Tíminn - 21.02.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.02.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 21. febrúar 1975. Saga frá Alandseyjum Sally Salminen KA TRIN 123 myndi hafa kostað stórfé, ef hann hefði ekki verið svo heppinn að fá hann að gjöf f rá sjómanni, sem hann var í kunningsskap við. Hann spáði því, að þessi hvolpur myndi vera f rábær veiðihundur. Einar lét falla þung orð um fátæklinga, sem ekki gætu séð sér farborða, en fyltu þó hús sín af óþarfa kvikindum, sem yrði bæði að ala og borga skatt af. Katrínu fannst hann hafa talsvert til síns máls. En samt leið ekki á löngu, jnz hún var sjálf orðim eins hugfangin af þessu mjúkhærða, feita kríli og Gústaf. Það voru ekki nema fáir dagar liðnir frá þvf að grilla fór í augu hvolpsins, en Gústaf byrjaði að sýna honum byssuna. ,,Sérðu byssuna, Burri? Sérru byssuna? Sækt'ana, Burri", sagði hann oft á dag. Það var um að gera að byrja nógu snemma að jaroska veiðináttúru hans. Strax og hann stálpaðist, ætlaði hann að kenna honum allt það, sem vel uppalinn hundur verður að kunna: að heilsa og þakka fyrir sig, leit að týndum munum og gjamma, ef spurt var: ,,Hvaðsegir hundurinn?" En allt þetta vanda- sama uppeldi krafðist svo mikils sykurs, að Katrín var alveg i öngum sínum yfir eyðslunni. Aðfám mánuðum liðnum var þessi litli, akfeiti hnykill orðinn að stórum, rennilegum og slétthærðum hundi, sem gleypti stærðar brauðsneið í einum bita. Og nú byrj- aði Gústaf að fara með hann í veiðiferðir. Hann skaut bæði héra og íkorna, svo að heita mátti, að það væri hérasteik á borðum annan hvern dag allan veturinn, auk þess sem grannarnir fengu að bragða krásirnar. Ikornaskinnin seldi Gústaf og hafði af því dálitlar tekj- ur. Og það var auðvitað Burri, — þessi fallegi, góði og vitri hundur, —sem átti allan heiðurinn af því, hve veiði- fengurinn varð mikill. Að dómi Gústafs átti hann engan sinn líka í allri veraldarsögunni. Þeir voru jafnsamrýnd- ir, Gústaf og hundurinn, og Gústaf og Eiríkur höfðu áður verið, og þeir sváfu meira að segja saman á nóttunni. Katrín gat ekki varizt hlátri, þegar hundurinn rak trýnið upp undan sænginni á morgnana rétt hjá úfnum kolli drengsins. Frægð Burra náði þó hámarki sínu, þegar Gústaf skaut ref með tilstyrk hans. Ref i skutu sjaldan aðrir en finustu kaupstaðahöfðingjar, sem komu til Þórshafnar með margþjálfaða veiðihunda af sérstöku kyni. Gústaf fremur flaug en hljóp upp ásinn, þegar hann kom heim með refinn á bakinu og Burra á hælunum'. Hann snaraði dauðu dýrinu á mitt gólfið, svo að allir gætu skoðað það og dáðst að því. Fregnin barst eins og eldur í sinu um alla byggðina, og að skammri stundu lið- inni var kotið orðið troðf ullt af fólki, sem komið var til þess að sjá þessi undur með eigin augum. Gústaf lá á hnjánum í miðjum hópnum og margsagði söguna um það, hvernig Burri hefði f undið refinn, lýsti nákvæmlega háttalagi beggja og skýrði loks út í æsar, hvernig hann hefði unnið á dýrinu, og hvernig það steyptist dautt til jarðar. Öðru hverju tók hann stórhrumalegri hendinni utan um f rammjótt trýnið á refnum og bað menn að at- huga lymsk og illileg augun og hvítar, hvassar tennurn- ar, og þess í milli strauk hann þrifalegt, grábrúnt skottið og fullvissaði viðstadda um það, að þetta væri úrvals- skinn, sem myndi seljast háu verði. En Burri hafði sína galla. Stundum kom það fyrir, að hann hætti allt í einu að rekja slóð, þegar veiðin sýndist allt að þvi gefin, og sneri heimleiðis með frámunalega sauðarlegum svip. Gústaf elti hann, en var þó í vondu skapi, því að honum fannst sem bezti vinur sinn