Tíminn - 21.02.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 21.02.1975, Blaðsíða 20
SIS-FOMJK SUNDAHÖFN L ■ ffljf'-: GSÐI fyrirgóóan nmt $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Portúgalsstjórn birtir heildaróætlun í efnahags- og félagsmólum, þar sem efst á blaði eru Aukin ríkisafskipti og þjóðnýting Reuter—Lissabon. — Portúgals- stjórn birti I gærkvöldi heildar- áætlun i efnahags- og félagsmál- um. í áætluninni er m.a. gert ráð fyrir rfkisafskiptum af vissum tegundum iðnaðar, þjóðnýtingu á jarðeignum (þótt í smáum stfl verði) og takmörkunum á erlendri fjárfestingu i Portúgal. Áætlunin er sögð róttæk og gerð i þvi skyni að koma einokunarað- ilum á kné, rétta við kjör þeirra, sem við bágust kjör hafa búið — og koma betri og réttlátari skipan á portúgalskt þjóðfélag i stað þess þjóðfélags, er óx upp i skjóli ein- ræðisstjórnarinnar fyrr á árum. Áætlunin tekur yfir tæpar tvö hundruð' blaðsiður, en birtingu hennar hefur seinkað um þrjá mánuði, meðan deilt hefur verið hart um efni hennar bak við tjöld- in. Fréttaskýrendur i Lissabon eru þeirrar skoðunar, að áætlunin sé — þrátt fyrir róttækt yfirbragð — ekki nærri eins róttæk og vinstri- sinnar innan Portúgalshers og vinstrisinnaðir stjórnmálaleið- togar hefðu óskað. Kýpurdeilan til umræðu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna: WALDHEIM HEFUR NÝJAR TILLÖGUR TIL LAUSNAR Öryggisróðið ótti að koma saman í gærkvöldi Reuter—Sameinuðu þjóðunum. — Kurt Waldheim, aðalritari Sam- einuöu þjóðanna, hraðaði i gBr för sinni til New York frá Ánkara og Aþenu, til að vera viðstaddur fund öryggisráös S.Þ. um Kýpur- deiluna, er átti að hefjast kl. 8 i gærkvöldi. Siðdegis i gær biðu menn i aðal- stöðvum S.Þ. i New York i eftir- væntingu komu Waldheims, og jafnvel stóð til að fresta fundi öryggisráðsins, þar til aðal- ritarinn kæmi. Waldheim hafði örstutta viðdvöl i Zurich i Sviss á leið sinni til New York. Hann sagði við fréttamenn á Zurich-flugvelli, að hann hefði i pokahorninu nýjar tillögur, er gætu hugsanlega stuðlað að lausn Kýpurdeilunnar. Að sögn fréttaskýrenda voru fulltrúar i öryggisráðinu i gær að velta fyrir sér möguleikum á að koma samningaviðræðum milli grisku og tyrknesku mælandi eyj- arskeggja af stað að nýju. (Upp úr viðræðunum slitnaði sem kunnugt. er, þegar tyrknesku mælandi menn lýstu yfir stofnun sjálfstæðis rikis á norðurhluta Kýpur.) öryggisráðið var kallað saman að beiðni Kýpurstjórnar, er lýtur forystu Makariosar erkibiskups. Talsmaður hennar — Glafkos Klerides, fyrrum Kýpurforseti — var einn á mælendaskrá siðdegis i gær, en búizt var við, að fleiri tækju til máls á fundinum. Þá hafa fulltrúar i öryggisráðinu boðið Vedat Celik, talsmanni tyrknesku mælandi eyjarskeggja, að ávarpa þá á þeirri forsendu, að i hlut eigi aðili, er hafi sérstakra hagsmuna að gæta. Fréttaskýrendur töldu Klerides ætla að fara fram á, aö Tyrkjum yrði sett timamörk, til að hlita fyrri ályktun öryggisráðsins. f þeirri ályktun er farið fram á, að erlendur her hverfi frá Kýpur og flóttamenn fái að snúá aftur til fyrri heimkynna sinna. Þá herma fréttir, að ráðið geti ekki annað en itrekað fyrri afstöðu, — a.m.k. sé ósennilegt, að það breyti að veru- legu leyti afstöðu sinni. Áætlunin hróflar ekki við þeirri staöreynd, að fyrirtæki i einka- eign verða áfram aðaluppistaðan i portúgölsku atvinnulifi með nær ótakmörkuðum möguleikum til að starfa, óháð afskiptum rikis- valdsins. Þá er varað við bjart- sýni i þá átt, að tekjuskipting geti orðiö tiltölulega jöfn á stuttum tima. Kjörorð hinnar nýju áætlunar er: Meiri stjórnmálaafskipti af efnahagslifi, svo að hagsmunum alþýðunnar verði betur þjónað. Rikisafskipti, til að koma i veg fyrir gjaldþrot fyrirtækja og