Tíminn - 22.02.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.02.1975, Blaðsíða 15
Laugardagur 22. febrúar 1975. TÍMINN 15 A 'i Framhaldssaga i fFYRIR :BÖRN AAark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla réði sér ekki fyrir geðshræríngu og gat varla komið upp orði, þegar ‘við ruddumst inn i stofuna, þar sem þau Silas frændi, Sallý og Benný sátu. Tumi hrópaði með öndina i hálsinum: ,,Við Finnur erum búnir að finna lik Júpiters Dunlap alveg einir, nema hvað blóðhundurinn hans Jeppa gamla smiðs aðstoðaði okkur, eftir að allir aðrir voru hættir að leita. Ef við hefðum ekki verið mættir hér á staðnum, mundi likið aldrei hafa fundizt. Og hann hefur verið myrtur — hann hefur verið drepinn með barefli eða einhverju þess háttar. Og nú ætla ég að leita að morðingj- anum lika, það megið þið reiða ykkur á...” Þær Sallý og Benný spruttu á fætur, fölar og æstar, en Silas frændi stakkst fram úr stólnum á gólfið og stundi: „Æ, ég armur synd- ari, nú eru þeir búnir að finna hann”. Þrettándi kafli Blóðið stirðnaði i æðum okkar við þessi hræðilegu orð. Og langa stund gátum við ekki hrært legg eða lið. En að lokum höfn- uðum við okkur, lyft- um gamla manninum upp á stól, og Benný lét vel að honum og kyssti hann og reyndi að hugga hann. Það gerði vesalings Sallý Reykjaneskjördæmi Ráðstefna um sveitarstjórnarmál veröur haldin að veitingahús- inu Skiphóli, Hafnarf. laugardaginn 1. marz kl. 2 e.h. Eftirfar- andi mál verða tekin til meðferðar.: 1. Fjármögnun sveitarfélaga. 2. Atvinnuuppbygging i Reykjaneskjördæmi. 3. Umhverfismál. Sveitarstjórnarmenn Framsóknarflokksins i kjördæminu og fulltrúaráðsmenn kjördæmissambandsins eru boðaðir á fundinn. Allt áhugafólk velkomið. Stjórn K.F.R. Rækjumdlið ENN er rækjumálið i hápunkti og fréttir af þvi má lesa i flestöllum dagblöðum landsins. Það eru annars vegar fréttir frá ráðu- neytinu um gang mála (eða rétt- ara sagt gangleysi), og hins veg- ar eru fréttir úr þéttbýlisstöðun- um, sem deila. Þar ber þó hæst Skagaströnd og Hvammstanga. A Skagaströnd munu vera aðeins fáir menn, sem eru á móti rækju- vinnslunni á Blönduósi, og er talið, að helzt séu það hluthafar i rækjuvinnslunni þar á staðnum. Þó ekki allir, enda ekki gott að standa gegn Blönduósvinnslunni, meðan unnið er allan sólarhring- inn á Skagaströnd, en Blönduós- ingar vinna aðeins 8-10 tima. Þvi telja skynsamir Skagstrendingar, að ekki sé stætt á að banna Blönduósingum þessa vinnslu. A Hvammstanga eru það aðal- lega tveir menn, sem hafa sig i frammi. Kannski lika þeir einu, sem eru hluthafar i rækjuvinnsl- unni þar af heimamönnum. Annar þessara manna er fæddur Blönduósingur einmitt mjög stutt frá þar sem rækjan er nú unnin. Það hlýtur að vera nokkuð skrýt- in tilhugsun að vera að berjast á móti uppbyggingu sins fæðingar- staðar, og fer ekki hjá þvi að manni detti stundum i hug, að maðurinn meini ekkert með þvi sem hann segir, og verður maður bara að vona að svo sé. Páll Pétursson alþingismaður hefur sagt, að ef ræknuvinnslan á O Útlönd örvæntingin, sem þessi fram- vinda veldur, kemur i veg fyrir að hinir friðsamari rjúfi samtök þriðja heimsins. Samstaöa vanþróuðu rikj- anna hefir komið meira á óvart en flest annað. Þvi hefir lengi verið haldið fram, að ekki væri unnt að þjappa rúm- lega hundrað vanþróuðum rikjum i eina fylkingu, þar sem hagsmunir þeirra væru i ýmsu sundurleitir. SAMKOMULAG Efnahags- bandalagsins við 46 vanþróað- ar þjóðir er eftirtektarvert i þessu sambandi. Þarna er einkum um að ræða fyrrver- andi nýlendur Frakka, Belga og Breta, en þær eru nú i raun orönar að evrópsku samveldi, og hafa gert samning við Efnahagsbandalagið um við- skipti og aðstoð, og verður hann undirritaður i Lome, höfuðborg Togo, undir íok þessa mánaðar. Samkvæmt þessu sam- komulagi tekur Efnahags- bandalagið að sér að tryggja gjaldeyristekjur rikjanna 46 fyrir 12 tiltekin hráefni. Ekki er ætlunin aö hækka verð á heimsmarkaði, heldur að bæta seljendum tjónið þegar verð- fall lækkar gjaldeyristekjur þeirra. Vanþróuðu þjóðirnar telja sig hafa komið ,,tá milli stafs og hurðar” með þessu samkomulagi, og það muni greiöa götu alþjóðlegrar tryggingar á verði helztu hrá- efna. Af þessu sýnist ljóst, að allt stefni að einhvers konar áformum um verðtryggingu hráefna. Vanþróuðu rikin ætla sér að fylgja þessu fast