hefði svikið sig í tryggðum. ,,Hann er vitlaus", sagði hann þá við móður sína. „Ég var miklu nasvisari hundur sjálfur, þegar við Eiríkur vorum í veiðiferðum". ,,Þú?" hrópaði Katrín, „hefur þú nú einhvern tíma verið hundur?" „Oft og mörgum sinnum. Við Eiríkur vorum hundar til skiptis". „Ég hef nú aldrei heyrt annan eins þvætting. Þefaðir þú uppi spor eins og hundur?" „Nei. Það var líka það eina, sem hægt var að setja út á mig. Ég var ekki nógu nasvís. Ef við sáum hérana ekki, þá gátu þeir legið í runnunum og hlegið að okkur. En ef við komum auga á þá, þá tóku þeir sprettinn". ■ „Og þá hl jópstu á eftir þeim. Geltirðu ekki líka?" „Auðvitað. Það reið á að fá þá til að hlaupa. Þeir hlaupa nefnilega alltaf í hring, skilurðu, og koma þess vegna alltaf aftur á sama blettinn. Eiríkur beið bara með byssuna á lofti". „Nú-já. Þið hafið margt brallað, þú og Eiríkur". „Já-á. Þaðer klárt, einsog Danskurinn segir, — þá var nú önnur öldin. Einari væri ekki hægt að mjaka úr sæti sínu, þó að líf manns lægi við. Það er varla hægt að segja, að maður eigi nokkurn bróður". ,, Ef til vill hugsar Einar eitthvað svipað. Ef þú létir í HVELL G E I R I D R E K I K U B B U R Föstudagur 21.febrúar 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Arnhildur Jónsdöttir heldur áfram lestri sögunn- ar „Lisa i Undralandi” eftir Lewis Carroll (11). Tilkynn- ingar kl.9.30. Þingfréttirkl. 9.45. Létt lög milli atr. Spjallaö viö bændur kl. 10.05. „Hin gömlu kynni”kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þátt meö frásögum og tónlist frá liðnum árum. Morguntónieikar kl. 11.00: Filharmóniusveitin i ósló leikur „Zorahayda”, sögu- ljóö op. 11 eftir Svendsen / Svjatoslav Rikhter og Enska kammersveitin leika Pianókonsert op. 13 eftir Britten / Jan Peerce syngur Söngvaljóð eftir Turina. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar 14.30 Miödegissagan: „Him- inn og jörö” eftir Carlo Coccioli Séra Jón Bjarman les þýöingu sina (12). 15.00 Miödegistónleikar 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. • Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorniö 17.10 (Jtvarpssaga barnanna: „I fööur staö” eftir Kerstin Thorvall Falk Olga Guðrún Arnadóttir les þýöingu sina (6). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þingsjá Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Tónleikar Sinfónluhljóm- sveitar tslands i Háskóla- biói kvöldið áður. Hljóm- sveitarstjóri: Karsten Andersen. Einleikari: Itzhak Perlman fiöluleikari frá ísrael. a. „Langnætti”, hljómsveitarverk eftir Jón Nordal (frumflutn.) b. Fiölukonsert i d-moll op. 47 eftir Jean Sibelius. c. Sinfónia nr. 9 i C-dúr eftir Franz Schubert, — Jón Múli Arnason kynnir tónleikana. 21.30 (Jtvarpssagan: „Klaka- höllin” eftir Tarjei Vesaas Kristin Anna Þórarinsdóttir leikkona les (6). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (23). 22.25 Frá sjónarhóli neytenda Reynir Hugason rafmagns- verkfræðingur fjallar um spurninguna: Er von um stööugra simasamband og tryggari sjónvarpssending- ar til Noröur- og Austur- lands? 22.40 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 21. febrúar 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Lifandi veröld. Breskur fræðslumyndaflokkur um samhengið i riki náttúrunn- ar. 5. þáttur. Lífiö á freö- mýrunum.Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.00 Kastljós. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Ólafur Ragnarsson. 21.50 Töframaöurinn. Banda- riskur sakamálamynda- flokkur. Konan sem hvarf. Þýðandi Kristmann Eiös- son. 22.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.