Tíminn - 22.02.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.02.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. febrúar 1975. TÍMINN 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur f Aðalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasími 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Norræn samvinna Fundur Norðurlandaráðs, sem hefur verið háð- ur i Reykjavik undanfarna daga, hefur leitt i ljós jöfnum höndum styrkleika og veikleika norrænn- ar samvinnu. Hann hefur staðfest það, sem Norðurlandaþjóðirnar eiga sameiginlegt, sem er sagan, menningin, stjórnarhættirnir og lifsvið- horfin. Þess vegna hafa stærstu áfangarnir i nor- rænu samstarfi náðst á sviði menningarmála og félagsmála. Jafnframt hefur svo fundurinn sýnt enn greinilegar en áður, að samvinna Norður- landa verður alltaf takmörkuð á sviði efnahags- mála sökum ólikra hagsmuna og aðstæðna. Von- brigðin sem hafa verið látin i Ijós i sambandi við nýlokinn fund, stafa af þvi, að ýmsir voru farnir að gera sér vonir um, að þar kynni að nást eitt- hvert meiriháttar samkomulag um samstarf á sviði iðnaðar og orkumála. Af hálfu hinna, sem raunsætt litu á málin, var hins vegar aldrei ann- ars meira vænzt en að athugun þessara mála yrði haldið áfram, eins og lika varð niðurstaða fundarins. Sennilega sýnir landhelgismálið það bezt, hve ólikir hagsmunirnir eru. Frá sjónarmiði ís- lendinga gerðist næsta litið á fundinum i þeim efnum. Við öðru var heldur ekki að búast. Svo ólikir eru hagsmunirnir. Það eru t.d. hagsmunir Svia, Finna og Dana, þegar Danir undanskilja Grænland og Færeyjar, að efnahagslögsagan sé sem þrengst. Þvi er hætta á, að þetta móti endan- lega afstöðu þeirra á hafréttarráðstefnunni. Það eru hins vegar hagsmunir íslendinga og Norð- manna, að efnahagslögsagan sé sem stærst, en þó geta skilið leiðir á lokastigi hafréttarráðstefn- unnar vegna þess, að Norðmenn geta leyft sér að fallast á meiri undanþágur en Islendingar. Svipað gildir á ýmsum sviðum efnahagsmál- anna. Verzlunarjöfnuður íslands við önnur Norð- urlönd er samanlagt mjög óhagstæður, og engar likur að breyting verði á þvi. íslendingar verða að leita annars staðar markaða fyrir helztu út- flutningsvörur sinar og viðhorf þeirra I viðskipta- málum hljóta að markast af því. Alger óvissa rik- ir enn um það, hvort hagstæðara verður fyrir okkur i framtiðinni að kaupa oliu af Norðmönn- um en öðrum, eða hvort hagstæðara sé að semja við Norðurlandamenn en aðra um orkufrekar framkvæmdir hér á landi. í þessum efnum verða islenzkir hagsmunir að ráða hverju sinni. Hér skiptir þjóðerni ekki höfuðmáli, heldur hitt, hvernig islenzkir hagsmunir verða bezt tryggðir. Oft er lika reynslan sú, að frændum gengur ekki betur að semja um efnahagsmál, en óskyldum. En þótt norræn samvinna vinni engin stórvirki á sviði efnahags- og orkumála, er hún eigi að sið- ur mikilvæg og þarf að eflast. Samstarf á sviði menningarmála og félagsmála hnýtir oft sterk- ustu böndin og getur þróazt árekstraminnst. Norðurlandaráð hefur verið mikilvægur vett- vangur fyrir þetta samstarf. Fundurinn i Reykja- vik var tvimælalaust áfangi i þá átt að treysta þetta samstarf. Hér er enn mikið verk að vinna. öll ástæða er þvi til að ætla, að Norðurlandaráð haldi áfram að gegna mikilvægu og vaxandi hlut- verki i framtiðinni. Helzta hættan i þessum efn- um er sú, að menn ætli þvi stærri hlut en kring- umstæðurnar leyfa. Norræn samvinna verður eins og annað, sem þróast á réttan hátt, að'snfða sér stakk eftir vexti. AAelvyn Westlake, The Times: Þróunarríkin vilja stofna hróefnasjóð Hlutverk hans verður að verðtryggja hráefnin FYRIR miðjan febrúar var haldin i borginni Dakar ráð- stefna um hráefni og stóð i fimm daga. Fulltrúar rúm- lega hundrað