Tíminn - 26.02.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.02.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miövikudagur 26. febrúar 1975 AAiðvikudagur 26. febrúar 1975 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Staöreyndirnar eru alltaf hollastar. Þessar loft- kastalabyggingarog skýjaborgir taka á taugarnar. Þú skalt fara aö gera þér þetta ljóst og þaö er kominn timi til fyrir þig aö fara aö sýna meöfædda persónueiginleika þina. Fiskarnir (19. febr.—20. mai . Þessi dagur og morgundagurinn hafa mikiö aö segja fyrir þig. Þú umgengst margt fólk þessa hátiöisdaga, og litur út fyrir, aö eftir þér veröi tekiö á þann hátt, sem kemur sér vel fyrir þig, og þá, sem þér þykir vænst um. Hrúturinn (21. marz—19. april) Sennilega verður dagurinn rólegurogþægilegur, og þú ættir aö nota hann til a sinna andlegum efnum. Fjölskyldan er undir mjög góöum áhrif- um frá þér, og það er rómantiskur blær yfir kvöldinu og morgundeginum. Nautið (20. april—20. mai) Hafiröu geymt einhver verkefni til þessarar löngu helgar, þá skaltu flýta þér aö ljúka þeim af, þvi að upp úr hádeginu og á morgun er hætt viö, aö þú hafir nóg fyrir stafni. Vinir úr fjar- lægð koma mikið við sögu. Tviburarnir (21. maí—20. júni) Þaö er eitthvað i sambandi við peningamálin, sem varpar skugga á daginn, og þ& er liklega ráölegast aö reyna aö leiöa þau hjá sér meö öllu i dag — sérstaklega ef einhver gamall vinur eöa kunningi kemur meö uppástungu. Krabbinn (21. júni—22. júli) Þú ert kannski ekki i sem allra beztu skapi framan af degi, en það lagast, þegar á hann libur, og þú færö ánægjulega heimsókn, sem kemur þér á óvart. Morgundagurinn veröur skemmtilegur viö gamlar endurminningar. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Þetta veröur annasamur sunnudagur og jafnvel erfiöur. Þú kemur miklu i verk, og þaö veröuo bæði þér og öörum til yndis og ánægju, aö svona vel skuli hafa tekizt til og morgundagurinn veröur alveg einstakur. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Þetta er mesti indælisdagur og tilvalinn cil úti- lifs. En þaö er óþarfi aö fara langt, þvi ajö gleöin er oft nær manni en mann grunar. Einhúer, sem þér þykir vænt um, hefur samband víð þig. Vogin (23. sept.—22. okt.) Eitthvaö hefur komiö fyrir á virutustabnum, sem þú skalt nota daginn 1 dag til aö Kippa i lag. Simtal eöa vinarvottur gæti gert kraftaverk. Annars skaltu sinna fjölskyldunni tem mest i dag og búa þig undir morgundaginm. Sporðdrekinn (23. okt.-j-21. nóv.) Það, sem þér fannst áöur aukaatriöi, fær nú aukna þýöingu. En mundu þaö I dag, að fæst orö . hafa minnsta ábyrgð. Ef þú gætir þin vel og neytir alls I hófi, ætti morgundagurinn aö geta oröið hinn ánægjulegasti. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þú hefur samband viö einhvern I dag, sem skiptir þig verulegu máli, og þú færð fréttir, sem þú skilur ekkUil fulls alveg strax, en þú get- ur verið viss um pað, að þér er hagur i þessu, og hann er góður. Steingeitin (22. des.-19. janj Þaö litur út fyrir, að einhver sarnvinna, sem til stóö um helgina, fari út um þúfur. Þú skalt vera vibbúinn öllu, og þá axla byröarnar sjálfur. Þaö er ekki sá vandi aö þú ráöir ekki við hann. Útboð Óskað er eftir tilboðum i að fullgera raflagnir fyrir þangþurrkstöð i Karlsey á Breiðafirði. Tilboðsgögn eru afhent á verkfræðistof- unni Virkir h/f Höfðabakka 9, Rvk. gegn 5000 kr. skilatryggingu. Þörungavinnslan h/f Hh!! IHt wllflillf I i, i 111, Að undanförnu hefur talsvert boriö á þvi, að gagnrýnd sé van- nýting hráefna, til dæmis auka- afurðir ýmsar, sem til falla viö fiskveiðar og fiskvinnslu. Er það raunar næsta eölilegt and- svar við rekstrarkreppu og margháttuðum frásögnum um halla á útgerð fiskiskipa og vinnslustöðva. A sama hátt er innflutningur á varningi, sem annað tveggja er þarflitill eða keyptur til landsins beinlinis i þvi skyni að keppa við innlenda framleiöslu, mörgum þyrnir i auga. Áberandi per- sónuleg eyðsla einstaklinga vekur lika meira umtal en áö- ur, og loks er meðferö opinberra fjármuna áreiöanlega frekar undir smásjá manna á meöal en veriö hefur. Af þvi tagi, er bréf- iö að austan, er viö birtum I dag. Þeir gefa, sem eiga Siguröur Stefánsson frá Stakkahlib hefur sent Landfara svolátandi bréf: „1 Timanum 19. desember 1974 er á þriðju siöu frétt meö þessari yfirskrift: „Jólaglaön- ingur starfsfólks Seðlabankans — fær þjóöhátiðarpeningasett að gjöf”. 