Tíminn - 25.02.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.02.1975, Blaðsíða 1
47. tbl. — Þriðjudagur 25. febrúar 1975 — 59. árgangur ÆNGIR? Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bildudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 Garnaveiki í fé í Hrúfafirði GARNAVEIKI virðist vera að breiðast út til muna á svæðum, þar sem hennar hefur ekki áður orðið vart, og nú siðast fannst luin i nokkr- um kindum að Fögrubrekku i Hrútafirði. Rannsókn hefur farið fram á heilsufari sauð- fjár á þessum slóðum, og mun vera sem næst vika síð- an veikin fannst I Fögru- brekkufénu. Fagrabrekka er i girðingarhólfi, sem nær vestan úr Hrúfafirði og aust- ur að Miðfjarðargirðingu. A þessu svæði eru bændur sauðmargir, enda eru þar sauðfjárlönd með ágætum. Til þessa hefur þetta svæði verið laust við garnaveiki, en nú hefur vágesturinn náð þar fótfestu, og verður ekki sagt að svo stöddu, hve viða veik- in kann að hafa búið um sig. Fyrr i vetur varð garna- veiki vart i Austur-Húna- vatnssýslu. Nýtt útvarps- ráð í burðar- liðnum ? A.Þ. - Reykjavik. — t gær lauk I neðri deild Alþingis 3. og jafnframt siðustu umræðu um frumvarp rikisstjórnar- innar um breytingar á út- varpslögunum. Fer at- kvæðagreiðsla fram væntan- lega siðar i þessari viku. Samkvæmt þvi, verður þess sennilega ekki langt að biða, að nýtt útvarpsráð sjái dags- ins ljós, þar sem vitað er, að frumvarpið nýtur stuðnings allflestra þingmanna stjórnarflokkanna. Sjávarúfvegs- ráðherra: Sama verð fyrir steinbít og áður — h\á fiskvinnsiu- stöðvum á Vest- fjörðum, þrátt fyrir ákvörðun verðlagsráðs um verulega lækkun þess AÞ-Reykjavfk. — Matthias Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra skýrði frá þvl i umræðum, sem urðu utan dagskrár I neðri deild Alþingis I gær, að nokkrar helztu fiskvinnslustöðvar á Vestfjörðum væru Framhald á 5. siðu. Búnaðarþing sett í gærmorgun: VIÐÞURFUMÁ LAND- INU ÖLLU AÐ HALDA — sagði Ásgeir Bjarnason í setningarávarpi sínu Gsal-Reykjavik — Búnaðarþing, það 57. I röðinni var sett I Bænda- höllinni við Hagatorg i gær- morgun klukkan 10. Asgeir Bjarnason, formaður Búnaðar- félags tslands setti þingið með ávarpiauk þess sem hann minnt- ist ýmissa látinna félaga. Að loknu ávarpi Asgeirs Bjarnason- ar tók Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðarráðherra til máls. Eftir hádegi var skipað i nefnd- ir á Búnaðarþingi og kosnir vara- forsetar þingsins. Þá flutti Hall- dór Pálsson, búnaðarmálastjóri skýrslu. Nokkur mál voru sett i nefndir i gærdag og má m.a. nefna, fjár- hagsáætlun fyrir Búnaðarfélag Islands árið 1975, frumvarp til laga um sauðfjárbaðanir, málm- blendiverksmiojuna i Hvalfirði, námskeið i búskaparfræðum fyrir nemendur á skyldunámsstigi, landgræðslustörf skólafólks, frumvarp til laga um breytingar á lögum um dýralækna, um brunatryggingar á heyi, búfénaði og útihúsum og simamál. Asgeir Bjarnason, forseti Bunaðarþings ræddi m.a. i ávarpi sinu um tiðarfar siðasta árs og af- komu bænda, vetrarhörkur sið- ustu mánaða og ýmis vandamál, sem landbúnaðurinn á við að etja. í ræðu sinni komst Asgeir m.a. svo að orði: — Þær hugmyndir hafa komið upp, að svo eigi islenzka þjóðin bezta framtið, að landbúnaður leggist að mestu niður, en erlend- ur verksmiðjuiðnaður komi i staðinn og á honum muni þjóðin bezt lifa. Sú hugmynd, að land- biinaðurinn geti ekki þróazt á ls- landi með eðlilegum hætti er ekki ný, þvi hún er i ætt við þá gömlu hugmynd, að lslendingar væru bezt komnir og myndu helzt geta lifað á Jótlandsheiðum. Ekki ef- ast ég neitt um það, að flestir ís- lendingar gætu lifað þar góðu lifi, þvi að yfirleitt hafa lslendingar sýnt það og sannað, að þeir geta biiið i haginn fyrir sig og lifað hvar i veröldinni sem er. ...