Tíminn - 26.02.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.02.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miövikudagur 26. febrúar 1975 Halldór E. Sigurðsson við setningu búnaðarþings: „ÉG LEGG ÁHERZLU Á JARAÐLÖGIN OG ÁBÚÐARLÖGIN" Setning Búnaðarþings er alltaf merkur þáttur i lifi landbúnaðar- ins, og raunar einnig i lifi þjóðar- innar. Af eðlilegum ástæðum er svo snar þáttur I sögu þessarar þjóðar, sem landbúnaðurinn, alltaf tengdur Ilfi hennar, störfum og sögu eins og þau eru á hverjum tima. Að aögreina landbúnað frá lifi islenzku þjóðarinnar hefur ekki verið gert og verður ekki gert. Víst er, að landbúnaöurinn er sjálfstæð atvinnugrein, en af- koma hans hlýtur þó að verulegu leyti að vera tengd afkomu Is- ienzku þjóðarinnar. Það hefur sagan sannað okkur, svo ekki þarf frekar vitnanna við. Enda er það jafnan svo, að hver þjóð verð- ur að laga sig að þvi landi, sem hún býr I, nýta gögn þess og gæði, eins og frekast er unnt. tslenzka þjóðin hefur gert það, og I þvi rik- ari mæli, sem henni tekst það, þvibetur hefur henni vegnað. Það er einnig staðreynd, að sviptibylj- ir þeir, sem fram koma I ísl. þjóðllfi, hafa áhrif I landbúnaði, og eins þeir sviptibyljir, sem fram kunna að koma þar, hafa áhrif I þjóðfélaginu I heild. Slðastliðið ár var hvorttveggja i senn allviðburðarikt og um- hleypingasamt i islenzkum þjóðmálum. Einn merkasti við- burður ársins, er varðar land- búnað og þjóðina alla er tvimæla laust ákvörðunin um „þjóðar- gjöfina”, svonefndu, hið mikla framlag til landgræðslu, sem margir telja landskuld vegna 11 hundruð ára búsetu þjóðarinnar i landinu, vegna þess að hún hafi tekið meira frá landinu en hún hefur lagt til þess. Þegar Búnaðarþing var sett i febrúar árið 1974, gerði ég mér vonir um, að ýms þau málefni á sviði landbúnaðar, sem þá lágu fyrir og ákveðið hafði verið að leggja fyrir Alþingi til afgreiðslu, næðu fram að ganga. En raunin varð sú, að svo varð ekki. Ég taldi t.d. likur á, að i gegnum þingið yrði hægt að koma frum- varpi að jarðalögum og ábúðar- lögum, en pólitiskir sviptibyljir settu svip á störf siðasta Alþingis umfram venju. Þeir urðu þess valdandi, að snöggur endir varð á störfum Alþingis svo þessi og mörg fleiri nauðsynjamál dagaði uppi. Flokkar þeir, sem standa að núverandi rikisstjórn, hafa komið sér saman um þá vinnuaðferð, m.a. um meðferð á landbúnaðar- málum, sem fyrir Alþingi verða lögð, að tveir þingmenn úr land- búnaðarnefndum frá hvorum að- ila kynna sér málin, áður en þau eru lögð formlega fram. Einnig verður leitað eftir þvi, að sam- þykki þingflokka rikisstjórnar- innar liggi fyrir, til þess að tryggja málunum framgang á Alþingi, þegar þar að kemur. Þetta gerir það að verkum, að mál eru nú seinna á ferðinni en æskilegt er. Þau mál sem ég legg mesta áherzlu á i þessu sambandi, eru jarðalögin og svo ábuðarlögin i tengslum við þau. Ég tel brýna nauðsyn bera til þess, að jarða- lögin verði lögfest i aðalatriðum i þeirri mynd, sem verið hefur i áður framlögðu frumvarpi. Ástæðan til þess er sú, að eins og kunnugt er, hefur land hækkað svo mjög i verði, að það er að mínni