Tíminn - 26.02.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.02.1975, Blaðsíða 9
Miftvikudagur 26. febrúar 1975 TÍMINN 9 Eitt stórmál fær islenzka bændastéttin nú i fangið, sem erfitt mun reynast til úrlausnar. Eins og fleiri vandamál atvinnu- veganna snertir mál þetta hags- muni allrar þjóðarinnar, en það er verðhækkun á áburði, sem er frá' siðasta ári, um ca. 135%. Ef þessi verðhækkun gengur óheft út i verðlag landbúnaðarvara, mun hún valda a.m.k. ca. 12% hækkun á þeim. Afleiðingar þessara verð- hækkana, munu siðar koma fram sem almenn verðhækkun i land- inu, með allt að þvi þreföldum þunga að ári liðnu. Þannig eru áhrif verðlags i efnahagskerfi okkar. Rikisstjórnin fjallar nú um þetta vandamál. Landbúnaðar- ráðuneytið mun láta búnaðar- þingi i té nefndarálit áburðar- nefndarinnar. Ég treysti þvi, að gott samstarf takist á milli Búnaðarþings og rikisstjórnar- innar i þessu máli til heppilegrar lausnar á þvi, þar sem báðir aðil- ar verða að taka á sig að leysa þennan vanda. Ég lýsi þeirri skoðun minni, að það er ekki heppileg leið að velta þessari verðhækkun óheftri út i verðlagið. Og það kemur heldur ekki til greina að rikið greiði verðhækkunina að öllu leyti. Slik afgreiðsla biður aðeins hættunni heim. Ekki getur hjá þvi farið, þegar sllk breyting verður á afkomu þjóðarinnar, eins og nú hefur átt sér stað, þ.e. að viðskiptakjör hennar hafa versnað um 30% frá sama tima á s.l. ári, að það hljóti að hafa áhrif á afkomu bænda- stéttarinnar, eins og á afkomu annarra stétta i þessu þjóðfélagi. Islenzka bændastéttin er sú stétt i þessu landi, sem með þvi hefur lifað frá upphafi byggðar. Hún hefur jafnan verið i forystu- sveit, á sviði landsmála, og tel ég engu hallað á aðrar stéttir, — sem ég hef heldur enga löngun til — þótt ég segi, að aðrar stéttir hafa ekki verið mikilvirkari i fram- farasögu islenzku þjóðarinnar, heldur en bændastéttin hefur ver- ið. Og svo mun enn. Það hlýtur að verða eitt af verkefnum Búnaðarþings nú, að meta stöðu landbúnaðarins i þjóðfélaginu á réttmætan hátt. Bændastéttin og forystusveit hennarhér á Búnaðarþingi hlýtur og að vera reiðubúin til þess að axla sinn hluta byrðanna sem þjóðfélagið krefst af þegnum sin- um, að axlaðar verði, vegna þeirra efnahagsörðugleika, sem við er að etja, þangað til þjóðin hefur rétt sig við aftur. Vegna þessa verður og að gera ráð fyrir þvi, að minni fram- kvæmdir verði almennt i landinu á yfirstandandi ári en verið hafa nú siðustu árin, enda hafa þau verið met-framkvæmdaár. Gjaldeyrisstaða þjóðarbúsins leyfir ekki áframhald á slikum framkvæmdahraða, þótt þess verði hins vegar að gæta, að full atvinna haldist i landinu, en það er höfuðmarkmið núverandi rikisstjórnar, að það megi takast. Ég efast ekki um, að bænda- stéttin og fulltrúar hennar hér á Búnaðarþingi muni meta stöðu þjóðarinnar, eins og hún er i dag. Ég veit þvi, að hér á Búnaðar- þingi munu fulltrúarnir leggja sig fram um að reyna að leggja til þátt i lausn viðfangsefnisins, sem bændastéttinni er til sóma og þjóðfélaginu til gagns. Ég gat þess hér fyrr i ræðu minni, að