Tíminn - 26.02.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.02.1975, Blaðsíða 7
Miövikudagur 26. febrúar 1975 TÍMINN 7 " 11 \ Útgefandi Kramsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Iieigason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gisiason. ititstjórnarskrifstofur i Kdduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð 1 lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Hve miklar byrðar þola heimilin? Að undanförnu hefur ólafur Jóhannesson við- skiptamálaráðherra orðið fyrir nokkru aðkasti úr vissri átt, vegna þess að hann hefur ekki viljað fallast athugunarlaust á kröfur, sem hafa verið bornar fram um 30% hækkun á hitaveitugjöldum i Reykjavik og 35-^0% hækkun á rafmagnsgjöldum i Reykjavik. Ef fallizt væri á þessar hækkanir, myndi það leiða af sér um 4-5% hækkun á fram- færsluvisitölunni, og má vel af þvi sjá, hve mikil kjaraskerðing hlytist af þessu fyrir láglauna- heimilin, ef hún væri látin óbætt. Þvi ver fjarri, að mjög illa hafi verið búið að raf- magnsveitunni og hitaveitunni að undanförnu. Á siðast liðnu ári fékk rafmagnsveitan að hækka gjaldskrá sina um 112% og hitaveitan um 55%. Þessar hækkanir nægja vel til að mæta rekstrar- kostnaði þeirra, og myndu kaupmenn og ýmsir at- vinnurekendur vafalitið láta vel af þvi, ef eins sæmilega hefði verið búið að þeim af hálfu verð- lagsyfirvaldanna. Hitt er svo annað mál, að þessi fyrirtæki vinna að brýnum framkvæmdum og for- ráðamenn þeirra telja, að þau þurfi að hækka gjöldin vegna þessarar fjárfestingar. Vissulega vill enginn verða til þess, að umræddar fram- kvæmdir stöðvist, enda er ástæðulaust að vera með hótanir um stöðvun þeirra, þótt ekki fáist fram stórfelld hækkun á rafmagnsskatti og hita- veituskatti. Mjög auðvelt á að vera að fá lánsfé til þessara framkvæmda, og má á það benda, að bæði rafmagnsveitan og hitaveitan voru byggðar upp i fyrstu fyrir lánsfé, án þess að geta þá lagt nokkurt eigið fé af mörkum. Þvi skal ekki mótmælt, að á venjulegum timum er æskilegt, að fyrirtæki geti lagt nokkurt eigið fé til framkvæmda, en nú eru engir venjulegir timar. Á þetta mál má ekki eingöngu lita frá annarri hlið- inni, eins og þeir gera, sem deila á viðskipta- málaráðherra. Það má ekki eingöngu lita á þetta frá sjónarhóli fyrirtækjanna, heldur lika frá sjón- arhóli þeirra, sem eiga að greiða hækkunina, og þá fyrst og fremst frá sjónarhóli heimilanna. Næstum allir kostnaðarliðir heimilanna hafa farið sihækk- andi að undanförnu, og er hvergi nærri enn séð fyrir endann á þvi. Eins og áður segir, myndu um- ræddar hækkanir á rafmagnsskatti og hitaveitu- skatti auka útgjöld um 4-5 visitölustig hjá visitölu- fjölskyldunni svokölluðu, en sá kostnaðarauki yrði hlutfallslega stórum meiri hjá láglaunafjölskyld- unni. Þessi mikla hækkun mundi þvi, til viðbótar gengisfellingunni, kalla fram kröfur um stóraukn- ar láglaunabætur, og yrði ekki með góðu móti hægt að standa gegn þeim. Það er vissulega rétt, sem ýmsir segja nú, að hið opinbera verður að sýna hófsemi i skattaálögum, meðan holskefla hinna óhagstæðu viðskiptakjara riður yfir. Annars stefnir beint i óviðráðanlega verðbólgu. Þvi er furðulegt, að þeir, sem mest tala um skattalækkun, krefjist nú stórfelldrar skatta- hækkunar á brýnustu nauðsynjum. Þeir, sem þannig fara að, þurfa vissulega að hugsa sitt ráð. Þeir þurfa að gera sér betri grein fyrir þvi, hve miklar álögur er hægt að leggja á heimilin, eins og kringumstæður eru nú. Þ.