Tíminn - 26.02.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.02.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 26. febrúar 1975 TÍMINN 5 ÁTÖK í FERÐA- FÉLAGI ÍSLANDS Framkvæmdastjórinn segir af sér SJ-Reykjavik. A mánudagskvöld var aðalfundur Ferðaféiags ts- lands haldinn I Tjarnarbúð. Aldrei hefur fleira fólk verið á fundi Ifélaginu, sennilega um 350 manns. Harðar umræður urðu á 0 200 mílur — og I kaflanum um efnahags- lögsögu strandrikja væri mið- að viðaðhiin yrði 200 milur. Hins vegar tók Hans fram, aö ekki væri búið að ganga frá neinu enn. — Það er rétt, að við höfum komizt aö þeirri niöurstöðu að leggja þetta hugtak- 200 milna efnahagslögsaga — til grund- vallar, en þvi er hins vegar ekki að leyna, aö komið hafa fram ýmsar tillögur um undanþágur — og ég tel, að ekki megi gera of mikið úr viðtalinu við Evensen. Hans G. Andersen sagði, aö nefndin heföi haldið reglulega fundi i Caracas á Hafréttar- ráðstefnu S.þ. og siðan hefðu verið haldnir tveir fundir i nefndinni — sá fyrri um mánaðamótin október-nóvem- ber og hinn siöari 10.-22. febrúar. Sagði hann, að nefnd- in héldi áfram reglulegum fundum i Genf. t nefndinni eiga sæti for- menn 25 sendinefnda og eru þeir valdir i samráði við for- seta Hafréttarráðstefnunnar. — Miðað er viö, að nái þessi nefnd innbyrðissamkomulagi, ætti aö vera tiltölulega einfalt að fá aðra með, þvi að i nefnd- inni eru fulltrúar allra kröfu- hópa. Það er erfitt aö spá um, hvort þessarri nefnd tekst aö ná samkomulagi, en við stefn- um vissulega að þvi sagði Hans G. Andersen að lokum. fundinum eins og raunar á siðustu fundum Ft aö undanförnu, en deilt var um, I hve miklum mæli félagið skuli hafa forgöngu um ferðir hópa erlendra manna hingað til lands. Skiptust fundar- menn i tvo flokka, og varð sá hlut- skarpari er vill aö hópferir Ut- lendinga á vegum félagsins verði innan tiltölulega þröngra marka. Tíu menn Ur stjórn félagsins, þ.á.m. Sigurður Jóhannsson vegamáiastjóri, for- seti Fí og Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur voru á þessu máli. En forystumenn andstæðinganna voru Einar Guðjohnsen fram- kvæmdastjóri féiagsins og Jóhannes Kolbeinsson, sem ilka eru I stjórn Ft. Lýsti Einar Guðjohnsen þvi yfir á fundinum að hann myndi hætta störfum sem f r a m k v æ m d a s t j ó r i félagsins. Fjórir menn áttu nú að ganga úr stjórn félagsins, en voru endurkjörnir. Fjórir menn, sem Einar Guðjohnsen og tveir aörir stungu upp á til kjörs hlutu ekki kosningu i stjórn. Ellefu hópar franskra feröa- manna komu hingað á vegum F1 sl. sumar og munu tekjurnar af komu þeirra hafa numið 1,4 milljónum króna. Rætt hefur verið um, að 16 hópar franskra manna komi hingað i sumar og er hagnaður félagsins af þeim ferðum áætlaöur á þriðju milljón króna. Auk Frakkanna hefur Ferðafélagið tekið á móti nokkr- um öðrum hópum útlendinga ár- lega og i ferðum félagsins er oft slangur af erlendu fólki. Hagur Ferðafélags Islands er nú góður. Félagsmenn eru orönir á áttunda þúsund og hefur þátt- taka i ferðum þess verið vaxandi siðustu árin og er nú mjög góö. Feröaáætlun félagsins fyrir þetta ár veröur birt á næstunni og verða ferðir um 200. 