Tíminn - 21.02.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.02.1975, Blaðsíða 10
TÍMINN 10 Föstudagur 21. febrúar 1975. Föstudagur 21. febrúar 1975. TÍMINN UTGAFUR 1975 ENGLAND Það er margt á prjónunum hjá póstmeistara hennar hátignar á þessu ári. I fyrsta sinn verða gefin út frimerki með mynd kvenrithöfundar, Jane Austen. 1 fyrsta sinn verða gefin út hjálparmerki með yfirverði og aftur jólafrimerki. í fréttabréfi frá brezku póst- stjórninni segir, að reynsluút- gáfa hjálparmerkja verði gefin út á árinu i janúar. Þau verði seld með 1 1/2 penny yfirverði til viðbótar burðargjaldsgildi. Hópur hlutlausra stjórnenda sjóðs þess er myndast verður útnefndur af National Council of Social Service. Þær góðgerðar- stofnanir, sem siðan njóta fjár úr sjóðnum verða siðan valdar af þessum mönnum. Hjálpar- merkin verða til sölu i einn mánuð á öllum pósthúsum fyrir það fólk, er vill leggja eitthvað af mörkum með þvi að greiða yfirverð fyrir sendingu bréfa sinna. I febrúar verður svo mesta málara Breta, J.M.W. Turner, minnzt með frimerkjum 4 að tölu i samstæðunni, Brezkir málarar. 5 frimerki verða gefin út i april til aö minnast árs Evrópskar byggingarlistar. Myndir verða af St. Georgs Kapellunni i Windsor. Konung- legu athugunarstöðinni I Green- wich. Þjóöleikhúsið verður á einu merkinu, en ekki er upplýst um myndefni hinna. 4 siglingamerki verða gefin út i júni. í ágúst verða gefin út 4 merki til að minnast 150 ára afmælis fyrstu gufuknúnu eimreiðarinn- ar milli Stockton og Darlington. Jane Austin kemur svo ekki fyrr en i október, en þetta er kvennaár S.Þ. Þá koma loks jólafrimerkin i nóvember, en þá lýkur útgáfum ársins. Þá er þess getið, að á árinu 1976 muni Bretland hefja útgáfu merkja, sem höfða muni sér- staklega til tegundasafnara. Eiga merki þessi að kynna ýms brezk sérefni. Tilraunaútgáfa almennra merkja fyrir vélræna sundur- greiningu meö nýjum aðferðum hljóp af stokkunum 13. nóvem- ber. Þá voru gefin frímerki, þar sem fosfórið er borið á pappir- inn áður en frimerkismyndin er prentuð á hann. Var þá sent út frimerki að verðgildi 4 1/2 penny i Aberdeen, Cambridge og Norwich. Voru gefin út 8 milljónir slikra merkja. Takist þessi tilraun mun framvegis óþarft að sérbera frimerkin fos- fóri eftir prentun. Allar pantanir skal senda til, Philatelic Bureau, Lothian House, 124 Lothian Road, Edin- burgh EH3 9BB, Scotland. Þá má einnig benda á hið ágæta timarit er brezka póst- stjórnin gefur út, Philatelic Bulletin, og kostar aðeins 75 penny á ári og fæst frá sama aöila. Sigurður H. Þorsteinsson. Ungmennasamband Borgarfjarðar: VILL VIRKJUN KLJÁFOSS í HVÍTA Fer fram á leiðréttingu d skiptingu gjaldsvæða Landsímans 53. ársþing Ungmennasambands Borgarfjarðar var háö aö Varma- landi 9. febrúar s.I. Þingið sátu 41 fulltrúi frá 12 sambandsfélögum, auk stjórnar og landsmótsnefnd- ar 15. landsmóts UMFt, en fram- kvæmd þess móts er á vegum UMSB og Umf. Skipasaga á Akranesi. Gestir þingsins voru Hafsteinn Þorvaldsson formaöur UMFl og Siguröur Geirdal frkvstj. UMFÍ, GIsli Halldórsson forseti ISt og Sveinn Björnsson varaforscti tSt, Garöar óskars- son og ólafur Þóröarson frá Umf. Skipasaga á Akranesi. Úr héraöi var mættur Asgeir Pétursson sýslumaöur, formaöur þjóö- hátiðarnefndar Mýra- og Borgar- fjaröarsýslu, sem fyrir hönd þjóöhátiöarnefndar færöi Ung- mennasambandinu aö gjöf fána meö skjaldarmerkjum sýsln- anna, sem viöurkenningu fyrir þátt UMSB viö framkvæmd þjóöhátiöar I Reykholti 6. júli s.l. Er fáni þessi mjög vandaður og fagur gripur og ánægjulegt fyrir Ungmennasamband Borgar- fjaröar aö hafa eignazt hann. A þinginu var Bjarni V. Guöjónsson sæmdur starfsmerki UMFt fyrir margháttuö!i störf I þágu