vanþróaðra þjóða stóðu að sameiginlegri yfirlýsingu við lok ráöstefn- unnar, og þar kemur fram það álit, að efling náttúruauölinda og vald á þeim sé undirstaða efnalegs sjálfstæðis þessara þjóða. Dakar-yfirlýsingin hvetur ennfremur til samtaka um athafnir til verndar verði á útflutningsvörum þjóðanna. Fulltrúar hins svonefnda þriðja heims hafa áður komið saman og gengið frá hástemmdum og hljómmikl- um ályktunum af þessu tagi. Raunar eru slikar ályktanir orðnar svo hversdagslegar, að þær valda varla öðru eða meiru en tómlegri axlayppt- ingu embættismanna i höfuð- borgum Vesturlanda. Þeir eru þó sýnilega teknir að hafa af þvi nokkrar áhyggjur, hve vanþróuðu rikin þjappast æ betur saman til andspyrnu gegn iðnþróuðu þjóðunum. ÞAÐ hefir naumast verið einskær tilviljun, að Wilson forsætisráöherra lýsti yfir að- eins fáeinum klukkustundum eftir aö ráðstefnunni lauk, aö hann ætlaði, þegar forsætis- ráöherrar samveldislandanna koma saman i Kingstone á Jamaica i aprillok, að bera þar fram tillögu um verð- tryggingu nokkurra nauð- synja. Niðurstaða ráðstefnunnar i Dakar staðfesti samstöðu oliusölurikjanna og þeirra rikja, er selja önnur hráefni. Ljóst er orðið, að hollusta þriðja heimsins viö málstað ollusölurikjanna þrátt fyrir mjög tilfinnanlegar þrenging- ar vegna oliuhækkunarinnar, er nú endurgoldin. Sambúð þessara tveggja rikjahópa hefir stundum verið erfið, en sýnilegt er, að við- leitni Bandarikjamanna til aö ala á ágreiningi milli þeirra ætlar ekki að bera árangur. Til dæmis má nefna þau ákvæöi bandariskra laga, sem meina sölu á iðnvarningi frá Venezuela og Ekvador á Bandarikjamarkaði af þvi að þau eru i samtökum oliusölu- rikjanna. Þessi ákvæði hafa einungis orðið til þess aö efla andstöðu flestra Suður- Amerikurikja gegn lögunum. FULLTROAR oliusölurikj- anna launa nú hollustu þriðja heimsins meö þvi að krefjast þess, að framleiðendur hrá- efna fái fulltrúa á orkumála- ráðstefnunni, sem fyrirhugað er að efna til siðar á þessu ári. Sú ráðstefna var upphaflega hugsuö sem samningafundur oliuseljenda og oliukaupenda, en fái Alsirmenn vilja sinum framgengt á ráöstefnan að snúast um hráefni og fram- þróun á breiðum grunni. Þetta væri I samræmi við hugmynd- ir Giscard d’Estaing Frakk- landsforseta um slika ráð- stefnu, en fellur Bandarikja- mönnum ekki i geð, enda hafa þeir sýnt tregðu til þátttöku i undirbúningsfundum i næsta mánuði. Alsirmenn ætla að kalla saman sérstakan fund i New York innan skamms til þess að kveða á um fulltrúaskipan þeirra þróunarrikja, sem ekki selja oliu, og eins um sam- eiginlega afstöðu á orkumála- ráðstefnunni. Stungið hefir veriö upp á, að fulltrúar frá Brasiliu, Indlandi, Zaire, og ef Boumediene forseta Alsfr hef- ur orðið vel ágengt f þvf að fylkja þriðja heiminum um oliusölurfkin. til vill einu riki enn komi fram fyrir hönd þeirra þjóða þriðja heimsins, sem ekki selja oliu. SVO er að sjá, sem forustu- menn Efnahagsbandalagsins hafi fallizt á hugmyndir Frakklandsforseta um orku- málaráöstefnuna. Yfirlýst álit þeirra á þvi, hvaða riki eigi aö senda fulltrúa fyrir þær þjóðir þriðja heimsins, sem ekki selja oliu, mun þó talið tilraun til að ráða afstöðu ráðstefn- unnar og verður þvi varla samþykkt. En nokkrar likur eru á, aö slik ráöstefna mistakist, jafn- vel þó að takast mætti að yfir- vinna þá erfiðleika, sem drep- ið hefir veriö á. Litlir mögu- leikar gætu jafnvel virzt á öðr- um árangri en að ala á ágrein- ingi. Hitt er þó ljóst, að iðnaðar- rikin eru komin i varnarstöðu, og hinir herskáu fulltrúar vanþróuðu rikjanna eru stað- ráönir i að ganga á lagið og herða baráttu sina fyrir „nýrri skipan efnahagsmála”. Þeir ætla að berjast meö oddi og egg á þeim mörgu minni- háttar ráðstefnum, sem fyrir- hugaðar eru, en