Tíminn - 25.02.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.02.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 25. febrúar 1975 BANDALAG ÍSL. LEIKFÉLAGA 25 ÁRA — 57 félög áhugaleikara eiga aðild að bandalaginu gébé-Reykjavik — Bandalag Is- lenzkra leikfélaga á aldarfjórð- ungsafmæli um þessar mundir. Framkvæmdastjóri frá upphafi hefur verið Sveinbjörn Jónsson, en hann lét af þvi starfi sl. haust, og við tók Helga Hjörvar. Heiga skýrði frá starfsemi bandalagsins á blaðamannafundi i gær og sagði, að nú væru aðildarfélög þess fimmtiu og sjö taisins, viðs- vegar um land allt. Þau starfa að visu ekki öll á hverjum vetri, sökum ýmissa ástæðna. Bandalagið fær styrk til starf- semi sinnar, og auk þess félags- gjöld frá aðildarfélögum. Skrif- stofa þess er að Skólavörðustig 12, og þar er einnig bóka- og handritasafn bandalagsins. Aðildarfélög bandalagsins geta leitað til þess til aö fá leikrita- handrit. Bandalagiö aðstoðar _einnig við útvegun leikstjóra, sem oft eru leikarar úr Reykjavik, en ágæt samvinna er við leikhúsin i Reykjavik að þvi leyti, að þau láta bandalagið vita, þegar leik- arar eru á lausum kili, og einnig hafa leikarar höfuðborgarinnar verið leiðbeinendur á leiklistar- námskeiðum úti á landi. Þá út- vegar bandalagið aðildarfélögum sinum smink og hefur yfir að ráða ágætu hárkollusafni til útlána. 011 aðildarfélögin eru áhuga- mannaleikfélög. Það sem af er leikárinu hafa þau tékið 23 verk- efni til sýninga, og önnur tiu eru nú i æfingu. Af þessum verkefn- um er um þriðjungur islenzk verk, þar af tvö barnaleikrit. Helga sagði, að BIL hefði oft verið ásakað fyrir að vera ihalds- samt i verkefnavali, og verið aðallega með verkefni eftir er- lenda farsahöfunda. Nú er reynt að fara inn á nýjar brautir. og má t.d. nefna, að Leikfélag Selfoss hefur nú synt Sjö stelpur nokkr- um sinnum, og ætið fyrir fullu húsi. Þá er ungmennafélagið Skallagrimur i Borgarnesi meö sýningar á lsjakanum, og á Akra- nesi er Skagaleikflokkurinn að æfa Ertu nú ánægð kerling? Þetta eru nýstárleg verk og að mörgu leyti ólik þeim, sem þessi leikfé- lög hafa áður spreytt sig á. Leikklúbbur Laxdæla i Búðar- dal og Litli leikklúbburinn á tsa- firði eru báðir með ný barnaleik- rit eftir islenzka höfunda, og leik- stýra höfundarnir báöir leikritum sinum. — Tengsl áhuga- og atvinnu- leikara eru mjög náin hér á landi, miðaö við það sem gerist annars staöar á Norðurlöndum, sagði Helga enn fremur. Það er mikið um það að leikarar úr Reykjavik leikstýri verkum leikfélaga úti á landi, en aftur á móti taka þeir Gerum verzlunar- dgóðann félagseign A ÞAÐ hefur verið bent i Þjóð- viljanum að þegar innflutt vara hækkar i verði er arð- vænlegra að verzla með hana. Alagningarhluti af dýru skyri er meiri en af ódýru. Þetta hafa menn lengi vitað og þar með að verið getur gróöavænlegt að kaupa dýrt inn. Gangi varan út er gott fyrir verzlunina að hún sé dýr. Verzlunarkostnaður er mis- jafn. Sérverzlun i Reykjavik hefur allt aðra aðstöðu en verzlun, sem þarf að fullnægja sinu byggðarlagi úti á landi. Margt kemur til greina i verzlunarrekstri og aðstaða svo misjöfn að ómögulegt