ung mennafélagshreyfingarinnar og ekki sizt fyrir siöasta framlag hans, sögu Umf. Bjarnar Hlt- dælakappa t VORBLÆNUM, sem ekki er aöeins saga eins ungmennafélags, heldur einnig eins konar samnefnari fyrir sögu allra ungmennafélaga á tslandi. Formaður fráfarandi stjórnar, Jón G. Guðbjörnsson, fiutti yfir- lit um starfsemina á árinu og gjaldkeri, Ófeigur Gestsson, greindi frá fjárhagsafkomunni. Veigamesta breyting I starfsþátt- um UMSB frá fyrri árum, var sú að ákveöið var að fella niður Sumarhátiöina i Húsafelli, m.a. vegna hátiðahalda I tilefni af ell- efu alda byggð i landinu. Iþrótta- þjálfarar störfuðu á vegum sam- bandsins, sem feröuðust á milli sambandsfélaganna á svæðinu, eftir þvi sem óskað hafði verið eftir. Iþróttamót voru haldin skv. samþykktri mótaskrá, sem náði til allra aldursflokka. UMSB var aöili að framkvæmd þjóöhátiðar i Reykholti 6. júli eins og áður er getið. Samstarf við önnur félaga- samtök i héraðinu, var meðal nýmæla i starfi sambandsins og var á þvi sviði unniö að þremur málaflokkum: Borgfirðingavöku, með fjölbreyttu efni til fróðleiks og skemmtunar og var hún haldin á ýmsum stöðum I héraðinu, hvatningu til bættra umgengnis- átta á byggðum bólum og viður- kenningum i þvi skyni og stofnun Minningarstjóðs Guömundar Böðvarssonar skálds og bónda á Kirkjubóli og konu hans Ingi- bjargar Sigurðardóttur, i þeim tilgangi aö heiöra minningu og varðveita hús þeirra, I hverju skáldum og rithöfundum og fleiri listamönnum verður gefinn kost- ur á að dveljast tima og tima, til aö vinna aö verkum sinum. Stjórn UMSB boðaöi til þriggja funda með formönnum félaga og nefnda, þar sem hún kom á fram- færi sinum fyrirætlunum og hinir ýmsu þættir í félagsstarfinu voru til umræðu. Fjárskortur háir mjög starfsemi sambandsins. Enda þótt tekizt hafi að halda útgjöldum innan þeirra marka, er tekjur hrukku til, skorti talsverða fjármuni, svo hægt væri að halda uppi eðlilegri starfsemi. Æsku- lýðsstarfið, sem fyrst og fremst lýtur aö iþróttum, er lang hæsti gjaldaliðurinn. Helmingur tekna voru félagsgjöld, framlög frá flestum sveitarfélögum I héraðinu, og aðrir styrkir. Annarra tekna var aflað með ýmsu móti, s.s. útgáfu- styrkir og auglýsingatekjur og tekjur af sölu happdrættismiða. Ungmennasamband Borgar- fjarðar er annar tveggja fram- kvæmdaaðila að 15. landsmóti UMFl á Akranesi. Formaður nefndarinnar flutti þinginu skýrslu og kom þar fram, að mik- ið hefur verið, unnið að undirbún- ingi og skipulagningu og að á næstu mánuðum biður Borgfirö- inga og Akurnesinga mikið verk- efni. Auk venjulegrar þátttöku ungmennafélaga viðs vegar af landinu, hefur fimleikaflokki frá Danmörku og þjóödansaflokki frá Noregi veriö boðið til mótsins og einnig eru fyrirhugaðar hópsýn- ingar islenzkra ungmenna i fim- leikum og þjóðdönsum. I stjórn voru kjörin Hjörtur Þórarinsson á Kleppjárnsreykj- um formaður, Erla Kristjáns- dóttir i Stóruskógum ritari og Klemens Halldórsson á Dýrastöð- um meðstjórnandi. Fyrir i stjórn voru Gisli V. Halldórsson i Borgarnesi og Ófeigur Gestsson á Hvanneyri. Eftirfarandi samþykktir voru meðal annarra mála, sem 53. þing Ungmennasambands Borgarfjarðar afgreiddi: 53. þing UMSB haldið að Varmalandi 9. febrúar 1975, skor- ar á alla Islendinga aö stuðla að eflingu islenzks atvinnulifs og meiri fjölbreytni þess. Það verð- ur bezt gert með þvi aö taka Is- lenzka framleiðslu fram yfir er- lenda, enda ætti það aö vera metnaðarmál hvers einasta Islendings. Þá bendir þingið á, að ein af ástæðum fyrir slæmri fjárhagsstööu islenzka rikisins nú, er hugsunarlaus innflutningur á varningi, sem ósjaldan er lakari að gæðum en islenzk framleiðsla. 