Tíminn - 25.02.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.02.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriöjudagur 25. febrúar 1975 Þriðjudagur 25. febrúar 1975 V Vatnsberinn (20. -18. febr.) jan.- Þú þarft að afla þér stundarhlés til þess að ganga frá ýmsu þvi, er varðar þig persónulega, og þá sérstaklega vandamálin, svo að þú ættir að reyna að taka þér fri i dag, ef þess er nokkur kostur. Fiskarnir (19. febr.- mai Þú hefur kastað teningunum, svo að ekki verður aftur snúið, en þú ert i það erfiðri aðstöðu, að þú þarft á öllu þinu að halda, ef þú átt að koma upp- _ réttur úr þessum leik. Aðstaðan er erfið. Hrúturinn (21. marz—19. april) Það er alls ekki að vita, nema þetta verði erfiður dagur fyrir þig, af þvi að það hefur eitthvað gerzt, sem gerir aðstöðu þina.erfiða. Þú skalt gæta þin á einhverjum, sem reynir að gera þér lifiö leitt. Nautið (20. apríl—20. maí) Það er einhver vinur þinn, sem þarf sannarlega á þér að halda, og enda þótt þér finnist þú eiga erfitt með að hjálpa honum, skaltu ekkert til spara, þvi að þetta er mál, sem kann siðar að snerta þig sjálfan. Tviburarnir (21. maí—20. júni) Þér ætti að geta orðið vel ágengt i dag, en til þess þarftu að beita skipulagsgáfunum. Þú verður að gera þér ljósa grein fyrir eðli málanna, áður en þú framkvæmir nokkuð, og þú skalt nota kvöldið til að kryfja þau til mergjar. Krabbinn (21. júní—22. júli) Þaö er eins og skapið I þér sé eitthvað skrýtið i dag, og aö likindum er það farið að valda á- hyggjum hjá þinum nánustu. En það er mikils um vert, að þú kippir þessu i lag. Farðu varlega i umferöinni i dag. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Það er rétt eins og þessi dagur virðist ósköp ró- legur, en það er bara á yfirborðinu. Það eru i vændum mikil átök, sem þú skalt búa þig undir. Þú gerir þér ljóst eðli málsins, og þú einn getur ráðið þvi farsællega til lykta. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Mundu, að það eru tvær hliðar á hverju máli. Þetta er mikilvægt i dag. Taktu ekki ákvörðun fyrr en þú hefur kynnt þér eðli málsins niður i kjölinn, og forðaztu aö láta ögrun ákveðinnar persónu fara i taugarnar á þér. Vogin (23. sept.^-22. okt.) t dag skaltu hafa það hugfast, aö i ákveðnu máli er varasamt að gera nokkuð, nema hafa samráð við þina nánustu. Þú átt i einhverjum erfiðleik- um viö persónu af gagnstæöa kyninu, en með til- litssemi er hægt að laga það. Sporðdrekinn (23. okt—21. nóv.) Þú hefur átt erfitt með að gera þér grein fyrir þvi að undanförnu hvað það er, sem þú vilt, en þetta er nokkuð, sem þú verður að gera upp við þig. Þú verður að finna leið og fara eftir henni, þegar þú ert ákveðinn. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þú skalt vera gagnrýninn á sjálfan þig i dag, svo að þú getir kinnroðalaust kannazt við það, sem þú hefur gert. Það er rétt eins og sumt megi kyrrt liggja af þvi, sem þú hefur fullan hug á að koma á framfæri. Steingeitin (22. des.