orkumálaráö- stefnan er sú fyrsta. Annar viðræðufundurinn er fyrirhuguö ráðstefna um heimsviðskipti, en undir- búningur undir hana er að hefjast i Genf á vegum GATT. Samkvæmt Tokyo-yfirlýsing- unnier fulltrúum á þeirri ráð- stefnu skylt aö tryggja hag vanþróuðu rikjanna, en slikt hefir ekki áöur skeð. Auk áðurnefndra viðræðna má benda á fjórðu ráðstefnu UNCTAD, en hún verður hald- in i Nairobi snemma á árinu 1976. Efalaust veröur barist hart þar eins og á fyrri fund- unum þremur. ÞANNIG er ástatt þegar verið er aö móta hin ýmsu áform um stööugt verölag á nauðsynjum og nýja skipan efnahagsmála. Mikið er um að vera, margir fundir eru fyrirhugaðir og nær viðleitnin hámarki á næstu mánuðum. 87 þjóðir standa aö þeirri nefnd UNCTAD, sem fjallar um verzlun sérstaklega. Full- trúar þeirra komu saman 10. þessa mánaðar til tólf daga undirbúningsfundar. Þar er meðal annars rætt um þá bjartsýnu uppástungu sam- takanna aö efna til sjóðs aö upphæð 11 milljaröar dollara til þess að styrkja verðlag 18 vörutegunda, en verzlun meö bær nemur þremur fimmtu af hráefnisverzlun heimsins, þegar olia er frá talin. Þessar vörur eru mais, hveiti, hris- grjón, sykur, kaffi, kakóbaun- ir, te, bómull, juta, ull, gúmmi, eir, blý, sink, tin, bauxite, álún og járngrýti. Hagfræðingurinn Gamani Corea frá Sri Lanka var i for- sæti þegar UNCTAD var faliö að ganga frá hinni samræmdu áætlun um verzlun með ýmsar nauðsynjavörur. Þetta gerðist i fyrra að loknum sérstökum fundi Sameinuðu þjóðanna um hráefni, en þangað má I raun og veru rekja baráttu þriðja heimsins fyrir „nýrri skipan alþjóölegra efnahagsmála.” Samkvæmt áformum UNCTAD á að mynda fyrr- nefndan sjóð til tryggingar veröi 18 vörutegunda með framlögum bæði seljenda og kaupenda. Litlar líkur eru þó á, að þessi áform nái fram aö ganga vegna andstöðu hinna auðugu þjóða, einkum Banda- rikjamanna, Japana og Vest- ur-Þ jóðverja. BANDARIKJAMENN eru andvigir öllum afskiptum af hinni frjálsu verðmyndun nauðsynjavara enda hafa þeir sýnt verulega tregðu til þátt- töku i alþjóðlegum samþykkt- um um viðskipti. Þessi af- staða Bandarikjastjórnar kom greinilega fram hjá Harald Malmgren sendiherra, þegar viðræðurnar hófust. Neiti fulltrúar iðnþróuðu rikjanna að fallast á áform UNCTAD eru allar horfur á, að vanþróuðu rikin reyni að koma á svipaðri skipan á eigin spýtur. Um það varð sam- komulag i Dakar og var Layachi Yaker viðskiptaráö- herra Alsir mjög fylgjandi þvi, ásamt ymsum fleiri fulltrúum oliusölurikjanna, sem sennilega legðu fram meginhluta fjárins. Sam- þykktu þeir að koma á fót sérstökum sjóöi, sem tryggði arðvænlegt verð helztu hrá- efna. Fulltrúar 18 rikja frá Asiu, Afriku og Suður-Ameriku eiga að kanna samþykktirnar, sem gengiö var frá i Dakar, og leggja álit sitt fyrir ráðstefnu hlutlausra rikja, sem haldin verður i Lima i marz. Þessi ákvörðun var mikilvægur sig- ur fyrir Alsirmenn i baráttu þeirra fyrir þvi, að nota oliuna til þess að tryggja framleið- endum annarra hráefna hag- stæðari viðskipti en áður. ENN liggur ekki ljóst fyrir, hvort hinum fyrirhugaða sjóði er ætlað að stuðla að svipuðum einokunarsamtökum og sam- tök oliusölurikjanna hafa reynzt. Margar þjóðir eru andstæöar slikum samtökum eins og Júgóslavar, til dæmis. En Alsirmönnum hefur tekizt að fá flestar vanþróuðu þjóð- imar á sitt band, aö minnsta kosti i bili. Og framhald gæti oröiö á þeirri samstöðu, aö minnsta kosti meðan verö margra nauðsynja heldur áfram að lækka. Verð hráefna eins og spuna- vöru og málma ei^ nú 30 af hundraði lægra en það var fyrir rúmu ári. Af þvi leiöir að viðskiptakjör flestra vanþró- uðu rikjanna hafa versnað mjög frá þvi sem var á vel- gengnisárunum 1972-1974. Frh. á bls. 15 —Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.