0 Búnaðarþing nægilega margar mælingar. Þá var og einn - þáttur þessarar könnunar, spurningarlisti, sem sendur var fjárbændum og m jólkurframleiðendum. Alls bárust svör frá 60 kúa- bændum og 116 fjárbændum, og að sögn Ketils, töldu flestir kúa- bændur hæfilega bústæð 20-30 kýr, auk geldneyta. Fjárbændur töldu hins vegar (60% sem svöruðu spurningarlistanum) aö hæfileg bústærð væri á milli 400- 500 fjár. — Yfirleitt töldu kúabændur þá stærö sem þeir væru með há- marksstærð miðað við óbreyttar ástæður. Þó má nefna að nokkrir bændur töldu, að þeir væru með of stór bú — en þeir voru hins vegar fáir. Einn bóndi nefndi m.a. aö hans bú (40 kýr) væri of stórt fyrir sig og fjölskyldu sina, en hins vegar gæti hann ekki dregið úr bústæröinni ef hann ætti að geta staðið undir framfærslu fjöl- skyldu sinnar og framkvæmdum. — Kom fram i könnun ykkar, að vinnuálag bændafólks væri meira en hjá öðrum stéttum þjóðfélags- ins? — Já, þaö kom fram, að meðal- vinnuvika hjá bændum er um 60 klst. í raun réttu er þetta mikla vinnuálag þó nauðsynlegt vel flestum bændum, þar sem þeir geta ekki náð nauðsynlegum tekj- um með minni vinnu. — 1 erindi minu hélt ég þvi fram, að það þyrfti um 80 þúsund litra mjólkurframleiðslu á ári til að ná tekjum verðlagsgrundvallar- búsins, og sérhæft sauðfjárbú þyrfti aö framleiða 8 tonn af dilkakjöti til að ná hliðstæðum tekjum. Að sögn Ketils, kom fram, að eina leiðin til að auka launa- greiöslugetu á vinnustund hjá bændum væri meiri sérhæfing búanna — ef það væri þá tak- markið, þvi að það gæfi auga leiö að sérhæfð bú væru frá atvinnu- sjónarmiöi alls ekki eins fjöl- breytt og blönduð bú. — Það kom fram i erindi minu, að miklu betri mælikvaröi á bústærö sauðfjárbænda, væri framleiðsla dilkakjöts i tonnum, heldur en höfðatalan. Þá kom og fram, að dilkar væru vænni i svalari landshlutum, s.s. Strandasýslu, Vestfjöröum, N- Þingeyjarsýslu, Vopnafirði, en vinnuþörfin hins vegar meiri, heldur en t.d. á Suðurlandi. 1 þessum landshlutum er þvi meira samhengi á milli vinnunnar og framleiðslunnar, og m.a. af þess- um ástæðum höfum við talið, að framleiðslan væri betri mæli- kvaröi á bústærð, en sauðfjár- fjöldinn. í erindi Ketils kom ennfremur fram, að vinna hjá bændum, sem væru meö annaðhvort heyhleðsluvagn eða heybindivél væri þriöjungi minni heldur en hjá þeim bændum, sem hefðu hvorugt þessara tækja. Sagði Ketill, aö þetta sýndi, að hægt væri aö tæknivæða landbúnaðinn mjög mikið, ef fjármagn væri fyrir hendi — án þes aö stækkun bústofnsins kayni niður á vinnunni. — Bústærðirnar ákveðast þvi mikið af þvi, hversu mikið fjár- magn bóndinn hefur, eða getur fengið til stækkunar bústofnsins. 1 könnun nefndarinnar var eins og áður er frá greint, aðeins miöað við fjölskyldubú, þ.e. bóndann og eiginkonu hans og að einhverju leyti börn, auk aö- keypts vinnuafls við heyöflun. 1 erindum Ketils og Sveins kom fram, að fjárfesting i byggingum og vélum miðað við verðlag ársins 1974 á 50 kúgilda búi voru 165 þús. kr. á kúgildi, en 8 þús. kr. hærra á kúgildi i 30 kúgilda búi. Fjárbændur voru flokkaðir eftir héruðum, reyndust fjárbúin vera frá 320 kindum upp i 417 kindur að meðaltali innan svæða. Ekki var verulegur munur á hvaða bústærð bændur töldu hámarks- stærð miðað við aldur þeirra. Þess má að lokum geta, að einn bóndi gat hugsað sér sem há- marksstærð á fjárbúi 2000 