Tíminn - 25.02.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.02.1975, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 25. febrúar 1975 TÍMINN 11 Sagt eftir leikinn Axel Axelsson: ,,Það er alltaf gaman að gera jafntefli við Júgóslava" „Það var sárt að tapa leiknum niður i jafntefli, svona á siðustu stundu”, sagöi Axel Axelsson, eftir leikinn gegn Júgóslövum, en slðan bætti hann við: — En það er alltaf gaman að gera jafntefii gegn Júgóslövum. Þeir eru ekki eins góðir og þeir voru á OL-leik- unum I Munchen, en þar voru þeir hreint og beint frábærir”. Axel hefur haft i nógu að snúast um helgina, hann iék með Dankersen á laugardaginn gegn Evrópu- meisturum Gummersbach i deildarkeppninni I V-Þýskalandi. — Við áttum aldrei möguleika gegn Gummersbach á heimavelli þeirra og töpuðum 22:17. Gummersbach-liðið er geysilega sterkt i dag og segja v-þýzku blöðin, að liðið hafi aldrei verið eins gott og það er nú. — Skoraði Hansi Smith mörg mörk í leiknum? — Nei, hann skoraði aðeins úr vitaköstum. Smith leikur nú meira fyrir lið sitt, heldur en hann hefur gert undanfarin ár — þá lék liðið fyrir hann og allt byggðist á skotkrafti hans. Hann er nú potturinn og pannan i öllum leik liðsins, sifellt ógnandi með góöum sendingum og linu- sendingum. Birair Biörnsson: „Ég er mjög stoltur af mínu liði" ,,Ég er mjög stoltur af minu liði”, sagði Birgir Björnsson, landsliðseinvaldur, eftir leikinn gegn Júgóslövum. — úrslit leiksins komu mér nokkuð á óvart, ég átti ekki von á, að við myndum ná unnum leik á þá. Óheppni hjá okkur undir lokin kom i veg fyrir, að við myndum vinna sigur yfir Júgóslövunum. — Við náðum mjög góðum tökum á þeim og náðum að stöðva sóknarlotur þeirra. Birgir er mjög bjartsýnn á leikinn i kvöld: — Ef okkur tekst að halda höföi og biða eftir góðum marktæki- færum, eigum við að ná eins góðum leik gegn Júgóslövunum i kvöld”. — Gerirðu breytingar á liðinu, Birgir? — Nei. r Olafur Jónsson; „Okkur tókst að taka þó úr sambandi" ,,Ef Hrvoje Horvart er tekinn úr umferð, eru Júgóslavarnir eins og höfuölaus her”, sagði fyrirliði islenzka liðsins, Ólafur Ii. Jónsson, eftir leikinn. — Við byrjuðum að leika flata vörn gegn Júgósiövunum, sem náðu þá að komast i 3:0. Þegar viö sáum aö dæmið gekk ekki upp, fórum við að leika framar, til að stöðva sóknarlotur þeirra Þetta var mjög hættulegt, en okkur tókst aö taka þá úr sambandi og stöðva leikfléttur þeirra I byrjun. — Þessi varnarleikur er mjög hættulegur, þvl að við þurfum að hafa mikla yfirferö i vörninni og ef eitthvað fer úr skorðum, eru mótherjarnir komnir I gegn. En keyrslan I vörninni var til þess að þreytu fór að gæta hjá okkur undir lokin og á því töpuðum við leiknum niður. —SOS „ísland er meðal 8 beztu hand knattleiksþjóða heims" „ISLAND er meðal 8 beztu handknattleiksþjóða heims”, sagði hinn 32ja ára gamli þjálfari Júgóslava, Josip Mil- kovic, eftir leikinn. Hann sagði, að það hafi greinilega orðið miklar framfarir hjá is- lenzka liðinu i sambandi við leikskipulag, frá þvi að Júgó- slavar léku hér 1971, en þá lék Milkovic hér með sem leik- maður. íslenzka liðið skortir greinilega meiri leikreynslu og samæfingu og taldi hann, aö við ættum að leika meira gegn sterkum handknattleiks- þjóðum. , Milkovic var ekki ánægður með sina leikmenn, og sagði hann að þeir yrðu teknir i gegn á æfingu (i gærmorgun). ls- land hefði átt að vinna leikinn eftir gangi hans. Þá sagði hann, að varnarleikaðferð is- lenzka liðsins hefði komið meira á óvarthjá leikmönnum júgóslavneska liðsins, en hon- um sjálfum. Milkovic sagði, að hann hafi ekki komið með alla sterkustu leikmennina, þvi að fjórir leikmenn Banja Luka, sem leikur i Evrópukeppni meistaraliða, hefði ekki komið með Arslanagic, markvörðinn snjalla, sem hefur leikið 96 landsleiki, Milorad Karalic, sem hefur leikið 95 landsleiki og Nebojsa Popovic, sem hefur leikið 95 landsleiki og Zdravok Redjenovic, sem hefur leikið 35 landsleiki. Þegar hann var spurður að þvi, hvað hann segði við um- mælum Ölafs Jónssonar um — sagði þjdlfari Júgóslavíu að Júgóslavarnir