fram. Blönduósi væri eign heimamanna einna, þá hefði hann átt mikið verr með að vera á móti henni, en þar sem einkaaðilar i Reykjavik eiga nokkur prósent i henni, geti hann með góðri samvizku mælt gegn henni. Þessi ummæli þing- mannsins hljóta að gefa til kynna, að hann sé einnig and- vigur vinnslunni á Hvamms- tanga, og þá væntanlega nagla- verksmiðjunni, sem Ey'jólfur Konráð og fleiri ætla að setja upp á Blönduósi og reka án nokkurs heimaaðila, svo vitað sé. Og þá er komið að Eyjólfi Kon- ráð. Ætla mætti, að hann væri ekki andvigur einkaframtakinu, hvaðan sem það kæmi, en þrátt fyrir það hefur hann ekki séð ástæðu til að taka afstöðu með Blönduósverksmiðjunni, þótt helzt hefði mátt vænta stuðnings frá honum. Eða þá Ólafur Jó- hannesson, sem ég held að hefði getað verið búinn að ná sáttum i þessu máli, ef nægur vilji hefði veriö fyrir hendi hjá honum og honum kynnt þetta mál frá upphafi. Ef þingmenn kjördæmisins kærðu sig um, gætu þeir verið búnir að ná sáttum i þessari leiðinlegu deilu hér innan kjördæmisins, og enn er það ekki of seint, ef koma mætti i veg fyrir frekari flótta Blönduósinga I at- vinnuleit með þeim alvarlegu afleiðingum, sem brottflutningur ungs fólks úr héraðinu hefur. Þótt það sé búið að ákveða að setjast að á Blönduósi, getur atvinnu- leysi hér heima haft þau áhrif að það settist að annars staðar, og sjá þá allir, hvað ástandið er orðið alvarlegt. Ef það er ekki verk þingmann- anna að koma i veg fyrir slikt, þá fer nú að verða eins gott fyrir þá að vera bara heima hjá sér. En með góðum vilja þingmanna kjördæmisins er málið mjög vel leysanlegt. A6 lokum þetta: Matthias Bjarnason hefur með hörku ráðizt á atvinnulif Blönduóss, og til þess notaö lög, sem ekki var búið að semja i rikisstjórninni, þegar umrædd deila hófst, og hafa enn ekki séð dagsins ljós á háttvirtu alþingi, og mjög óvist að þau verði nokkurn tima samþykkt þar. Það mætti þvi spyrja svona til að varpa ljósi á mál þetta fyrir þá, sem ekkert til þekkja: Hvernig þeim hefði fundizt hjá Vilhjálmi Hjálmarssyni menntamálaráðherra, ef hann hefði fyrst látið kjósa nýtt útvarpsráð og siðan farið að semja frumvarp, sem heimilaði honum slikt? En þessi tvö mál eru i sjálfu sér mjög lik. Dæmi nú hver fyrir sig. Bakkakoti 17-2-’75 Valdimar Guðmannsson Laust presta- kall BISKUP ISLANDS hefur auglýst Reynivallaprestakall i Kjalar- nessprófastsdæmi -laust til um- sóknar, með umsóknarfresti til 20. marz n.k. Borgarnes og ndgrenni Framsóknarvist verður spiluð i Samkomuhúsinu i Borgarnesi föstudaginn 21. febrúar kl. 9. Annað kvöld i þriggja kvölda spila- keppni, tvenn kvöldverðlaun, glæsilegur lokavinningur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Framsóknarfélagið i Borgarnesi. / Selfoss og ndgrenni Félagsvist i Tryggvaskála föstudagskvöldið 21. febrúar kl. 8.30. Þetta er fyrsta kvöldið i þriggja kvölda keppni, góð kvöldverð- laun og heildarverðlaun eru flugferð til Kanarieyja fyrir tvo. All- Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna i Kópavogi heldur fund um húsnæðismál fimmtudagnn 27. febrúar kl. 20,30 i félagsheimili Kópavogs. Frummælendur: Jón Skaftason alþingismaður og Jó- hann H. Jónsson bæjarfulltrúi. Stjórnin. V____________________________________________________________J Framsóknarvist d Hótel Sögu Þriggja kvölda framsóknarvistin að Hótel Sögu, Súlnasal hefst miðvikudaginn 26. febrúar kl. 20:30. Heildarverðlaun fyrir þrjú kvöld er Spánarferð. Góð kvöld- verðlaun. Stjórnandi Baldur Hólmgeirsson. Dansað til kl. 1. Nánar auglýst slðar. Framsóknarfélag Reykjavikur. ---------------------------------N Hveragerði — Aðalfundur Framsóknarfélags Hveragerðis og Olfus verður haldinn i Hótel Hveragerði föstudaginn 28. febrúar n.k. kl. 20,30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Onnur mál. Halldór Asgrimsson alþingismaðurkemurá fundinn. — Stjórnin. V____________________________________________________J Parísarhjólið Kabarett- sýning í Hóskóla bíói Frumsýning laugardaginn 22. febrúar (í dag) kl. 2 Höf undur: Bára Magnúsdóttir. Leikstjóri: Edda Þórarinsdóttir. Leikmyndamálari: Gunnar Bjarnason. Ljósameistari: Ingvi Hjörleifsson. Hljómsveit undir stjórn Ragnars Bjarnasonar. Maðurinn með hjólið: Karl Einarsson. Dansflokkur JSB Miðasala í Háskólabíói.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.