Tíminn - 25.02.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.02.1975, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 25. febrúar 1975 BAUER er einnig traust eldvarnatæki HAUGSUGAN Guöbjörn Guðjónsson SIS-FODIJH SUNDAHÖFN G-JÐI fyrir góéan nmt ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Ford Bandaríkjaforseti krefst aukinnar aðstoðar við Suður-Víetnam og Kambódíu: STERK ANDSTAÐA Á ÞINGI GEGN AUKINNI AÐSTOÐ Schlesinger: Kommúnistar ná völdum f Kambódíu, berist aðstoð ekki i tæka tið.? Reuter-Washington. Banda- rikjaþing hóf í gær að ræða kröfu Gerard Fords Bandarikjaforseta um stóraukna aðstoð Banda- rfkjastjórnar við ríkisstjórnir Suður-Vietnam og Kambódlu. Krafa forsetans hefur mætt mikilli andstöðu meðal þing- manna. Bandarikjastjórn telur hina Brestir í Eþíópíustjórn Reuter—Addis Ababa. Fréttir hermdu I gær, að tveir valdamikl- ir stjórnmálamenn i Eþiópiu, hefðu sagt af sér vegna ágrein- ings við herforingja þá, er fara með völd I landinu. Þessir tveir eru: Dagnachew Yirgu, landbúnaðarráðherra og Michael Gebre Negus majór, sem að sögn fréttaskýrenda hefur ver- ið áhrifamikill innan herforingja- stjórnarinnar. Michael majór var m .a. i sendi- nefnd herforingjastjórnarinnar,er fór til Alsir og Libiu i desember s.l. i þeim erindageiðum að kynna stefnu Eþiópiustjórnar. Sagt er nú, aö hann hafi gengið til liös við Þjóðfrelsishreyfingu Eri- treu (ELF). Sé svo, þá er hann sá fyrsti af stuðningsmönnum Eþió- píustjórnar, er gengur ELF á hönd frá þvi borgarastyrjöld skall i i Eritreu um siðustu mánaða- mót. Dagnachew landbúnaðarráð- herra fór fyrir rúmum hálfum ÚÍSHORNA %JÁIVIILLI mánuði i eftirlitsför um land- búnaðarhéruð landsins, en hefur ekki snúið aftur úr þeirri för — hann er nú sagður i útlegð i Kartúm, höfuðborg Súdan. Aðal- ástæðan fyrir afsögn ráðherrans er talin sú verðstöðvun sem sett var á landbúnaðarafurðir i fyrra mánuði, en mæltist mjög illa fyrir meðal bænda. Þá höfðu borizt fréttir af afsögn þriðja hátt setta stjórnmála- mannsins i Eþiópiu: Gemal Abdulkadir, heilbrigðisráðherra. Fréttirnar hafa reynzt úr lausu lofti gripnar — fréttamaður Reut- er-fréttastofunnar hitti Gemal að máli i gærmorgun og kvaðst ráð- herrann þá ekki hafa i hyggju að segja af sér, enda væri hann fylgjandi stefnu Eþiópiustjórnar. Allt var með kyrrum kjörum i Eritreu i gær. Að sögn fréttaskýr- enda virðist svo sem Eþiópiuher og skæruliðar Þjóðfrelsishreyf- ingar Eritreu (ELF-PLF) búi sig undir ný átök og freisti þess nú að styrkja stöðu sina. Hörmulegt slys í Noregi NTB—Osló. 27 létu llfið s.l. laugardag I mesta járn- brautarslysi I Noregi frá upp- hafi rekstrar járnbrauta þar I landi. Slysið vildi þannig til, að tvær hraðlestir — önnur á leið frá Osló til Þrándheims, en hin á leið frá Þrándheimi til Oslóar rákust á við Tretten, sem er skammt frá bænum Lillehammer I Guðbrandsdal. Nokkrir þeirra, sem létust voru börn. Þá lét norski þing- maðurinn Tönnes M. Andenæs lifið i þessu hörmulega slysi. Andenæs var einmitt á leið heim til sin af þingi Norður- landaráðs, er haldið var sem kunnugt er hér i Reykjavik i fyrri viku. Andenæs var mikill Islandsvinur og var um árabil formaður i samtökunum Norsk-Islandsk Samband. Orsakir slyssins eru ókunn- ar. USA afléttir