hyggju vonlltið verk að byggja upp landbúnaðarfram- leiðslu á svo dýru landi, sem hér viða er orðið. Sú gagnrýni, hefur komið fram, að bændur séu með þessu móti verr settir en aðrir þegnar þjóðfélagsins, sem eigi land og selji það til annars en land- búnaðar. Þar er þvi til að svara að ekki verður hjá þvi komizt, að minni hyggju, að leggja skatt á sölu á sliku landi. Sá skattur verður að sjálfsögðu, að vera með örðum hætti, heldur en venjuleg- ur tekjuskattur, m.a. greiðast á lengri tima, þar sem um eitthvert lán af hálfu seljanda er að ræða i sambandi við sölu landsins og greiðsla á skattinum gæti þvi ekki verið örari heldur en afborganir af landinu. Það er óhugsandi að láta skatt- þegna þjóðfélagsins greiða tekju- skatt af venjulegum aflatekjum, sem eru oft litlar fjárhæðir miðað við þetta, e.t.v. 1-2 mííljónir króna, en láta svo hins vegar tugi eða hundruð milljóna tekna af landsölu vera skattfrjálsar. Ég álit, að þessa breytingu verði að gera, og það eigi að vinna upp á móti þvi, sem talað er um að bændur myndu tapa við setningu jarðalaganna. Ég treysti þvi fastlega, að um þessi mál náist farsæl samstaða, svo að frumvarp þetta geti orðið að lögum á þessu þingi, ásamt öðrum lagafrumvörpum er varða landbúnaðarmál. Sum þeirra gerði ég að umtalsefni við setn- ingu búnaðarþings i fyrra. Til viðbótar þessu vil ég geta eins nýs lagafrumvarps, sem ég stefni að að leggja fyrir Alþingi, sem nú situr, og gert er ráð fyrir, að Búnaðarþing fái til meðferðar að þessu sinni. Er það frumvarp til laga um búnaðarfræðslu i landinu. Hér er að nokkru um að ræða endurbætur á gildandi lög- um,miðaðar við breytt viðhorf, sem orðið hafa, siðan endurskoð- un búnaðarfræðslulaga var siðast gerð. Merkasti þáttur þessa frum- varps er þó framkvæmd fyrri yfirlýsingar minnar um, að Búnaðarháskóli lslands verði starfræktur að Hvanneyri i Borgarfirði. Honum er ætlað það hlutverk, sem öðrum háskólum, að vera visindaleg fræðslu- og visinda- stofnun á sviði landbúnaðarins. Eru aðrir þættir frumvarpsins miöaðir við venjulega háskóla, og verða inntökuskilyrði þvi háð þvi, að umsækjendur hafi hvort tveggja, lokið búfræðiprófi með 1. einkunn og stúdentsprófi, eða námi, sem jafngildi þvi. Hér er um að ræða áfanga á leið þeirrar stefnumörkunar á sviði fræðslu- og rannsóknarstarfsemi land- búnaðarins, sem ég hefi áður lýst, og i engu hefur breytzt, og eru all- ar aðgerðir i uppbyggingu húsa og starfsliðs á Hvanneyri við þetta miðaðar af minni hendi. Árið 1974 var viðburðarrikt á sviði stjórnmála og þjóðmála al- mennt, bæði hér á íslandi og i hin- um vestræna heimi yfirleitt, það svo, að ekkert ár á friðartimum kemst til jafns við það, af þeim er mitt minni nær til. Auk þess sem árið 1974 var þjóöhátiðarár i sögu okkar íslendinga, var það gott veður- farslega og einnig mikið fram- kvæmdaár. 