53. þing UMSB haldið að Varmalandi 9. febrúar 1975, skor- ar á viðkomandi ráðamenn að greiða fyrir þvi, að Andakilsár- virkjun geti hafið virkjunarfram- kvæmdir við Kljáfoss i Hvitá hið allra fyrsta. Bendir þingið á, að stjórn Andakilsárvirkjunar hefur haft tilbúin gögn varðandi Kljáfossvirkjun siðan á árinu 1964. 53. þing UMSB haldið að Varmalandi 9. febr. 1975, skorar á ráðherra Pósts og simamála, að beita sér fyrir leiðréttingu á skiptingu gjaldsvæða Landsim- ans og telur að lágmarkskrafa sé, að hvert valsvæði verði eitt gjald- svæði. Ennfremur álitur þingið að sá aðstöðumunur, sem lands- menn búa við, til afnota af sima- kerfi landsins, sé .viðunandii og bæta þurfi þar um hið bráðasta. 53. þing UMSB skorar á alla ungmennafélaga að gera sitt ýtr- asta til að framkvæmd 15. lands- móts UMFt takist með þeim hætti, að Ungmennasambandi Borgarfjarðar verði sómi að. Einnig hvetur þingið stjórnir sambandsfélaganna að taka höndum saman um að gera þátt- töku sambandsins á landsmótinu sem veglegasta. Tínilnn er penlngar — umfangsmesta ballettsýning, sem sviðsett hefur verið í Þjóðleikhúsinu — fimmtíu dansarar taka þótt í sýningunni örn Guðmundsson fer meö hlutverk prestsins, og er hann hér I einu af atriðunum I þriöja þætti, meö tveim dösurum úr tsl. dansflokknum. gébé—Reykjavik — Eins og áöur hefur verið skýrt frá hér i blaðinu, veröur ballettinn Coppe- lia frumsýndur i Þjóöleikhúsinu 28. febrúar n.k. Þetta er i fyrsta sinn sem samfelldur ballett er á fastri verkefnaskrá leikhússins, og jafnframt stærsta ballett- sýning, sem sviðsett hefur veriö hér á landi. Kúmlega fimmtiu dansarar taka þátt i sýningunni. Ballettmeistari er Alan Carter, stjórnandi Islenzka dansflokks- ins, en ballettdansarar flokksins fara með veigamikil hlutverk i Coppeliu. Alan Carter hefur einn- ig séð um leikmyndagerðina og teiknað alla búninga. Tónlistin i ballettnum Coppeliu er eftir L. Delibes, en textann gerðu C. Nuitter og A. Saint-Leon. Ballettinn var fyrst sýndur i Paris fyrir rúmum hundrað árum og hefur siðan farið sigurför um allan heim og hvarvetna vakið mikla athygli. Julie Claire fer með aðalhlut- verkið og dansar hlutverk Svanhildar. Þórarinn Baldvins- son, sem kom gagngert frá Eng- landi, þar sem hann býr og starfar, fer með hlutverk Franz. Og það er enginn annar en Bessi Bjarnason, sem leikur og dansar dr. Coppelius. Stúlkur úr tsl. dansflokknum fara með hlutverk vinkvenna Svanhildar, og hlutverk préstsins hefur örn Guðmundsson með höndum. Þá taka félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavikur einnig þátt i sýningunni, svo og nemendur úr Listdansskóla Þjóðleikhússins. Ballett hefur löngum átt erfitt uppdráttar hér á landi, og hafa t.d. sýningar tslenzka dans- flokksins verið fremur illa sóttar Alan Carter, stjórnandi balletlsins, gaf sér rétt tima til aö llta framan I myndavélina, á milli þess sem hann hrópaöi ieiðbeiningar til dansaranna I hátalarann. Dansarar úr tsl. dansflokknum sem vinkonur Svanhildar. Ljósmyndir Gunnar V. Andrésson fram að þessu. Það virðist aðeins viss hópur, fólks, sem hefur gaman að af horfa á ballett, og flestir telja það snobb að fara og sjá ballettsýningar. Þetta er þó hinn mesti misskilningur, þvi hver sem er hlýtur að hafa gaman af góðri hljómlist og fallegum dansi. An efa á þessi vinsæli ballett, Coppelia, eftir að verða fjölsóttur af leikhúsgestum, þvi ballettinn er léttur og mjög skemmtilegur. Það er vonandi, að Þjóðleikhúsið haldi áfram að hafa ballettverk á verkefnaskrá sinni á hvérjum vetri. Julie Claire I hlutverki Svanhildar og Þórarinn Baldvinsson I hlutverki Franz Þetta er atriði úr þriöja og siöasta þætti Coppeliu. Myndin var tekin á æfingu fyrir stuttu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.