áratugs gömlu vopnasölubanni Reuter-Washington/ Larkana, Pakistan. Bandariska utan- rikisráðuneytið tilkynnti I gær, að banni þvl, er Verið hefur i gildi á sölu vopna til Indlands og Pakistan s.l. ára- tug, hefði veriö aflétt. Akvörðun þessi var tekin, þrátt fyrir áköf mótmæli ind- versku stjórnarinnar. Talsmaður Bandarikja- stjórnar fullvissaði indverska ráðamenn um, að stjórnin heföi ekki i hyggju að taka upp vopnasölu I stórum stil til Ind- landsskaga. Aðspurður kvað hann Indverja ekki hafa sýnt kaupum á bandariskum vopn- um neinn áhuga (Þess má geta,en Indverjar hata fengið nær öll aðkeypt vopn frá Sovétmönnum). Aftur á móti hefði Zulfikar Ali Bhutto, for- sætisráðherra Pakistan, látið i ljós áhuga á að kaupa loft- vamabyssur og þvilik vopn af Bandarikjamönnum. Bhutto gaf út tilkynningu siðdegis i gær, þar sem hann fagnar ákvörðun Bandarikja- stjórnar. Ennfremur segir i tilkynningu hans, að Indverjar þurfi ekki að óttast afleiðingar þessarar ákvörðunar — bæði geti þeir sjálfir búið til vopn og fái að auki keypt næg vopn er- lendis. 42 fallnir í ár í pólitískum óeirðum Reuter—Buenos Aires. A.m.k. 42hafa látið lifið það sem af er þessu ári I þeirri öldu óeirða er gengið hefur yfir Argentlnu að undanförnu. Alls kyns hermdarverk hafa magnazt eftir lát Juan Peróns fyrrum Argentinuforseta á miðju siðasta ári. I gær til- kynntu argentinsk lögreglu- yfirvöld, að tveir öfgasinnar — karl og kona — hefðu beði bana i skotbardaga við lög- reglu i einni af útborgum Buenos Aires. Að sögn yfir- valdanna voru tvimenning- arnir að dreifa áróðursritum meðal verkamanna úti fyrir verksmiðju einni og byrjuðu að skjóta á lögreglu, er ætlaði að grennslast fyrir um athæfi þeirra. auknu aðstoð — sem samtals nemur 522 millj. dala — nauðsyn- lega til að forða rikjunum tveim- ur frá þvi ,,að verða kommúnist- um að bráð”. Fjölmargir þingmenn eru þeirrar skoðunar, að krafan um aukna aðstoð eigi litlum vinsæld- um að fagna hjá almenningi i Bandarikjunum — bæði vegna efnahagsörðugleika heima fyrir og bitrar reynslu af afskiptum Bandarikjahers i Indókina. Þá eru mótmælaaðgerðir á borð við þær, sem efnt var til á sinum tima til að mótmæla þátt- töku Bandarikjahers i átökunum i índókina, þyrnir I augum þing- manna, en búast má við að sagan endurtaki sig að þvi leyti. Og siöast en ekki sizt er fjöldi þing- manna andvigur stefnu Banda- rlkjastórnar i málefnum Indókina og telur stjórnina reyna nú að setja dæmið þannig upp, að það sé á valdi þingsins að ákveða, hvort kommúnistar komist til valda i Suður-Vietnam og Kambódiu. Þetta gerir hún aðeins til að breiða yfir eigin mistök. James Schlesinger lýsti yfir i fyrradag, að Kambódia félli kommúnistum i hendur, ef aukin aðstoð frá Bandarikjastjórn bærist ekki i tæka tið. 1 tilefni þessarar yfirlýsingar mætti Philip Habib, einn af aðstoðar- utanrikisráðherrum Banda- rikjanna, á fundi utanrikismála- nefndar öldungadeildarinnar og svaraði spurningum vegna kröfu forsetans um að auka aðstoð við Kambodiu um 222 millj. dala. Habib upplýsti nefndarmenn um þá staðreynd, að matvælaskortur hefði fyrir alvöru gert vart við sig i Pnom Penh- höfuðborg Kambódiu — og siðustu daga hefði hluti borgarbúa soltið. Að sögn hans eru skotfærabirgðir stjórnarhersins á þrotum. (Sem