Þjóðin hefur lifað i landinu i 1100 ár og lengst af sem bændaþjóðfélag, þó er nú svo komið að það þykir úrelt að nýta landið til landbúnaðar, framleiða matvæli, á sama tima ogtaliðer,að lOOmilljónir manna falli úr hungri á ári. Eigum við svo-íslendingar,sem lengi urðum aö berjast við hungrið, að leggja niður landbúnað, hætta matvæla- framleiðslu eftir að hafa sigrað hungurvofuna, og orðið sjálfum okkur nógir og vel það i þeim bú- greinum, sem hér henta. Það finnst mér fráleit hugsun, þvi við þurfum á landinu öllu að halda. t lok ávarpsins agði Asgeir: — Ég óska þess, að gifta megi fylgja störfum Búnaðarþings og að þvi megi auðnast nu sem oft áður að benda á leiðir til lausnar á vandamálum landbúnaðarins. 57. Búnaðarþing er sett. Búnaðarþingi verður fram haldið á morgun. Búnaðarþing var sett I gærmorgun I Bændahöllinni. A myndinni sést hvar Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðarráðherra flytur ávarp sitt. Tlmamynd: G.E. FIMMTI HVER NEMANDI VINNUR MEÐ NÁMINU af aldursflokkunum þréttán til sextán ára FIMMTI hver nemandi I Reykja- víkurskólum, fæddur á árunum 1957-1960, vann einhverja launaða vinnu með námi sínu i fyrravetur, og meginþorri þessara sömu ung linga stundaði vinnu sumarið 1973. Nokkuð brast þó á, að þeir, sem fæðzt höfðu árið 1959 og 1960 hefðu allir vinnu, en það var aftur undantekning, ef þeir, sem eldri voru, fæddir 1957 og 1958, voru ekki í vinnu. Voru það þá helzt börn foreldra, sem gegndu stjórnunarstörfum og störfum, sem krefjast langrar menntunar. Þetta er niðurstaða könnunar, sem nokkrir háskólanemar i al- mennum þjóðfélagsfræðum — Asdis Skúladóttir, Ingibjörg Guð- mundsdóttir, Smári Geirsson og Stefania Traustadóttir — gerðu við umsjón Þorbjörns Broddason- ar lektors i fyrravetur. Náði könnun þessi til 1405 nemenda, sem skiluðu endanlegum svörum. Tæplega þriðjungur nemenda hafði einhvern tima unnið með skólanáminu, og 9-11% höfðu byrjað slika vinnu tiu ára eða yngri. Margir þeirra höfðu verið blaðberar eða sendlar, og stúlkur annast barnagæzlu og hálpað til á heimilum. Fjölmargir unnu fimm til átta stundir á dag, en litill hóp- ur niu stundir eða lengur. Þegar komið var á það aldursskeið, sem eldri árgangar könnunarinnar tóku til, unnu flestir piltanna ein- hverja verkamannavinnu, en stúlkurnar við afgreiðslustörf, oft helgarvinnu i sjoppum. Aberandi var, hve miklu færri stúlkur en piltar fengu yfir fjögur þúsund krónur i vikukaup fyrir vinnu sina. Um sumarvinnu gegndi liku máli og ihlaupavinnuna að vetrinum, nema hvað mjög margar stiilkur unnu þá einhvers konar verkamannavinnu — þó ekki hlutfallslega jafnmargar og piltar. Af yngri drengjunum var margt i sveit, og jafnöldrur þeirra fengust margar við barna- gæzlu. Lengd vinnudags að sumarlagi var talsvert meiri hjá piltum, yfir niu stundir hjá helmingi til tveggja af hverjum þremur i eldri árgöngunum, en svo langur var vinnudagurinn ekki hjá nema 34-41% af jafnaldra stúlkum. Hjá um það bil þriðjungi af þeim unglingum, sem fæddust árið 1957, var vikukaupið 6000- 8000 krónur, og gilti það jafnt um piltana og stúlkurnar, og yfir 8000 fékk um þriðjungur piltanna, en aðeins hlutfallslega fáar stUlkur. Við könnun á hugmyndum ung- linganna um framtiðarstörf kom i ljós, aö afar fáir hugsuðu sér að stunda verkamannavinnu, og gegndi svipuðu máli, hvaða störf sem foreldrarnir höfðu, og enn færri stúlkur vildu sinna hús- móðurstörfum. Haldist þetta hugarfar óbreytt, liggur beinast við að alykta, að torfengið verði innan tiðar fólk, sem vill vinna með höndunum, nema iðnlært sé, og heimilin eigi fyrir sér að verða heldur ófýsilegur staður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.