Tíminn - 21.02.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.02.1975, Blaðsíða 7
Föstudagur 21. febrúar 1975. TÍMINN 7 Framfærsluvísitalan hefur hækkað um 30 stig síðan í nóvember HAGSTOFA tslands hefur sent frá sér vlsitölu framfærslukostn- aöar, sem kaupgjaldsnefnd reiknaöi út i febrúarbyrjun 1975. Reyndist visitala framfærslu- kostnaöar vera 372 stig, eöa 30 stigum hærri en I nóvemberbyrj- un 1974. Vísitala af matvörum hækkaöi úr 404 stigum frá nóv. 1974 i 459 stig I febrúar í ár. Af drykkjar- vörum hækkaði vlsitalan úr 417 stigum i 468 stig. A tóbaki úr 341 stigi I 376 stig. Föt og skófatnaður úr 317 stigum i 335 stig. Hiti og rafmagn úr 101 stigi I 417 stig. Heimilisbúnaður, hreinlætisvörur o.fl. úr 349 stigum I 369 stig. 0 Kröfluvirkjun þykki hlutaðeigandi stjórnvalda. Ráögjafaverkfræðingar töldu til- boöMitsubitshi i aflvélarnar vera hagstæðast, enda er um að ræða óvenjuhagstætt verð og af- greiðsluskilmála. Heildarsamningsverð erum 890 milljónir króna, miðað við núver- andi gengisskráningu. Af- greiðslutimi fyrri vélasamstæð- unnar er 16 mánuðir og hinnar siðari 18 mánuðir, samkvæmt samningnum, 1 verðinu eru inni- faldir varahlutir fyrir 130 millj. kr. Samkvæmt ofanrituðu kemur fyrri vélasamstæðan til landsins i júni 1976, og skal prófun hennar með fullum afköstum vera lokið i október sama ár, samkvæmt ákvæðum samningsins. Ljóst er, að raforkuframleiðsla við Kröflu á að geta hafizt siðla árs 1976, ef enginn hlekkur i framkvæmdakeðjunni brestur. Kröflunefnd mun gera allt sem i hennar valdi stendur til þess að þetta takist, og miðast allur undirbúningur við það. Kröflu- nefnd hefur bent yfirvöldum á nauðsyn þess, að hraðað verði lagningu byggðalinu frá Kröflu til Akureyrar, og enn fremur á hag- kvæmni þess að leggja flutnings- linu frá Kröflu til Austurlands. Þá hefur Kröflunefnd unnið að athugunum á bráðabirgðavirkjun við Kröflu, sem hugsanlega væri hægt að taka i notkun á þessu ári. Kemur þar helzt til greina að setja upp notaðar gufuaflsvélar af stærðinni 5-10 megawött, en slikar vélar fást. Ýmsir aðilar hafa haft þetta mál til athugunar, en ennþá hefur enginn árangur náðst. Kröflu- nefnd barst vitneskja um tvær notaðar 5 megawatta gufuvélar i Kaupmannahöfn, en þvi miður fékkst ekki leyfi borgaryfirvalda þar til sölu á þeim. o Kabarett Þessir dagar eru liðnir, en for- vitnilegt er að dusta af þeim rykið og rifja upp gamlar endurminn- ingar. Eftir hlé er hins vegar annað upp á teningnum. Sá þáttur nefn- ist „Horfzt i augu við nútimann”, og er þar fjallað um samskipti svartra og hvitra, notkun eitur- lyfja og ýmislegt fleira, sem við- kemur nútimanum. Bára Magnúsdóttir hefur samið flesta dansana, og eru þeir fluttir af Dansflokki Jazzballettskóla Báru. Tiu ár eru liðin siðan skólinn var stofnaður, og haldnar hafa verið margar nemendasýningar. Dansflokkurinn er aftur á móti nýr af nálinni og stofnaður I til- efni afmælisins. Auk flokksins koma fram á kabarettinum Karl Einarsson i splunkunýju gervi, sem Maðurinn með hjólið. Edda Þórarinsdóttir, og siðast en ekki sizt, hljómsveit undir stjórn Ragnars Bjarnason- ar. Leikstjórn annast Edda Þórarinsdóttir, leikmyndamálari er Gunnar Bjarnason, og ljósa- meistari er Ingvi Hjörleifsson. Miðasala hefst fimmtudaginn 20. febrúar og verður á eftirtöldum stöðum: Jazzballettskóla Báru, Suðurveri, Jazzballettskóla Báru, Siðumúla 8, og Háskólabiói. Snyrtivörur og snyrting úr 354 stigum 1382 stig. Heilsuvernd stóð i stað og er 349 stig. Eigin bifreið hækkaði úr 414 stigum i 437 stig. Fargjöld hækkuðu um tvö stig og eru nú 443 stig. Sima- og póstút- gjöld hækkuðu úr 338 stigum