur sparifjárins væru gróðafólkið I landinu — þeir, sem einkanlega mættu við þvi, að af þeim væri tekið. En mér heyrist það vera sammæli flestra, að svo sé ekki. Gróðafólk kann betur sitt fag en svo, að það sé að safna teljandi innstæðum i banka. Ég held, að verulegur hluti sparifjárins sé eign aldraðs fólks, sem ekki hefur fengið sig til þess að stiga dansinn kringum gullkálfinn, og er heldur illa að sér i þeim fræðum, sem lúta að þvi, hvernig ná má skjótfengnum gróða. Það er þess vegna eins konar uppbót á slitið, að sifellt er gengið i skrokk á þessu fólki, sem enn hangir á þeirri hugsun að spara og draga saman i þeirri röngu trú, að það sé að gera sjálfu sér og þjóðfélaginu greiða með þvi — greiða, sem einhvers sé metinn. Þaö er sá knérunnur, sem allt er vegið i. Eru virkilega engin ráð til þess að setja þannig undir lekann, að öll vitleysan i þjóðfélaginu bitni ekki fyrst og fremst á þeim, sem þar eiga minnsta sök? Bitni ekki þyngst og sárast á þeim, sem hafa ekki látið ánetjast af kaupæðinu og eyðslunni og glannaskapnum i meðferð fjármuna? Og hafa auk þess svo sannarlega lagt sitt af mörkum um daga til þess, sem til fram- fara horfir i þjóðfélaginu, bæði með höndum sinum og fjármála- legri gætni (sem alltaf er þó verið að sanna betur og betur, að á röngum forsendum hefur verið reist).” Útgerðarmenn Við eigum grdsleppunetaslöngur d mjög hagstæðu verði Frá Japan: Slöngur úr girni no. 12,240 f.m. verð kr. 1966,00 Frá Portúgal: Slöngur úr nylon no 15, 240 í.m. verð kr. 1978,00 Póstsendum Kaupfélag Þingeyinga, jdrn og glervörudeild, sími 41444 Húsavík Kveikjuhlutir i flestar tegundir bíla og vinnuvéla frá Evrópu.og Japan. ]iL()ssir> Skipholti 35 • Simar: 3-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði 8-13-52 skrifstofa I ■ E l ÁLFNAÐ ER VÉRK ÞÁ HAFIÐ ER ^SAMVINNUBANKINN Já! Þetta fæst allt i byggingavöru- kjördeildinni. Hér verzla þeÍQ sem eru að byggja eða þurfa að endurnýja. Opið til kl. 7 á föstudögum Lokað á laugardögum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.