Þ. ERLENT YFIRUT Aukin áhrif Frakka á sviði alþjóðamála Giscard fylgir óháðri utanríkisstefnu ÞAÐ VAR draumur og stefna de Gaulles, að Frakkar fylgdu sjálfstæðri utanrikis- stefnu, óháðri stefnu Banda- rikjamanna, þótt varnarsam- starf væri milli Frakklands og Bandarikjanna. Þessari stefnu fylgdi de Gaulle i verki á ýmsan hátt. Pompidou reyndi að fylgja henni áfram, en fór sér þó hægar en fyrir- rennari hans. Hins vegar má segja, að Giscard d’Estaing hafi tekið merki de Gaulles upp, og margt bendir til þess, að honum ætli ekki aö verða minna ágengt en de Gaulle, Giscard nýtur þess einnig, að staða Bandarikjanna er ekki jafn sterk nú og hún var i tið de Gaulles. A þvi rúmlega hálfa ári, sem Giscard hefur gegnt for- setaembættinu, hefur hann látið mikið á sér bera á sviði utanrikismála. Hann hefur fengið Brézjnef i heimsókn og átt fund með Ford forseta i Martinique. Hann hefur oft rætt við Helmut Schmidt. Wil- son hefur heimsótt hann. Þá hefur Giscard efnt til fundar i Paris með leiðtogum Efna- hagsbandalagsrikjanna. Mikilvægustu heimsóknirnar, sem Giscard hefur fengið, eru þó tvimælalaust heimsóknir þeirra íranskeisara og Sadats forseta Egyptalands. Viðræður Giscards og Irans- keisara leiddu til þess, að viðskipti Frakklands og Irans munu margfaldast á efna- hagssviðinu. M.a. munu Frakkar selja mikið af vopnum til Irans og sjá um mikla mannvirkjagerð þar. Viðræður þeirra Sadats og Giscards leiddu einnig til stór- aukinna viðskipta milli landa þeirra. M.a. munu Frakkar selja Egyptum herflugvélar og ýmiss konar vopn. Með umræddum vopnasölusamn- ingum hafa Frakkar tryggt sér þann sess að vera þriðju helztu vopnaútflytjendur i heiminum, næst á eftir Banda- rikjamönnum og Rússum. Deila má um, hve veglegur þessi sess er, en hins vegar er hann liklegur til að tryggja Frökkum margvisleg áhrif á sviði alþjóðamála. SÉRSTÆÐ og sjálfstæö utanrikisstefna Frakka birtist ekki sizt i auknum skiptum þeirra við oliusölurikin, eins og Iran, og Arabarikin, eins og Egyptaland. Þar fylgir Gis- card stefnu, sem er t.d ekki Bandarikjamönnum að skapi. En Giscard telur, að hann verði að láta franska hags- muni sitja i fyrirrúmi. Jafn- framt mun hann lita svo á, að Frakkar tryggi sér á þennan hátt forustuhlutverkið i Vestur-Evrópu á sviði alþjóðamála. Afstaða Giscards til oliu- málanna er nokkuð glöggt dæmi um viðhorf hans. Það var i tið Pompidous, sem Kiss- inger hóf að beita sér fyrir þívi, að helztu oliukauparikin mynduðu með sér öflug samtök, sem stefndu að þvi að bjóða oliusölurikjunum byrg- inn. Pompidou lét Frakka hafna þátttöku i þessum samtökum, þvi að hann taldi réttar, að stefnt yrði að sam- eiginlegri ráðstefnu og gagn- kvæmri