kindur. Lagarfijótsvirkjun: VATN LAK INN í STÖÐVARHÚSIÐ 460 götu- nöfn í Reykjavík BH-Reykjavik. — t skýrslu frá Hagstofu tslands segir, að 1. desember sl. hafi mannfjöldi I Reykjavik verið alls 84.642. Þá voru 159 manns óstaðsettir I hUs, en fjölmennustu götur borgar- innar voru þessar: Hraunbær með 3023 IbUa, Kleppsvegur með 2009, Háa- leitisbraut með 1745, Vestur- berg meö 1465, Langholts- vegur með 1177, Alftamýri með 1124 og Alfheimar með 1080 ibUa. Alls munu vera 460 götuheiti I borginni, þegar skráin er gerö, og eru IbUar við sumar göturnar harla fáir. Við eftirtaldar götur býr aðeins einn IbUi: Klettagarðar, Laugamýrar- blett við Laugarásveg, SkólabrU og Vailarstræti. Tveir ibUar eru við þessar götur: Brekkusel, Krumma- hólar, Kirkjumýrarblett við SigtUn, Skólavörðutorg og Veltusund. Auglýsld' iTÍtnamun gébé-Reykjavik. — Bilun kom upp i Lagarfljótsvirkjun og lak vatn inn i stöðvarhúsið. Aætlað o Vill breyta Flm. telur þvi, að brýnasta nauðsynin til úrbóta i þessum málum og um leið sú auðveldasta sé að gera hið fyrsta breytingar á reglugerð þeirri, sem rætt er um i þingsályktunartillögu þessari. Alveg sérstaka áherzlu leggur flm. á nauðsyn þess að gerðar verði ráðstafanir til þess að gera hið fyrsta breytingar á reglugerö þeirri, sem rætt er um i þings- ályktunartillögu þessari. Alveg sérstaka áherslu leggur flm. á nauðsyn þess, að geröar verði ráöstafanir til þess að gera veg- ferð fjármagns aö og frá landinu greiðari en nú er. Flm. vill benda á þá kosti, sem aö hans áliti eru fólgnir i þvi, að hægt er á mjög svo auðveldan hátt að lag- færa með reglugerðarbreytingu helstu annmarkana, sem hann telur vera á þessum málum, i staö þess að þurfa að samþykkja lagabreytingu, sem þarfnast mundi mikillar undirbúnings- vinnu og margs konar athugana, sem að sjálfsögðu tækju langan tima og frestuðu um of þeim aögerðum, sem flm. telur, að þurfi aö koma til framkvæmda hið allra fyrsta.” hafði veriö að taka virkjunina i notkun um næstu mánaðamót, en nú litur út fyrir að af þvi geti ekki oröið, en ekki er búizt viö teljandi töfum. Magnús Sveinsson hjá Lagarfljótsvirkjun sagði, að ekki væri enn hægt að segja um hver orsök bilunarinnar væri, en nú væru verkfræðingar komnir aust- ur frá Verkfræðiskrifstofu Sig. Thoroddsen i Reykjavik, sem sá um eftirlit og hönnun. Verk- fræðingarnir eru nú að koma upp mælitækjum sinum, og eru að reyna að komast aö orsökum vatnslekans, en ljóst mun vera orðið, að frárennslisrör hefur stiflazt og vatn seitlaö inn i stöðvarhúsið á tveim stöðum. --------------- Heimilis ónægjan eykst með Tímanum Róðstefna um vatn í Reykjavík: Rúmlega hundrað fulltrúar víðs vegar að af landinu gébé Reykjavik — Samband Is- lenzkra sveitarfélaga heldur ráð- stefnu þessa dagana og fjallar hUn um vatn. Ráðstefnan var sett á þriöjudagsmorgun að Hótel Esju I Reykjavik, af Páli Lindal formanni sambandsins. Páll Lfndal sagöi m.a. i setningar- ræöu sinni, aö þetta væri I 24. sinn sem sambandiö efndi til ráö- stefnu. FulltrUar á ráöstefnunni eru rUmlega hundraö og eru viös- vegar aö af landinu. Páll Lindal sagði, aö á ráð- stefnu þessari yröi fjallað um vatn, um öflun þess, dreifingu, eftirlit meö gæðum þess, notkun og sölu. Þá sagði Páll ennfremur: Arið 1947 voru sett lög um