kunnugt er sitja hersveitir kommúnista— fylgismanna Shinúks prins — um Pnom Penh, en talið er, að þeir ráði nú miklum meirihluta Kambódiu.) Þá lagði Habib áherzlu á, að ekki mætti einangra Kambódiu frá umheiminum i umræðum um þetta mál — félli landið i hendur kommúnistum, gæti slikt haft viðtæk áhrif um gervallan heim. Þetta er sama röksemd og bandariskir ráðamenn — allt frá dögum Lyndon B. Johnsons, fyrr- um forseta — hafa beitt i umræðum um málefni Indókina, að sögn Reuter-fréttastofunnar. Tilnefning kvikmynda við úthlutun Oskarsverðlauna: Chinatown og God father II efstar Reuter-Los Angeles. Tilkynnt var I gær, hvaða kvikmyndir hefðu verið tilnefndar við út- hlutun óskars-verðlauna í ár. Þær, sem flest atkvæði hlutu, voru myndirnar: „China- town” og „Godfather 2”. Þær kvikmyndir, sem næstar komu eru: „The Towering Infero”, i.Lenny” (ævisaga gamanleikarans Lenny Bruce) og „Murder on the Orient Express” (gerð eftir sögu Agöthu Christie) Óskars-verðlaunum verður að venju úthlutað við hátiðlega athöfn i Los Angeles og að þessu sinni verður hátiðin haldið þann 8. april n.k.' Þeir leikarar, sem flest at- kvæði hlutu eru: Art Carney (fyrir leik sinn i „Harry and Tonto”), Albert Finney (sem leikur Poirot i „Murder on the Orient Express”) og Dustin Hoffman (sem leikur Lenny i samnefndri kvikmynd) Þess- ar leikkonur fengu sömuleiðis flest atkvæði: Ellen Burstyn (fyrir leik sinn i „Alice dosen’t Hve here anymore”, Diahann Caroll (fyrir leik i „The Black Family Comedy Claudine”) og Faye Dunaway (fyrir leik i ,Chinatown”) Byltingartilraun kæfð í fæðingu í Grikklandi: Viljum ekki eiga neitt á hættu sagði einn af talsmönnum grísku stjórnarinnar í gær Reuter—Aþenu. Tilhun til stjórn- byltingar var kæfð i fæðingu I Grikklandi I gær. Hersveitum og öryggissveitum var samt sem áð- ur skipað að vera við öllu búnar fyrst um sinn. Griska stjórnin gaf út opinbera fréttatilkynningu siðdegis i gær. 1 henr.i segir m.a. að nokkrir her- foringjar, er standi i sambandi við fyrri valdhafa i landinu, hafi verið að undirbúa byltingu og þvi hafi verið nauðsynlegt, áð gripá strax til viðeigandi gagnráðstaf- ana. Á að gizka fimmtán herforingj- Kynna ástandið í S-Víetnam Hingað til lands er komin i boði Stúdentaráðs Háskóla lslands, 2 manna sendinefnd frá Bráða- birgðabyltingastjórn S-Vietnams. Erindið er að kynna núverandi ástand mála i S-Vietnam. Al- mennur fundur verður haldinn með sendinefndinni miðviku- dagskvöld kl. 20,30 i Félagsstofn- un stúdenta við Hringbraut. ar, er sátu i fyrri stjórn, biða nú dóms en þeir hafa allir verið ákærðir fyrir manndráp og land- ráð. 1 þeim hópi er George Papa- dopoulos, fyrrum forseti. Einn af talsmönnum grisku stjórnarinnar sagði i gær: — Byltingartilraunin var á undir- búningsstigi, en við brugðum skjótt við, enda viljum við ekkert eiga á hættu. 1 áðurnefndri fréttatilkynningu segir, að griska stjórnin hafi fulla stjórn á gangi mála i landinu. Fréttir af öðrum toga eigi ekki við nein rök að styðjast. Að undanförnu hefur verið mikil ólga I griskum stjórnmálum. Á mynd- inni sjást stúdentar mótmæla framferði tyrkneskumælandi eyjar- skeggja á Kýpur og I gær var tilraun til stjórnbyltingar kæfð I fæðingu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.