-19. jan) Þaö er rétt eins og fyrri hluti dagsins verði þér þungur i skauti. Þú skalt ekki hafa mikið um- leikis I dag, og ekki taka neinar afgerandi á- kvarðanir. Hitt er annað mál, að kvöldið getur orðið sérlega ánægjulegt. UR EIK TEAK OC PALESANDER ÓDÝRT OG HAGKVEMT Húsgagnaverslun é Reykjavíkur hf. BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 11940 Áskorun frá hundrað mönnum: Tökum aftur upp þá stafsetn ingu, sem tveim kynslóðum íslendinga er orðin töm Eftirfarandi áskorun var af- hent menntamálaráðherra s.l. fimmtudag 20. þ.m.: Við undirrituð skorum hér með á yður, herra menntamála- ráðherra, að nema úr gildi þá breytingu á islenzkri starfsent- ingu, sem birt var i Stjórnar- tiðindum með „Auglýsingu nr. 132/1974 um islenska stafsetn- ingu”. Höfuðástæður okkar fyrir þessari áskorun eru sem hér segir: 1 fyrsta lagi teljum við z-staf- setningu þá, sem gilti á timabil- inu 1929-1974, hafa ýmsa ótvi- ræða og mikilvæga kosti um- fram hina nýju stafsetningu, þar sem er meiri skýrleiki og gleggri visbending um uppruna, sem i mörgum tilvikum léttir skilning og eykur málþekkingu. Sérstaklega viljum við benda á ókosti þess, að samkvæmt hin- um nýju reglum falla einatt saman i ritmáli germynd og miðmynd sömu sagnar, svo og germynd einnar sagnar og mið- mynd annarrar, svo að rita skal t.d. hefur leyst, hvort sem er af leysa eða leysast, hefur ræst, hvortsem eraf ræsaeða rætast, hefur þeyst, hvort sem er að þeysa eða þeytast. Getur þessi ritháttur valdið misskilningi, ekki sizt I stuttu máli, sem þarf að vera hnitmiðað, svo sem i fyrirsögnum blaða, auglýsing- um og sjónvarpstextum. Enn fremur þykir okkur eftirsjá að þvi að hætta að rita z i stofni I orðum eins og gæzla, tizka, verzlun vegna þekkingar á orð- sifjum, sem þeirri stafsetningu fylgir. 1 öðru lagi teljum við hinar nýju reglur um stóran staf og litinn stórum óhentugri og flóknari en fyrri reglur, t.d. að rita skal oddaverjar með litlum staf, en Sturlungarmeð stórum, hólsfjallamaöur með litlum staf, en Hólsfjallahangikjötmeð stórum, bandarikjamaður meö litlum staf, en Bandarikjafor- seti með stórum. I þriðja lagi teljum við, að valfrelsi um ritun margra orða, sem hafa löngum verið rituð á einn veg, sé til þess eins fallið að valda ruglingi, sem m.a. getur orðið mjög bagalegur i stafrófs- röðun, t.d. að rita skuli hvort heldur er (ár) niöur eða (ár) nyöur, tékki eða tjekki o.s.frv. I fjórða lagi teljum við, að sú festa i íslenzkri stafsetningu, sem tókst að koma á undan- farna tæpa hálfa öld, sé til ómetanlegs hagræðis á mörgum sviðum, svo sem i bókagerð, stjórnsýslu, safnstörfum og kennslu, en breyting að sama skapi til þess fallin að valda glundroða og tjóni. Má og ekki gleyma þvi, að tveimur kyn- slóðum tslendinga er töm sú stafsetning, sem kennd hefur verið undanfarna áratugi, og eiga margir bágt með að sætta sig við stafsetningu, sem þeir telja óskilmerkilegri og óhentugri. Andrés Björnsson útvarpsstjóri Ármann Kr. Einarsson rithöfundur Arnbjörn Kristinsson bókaút- gefandi Arngrimur Isberg kennari Árni Þórðarson fv. skólastjóri Ásgeir Magnússon fram- kvæmdastjóri Axel Kristjónsson kennari Baldvin Þ. Kristjánsson félags- málafulltrúi Baldvin Tryggvason fram- kvæmdastjóri Bjarni Sigbjörnsson mennta- skólakennari Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjala- vörður Björn Jónsson, forseti Alþýðu- sambands Islands Björn Teitsson sagnfræðingur Egill J. Stardal verzlunarskóla- kennari Eiður Guðnason fréttamaður Einar Sigurðsson háskólabóka- vörður Eirikur Hreinn Finnbogason borgarbókavörður Elin Pálmadóttir blaðamaður