1 landbúnaði voru framkvæmd- ir meiri en verið hefur. Alls voru afgreidd úr stofnlánadeild land- búnaðarins 2129 lán, og samtals lánaðar 1132,4milljónir króna. Til viðbótar þessu voru svo lánuð úr Veðdeild Búnaðarbankans 120 lán til jarðakaupa, að fjárhæð 55 millj. kr. Inni i tölunni, sem ég nefndi áðan um lán úr stofnlána- deild, voru 201 lán vegna bústofnskaupa, samtals 59 mill- jónir króna. Eins og ég gat um við setningu siðasta Búnaðarþings. var árið 1973 byrjunarskeið slikra lána, og framhaldið er svo það, sem gerzt hefur á árinu 1974, og sýnir það, að þörf var fyrir þenn- an lánaflokk. Segja má, að þetta hafi verið hægt að framkvæma vegna þeirr- ar fyrirgreiðslu, sem stofnlána- deildin hefur notið hjá Lifeyris- sjóði bænda i sambandi við þessi lán. Þaðan hefur komið fjármagn til þessarar lánafyrirgreiðslu. Ég gat um það i ræðu minni við setningu Búnaðarþings árið 1974, að umræður um landbúnaðarmál hefðu verið litlar á siðustu árum, og að þær deilur, sem um þau hefðu stundum staðið hefðu ekki verið til staðar þá um langt ára- bil. A þessu varð hins vegar breyting á siðari hluta siðastlið- ins árs, er nokkrar umræður urðu um landbúnaðinn og þátttöku hans i þjóðarbúskapnum, og hafa þær umræður staðið fram á þetta ár. Sú gagnrýni, sem þar hefur komið fram, hefur að visu fyrst og fremst verið staðlausar fullyrðingar, sleggjudómar og furðulegar ráðagerðir, um að leggja islenzkan landbúnað niður. Til viðbótar þessu hafa i þessum umræðum komið fram lævislegar árásir á landbúnaðinn og bænda- stéttina. Ekki þarf orðum að þvi að eyða, við þá sem hugsa án þess að annarlegar hvatir ráði hugsun þeirra, að sú trygging sem fólgin er i þvi, að landbúnaðarfram- leiðslan fullnægi þörf þjóðarinnar á neyzlu mjólkur og kjötvöru, sé i þvi jafnvægi, að þar sé hvorki um of né vari að ræða, slikt getur ekki gerzt. Á s.l. ári var útflutningur land- búnaðarvara verulegur, m.a. vegna þess að ekki varð þvi treyst, að innanlandssalan reynd- ist sú sem hún varð. Útflutnings- bætur urðu þvi notaðar til fulls, þar sem verð reyndist lika óhag- stætt. Framleiðslukostnaður á landbúnaðarvörum, sem öðrum islenzkum framleiðsluvörum var hár og verð féll á erlendum mark- aði. M.a. vegna niðurgreiðslna á dilkakjöti i Noregi og verðfalls á nautakjöti i Evrópu, vegna mikils framboðs á þvi. Þetta hafa árásarmenn á is- lenzkan. landbúnað hagnýtt sér sem árásarefni. Hins hefur ekki verið getið að á þrem s.l. árum hafa útflutningsbætur verið all- fjarri þessu marki, og að öll mjólkurframleiðslan verðlagsár- ið 1973-1974 seldist upp á innlend- um markaði. Það gekk þvi veru- lega á birgðir landbúnaðárvara á árinu 1974. Auk þess hafa nú verið ákveðnar reglur af landbúnaðar- ráðuneytinu i samráði við fram- leiðsluráð um að útflutt nautakjöt verður ekki bætt upp með hærri krónutölu en dilkakjöt, sem selt er i Noregi, sem er þó einna hag- kvæmast kjötmarkaði okkar. Eins og ég gat um hér fyrr hafa orðhvatir blaðamenn gripið til þess i von um að vekja á sér athygli, sem mætti svala frama- löngun þeirra, að leggja til að is- lenzkur landbúnaðar verði lagður niður, og bændur sérstaklega styrktir til þess. Það hljómar að visu ekki vel i eyrum, þegar þjóðin berst við gjaldeyrisskort, þá skuli hún eiga að bæta við innflutningi á land- búnaðarvörum frá öðrum þjóðum fyrir 12-14 þúsund milljón krónur i staðinn fyrir eigin framleiðslu, og svipta ca. 20% þjóðarinnar, er nú hefur framfæri sitt i sambandi við landbúnaðarframleiðslu, atvinnu og þjóðina þvi öryggi, sem fólgin er i eigin framleiðslu á land- búnaðarvörum. 