at- vinnuleysi. Bætta heilbrigðis- þjónustu, bætt menntakerfi og aukna félagslega þjónustu, til að skapa meira félagslegt öryggi. Sagt er, að rikið skuli fá yfirráð yfir þeim tegundum iðnaðar, er séu þjóðhagslega mikilvægastar — ekki i formi þjóðnýtingar, heldur með þeim hætti, að rikið kaupi rúman helming hlutabréfa i viðkomandi iðnfyrirtækjum. Þá er lýst yfir að jarðeignir, er vatni hafi þegar verið veitt á eða auðvelt sé að vökva, skuli teknar eignarnámi, séu þær yfir 50 hektarar að stærð. Fæstar korntegundir sem ræktaðar eru i Portúgal, þarf að vökva, svo að tiltölulega fáar eignir falía innan þessa ramma. í áætluninni er til viöbótar gert ráð fyrir„ að þær jaröeignir, sem séu i órækt eða að öðru leyti reknar á óviðeigandi hátt, skuli teknar eignarnámi. Portúgalsstjórn er staðráðin i að reyna að laða erlent fjármagn inn i landið, en i áætluninni eru settar nokkrar takmarkanir á fjárfestingu erlendra aðila. Áætlunin — sem enn hefur ekki verið endanlega samþykkt i Portúgalsstjórn — gerir ráð fyrir, aö þjóðnýting jarðeigna og takmarkanir á erlendri fjár- festingu komi til framkvæmda innan þriggja mánaða — og á sama tima verði hafin greiðsla á atvinnuleysisstyrkjum, sem fram að þessu hafa ekki þekkzt i Portúgal. „EG FER ALDREI I TUGTHUS — hafði Vilmundur eftir Jósafat í Kastljósi og Jósafat stefnir m.a. vegna þeirra ummæla rv HORNA / m ’AMILLI vi; Fallvalt gengi Bandaríkjadals Reuter—Frankfurt/Paris — Gengi Bandarikjadals féll snögglega i gær á gjaideyris- mörkuðum i Vestur-Þýzka- landi og Frakklandi. A gjaldeyrismarkaði i Frankfurt féll gengi dalsins mjög snögglega, og sömu sögu er að segja á gjaldeyris- markaöi i Paris, þar sem gengi dals gagnvart frönskum franka hefur ekki verið eins lágt i rúmt ár. Ástæðan fyrir gengisfallinu er talin vera sá orðrómur, er undanfarið hefur verið á kreiki um, að Arabarikin ætli aö krefjast greiðslu á olíu i einhverri annarri mynt en dal, en oliuviðskipti hafa fram að þessu farið fram með dölum. Ólga á Spáni Reuter—-Madrid — öryggis- lögregla hleypti af nokkrum skotum út I loftið til að dreifa mótmælagöngu stúdenta, er farin var til aö lýsa yfir stuðn- ingi viö kröfu leynilegra verkalýösfélaga um allsherj- arverkfall. Sjónarvottar að þessum at- burði sögðu, að lögregla heföi hleypt af gúmmiskotum á nokkur hundruð stúdenta, er gengu framhjá byggingu spænska menntamálaráðu- neytisins. Þá hermdu fréttir, að lögregla hefði skotið byssu- kúlum mjög nærri öðrum hópi stúdenta, sem einnig hafði safnazt saman til að votta kröfu verkalýðsfélaganna samúð sina. Aður hafði lög- regla — vopnuð vélbyssum og með aðstoð vatnsdæla — borið prófessora og stúdenta út úr háskóla einum, sem er i út- jaðri Madrid. Fjöldi manns var handtek- inn, en ekki bárust fréttir af neinu mannfalli I þessum átökum lögreglu og stúdenta. Astandið á Spáni er þrungið spennu um þessar mundir — ekki sizt vegna frétta af vænt- anlegum þjóðfélagsbreyting- um i Portúgal. (Sjá frétt ann- ars staðar á siðunni.) Stúdent- ar I flestum háskólum Spánar hafa að undanförnu efnt til mótmælaaðgerða til stuðnings kröfunni um allsherjarverk- fall. Það eru leynileg verkalýðs- félög I Biscaya-héraði á norð- vesturhorni landsins, sem að undanförnu hafa hvatt til sliks verkfalls. I Bilbao, höfuðborg héraðsins, og fleiri borgum I nágrenni hennar, hefur öryggislögregla haft mikinn viðbúnaö siðustu daga. I stórri skipasmlðastöð hafa stjórn- endurnir m.a.s. varaö verka- menn við afskiptum lögreglu, komi til verkfalls. Þá hafa lögregluyfirvöld I Bilbao tilkynnt, að fjórir hafi verið handteknir, sakaðir um að eiga aðild að spænska kommúnistaflokknum, en starfsemi flokksins er bönnuð á Spáni. Þá hafa alls tólf veriö teknir höndum á norðvestur- horni Spánar