nokkrar deilur hefðu risið og stæðu enn um gildi bændastéttarinnar, og iand- búnaðarins fyrir islenzkt þjóð- félag. Þessu hefur hins vegar ver- ið hrundið með rökum, svo gildi landbúnaðarins verður ekki véfengt. Það mun og sannast á bænda- stéttinni og landbúnaðinum, sem Jón Trausti lagði einni söguhetju sinni i munn „borgir hrynja ekki fyrir stóryrðum”. Landbúnaður- inn á lslandi hrynur heldur ekki fyrir rakalausu glamri á siðum dagblaðanna. Hins vegar þarf bændastéttin, eins og aðrar stéttir þjóðfélagsins, alltaf að standa vörð um sin mál og þjóðarinnar i heild. Um leið og ég árna Búnaðar- þingi, sem nú er að hefjast allra heilla, læt ég i ljósi þá von mina og traust, að það megi leggja sitt af mörkum til að treysta stöðu is- lenzka þjóðfélagsins inn á við og út á við. Það er sómi þess, sem hæfir forystumönnum þeirrar stéttar, sem verið hefur i forystu i islenzku þjóðfélagi i 11 aldir. Konurnar Idta ekki sitt eftir liggja þegar norræn samvinna er annars vegar — segir Marjatta Vöananen, mennta- mdlardðherra Finna — Það má eiginlega segja, að ég hafi alla mina ævi lifað og hrærzt i stjórnmálum, sagði Marjatta Vaananen, annar tveggja menntamálaráðherra Finna, þegar blaðamaður Tlmans hitti hana að máli meðan á þingi Norðuriandaráðs stóð. — Pabbi var yfirmaður blaða- deildar Miðflokksins og ég kynnt- ist þvi snemma stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Siðan gerð- ist ég félagi i stúdentafélagi flokksins og kvennasamtökum hans, þar sem ég varð formaður. Kvennasamtök Miðflokksins eru fjölmennustu stjórnmálasamtök i Finnlandi og félagar eru um 130 þús. Þar kom, að ég var kjörin varaformaður flokksins og ráð- herra varð ég 1972, þegar Sorsa myndaði rikisstjórn. Embætti menntamálaráðherra er tviskipt i Finnlandi, enda margt að starfa á þvi sviði. Ég held mér sé óhætt að fullyrða, að fáar þjóðir leggi jafn hart að sér á þvi sviði. Við erum að endurnýja skóla- kerfið um þessar mundir, verið er að reisa nýja háskóla viða um land. Þá er mikil áherzla lögð á störf i þágu ungmenna og iþrótta- hreyfingarinnar, fullorðins- fræðslu og alþjóðleg samskipti kvenna, en þessi siðasttöldu mál hef ég á minni könnu sem menntamálaráðherra. Ég hef mikinn áhuga á málefn- um kvenna og auknum samskipt- um þjóða i millum á þvi sviði. í málefnasamningi núverandi riksistjórnar er svo kveðið á, að stuðlað skuli að auknum skiptum norrænna kvenna, og við erum þess fullbúnar að leggja sitthvað af mörkum til þess að svo megi verða. Þess má geta að Norræni menningarmálasjóðurinn mun leggja fram allmikið fé á þessu ári — alþjóðlega kvennaárinu — verkefna sem konur áhrærir. Það er til marks um áhuga kvenna, að sjóðnum hafa borizt um 200 umsóknir. Þetta sýnir bezt að konurnar láta ekki sitt eftir liggja, þegar norræn samvinna er annars vegar — samtök þeirra Marjatta Vaananen, menntamálaráðherra. Timamynd Gunnar hafa bara ekki fengið neitt fé til slikra hluta til þessa. Þetta erönnur heimsókn min til Islands, þvi að ég kom hingað i sumar er leið og gat þá ferðazt dálltið, þótt vel hefði það mátt vera meira, þvi að