er aö sama álagning hæfi öllum. Sumar eru drepnar en aðrar græða þó að svipaðrar hagsýni sé gætt hjá öllum. Þess vegna er ekki hægt að valdbjóða álagningu svo að enginn geti grætt. Vilji menn ekki að neinn græði á viðskiptum við sig er ekki nema eitt ráð. Það er fé- lagsverzlun. Sá gróði, sem myndast hjá félagsverzlun er sameign, — félagseign. Flestir landsmenn eiga þess kost að verzla að mestu við samvinnuverzlanir. Það eru til kaupfélög i flestum eða öll- um verzlunarstööum og i Reykjavik eru mörg pönt- unarfélög, sem útvega félags- mönnum sinum matvörur undir búðarverði. Sum blöð landsins hafa lengi brallað það, að fæla menn frá samvinnuhreyfingunni með þvi að kalla samvinnufélögin gróðahringi, orkustofnanir o.s.frv. Gildir það nokkuð jafnt um blöð kommúniista og íhaldsmanna. Þetta er ljótur leikur og óhollur. Skiljanlegt er að blöð sem kenna sig við sósialisma og félagshyggju ættu ekki að gera það. Annað mál er það, að kaup- félagsmenn verðskulda áminningu um að stunda fé- lagsmálin betur, vera virkari félagsmenn, áhugasamari og afskiptasamari um það, sem félag þeirra gerir. H.Kr. Atriði úr Sjö stelpum eftir Erik Thorsteinsson, leikritið hefur verið sýnt nokkrum sinnum fyrir fuliu húsi og við miklar vinsældir. \ sjaldan þátt i leiksýningunum sjálfum. Bandalagið hefur nú tekið upp þá nýbreytni að gangast fyrir námskeiðum i leikrænni tjáningu fyrir áhugaleikara og skólakenn- ara, og er þá búizt við að kenn- arar geti tekið þetta upp i skólum fyrir nemendur sina. Fyrsta námskeiðið þessarar tegundar, var haldið á Patreksfirði i októ- ber sl., en siðan hafa sex slik námskeið verið haldin viða um land. Þau hafa verið vel sótt. og þátttakendur verið 15—20 á hverju námskeiði. Bandalag islenzkra leikfélaga er aöili að Nordisk amatörteater- raad (NAR), og d formaður bandalagsins sæti i stjórn ráðs- ins. NAR hefur undanfarin ár gengizt fyrir sameiginlegum námskeiðum fyrir áhugaleikara á Norðurlöndum og fengið úrvals leiöbeinendur viðs vegar að úr Evrópu. Um tiu Islendingar hafa árlega sótt námskeið NAR. Auk þess veitir NAR styrki til leik- feröa dhugaleikfélaga um Noröurlönd, og mun m.a. styrkja Leikfélag Húsavikur til Dan- merkurferðar næsta vor með leikritið Ég vil auðga mitt land eftir Þórð Breiðfjörð. Þá er BIL einnig aðili að Inter- national Amateur Theatre Association (IATA), og á Jónas Arnason sæti i tólf manna ráði þess. IATA heldur ársþing i Bandarikjunum næsta sumar, og I tengslum við það verður efnt til alþjóðlegrar listahátiðar áhuga- fólks. Búizt er þó við að kostnað- urinn verði alltof mikill til þess að islenzkt áhugamannafélag gæti farið þangað. Aöalþing BIL er haldið annað hvert ár, og kýs það þriggja manna stjórn, en hana skipa nú: Jónina Kristjánsdóttir, Leikfélagi Keflavikur, formaður, Helgi Selj- an, Leikfélagi Reyðarfjarðar, og Jónas Arnason, Ungmennafélagi Reykdæla, en i varastjórn eru Sigriöur Karlsdóttir, Leikfélagi Selfoss, og Þórdis Þormóðsdóttir, Leikfélagi Keflavikur. Frá námskeiði I leikrænni tjáningu á Patreksfiröi, en þaö sækja áhugaleikarar og skólakennarar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.