samvinnu beggja aðila, þ.e. olíukaupenda og oliuseljenda. Gis- card hefur fylgt fram þessari stefnu hans. Þó náðist nokkur málamiðlun á fundi hans og Fords á Martini- que. Frakkar féllust á við- ræður milli oliukauparikja, Poniatowski en Bandarikin féllust á sam- eiginlega ráðstefnu beggja aðila að þeim loknum. Enn er hinsvegar ágreiningur um, hvort fulltrúar frá þróunar- löndum eigi að fá aðild að ráð- stefnu oliusölurikja og oliu- kauparikja. Oliusölurikin leggja áherzlu á, að fulltrúar þróunarlanda taki einnig þátt i ráðstefnunni, en Bandarikin hafa verið andvig þvi. Frakk- ar styðja hér þá stefnu, að þróunarrikin verði einnig þátttakendur i ráðstefnunni. Sennilegt er, að Bandarikin verði aö láta undan siga. SJALFSTÆÐ utanrikis- stefna Frakka kemur ekki sizt i ljós á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóð- legra samtaka. Það er ljóst, aö franskir stjórnmálamenn skilja þriðja heiminn miklu betur heldur en aðrir vest- rænir stjórnmálamenn. Senni- lega á það að einhverju leyti rætur sinar að rekja til þess, að þeir hafa haldið áfram nán- um tengslum við fyrri nýlendur sinar. Viðhorf Frakka til þriðja heimsins skýrast vel, þegar athugaður er samningur sá, sem Efna- hagsbandalag Evrópu hefur nýlega gert við 46 þróunarriki, sem voru flest áður franskar eða brezkar nýlendur. Þessi samningur er fyrst og fremst talinn verk Frakka. Samkvæmt honum veröur aðstaða þessara þróunarrikja stórbætt i skiptum þeirra við Efnahagsbandalagslöndin. Iðnaðarvörur þeirra njóta tollfrelsis þar, og Efnahags- bandalagið stofnar bæöi fjár- festingarsjóð og verð- tryggingarsjóð, sem eiga að geta orðið viðkomandi þróun- arrikjum til mikilla bóta. Fjárfestingarsjóðnum er ætlað að veita lán til fram- kvæmda i umræddum löndum, en verðtryggingarsjóðnum er ætlað að verðbæta tólf helztu hráefni þeirra, ef þau verða fyrir verulegu verðfalli. JAFNHLIÐA þvi, sem Gis- card hefur markað greinileg- ar sjálfstæða utanrikisstefnu Frakka heldur en t.d. Pompidou gerði, hefur hann unnið að þvi að styrkja stöðu sina innanlands. Hann hefur komið þvi til leiðar á bak við tjöldin, að Chirac forsætisráð- herra hefur verið kosinn formaöur i flokki Gullista, sem er stærsti þingflokkurinn. Milli þeirra Giscards og Chir- acs er góð samvinna, en þó treystir Giscard ekki flokki Gaullista fyllilega til fram- búðar. Þvi hefur hann unnið skipulega að þvi að efla sinn eigin flokk, Óháða lýðveldis- flokkinn. Nýlega kom Giscard þvi til vegar, að nánasti sam- verkamaður hans, Piniatow- ski, var kosinn formaður flokksins. Jafnframt hefur verið hafinn mikill undir- búningur að þvi að efla flokk- inn og treysta samstarf við miðflokkana. Siðustu skoðanakannanir þykja benda til þess, að Giscard sé að tryggja stöðu sina og álit. I fyrstu var hann gagnrýndur fyrir það, að hann var á ýms- an hátt alþýðlegri i framgöngu og lifnaðarháttum en fyrri for- setar, en þetta virðist hafa styrkt hann, þegar fólk taldi sig komið að raun um, að honum væri full alvara i þessum efnum. — Þ.Þ. Giscard og Sadat.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.