hér er margt sem mig fýsir að sjá. Þaö er ekki ofmælt, þegar ég segi, að aðrar Norðurlandaþjóðir dáist að Islendingum fyrir það i hverjum hávegum þeir hafa hina fornu menningu sina. Og ég vona að ykkur takist að varöveita hana framvegis. Fjöldamenningin, sem svo mætti nefna, knýr nú æ harðar á nær hvarvetna. Þetta hefur orðið til þess að margir láta sér fátt um þjóðlega menningu og arfleifð finnast. Mér finnst sem Islendingar séu öðrum Norður- landaþjóðum gott sönnunargagn þess hvernig nýta má það bezta úr fornri menningu eigin þjóðar. Heimsbókmenntirnar væru miklu snauðari en raun ber vitni ef þjóðir á borð við Islndinga og íra hefðu ekki skrifað bækur, sagði Marjatta Vaananen að lok- um. HHJ. ínúk vel tekið ytra — þrettdn sýningar d ellefu dögum gébé Reykjavik — Leikarar frá Þjóðleikhúsinu, eru nýkomnir úr leikferð tii Sviþjóðar, Finnlands, Danmerkur og Noregs, en þangað var farið með leikritið INUK. A ellefu dögum sýndi leikflokkurinn ÍNÚK þrettán sinnum, við geysi- lega góðar undirtektir áhorfenda. Færri komust að en vildu, þrátt fyrir að aukasýningar voru haldnar. Blöð ytra fóru mjög lof- samlegum orðum um sýningarn- ar. Leikararnir eru fimm: Helga Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Brynja Benediktsdóttir, Þórhall- ur Sigurðsson og Ketill Larsen, en auk þess var Sveinn Einarsson Þjóðleikhússjóri með I ferðinni. — Við fengum mjög góðar við- tökuralls staðar, sagði Sveinn, og ferðin var mjög ánægjuleg þótt ströng væri. I Stokkhólmi voru fimm sýningar, i Vasa tvær, og i Þrándheimi og Kaupmannahöfn var áætlað að hafa tvær sýningar, en á báðum stöðum varð að hafa eina aukasýningu sökum mikillar aðsóknar. Fullsetið var á allar sýningarnar, og komust mun færri að en vildu. Þess má geta, að i Kaupmannahöfn sáu nokkrir Grænlendingar sýningar þessar og urðu mjög hrifnir. Fóru þeir fram á að leikflokkurinn færi til Grænlands með leikritið, en ekk- ert hefur verið ákveðið um hvort það sé unnt. INÚK hefur nú verið sýndur 56 sinnum, og ætið hlotið hinar beztu viðtökur áhorfenda. Leikritið hef- ur viða verið sýnt I skólum, og hafa t.d. um tiu þúsund skóla- nemendur á Reykjavlkursvæðinu séð leikritið. Þá veröur það senni- lega sýnt i Þjóðleikhúskjallaran- um á næstunni og einnig verður fariðmeð það i fleiri skóla til sýn- inga. Atriði úr Inúk, frá vinstri Helga Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Ketill Larsen og Brynja Benediktsdóttir, fimmta leikarann Þórhall Sigurðsson, vantar á myndina. S& ' dl(BÚ 'TjbÉ Mamdlg m ðm Df?gans Nyheder 12.3;.75 n Ld- i 'i: ■Gár fisket dáli -. ' • , . } . . Frán trálama; ' l'i'ViK,:Det ar en biv' U~rf' Teaíerloftet: -'y | , ‘,:“<ter till hela laget.. , X, // 7' J°88 chef Sveinn Einars- í ‘ '—•em för att t § llJJU.il j} (UÍ €>m : (ÍP/y^ GrémMm ZyS*0**’ Sma tsimm:-- MírGiifiitiiíii LíUtrJí?p[L0ö1ij| « Jjli rynvriirnG 0(f)ítP "ú®@] rnm* k Htfis&is gVL J " Islanda Nasjonalteater med suksess Nokkrar fyrirsagnir blaða ytra um tnúk, en blöðin skrifuðu mjög lofsamlega um leikarana og leikritiö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.