Tíminn - 25.02.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.02.1975, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 25. febrúar 1975 TÍMINN 5 Sýnir á AAokka BH-Reykjavik. — Alexander Sörensen heitir ungur Dani, sem sýnir oliumálverk, vatnslitamyndir og teikningar á Mokka næstu þrjár vikurnar. Alexander er Jóti og hefur áöur sýnt i Danmörku og i Þýzka- landi. Myndirnar, sem hann sýnir á Mokka, eru málaðar hér á landi á siðustu tveim árum. Verö þeirra er frá kl. 1500 og upp 135.000. Engar uppsagnir á Þingeyrarbdtum BH-Reykjavik. Páll Andrésson, kaupfélagsstjóri á Þingeyri, hef- ur komið að máli við blaðið og beðið fyrir leiðréttingu á frétta- tilkynningu sem birtist frá sjó- mönnum á Vestfjörðum varðandi uppsagnirá bátum vegna steinbitsverðs. Kvað Páll þetta algerlega óviðkomandi Þing- eyringum, þrátt fyrir O Steinbítur reiðubúnar að greiða sama verð fyrir steinbit og gilti á sl. hausti ásamt útflutnings- bótum, svo fremi sem gæði hans stæðust þær kröfur, sem gerðar eru til frysts fisks. Nokkrar umræður urðu um þetta mál utan dagskrár vegna fyrirspurna þing- mannanna Karvels Pálma- sonar (SFV) og Kjartans Ólafssonar (Ab). Bentu þeir báðir á að mikillar óánægju gætti meðal sjó- manna á Vestfjörðum vegna þeirrar akvörðunar verð- lagsráðs sjávarútvegsins að lækka verð á steinbiti úr kr. 16.85 kilóið i kr. 10.60 mánuðina janúar og febrúar. Sögðu þingmennirnir, að þessi ráðstöfun myndi leiða til þess, að bátafloti Vest- firðinga myndi ■ stöðvast siðar i þessari viku, ef ekkert yrði að gert. Matthias Bjarnason sjávarútvegsráðherra benti fyrirspyrjendum á, að það væri ekki i verkahring ráðherra að ákveða lág- marksverð á fiski. Sitt álit væri, að ekki ætti að ákveða mismunandi verð á fiski, eins og gert hefði verið i þessu tilfelli. Sama verð ætti að gilda allt árið, en ástæða væri hins vegar að gera ákveðnar kröfur um gæði fisksins. Sjávarútvegs- ráðherra sagði i framhaldi af þessu, að fiskvinnslustöðvar á Vestfjörðum, þ.e.a.s. á ísafiröi, Bolungarvik, Súgandafirði, Flateyri og Þingeyri, myndu greiða haustverð fyrir steinbit, þ.e. kr. 16,85 ásamt útflutnings- bó tum. Ei þar átt við fisk til frystingar. Jafnframt upplýsti ráðherra, að hann myndi beita sér fyrir þvi, að reglum um útflutningsgjöld af fiski yrði breytt á þann veg, að steinbitur yrði i sama flokki og karfi. Það kom fram i þessum amræðum, að steinbitsafli Vestfjarðabáta hefur verið með mesta móti i þessum mánuði, eða allt að 80% af aflamagni linubáta. fullyrðingar i fréttatilkynning- unni. Væri ekki um neinar uppsagnir að ræða á bátunum af þessu tilefni, og vissi hann ekki til að neitt slikt stæði til á þeim stað. Kvað hann eðlilegt að steinbits- verðið væri ekki hærra en þetta, þar eð fiskurinn væri ekki vinnsluhæfur á þessum tima árs. Björgunarsveit- in Strdkar fær fjölda góðra gjafa VÞ-Siglufirði. — Björgunar- sveitin Strákar á Siglufiröi hefur fengið margar góðar gjafir undanfarna daga. Kvennadeildin Vörn færði sveitinni að gjöf utan- borðsmótor. Kiwanisklúbburinn Skjöldur gaf vélsleða af stærstu og fullkomnustu gerð og Lions- klúbburinn á , Siglufirði gaf and- viröi ýmissa björgunartækja, sem afhent verða á næstunni. 