1 þessari frétt er einnig frá þvi skýrt, aö alþingismönn- um hafi i sumar verið færö sama gjöf að verömæti og starfsfólki Seölabankans. Þar sem Seðlabankinn er æösta peningastofnun landsins, gefur þessi frétt tilefni til smá- athugasemdar. Eftir þvi sem mönnum virðist er þaö meðal annars hlutverk Seölabankans aö vera helzti ráögjafi um stefnumótun og stefnumörkun þjóðarinnar i fjármálum. Löng- um eru þaö forráðamenn þeirr- ar stofnunar, sem látnir eru til- kynna þjóöinni ástand og horfur i fjármálum, er vanda ber að höndum, og benda á, hvernig helzt megi snúast gegn hverjum efnahagsvanda. Með öðrum orðum: Seðlabankanum virðist ætlað að bera nokkurs konar forsjónarsvip og hafa leiðsögn um viöhorf i efnahagsmálum. Þvi vildi ég spyrjast fyrir um, hvar I reglum bankans er að finna ákvæöi, sem heimila hon- um að gefa starfsfólki, eða öðr- um, gjafir, sem nema hundruð- um þúsunda króna til samans. Þessa þjóðhátiðarpeninga veittu ég og fleiri sér i sumar og töldu ekki eftir sér aö greiða þá úr eigin vasa. En svo berast fréttir um, aö alþingismenn og starfsfólk Seölabankans sé heiörað meö þessari gjöf. En jafnvel þótt heimild kunni að vera fyrir aö gefa slikar gjafir af hálfu bankans, kemur manni ihug, aö þessi valdamikla stofn- un i fjármunameöferö þjóðar- innar gætu máske gefiö aðra fyrirmynd en heiöra nokkurn hóp manna meö silfurpening- um. Er svona gjöf skattfrjáls?” Svigrúm til tjáningar G.G. fellur ekki alls kostar bréf, sem nýlega birtist um einn af þáttum sjónvarpsins. Hann segir: „F.R. skrifar um kostnað við sjónvarp i Landfara 18. þ.m. Þar segir hann, aö „i einhvers konar getraunaþætti hefur maður horft upp á, að fólki, sem satt aö segja getur litið og veit fátt, er afhent stórfé i verðlaun, og get ég ekki aö þvi gert, að þykja þetta léttfengnir peningar og tæpast veröskuldaðir”. Slik skrif sem þessi eru tæpast ihugunarverð. Þó vil ég benda á, að ekki má um of binda hendur stjórnenda þátta, til dæmis I sjónvarpi. Þeir verða að hafa eitthvert svigrúm til sinna skylduverka og tjáningar. Sú upphæð, sem Jónas R. Jónsson haföi þarna til umráða, ef til vill til að gæöa þátt sinn meira lifi, gefur alls ekki til kynna, aö sjónvarpiö haldi laust á fjármunum sinum. Það ætti ef til vill ekki að sitja á mér að andmæla F.R., þar sem ég og nágrannar minir höf- um búiö viö bilaðan sjónvarps- sendi i marga mánuði, ör- skammt frá Reykjavík. En nei — slika þröngsýni er ekki hægt að láta sitja i fyrirrúmi. An þess að nefna nein dæmi væri þaö ef til vill áhugavert fyrir fólk að skyggnast inn i opinber fyrir- tæki, þar sem þröngsýni og afturhald viröist ráða rikjum, forpokabir ráöamenn fleygja krónunni og hiröa eyrinn i óöa- önn og halda, að verið sé að spara fyrir hinn almenna borg- ara”. Vísur að vestan Viö vendum svo kvæöi okkar i kross og birtum þrjár visur, sem Richard Beck hefur sent okkur. Er fyrsta visan endur- minning frá Þjóöhátiðinni á Þingvöllum I sumar, en hinar nefnir hann Arfinn og Áramót. Visurnar eru á þessa leið: Ég hátíðarstundu á heigum staö i hjarta mun ávailt geyma. i mikilli sögu var brotiö blaö, sem blóðiö iét örar streyma. Logar enn á ijóöakveik, lifir i hugans glóöum, ævilangt mig aldrei sveik arfur af feðraslóðum. Hrynja lauf af lifsins tré, liður ár i timans skaut, enn ég risa annaö sé, ævi þakka farna braut. Árni G. Pétursson: Hefja ber herferð gegn flugvarginum Vegna