Tíminn - 25.02.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.02.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Þriðjudagur 25. febrúar 1975 byrjaði að vöðla eigum sínum niður í sjópokann sinn. Hreyfingar hans og handtök báru vitni um geðshrær- ingu. Katrin stóð álengdar og horfði á hann bljúgum, sakbitnum augum. ,,Að hverju eru að leita, Gústaf?" ,,Nýja hálsklútnum mínum". ,,Hann hangir þarna á snaganum. Ég þvoði hann. — hvert ertu að fara, Gústaf?" „ Burt". Hann hrifsaði hálsklútinn af snaganum, tróð honum niður í pokann og batt fyrir hann. ,,Þú gazt að minnsta kosti sagt sannleikann", sagði hann snöggt. „Já", hvíslaði Katrín. „Hvert ætlarðu að fara, Gústaf ?" ,, Burt, sagði ég". Hann slengdi vaðsekknum upp á öxl- ina á sér, snaraðist út og skellti hurðinni að stöfum. Katrin settist á stól við gluggann og grét beisklega. Nokkrum dögum siðar frétti hún, að Gústaf hafði ráð- ið sig sem vetrarmann hjá bónda í Stórbæ. Kvöld eftir kvöld, sunnudag eftir sunnudag sat Katrín ein í kotinu og beið þess, að sonur hennar kæmi af tur. En hann kom ekki. Ég var óhyggin, þegar ég drekkti hundinum, sagði hún við sjálfa sig. Og ennþá heimskulegar hegðaði ég mér, er ég laug að honum. Hefði ég sagt satt og beðið hann fyrirgefningar, hefði hann aldrei gengið að heiman. Eins og jafnan fer fæddi fyrsta lygin af sér ótal ósann- indi. Katrín ól i brjósti sjúklega hræðslu við það, að grannarnir kæmust að sundurþykkju þeirra mæðgin- anna, og þegar hún átti tal við þá, reyndi hún að setja upp sem sakleysislegastan svip og margendurtók: „Gústi minn sagði mér það, Gústi kom heim i gær, Gústa líkar ágætlega vistin í Stórbæ". Jafnvel dætur Betu reyndi hún að blekkja. En það kom illa við hana, hve grunsamlega f Ijótar þær voru að sam- sinna öllu, sem hún sagði viðvíkjandi Gústaf. Henni flaug i hug, að þær vissu allt hið sanna, en gerðu henni aðeins til geðs að látast trúa því, sem hún sagði. Þessi vetur varð Katrínu langur og erf iður. Hún hafði treyst því, að Gústaf myndi þó koma heim á jólakvöldið. Hún skreytti jólatré og keypti jólagjafir handa honum og bakaði piparkökurog rúsinubrauð. Um kvöldið sauð hún heilagfiski og hrísgrjónagraut. Hún beið lengi komu son- ar síns, það voru komin heilög jól, og hann hlaut að geta fyrirgefið henni og komið heim. Hún beið og beið, en enginn kom. Fiskurinn varð kaldur, skán kom á graut- inn, og kvöldið leið, en enginn kom. Hún fór út á stéttina og hlustaði. Þetta var fögur jólanótt. Himinninn var dimmblár og heiður, og stjörnuhvirfingarnar blikuðu. Ósnortin, drif hvít mjöllin huldi klappir og brekkur. Niðri i þorpinu var óvenjuleg Ijósadýrð. Alls staðar voru jól, nema í hreysi hennar. Jafnvel hjá Lydíu var allt upp- Ijómað eins og í einhverri ævintýrahöll. Hún sá meira að segja Ijósin á jólatrénu. Krakkarnir hlupu fram og aftur og kunnu sér ekki læti. Lydía hafði spurt hana, hvort hún vildi ekki koma og fagna jólahátíðinni með sér, en hún haf ði svarað þvi til, að hún ætti von á Gústaf heim. Ó, hve allt var hljótt — hve allt var bjart og fagurt. Þetta var áreiðanlega fallegasta bæjarstæðið á eynni. Héðan sást hvert hús í Vesturbæ, allt dalverpið niður að Bátvíkinni. Ó, hve stjörnurnar blikuðu fagurlega. Þarna var Karlsvagninn, sem hún hafði heyrt fólk kalla svo. Og þarna blikuðu Fjósakonurnar. Venus þekkti hún ekki með vissu, en Blástjörnuna þekkti hún frá gamalli tíð — hún var þarna lengst í norðri. Og svo átti einhvers staðar að vera stór og skær stjarna, jólastjarnan. Hvar var hún? „Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast skal öll- um lýðum, því í dag er yður frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs". Katrín sneri