Finnbogi Guðmundsson lands- bókavörður Finnur Guðmundsson fugla- fræðingur Gaukur Jörundsson prófessor Georg Sigurðsson cand. mag. Gestur Guðfinnsson blaða- maður Gestur Magnússon cand. mag. GIsli Blöndal hagsýslustjóri Guðlaug Guðsteinsdóttir kenn- ari Guðmundur G. Hagalin rit- höfundur Guðmundur E. Sigvaldason jarðfræðingur Guðni Guðmundsson rektor Guðrún P. Helgadóttir skóla- stjóri Gunnar Guðröðarson skóla- stjóri Gunnar Gunnarsson rit- höfundur Gunnar Stefánsson dagskrár- stjóri Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli Halldór Pálsson búnaðarmála- stjóri Hannes Pétursson skáld Haraldur Ólafsson lektor Haraldur Sigurðsson bókavörð- ur Heimir Þorleifsson mennta- skólakennari Helga S. Einarsdóttir kennari Helgi Hálfdanarson rit- höfundur. Helgi Skúli Kjartansson stud. mag. Helgi Þorláksson skólastjóri Hjalti Jónasson skólastjóri Indriði G. Þorsteinsson rit- höfundur Ivar Björnsson verzlunarskóla- kennari Jóhannes Halldórsson cand. mag. Jóhannes Nordal seðlabanka- stjór Jón Dan rithöfundur Jón Gislason skólastjóri Jón Rafn Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Jón S. Guðmundsson mennta- skólakennari Jón Guðnason lektor Jón B. Hannibalsson skóla- meistari Jón Helgason ritstjóri Jón Aðalsteinn Jónsson orða- bókarritstjóri Jón Sigurðsson B.A. Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar Jón Þóararinsson dagskrár- stjóri Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður Árnastofnunar Jónas Kristjánsson ritstjóri Kjartan Jóhannsson verk- fræðingur Lúðvik Kristjánsson rithöfund- ur Lýður Björnsson verzlunar- skólakennari Magnús Bjarnfreðsson fulltrúi Magnús Finnbogason mag. art. Magnús Guðmundsson mennta- skólakennari Magnús Thorlacius hæsta- réttarlögmaður Matthias Johannessen ritstjóri Ólafur Haukur Árnason áfengisvarnaráðunautur Ólafur Björnsson prófessor Ólafur Hansson prófessor ' Ólafur Oddsson menntaskóla- kennari Ólafur M. Ólafsson mennta- skólakennari Ólafur Pálmason bókavörður Ólafur Jóhann Sigurðsson rit- höfundur Oliver Steinn Jóhannesson bókaútgefandi Páll Lindal borgarlögmaður Pétur Sæmundsen bankastjóri Sigfús Daðason ritstjóri Sigurbjörn Einarsson biskup Sigurður Lindal prófessor Sigurður Skúlason marg. art. Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur Simon Jóh. Ágústsson prófessor Stefán Sörensson háskólaritari Steinar Þorfinnsson kennari Sturla Friðriksson erfða- Eræðingur Styrmir Gunnarsson ritstjóri Tómas Guðmundsson skáld Vigdis Finnbogadóttir leikhús- stjóri Þórður Jörundsson yfirkennari Þórhallur Tryggvason skrif- stofustjóri Þórhallur Vilmundarson, for- stöðumaður örnefnastofnunar Þórir Stephensen dómkirkju- prestur Þorleifur Einarsson jarð- fræðingur Þorsteinn frá Hamri skáld Þorsteinn Gylfason lektor Þorsteinn Valdimarsson skáld Þráinn Guðmundsson yfir- kennari. LEIKFÖNG Stignir traktorar, stignir bil- ar, hjólbörur, brúðuvagnar, brúðukerrur, rugguhestar, skiðasleðar, magasleðar, snjóþotur, boltar m.g., brúðuhús, Barbie dúkkur, Big Jim dúkkukarlar, bangs- ar, módel, búgarðar, kast- spil, bobbspil, Tonka gröfur / Ýtur, ámokstursskóflur, Brunahoðar Póstsendum Leikfangahúsið Skóla vörðustig 10, simi 14806. Koparfittings EIRRÖR - RÖRSKERAR ■ FLANGSARAR KA ARMULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.