i nóvember s.l. i 514 stig I febrúar- byrjun. Lestrarefni, hljóðvarp, sjónvarp og skemmtanir hækk- uðu úr 355 stigum I 371 stig. Hækkun framfærsluvisitölu frá nóvemberbyrjun 1974 til febrúar- byrjunar 1975 var nánar tiltekið 29.9 stig eða 8,7%. Var hér um að ræða áframhaldandi miklar hækkanir á innkaupsverði að- fluttrar vöru, áhrif gengisbreyt- ingar 2. september s.l., verð- hækkun búvöru 1. desember 1974 vegna hækkunar grundvallar- verðs, enn fremur áhrif launa- hækkanna 1. október og 1. desem- ber 1974, o.fl. 1 1. gr. bráðabirgðalaga nr. 88 24. september 1974, um launajöfn- unarbætur o.fl., er ákveðið, að á timabilinu 1. október 1974 til 31. mai 1975 skuli greiddar launa- jöfnunarbætur i stað almennrar verðlagsuppbótar umfram þá verölagsuppbót, sem svarar til kaupgreiðsluvisitölu 106, 18 stig. Samkvæmt þessu helzt núgild- andi verðlagsuppbót, sem er 6,18% á grunnlaun, óbreytt til mailoka 1975. Mannúðarsál- fræði og sálvöxtur Samband á Islandi um mann- úðarsáifræði (SIM) efnir til kvik- myndasýningar n.k. laugardag 22. febrúar kl. 3 e.h. I stofu 301 Arnagarði, Háskóla islands. Sýndar verða tvær 45 minútna kvikmyndir með bandariska sál- fræðingnum Carl Rogers, i þeirri seinni, sem nýlega hlaut verðlaun sem bezta fræðslumynd ársins i Bandarikjunum, sést dr. Rogers leiðbeina sálvaxtarhóp. Ollum, sem áhuga hafa, er heimill aðgangur og þátttaka i umræðum um efni myndanna. 0 Fískveiðimál ildir til veiöa innan 50 milnanna. Hann kvaðst skilja sjónarmið Islendinga I fiskveiðimálum mjög vel, og að þeir ættu ekki hægt um vik aö veita erlendum þjóðum ó- takmarkaðar heimildir til veiða við landið, og að þeir þyrftu að standa I erfiðum samningagerð- um við Breta og Vestur-Þjóð- verja. En aðstaða Færeyinga væri allt önnur en þessara þjóöa. Þeir væru, eins og Islendingar, mjög háðir fiskveiðum, og vænti lögmaðurinn þess, að fullt tillit yrði tekið til þessa i viðræðunum. Atli Dam kvaö fiskveiðar Fær- eyinga við tsland skipta miklu máli fyrir efnahag landsins, og myndi algjört bann viö fiskveið- um þeirra hér leiða af sér verk- efnaskort i frystihúsum og at- vinnuleysi heima I Færeyjum. Færeyskir togarar sækja mikið á fjarlæg mið, en veiðar ar við strendur Grænlands og Ný- fundnalands eru árstiðabundnar, og er þvi mjög mikilvægt fyrir færeyska sjómenn að geta veitt við Islandsstrendur, þegar fisk er ekki að fá annars staðar. í færeyska togaraflotanum eru nú um þrjátiu skip undir 300 tonn- um aö stærð, tiu skip af stærðinni 300—800 lestir. Tveir 800 lesta tog- arar eru nú I flotanum, og verið er að smiða þrjá til viðbótar af þeirri stærð fyrir Færeyinga. Lögmaðurinn kvað færeysku sendinefndina treysta á skilning og velvilja islenzku viðræðunefnd- arinnar og sagði að auðvitað vildu Færeyingar ná eins hagkvæmum samningum og kostur væri en auðvitað yrði að taka fullt tillit til sjónarmiða beggja aðila. Hér sjást nokkrir af ungtemplurunum meö te-pakkana, sem þeir ætla aö selja til styrktar fátækum Ceylonbúum. Timamynd: Gunnar Ungtemplarar selja te til styrktar Ceylonbúum gébé—Reykjavik — lslenzkir ungtemplarar stóðu fyrir fjáröfl- un fyrir fátæka ibúa á Norö- ur-Ceylon, og gengu I hús og seldu te-pakka fyrir áramót. Tókst þeim að selja niu þúsund og fimm hundruö pakka, en pakkinn kostaöi tvö hundruð og fimmtiu krónur. Fimm hundruð pakkar eru enn eftir af birgöum þeirra, og ætla ungtemplararnir sér aö ganga I hús um næstu helgi bg selja þá, og veröur þeim án efa vel tekiö. Te-pakkarnir hafa verið seldir I Reykjavik, Kópavogi, Hafnarfiröi, Keflavik og á Akur- eyri. Það eru norskir ungtemplarar, sem hafa haft forgöngu um að safna fé, m.a. með