aftur inn í kotið, kveikti á kerti og opnaði biblíuna. Hún las lengi — kapítula eftir kapítula. Það var eins og mild, sefandi hönd væri lögð að sorgbitnu hjarta hennar. Það var liðið á nótt er hún lagði bókina aftur, slökkti á kertinu og kveikti á steinolíulampanum. Á hon- um ætlaði hún að láta lifa næturlangt. A æskuheimili hennar hafði ávallt verið látið lifa Ijós alla jólanóttina. Svo lagðist hún til svefns. Hún vaknaði klukkan f jögur á jólamorguninn og f lýtti sér að kveikja á kertum úti í gluggakistunni. Síðan klæddist hún, hitaði sér kaffi og mjólkaði kúna. Að því búnu fór hún í kirkjufötin. Hún fékk samfylgd hjá grönnum sínum, og brátt bættust aðrir f leiri i hópinn. Af hverju heimili komu fáeinir. Bændurnir og fólk þeirra ók til kirkjunnar á hestsleðum með hátíðlegum bjölluklið. Jólaljósin skinu úr hverjum glugga. Jafnvel útihúsin voru uppljómuð, því að þær fáu hræður, sem heima sátu, sáu um, að jafnvel skepnurnar færu ekki varhluta af jóladýrðinni. Himinninn var enn stirndur, og hrein og ósnortin mjöllin huldi akra og engi. Dökk trén i Suðurskóginum voru sem í höfgum svefni, og greinarnar svignuðu ÞRIÐJUDAGUR 25. febbrúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Vilborg Dagbjarts- dóttir byrjar að lesa söguna „Pippi fjóskettlingur og frændur hans” eftir Rut Magnúsdóttur. Tilkynning- ar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atr. Fiskispjall kl. 10.05: Asgeir Jakobsson flytur. „Hin gömlu kynni”kl. 10.25: Val- borg Bentsdóttir sér um þátt með frásögnum og tón- list frá liðnum árum. Hljómplötusafnið kl. 11.00: Endurt. þáttur Gunnars Guðmundssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Heilsuhælið i Kalksburg viö Vinarborg. Séra Árelius Nielsson flytur erindi. 15.00 Miödegistdnleikar: tslensk tónlist. Tilkynningar. (16.15 veður- fregnir). Tónleikar. 16.40 Litli barnatíminn. 17.00 Lagið mitt. 17.30 Framburöarkennsla i spænsku og þýsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vistkreppa og samfélag. Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur flytur siðara erindi sitt. 20.00 Lög unga fólksins. Ragnheiöur Drifa Stein- þórsdóttir kynnir. 20.50 Frá ýmsum hliðum. Guðmundur Arni Stefáns- son sér um fræðsluþátt fyrir unglinga. 21.20 Tónlistarþáttur i umsjá Jóns Asgeirssonar. 21.50 Fróðleiksmolar um Nýja testamentið. Dr. Jakob Jónsson fjallar um ólikar skoðanir guöspjallamann- anna á pislarsögu Krists. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (26). 22.25 „Inngángur aö Passíu- sálmum”, ritgerð eftir Hall- dór Laxness. Höfundur les (3). 22.40 Harmonikulög. Karl Grönstedt og félagar leika. 23.00 A hljóðbergi. Per Myrberg les ljóð eftir Gustav Fröding. Baldvin Halldórsson les nokkrar þýöingar sömu ljóða eftir Magnús Asgeirsson. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þriðjudagur 25.febrúar 1975 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Helen, nútimakona. (Helen, a Woman of Today). Ný, bresk framhaldsmynd i 13 þáttum. Aðalhlutverk Alison Fiske og Martin Shaw. 1. þáttur. Þýðandi Jón O. Edwald. Aðalpersón- an, Helen Tulley, er hús- móðir um þritugt. Hún hef- ur hætt I námi, til að sinna heimilisstörfunum, en maö- ur hennar hefur góða at- vinnu, og þau eru vel efnum búin. En hjónaband Helenar stendur ekki eins föstum fótum og hún hafði haldið, og hún ákveður að fara sin- ar eigin leiðir. 21.15 í)r sögu jassins. Þáttur úr dönskum myndaflokki um þróun jasstónlistar. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Þulur Jón O. Edwald. (Norvision — Danska sjón- varpið). 22.00 Heimshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur. 22.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.