frétta i fjölmiöium út af skýrslu Árna Heimis Jónssonar til Menntamálaráöuneytisins „um tjón af vöidum hrafna og svartbaka hjá bændum” þykir mér rétt aö vekja athygii á eftir- farandi: Könnun Árna Ifeimis leiöir ótvirætt I ljós, aö flugvargi fer mjög fjölgandi um land allt og veldur siauknum búsifjum. Má þar til nefna, aö 46,8% bænda, sem könnun náði til og létu ær bera úti, uröu fyrir fjártjóni af völdum flugvargs um voriö. Fyrir 10-20 árum fór sauðburb- ur fram utanhúss aö mestu um land allt, og var þá sjaldgæft að heyra, aö flugvargur væri vágest- ur i lambfénaöi. Tveimur hryss- um varð að lóga á vori vegna áverka, sem þær uröu fyrir af völdum flugvargs viö köstun, og hafði gagnasafnari ekki heyrt þess dæmi áður. Eins og fram kemur I skýrslu Árna Heimis náði hans könnun til 6,7% bænda. En gagnasöfnun er timafrek og sumarið entist ekki til þess aö ná til allra héraöa og uröu m.a. þvi miður, útundan sum héruö, sem mest höföu kvartað undan ágangi flugvargs. Má þar til nefna t.d. Stranda- sýslu, en þaðan kom erindi til Búnaöarþings 1974, sem leiddi til þess, aö þessi könnun fór af staö. Samkvæmt úrtaki Arna Heimis er meint tjón bænda af völdum flugvargs á sauöburði 6,5 millj. kr. En eins og skýrslan ber meö sér og vitaö er, var úrtak mjög takmarkað um vestanvert landiö og harla ósennilegt aö i fleiri samliggjandi sýslufélögum hafi ekki eitt einasta lamb misfarizt af völdum flugvargs á sauöburöi. Af hugsanlegu tjóni aöra árstima þá fyrstog fremst haust og fyrri part vetrar, er varlega áætlaö, að eitt lambsverð lendi I varginn á hvern bónda yfir áriö, sem er tjón upp á 25 millj. króna.T þessari könnun var ekki metið tjón af völdum flugvargs, sem varö hjá skreiðar- framleiöendum, á fiskeldi i ám og vötnum, fiskmjölsverksmiðjum og mengunarhættu- á fisk- verkunarstöövunum á aðalút- flutningsverömætum þjóöarinn- ar, aö ógleymdu þverrandi mófuglalifi. Könnun Arna Heimis Jónssonar leiddi I ljós, aö svartbakur, hrafn og minkureru helztu skaðvaldar i æöarvörpum. En dúntekja yfir landið hefur minnkað um meira en helming frá þvi sem mest var. Hjá 67 bændum, sem könnun náöi til, var samdráttur i varpi hjá 53,7%, stóö i stað hjá 16,4%, 1 vexti hjá 19,4% og 10,4% höfðu nýhætt að nytja varp, þar sem þeir töldu þaö ekki svara kostn- aði. Hjá þeim, er stunduðu æöar- rækt I vor, var varp i samdrætti hjá 60%. Könnun Arna Heimis og tilraunir meö eyöingalyf til fækk- unar vargfuglum leiddi I ljós, aö fenemal er hentugasta lyfiö. Iblöndun I egg gefur lélegan árangur, miöað við aö setja lyfið i hræ eöa kjötsag. Einnig aö stór- lega má fækka vargfugli meö eyöingarlyfjum. A einum staö segir I skýrslunni, að á Vestf jörö- um hafi menn náö mestum árangri viö fækkun vargfugla, en siöar kemur fram, að um Dýra- fjörð er aðeins að ræöa. Margt athyglisvert leiddi könn- unin annars i ljós. Má þar nefna, að vargurinn er ágengari viö búfé bænda i næsta nágrenni sorp- hauga frá þéttbýli og úrgangs- hauga sláturhúsa og fiskvinnslu- stööva. Er þvi ljóst, aö hlutaðeig- endum ber skylda til, að vargur- inn nái ekki til slikra hauga, og gera veröur forráöamenn ábyrga um fækkun flugvargs á þeim stöðum. Af framanskráöu er ljóst, að hefja ber herferð um fækkun flug- vargs á þeim stööum, er vargur spillir náttúru og veldur tjóni. Lög frá 1966 um fuglaveiðar og fuglafriöun gera ekki ráö fyrir, að tilróttækra aögeröa þurfi að taka, til þess aö halda i skefjum óþurftategundum. Þvi er nauösyn að fá þeim lögum breytt nú þegar, svo hefjast megi handa til úrbóta. Sumir telja, aö eyöingarlyf geti orsakaö I einstaka tilfellum kvalafullan dauða hjá fuglunum. Ég vil láta lækna og dýralækna um að úrskuröa um þaö, hvort krampi af völdum sterkra deyfi- lyfja orsaki eins mikinn sársauka og aö étin séu augu, tunga og dregnar út garnir á ódeyföum, lif- andi dýrum. SJÁIST með endurskini

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.