1 þessu sambandi vil ég hins vegar geta þess, að greinilega hefur komið fram við athuganir, sem gerðar hafa verið, að land- búnaðurinn er meira en sjálfum sér nógur i sambandi við útflutn- ing, þannig að gjaldeyriseyðsla landbúnaðarins er minni en gjaldeyristekjur þær, sem þjóðin hafði af útfluttum landbúnaðar- vörum. Sé hlutur landbúnaðarins i vergri þjóðarframleiðslu at- hugaður, er Island vel á vegi statt, t.d. i samanburði við lönd eins og Sviþjóð, Danmörku, Bret- land og Bandarikin. Ef gerður er samanburður á styrkjum nokkurra þjóða til land- búnaðarframleiðslu, er hann sem hér segir: Styrkur islenzka þjóð- félagsins, er miðað við hvern bónda árið 1974, kr. 256 þús., en hliðstæð framlög i Bretlandi eru 272 þúsund, kr. i Sviþjóð 280 þús. kr. og i Bandarikjunum 447 þús. kr. Þetta sýnir það, að lslending- ar standa ekki verr að vigi i þess- um efnum en aðrar þjóðir. En alls staðar er það svo, að land- búnaðarframleiðsla sem mat- vælaframleiðsla er svo mikils virði, og telst fela i sér svo mikið öryggi fyrir hverja þjóð, að ástæða þykir til að styrkja land- búnað af almannafé, til að halda verðinu i skefjum og skapa öryggi á dýrmætri matvælaframleiðslu, sem landbúnaðarvörur eru. Eins og kunnugt er, voru niður- greiðslur á landbúnaðarvörum auknar mjög verulega á s.l. ári. Það orkar oft tvimælis hve langt á að ganga i þeim efnum. Hins veg- ar liggur ljóst fyrir, að hér er um að ræða stjórntæki, sem stjórn- völd beita i efnahagsmálum, en ekki styrk til landbúnaðarins. Hefur það verið margsannað, m.a. með þvi að sýna fram á, að þetta er gert, enda þótt af þvi leiði, að hinum ýmsu land- búnaðarvörum er mismunað, samanber niðurgreiðslu dilka- kjöts en ekki nautakjöts, niður- greiðslu á kartöflum en ekki á gróðurhúsaframleiðslu o.s.frv. og eru það áhrifin á visitöluna, sem þar ráða mestu um. Ef gerður er sananburður um nokkurra ára bil á niðurgreiðsl- um og framfærslukostnaði visi- tölufjölskyldunnar, þá kemur i ljós, að mestar voru niðurgreiðsl- urnar árið 1967, eða 11,2% af framfærslukostnaði visitölufjöl- skyldunnar. Arin 1973 og 1975 miðað við óbreyttar niðurgreiðsl- ur um 8%, en s.l. ár var þetta tæp 6% þrátt fyrir hækkanir, vegna þess að fyrri hluta ársins voru niðurgreiðslur mjög takmarkað- ar. Enda þótt með réttu megi segja, að þessi samanburður, sem ég hefi hér gert, sé islenzkum landbúnaði i hag, miðað við aðrar þjóðir, þá mun bændastéttin og forystumenn hennar, m.a. Búnaðarþing, alltaf vera reiðubúnir til þess að taka mál þessi til athugunar, og gera rekst- ur og afkomu landbúnaðarins einshagkvæman fyrir þjóðarbúið og nauðsyn ber til og réttmætt getur talizt. Þetta á þó ekki að vera fólgið i þvi, að bændastéttin hafi verri lifsafkomu en aðrar stéttir i þjóðfélaginu. Hins vegar er það áhugamál bændastéttar- innar, at) reksturinn sé eins hag- kvæmur og mögulegt er að gera hann. Það er hennar hagur og þjóðfélagsins i heild.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.