1 björgunarsveitinni Strákum eru nú 24 félagar og formaður er Helgi Antonsson. Helgi kvað þessar gjafir koma sér mjög vel fyrir sveitina, þvi að hér væri um að ræða ýmsan búnað sem björgunarsveitina hefði van- hagað um. Þessmágeta, aöþetta er ekki i fyrsta sinn, sem þessi ágætu félög hafa stutt við bakið á björgunar- sveitinni. Þrír sæmdir fdlkaorðum Forseti lslands sæmdi á sunnu- daginn eftirtalda islendinga heiðursmerki hinnar islensku fálkaorðu: Geir Hallgrimsson, forsætisráð- herra, stórkrossi Halldór E. Sigurðsson, land- búnaðar- og samgönguráðherra, stórriddarakrossi Asgeir Bjarnason, forseta sam- einaðs Alþingis, stórriddara- krossi. Auglýsið Tímanum Greiðsluþrot blasir við m —-----— -------- — ef ekki verður aðgert I lOngreininill segia bakarameistarar Bakarar eru óánægðir með kjör sin um þessar mundir og I frétta- tilkynningu frá stjórn Landssam- bands bakarameistara er vakin athygli á þvi erfiða ástandi, sem nú rikir i verðiagsmálum stéttar- innar. Núgildandi verðlag er miðað við 12. október i fyrra og þar ekki tekið tillit til þeirra hækkana, sem orðið hafá á oliu og raf- magni. Þá er átalinn seinagangur i verðútreikningum af opinberri hálfu, sem sagður er hafa leitt af sér mikið ósamræmi á milli hrá- efna þeirra sem bakarar nota annars vegar og útsöluverðs i bakarium hins vegar. Misræmið er svo mikið orðið segja bakara- meistarar, að greiðsluþrot blasir við iðngreininni. Duflin ókönnuð Gsal-Rvik. Hlutir þeir, sem fundust hér við suðurströndina fyrir helgi hafa ekki enn verið itarlega kannaðir og þvi ekki með vissu vitað hvers kyns þeir eru, þó sérfræðingar séu á einu máli um það, að þeir séu hlustunar- dufl. Dufliðsem fannst á Landeyjar- sandi var þó iitiilega kannað í gær, en bíða á með að opna það, þar til duflið sem fannst hjá Stokksnesi hefur verið flutt til Reykjavikur. Þvi er haldið fram, að þau brauðgerðarhús, sem ekki áttu birgðir af hráefni á eldra verði greiði nú með brauðunum, sem þau selja. Þrátt fyrir þetta ástand hafa stjórnvöld daufheyrzt við til- lögum bakara um úrbætur segir i tilkynningunni. Máli sinu til stuðnings benda bakarameistaranir á að 50 kg. poki af hveiti hafi hækkað um 850 krónur frá þvi i október i fy rra, 50 kg. af sykri um nærri átta þúsund krónur, 50 kg. af flórsykri um rösklega ellefu þúsund, og 25 kg. af smjörliki um tæpar fjórtán hundruð krónur. Þessar verðhækkanir eru svo miklar, að ekki verður hjá þvi komizt að gera einhverjar ráðstafanir, segir loks i tilkynningu bakarameistaranna. Leiðrétting „100 sjúkraþjálfara vantar til starfa hér á landi, en hætt hefur verið við fyrirhugaða kennslu i sjúkraþjálfun við H.l.” Þannig var fyrirsögn fréttar i Timanum á sunnudaginn, en fallið