væru höfuð- laus her, ef Horvat væri tekinn úr umferð, þá sagði hann: — Ég get ekki bent á annan leik- mann, sem getur tekið hlut- verk hans i liðinu. Milkovic var mjög hrifinn af Bjarna Jónssyni, sem hann sagði, að hafi barizt vel i leiknum og unnið mikið fyrir islenzka liðið. Þá var hann einnig hrifinn af þeim Ólafi Jónssyni og Axeli Axelssyni. — SOS Aðeins feti frá sætum sigri BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON.... er búinn aö rífa sig lausan og skorar 11:8 fyrir tsland, eftir að hann hafði fengið Hnusendingu frá Axel Axelssyni. (Timamynd Gunnar). Júgóslavar jðfnuðu á eileftu stundu Bezta manni liðsins Bjarna Jónssyni brdst bogalistin, þegar hann gat gulltryggt sigur íslands gegn Olympíumeisturunum tslendingar settu Júgóslava held- ur betur út af iaginu I Laugar- daishöllinni á sunnudagskvöldið, er þeir voru aöeins feti frá sigri gegn Olymplumeisturunum. ts- lendingar léku geysilega sterkan varnarleik og voru yfir 20:19 þeg- ar aðeins 20 sek. voru til leiks- loka, og þar að auki voru þeir með knöttinn. Allt var á suðupunkti, og sigurinn virtist vera I höfn. Mitt I ölium iátunum brauzt bezti maður Isienzka liösins, Bjarni Jónsson, i gegnum vörn Júgó- siavanna og stökk inn I vltateig- inn. Bjarna brást bogalistin á þessu þýðingarmikla augnabliki — markvöröurinn Zeljko Nims varði, náði knettinum og sendi hann fram til Pavicevic, sem jafnaöi 20:20. Varnarleikur islenzka liðsins kom skemmtilega á óvart i leikn- um, en vörnin var geysilega sterk, og hefur hún sjaldan verið betri. Þar munaði mest um fram- lag Bjarna Jónssonar og ölafs Jónssonar, sem voru atkvæða- mestir við að taka stórskyttur Júgóslavanna úr umferö. ólafur Benediktsson varði mjög vel og var hann eins og klettur, þegar staðan var 19:17 fyrir tsland. Þá geröi hann sér litið fyrir og varði tvö skot af linu frá Branislav Pokrajac, sem hefur leikið 142 landsleiki fyrir Júgóslaviu, og er hann talinn fljótasti handknatt- leiksmaöur heims. Og uppúr þessu skoraði ólafur Jónsson 20:17 af linu og leit út fyrir góðan sigur islenzka liðsins. En heppnin var ekki með þvi á lokaminútun- um — Einar Magnússon átti þá skot, sem skall i báðum stöngum júgóslavneska marksins og siðan kom dauðafærið hans Bjarna Jónssonar sem markvörðurinn varði. lslenzka liðið komst vel frá leiknum — lék sem sterk heild. Sóknarleikurinn var ágætur i fyrri hálfleik og I byrjun siðari hálfleiksins, og þá náði islenzka liðið fjögurra marka forskoti 17:13. Eftir það dofnaði nokkuð yfir sóknarleiknum, og Júgóslav- ar minnkuðu muninn i 18:17. Axel Axeissoner greinilega ekki búinn að ná sér eftir meiðslin en hann og ólafur JónssQivoru mjög ógn- andi fyrir framan vörn Júgóslav- anna, Bjarni Jónsson átti mjög góðan leik, hann lét -knöttinn ganga og ógnaði stöðugt með hreyfingum sinum. Það var mik- ill styrkur fyrir islenzka liðið að Björgvin Björgvinsson lék með, en hann stendur alltaf fyrir sinu á ltnunni. Ólafur Benediktsson átti góðan leik I markinu og varði hann hvað eftir annað mjög vel. Þá áttu Ólafur Einarsson og Einar Magnússon, góða spretti og sömuleiðis Hörður Sigmarsson, þegar hann var inn á — hann ógn- aði i hægra horninu. Viðar Slmon- arson stóð sig ágætlega, þrátt fyrir að hann lék þó, langt undir getu. Júgóslavarnir náðu sér aldrei á strik, eftir að islenzka liðið fór að leika vörnina framarlega. Þessi leikaðferð kom þeim greinilega á óvart, og fór að gæta örvæntingar hjá þeim um tima. Langskytturn- ar Horvat og Milkakfengu aldrei frið til að©hafna sig og útkoman varö eftir þvi — aðeins 5 mörk voru skoruð með langskotum. Mörkin i leiknum skoruðu: ISLAND: Axel 5 (2 viti), Ólafur Jónsson 4, ólafur Einarsson 3, Björgvin 3, Einar 2, Bjarni Hörð- ur og Viðar, eitt hver. JÚGÓ- SLAVÍA: Pribanic 5, Horvat 3, Pavicevic 3, Serdarusic 2, Pokrajac 2, Miljak 2, Krivokapic, Fejzula og Drazic eitt hver. Norðmennirnir Knut Nilsson og Kai Huseby, dæmdu leikinn ágæt- lega. Þeir tóku samt kannski ekki nógu hart á sumum brotum leik- manna. — SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.