siðustu daga. Gsal-Reykjavik — Eins og Tim- inn greindi frá I gær, hefur Jósa- fat Arngrimsson framkvæmda- stjóri I Ytri-Njarðvik höfðað mál á hendur Vilmundi Gylfasyni menntaskólakennara, Rikisút- varpinu og menntamálaráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd rikissjóðs og Ríkisútvárpsins. Málið var þingfest i gærmorgun hjá bæjarþingi Reykjavikur. í stefnu Jósafats Arngrimsson- ar segir m.a.: ,,Að kvöldi þess 20. desember 1974 var sendur út i islenzka sjón- varpinu viðræðu- eða umræðu- þáttur, sem hlotið hefur nafnið „Kastljós”, og virðist þar vera á ferðinni eins konar frétta- og skýringaþáttur af hálfu sjón- varpsins. Það er alkunna, að allur þorri landsmanna horfir og hlýðir á þennan lið i sjónvarpsdag- skránni. 1 umræddum þætti, þann 20 des. s.l., komu m.a. fram á sjónarsviðið Vilmundur Gylfa- son, Baldur Möller ráðuneytis- stjóri og Jón Thors deildarstjóri. Vilmundur lék hlutverk spyrilsins I þættinum, en þeir Baldur og Jón voru að hinu leytinu nokkurs kon- ar sakborningar, enda kvað spyr- illinn, að þeim væri ekki unnt að komast hjá að mæta sér. Baldur gekk undir þyngstu byrðina nú sem fyrr, en svaraði jafnan af skynsamlegu viti”. Segir Jósafat I stefnu sinni, að Vilmundur hafi viðhaft ýmis ummæli, sem hann telji úr hófi fram meiðandi og móðgandi fyrir sig, jafnvel þó að hann hafi aldrei verið nafn- greindur berum orðum af Vil- mundi. „1 stuttu máli sagt, mun alveg óhætt að fullyrða að stefndi, Vil- mundur, hafi borið stefnanda harla ófagurlega söguna og þvi talað yfir sig. Hjástefnda, Vil- mund, skorti a.m.k. ekki hrakleg orð, hvað sem öðru liður”. í stefnunni birtast nokkur um- mæli Vilmundar i þættinum, og skal hér greint frá þeim: 1. ,,í marz s.l. var sami maður enn á ferð i vafasömum viðskipt- um, alls reyndist um að vera inn- stæðulausar ávisanir upp á tutt- ugu og eina milljón króna”. 2. „Maðurinn er sem sagt kærð- ur fyrir tékkamisferli upp á rúm- ar tuttugu milljónir króna, en reynist fljótlega borgunarmaður fyrir helmingi upphæðarinnar”. 3. „í skýrslunni kemur m.a. fram, að helzti samstarfsmaður verzlunarmannsins, sem lögin i landinu virðast alls ekki ná yfir, er maður, sem nýlega hefur enn verið á ferðinni i fréttum vegna meintrar aðildar að miklu toll- svikamáli. í fyrirtæki þess siðar- talda voru engar bókhaldsbækur til, ekkert skattaframtal s.l. fjög- ur ár og ekki leyfi til smásölu eða heildsölu um tima, svo að nokkuð sé nefnt”. 4. ,,....en engu að siður, að er það ekki nokkuð skritinn læknir, sem að dæmir menn frá þvi, að hann megi alls ekki vera i tukt- húsi, þrátt fyrir það, að hann hafi margsinnis, eða a.m.k. i eingang, alvarlega unnið til þess....” 5. „Þetta er sami maðurinn, sem á I hlut trekk i trekk”. 6. „Og að maðurinn segir við vini sina, hafið engar áhyggjur, ég er dæmdur trekk i trekk, og fer aldrei i tukthús”. 7. „Sko, þarna er ákveðinn maður, sem búið er að dæma, það skilar sér eflaust á næsta ári eða þar næsta, dómur frá saksóknara (sakadómara) um tollsvikamál”. 8. „Nú, Jón, nú þekkir þú þetta mál út og inn. Heldur þú i hjarta þinu, að þessi maður komi nokk- urn tima til með að taka út refs- ingu fyrir fjársvikamál upp á tuttugu og eina milljón króna?” í stefnunni segir m.a. „Jafnframt fullyrðir stefnandi, að opinber fjölmiðill sé ekki vett- vangur I þá veru, að menn þjóni þar lund sinni, sletti meinfýsi sinni framan I alþjóð, né fari með hóflausar dylgjur og hrakyrði um borgara samfélagsins”. Mál Jósafats Arngrimssonar á hendur Vilmundi Gylfasyni, Rikisútvarpinu og menntamálaráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd rikissjóðs, þingfest hjá bæjarþingi Reykjavlkur I gærmorgun. — Tlma- mynd: G.E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.