hefur úr niðurlag fyrirsagnarinnar. Rétt átti fyrirsögnin að vera á þessa leið: ,,100 sjúkraþjálfara vantar til starfa hér á landi, en hætt hefur verið við fyrirhugaða kennslu i sjúkraþjálfun við H.l. næstkomandi haust”. Timinn harmar þessi ieiðu mis- tök og biður hlutaðeigandi af sökunar á þeim. Jörðin Jórunnarstaðir i Saurbæjarhreppi, Eyjafirði, er til sölu og laus til ábúðar i næstu fardögum. A jörðinni er 2ja hæða ibúðarhús. steinsteypt, byggt 1950, 105 fermetrar að grunnfleti. Steinsteypt fjós fvrir 20 kýr, ásamt mjólkurhúsi og mjólkurtanki með viðbyggðri, stein steyptri hlöðu, sem rúmar heyfóður handa fjósinu, byggt 1963. Fjárhús, mjög vönduð, byggö úr timbri og járni, fyr- ir 140 fjár, ásamt steinsteyptri hlöðu, sem rúmar 700-750 hestburði, byggt 1972. Geymsla úr timbri og járni, 64 fermetrar, byggð 1968. Heyfengur ca. 1600 hestburðir. Ræktunarmöguleikar nokkrir. Góð afrétt fylgir jörðinni. Vélar og bústofn geta fylgt með. Upplýsingar gefa eigendur jarðarinnar, Tryggvi Aöalsteinsson, Jórunnarstöðum, simi um Saur- bæ, og Sigtryggur Simonarson, Norðurgötu 34, Akureyri, simi 2-24-81. HKITUR MATIIR . SMURT BRAUÐ , KAFFI OG KÖKUR ÖL 06 60SDRYKKIR . OPID ALL.A DAGA PRA KL. 8-23 MAT^TOFA KE/( HAFNAR3TRÆTI 89 • AKURKYRI Menningar- og fræðslusamband alþýðu FRÆÐSLUHÓPAR Á timabilinu marz—mai munu fjórir fræðsluhópar starfa i Reykjavik á vegum MFA. Hópur I: Leikhúskynning: Fyrsti fundur 3. marz. Fjallað verður m.a. um leikritun, leiklistar- sögu, farið i leikhús, rætt um leikritin við leikara, leikstjóra, höfunda o.fl. Umsjón hefur Tryggvi Þór Aðalsteinsson. Þátttakendur i þessum hóp tilkynni sig i síðasta lagi 3. marz. Hópur II: Listin og samfélagiö: Fyrsti fundur 11. marz. Fjallað verður m.a. um: Islenzk sjávar- pláss i nútimabókmenntum — Bækur fyrir almenning eða útvalda? — Hvað er róttækni ibókmenntum? — Er heimildarkvikmyndin pólitisk? — Hverjum þjóna fjölmiðlarnir? — Sambýlishætti o.fl. Aðalleiðbeinandi verður Ólafur Haukur Simonarson. Þátttakendur i þessum hóp tilkynni sig tvsiðasta lagi 10. marz. Hópur III: Visitala: Fyrsti fundur 19. marz. Fjallað verður um visitölubindingu launa og áhrif hennar á kaupgjald og verðlag. Leiðbeinandi verður Asmundur Stefánsson. Þátttakendur I þessum hóp tilkynni sig I siðasta lagi 18. marz. Hópur IV: Ræðuflutningur og fundarstörf: Fyrsti fundur 13. marz. Farið verður i almenn atriði varðandi ræðuflutning, fundarstjórn o.fl. þ.h. Leiðbeinandi verður Tryggvi Þór Aðal- steinsson. Þátttakendur i þessum hóp tilkynni sig I siðasta lagi 12. marz. Hóparnir munu yfirleitt koma saman á kvöldin, einu sinni i viku. Starfið fer fram i fræðslusal MFA að Laugavegi 18 VI. hæð. Fundirnir hefjast kl. 20.30. Þátttakendur inn- riti sig á skrifstofu MFA Laugavegi 18 VI. hæð, simar 26425 og 26562.Innritunargjald er 300.00 krónur. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu MFA.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.