aðstoð til vatnsveitna. Samkvæmt þeim er heimilt að veita beinan styrk úr rikissjóöi, sem nemi allt að helmingi kostnaðar við stofnæð- ar, vatnsgeyma, dælur og jarö- boranir. Veita má rikisábyrgð á lánum vegna vatnsveitu, og má hún ásamt rikisstyrk nema allt að 85% af stofnkostnaði allrar veit- unnar. Lengi hefur vantaö töluvert á aö fjárveitingar hafi nægt til að standa undir styrkjum, sagði Páll, en úr þvi hefur nokkuð rætzt, þannig að ógreiddar voru um siðustu áramót 19 milljónir, en fjárveiting á þessu ári er 32 milljónir. Stór hluti af fjárveit- ingu siðustu ára hefur runnið til vatnsveitu Vestmannaeyja og eru 12 milljónir af fjárveitingu þessa árs til hennar ætlaðar. Þá tók til máls Guttormur Sig- bjarnarson, deildarstjóri hjá Jarökönnunardeild Orkustofnun- ar, og ræddi hann um vatns- vandamál þéttbýlis. Haraldur Arnason ráðunautur flutti erindi um vatnsöflun i strjálbýli, Þór- oddur Th. Sigurðsson vatnsveitu- stjóri ræddi um val og virkjun vatnsbóla. Eftir hádegisverð var ráðstefn- unni haidiö áfram og tók þar fyrstur til máls Baldur Johnsen, yfirlæknir og forstöðumaður Heilbrigöiseftirlits rikisins, og flutti hann erindi sitt um neyzlu- vatnsmál á Islandi i ljósi heil- brigðiseftirlits. Ræddi Baldur m.a. um þær kröfur, sem gerðar eru til góðs neyzluvatns og einnig kom hann inn á oliumengun I vatni og heilbrigðiseftirlit meö drykkjarvatni. Dr. Sigurður Pétursson gerla- fræöingur flutti erindi um gæði neyzluvatns, Páll Lúðviksson verkfræöingur ræddi um mat- vælaiðnað og vatnsþörf hans. Si- un neyzluvatns nefndist erindi Sverris Þorhallssonar efnaverk- fræðings, en siðan héldu fulltrúar ráðstefnunnar að Vinnuheimilinu að Reykjalundi þar sem plast- pipugerðin var skoðuð og á heim- leiö var bækistöð Vatnsveitu Reykjavikur skoðuð að Breið- höföa 13. Ráðstefnunni lýkur svo I dag, en þar verður m .a. flutt erindi um stöðlun vatnslagna, vatnsveitur og brunalagnir og fjármál vatns- veitna. Almennar umræður veröa að erindum loknum og fundur verður haldinn með fulltrúum frá hitaveitum sveitarfélaga, sem koma vilja á skipulegu samstarfi sin á milli. Aætlað er að ráðstefn- unni ljúki um hádegið. Bændur Sjálfhleðsluvagn jr. 12 (Fella) til sölu. Magnús Einarsson, Vatnsholti, Sími um Selfoss. Harley-Davidson-snjósleðar VIÐ BJÓÐUAA AÐEINS NÝJUSTU ÁRGERÐ, 1975 • HARLEY-DAVIDSON býður 2 vélastærðir, þá minni sem er 34 hestöfl og stærri sem er 37 hestöfl • HARLEY-DAVIDSON er með hljóðdeyfi og þessvegna e.t.v. hljóðlátari en nokkur annar. • HARLEY-DAVIDSON er byggður úr á>i og þessvegna sterkari og léttari hann er 178 kg. • HARLEY-DAVIDSON er sérstaklega þýður, enda t.d. demparar á skiðum. Haiiey-Davidson. v <?// HARLEY-DAVIDSON er með: ^ Rafstarti handstarti og neyðarstarti. Styrkis- dempara. Bensíntankur tekur 24 lítra. Hraða- mælir bensínmælir og míluteljari. Skíði, demparar og stuðarar eru krómaðir. CD raf- eindakveikja—120 wattalternator. 10" diska- bremsur — bremsuljós. Tvöföld aðalljós, hár og lágur geisli. 18" belti — styrkt með stáltein- um. Krókur að aftan- dráttarsleði fyrir tvo fáanlegur. Söluumboð GÍSLI JÓNSSON & CO. H.F. BÍLAÞJÓNUSTAN AKUREYRI Klettagarðar 11 — Sundaborg — Rvk. Tryggvabraut 14 — Sími 21715

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.