þvi að selja te, til hjálpar ibúunum á norð- ur-hluta Ceylon, þar sem mestu þurrkasvæðin eru. Aðalatvinnu- grein ibúanna er fiskveiðar, sem þeir sóttu áður á eintrjáningum. Bátasmiðastöð hefur nú verið reist á þessum slóðum fyrir fé, sem safnazt hefur, og ibúunum gefinn kostur á að kaupa báta þaðan á vægu verði. Þeim hefur einnig verið kennd meðferð bátanna, sem eru úr Ferro-sementi (járnbentri stein- steypu), en bátar af þvi tagi hafa mikið verið notaðir i Lofoten i Noregi. Þá hefur rækjuvinnslustöð veriðsett þarna upp, og er rækjan flutt út. Vélaverkstæði er einnig starfrækt þarna, og auk þess heilsuverndarstöð fyrir Ibúana. Framlag islenzkra ungtempl- ara, sem er ágóðinn af tesölunni, verður tvær og hálf milljón króna, þegar allt er selt, og rennur fé þetta til bátasmiðastöðvarinnar, sem áður er getið. BSRB segir aðstöðu launamanna óbærilega BSRB hefur gert nýja samþykkt um kjaramál, þar sem vitnaö er til ályktana samtaka launa- manna, þar sem þvi var mót- mælt, aö „geröum kjarasamning- um var riftaö meö lagaboöi” og samningsbundin visitala á laun afnumin. „Þessum mótmælum hefur I engu veriö sinnt af hálfu stjórnvalda”, segir I ályktuninni. ,,en skefjalaus dýrtiö flæöir yfir óhindraö”. Siðan segir: „Eftir siöustu gengislækkun blasir fjár- hagslegur voöi viö hjá öllum þorra launamanna, sem nú er bú- iö aö þrýsta niöur á lágtekjustig meö efnahagsaögeröum siöustu mánaöa”. Fer BSRB fram á rannsókn verði gerð á fjárhagsstöðu at- vinnufyrirtækja landsmanna og þeim veitt aðhald i rekstri til þess Nýja fasteigna- salan 25 ára Gsal-Reykjavik — Ein elzta fast- eignasala landsins, Nýja fast- eignasalan, á 25 ára afmæli um þessar mundir, en hún var stofn- uö 21. febrúar 1950 af Magnúsi Þórarinssyni, Páli S. Pálssyni hrl. og Ólafi Pálssyni. Núverandi eigendur Nýju fasteignasölunnar eru Magnús Þórarinsson, sem hefur veitt henni forstööu frá upp- hafi, og Logi Guöbrandsson hrl. Eflaust eiga menn erfitt með að Imynda sér fasteignasölu, sem ekki hefur sima, en að sögn Magnúsar Þórarinssonar varö fasteignasalan þó aö búa við þaö hlutskipti i byrjun, en þá var hún til húsa i Hafnarstræti 19. Siðar var fasteignasalan flutt og var lengi til húsa I Bankastræti 7. Nýja fasteignasalan er nú að Laugavegi 12. Ékki kvaðst Magnús hafa nein- ar tölur handbærar um þær Ibúð- ir, sem Nýja fasteignasalan hefði selt á þessum 25 árum, en sagði, að það væri ekkert vafamál, að viðskiptavinir hennar skiptu þús- undum. að draga úr kostnaði. Þá er sagt, að gjaldeyrissjóðir hafi verið tæmdir, i stað þess aö auka og heröa gjaldeyriseftirlit, bæði varðandi innflutning og útflutn- ing, sifelldar gengisfellingar valdið óbærilegri hækkun á fram- færslukostnaöi, útlánaaukning bankanna valdið aukinni dýrtið og haldið á floti illa reknum fyrir- tækjum, skattaeftirlitsreglur ekki verið hertar og reglur um fyrn- ingarafskriftir fyrirtækja skapað eigendum þeirra forréttindaað- stöðu. Loks gæti yfirleitt ekki aö- halds i rekstri atvinnufyrirtækja, rikis og sveitarfélaga, heldur sé kostnaður þaninn til hins ýtrasta. „Augljóst er, að launamenn þola ekki lengur, aö fjárhags- byrðunum sé skellt einvörðungu á almenning, en ekki minnsta við- leitni sýnd til að dreifa þeim á aðra”, segir að lokum. „Almenn- ingur á kröfu til þess, að ger- breytt verði um stefnu”. SVEFNBEKKUR í 1. meö útdreginni rúmfataskúffu — sem rennur létt og liö- ugt í brautum. Sökkullinn er hvítmálaður með sýruhertu plastlakki. Laus dýna, sem nota má beggja megin. Litir á henni eru: Grænt, brúnt, orange og blátt. VERÐ KR. 30.700. ÁRMÚLA 1A • SÍMI 86-112

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.