Tíminn - 26.02.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.02.1975, Blaðsíða 16
G ltÐ I fyrirgóéan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS 37 herforingjar ákærðir fyrir hlutdeild í hinni misheppnuðu byltingartilraun í Grikklandi Allt með kyrrum kjörum í landinu í gær NTB/Reuter—Aþenu. Þrjátíu og sjö herforingjar — þar af sex hershöfðingjar — hafa verið handteknir, sakaðir um hlutdeild i hinni misheppnuðu tilraun til stjórnbyltingar, er kæfð var I fæðingu f Grikkiandi I fyrradag. Áreiðanlegar heimildir hermdu i gær, að nálægt eitt hundrað her- foringjar hafi verið viðriðnir byltingartiiraunina, en flestum þeirra hafi verið sleppt úr haldi aö loknum yfirheyrslum. t tilkynningu griska landvarna- ráðuneytisins, er birt var siðdegis i gær, segir, að hinir þrjátiu og sjö herforingjar verði ákærðir, sakaðir um tilraun til uppreisnar gegn stjórn landsins. 1 tilkynningunni segir ennfremur, að allt hafi komizt upp, er sam- særismennirnir hittust i Parissa i Mið-Grikklandi, tilað ráða ráðum sinum. Þeir voru allir teknir höndum á staðnum. 1 tilkynningu grisku stjórnar- innar, sem gefin var út i fyrra- kvöld, segir, að herforingjarnir séu nátengdir George Papa- dopoulos og öðrum þeim, er áttu Óbreytt olíu- verð í bráð NTB/Reuter—Vin. Jashid Amouzegar, innanrfkisráð- herra tran, fulivissaði i gær oliuneyzluriki um, að ekki væri á von á nýjum veröhækk- unum á oiiu á næstunni. 1 næstu viku koma fulltrúar þeirra þrettán rikja, sem aðild eiga að Samtökum oliufram- leiðslurikja (OPEC), saman i Algeirsborg til skrafs og ráða- gerða. Af hálfu OPEC var lýst yfir i desember s.l. að oliuverð héldist óbreytt i niu mánuði, frá þeim tima að telja. Amouzegar sagði i gær — að lokinni setningu tveggja daga ráðherrafundar, sem haldinn er I Vin — að til umræðu væri nú innan vébanda OPEC, hvernig brugðizt yrði við lélegri gjaldeyrisstöðu Banda- rikjadals, en oliuviðskipti hafa til þessa farið fram með döl- um. En ráðherrann bætti við: — Ég held það yrði til litils að taka upp annan gjaldmiðil i oliuviðskiptum. Oliumálaráðherrar OPEC- rikjanna ræddu i gær sam- eiginlega afstöðu bandalags- ins á fyrirhugaðri ráðstefnu oliuframleiðslu-og oliuneyzlu- rikja, er liklega hefst I næsta mánuði. Að sögn Amouzegars er nú unnið að samningu yfir- lýsingar af hálfu OPEC. í þeirri yfirlýsingu verða væntanlega lögð drög að sam- vinnu viö oliuneyzluriki, bent á nauðsyn þess, að tekið verði upp nýtt efnahagskerfi, er nái til allra millirikjaviðskipta i heiminum, og loks birt svör við hótunum um árás á oliu- framleiðsluriki. Hlustunartæki til að fylgjast með ferðum skipa og kafbáta — segir utanríkisráð Utanrikisráðuneytið hefur lát- ið frá sér fara eftirfarandi til- kynningu um duflin, sem nýlega fundust viö suðurströndina: ,,Eins og fram hefir komið i fjölmiðlum hafa nýlega fundizt tvö sérkennileg dufl viö suöur- strönd lslands. Arið 1972 fannst samskonar dufl við Vestmanna- eyjar. Dufl þessi virðast vera hlustunartæki til að fylgjast meö feröum skipa og kafbáta og eru uneytið hönnuð til að liggja á mjög miklu dýpi. Þau virðast vera hluti af hlustunarkerfum sem tengd eru með rafstreng við landstöðvar eða skip. Ekki er unnt að sjá hvar nefnd dufl eru framleidd en ýmsir hlut- ar þeirra virðast vera af sovézk- um uppruna. Ókleift er að vita hvaðan dufl þessi hefir rekið til Islands, en samskonar dufl hafa fundizt sjórekin i nágrannalönd- um.” . . ■ Þyrla Landhelgisgæzlunnar flaug i gærdag meðfram suðurströndinni f tvennum tilgangi, að sögn formælenda gæzlunnar. Annars vegar var um að ræða leit aö dufli þvi, sem ónefndur maður sagðist hafa séð f námunda við Gróttu ekki alls fyrir löngu, — og hins vegar æfingaflug þyrlunnar. Sagði formælandi Gæzlunnar aöekkert dufl hefði fundizt, en hins vegar hefðu þeir séð tunnu meö einhvers konar virum, marandi I sjónum. Timamynd: Róbert sæti i herforingjastjórn þeirri, sem fór með völd i Grikklandi á árunum 1967-1974. Konstantin Karamanlis for- sætisráðherra hefur lýst yfir, að stjórn sin þurfi að fjarlægja það „krabbamein”, ér að undanförnu hafi grafið um sig innan griska hersins.Hannhefur þó tekið fram að tiltölulega fáir foringjar úr hernum hafi verið viðriðnir byltingartilraunina — flestir her- foringjanna séu trúir grisku stjórninni. I tilkynningu griska upplýsingaráðuneytisins, er gefin var út i fyrrakvöld, er m.a. haft eftir Karamanlis um hina mis- heppnuðu byltingartilraun: — Þetta voru heimskuleg áform, runnin undan rifjum þeirra afla innan hersins, er enn aðhyllast einræði. Sem kunnugt er var her- og öryggissveitum skipað að vera á verði i Grikklandi i fyrradag um óákveðinn tima. Skipunin var svo afturkölluð i gær. Að sögn frétta- skýrenda i Aþenu virðist griska stjórnin ráða lögum og lofum i landinu. Karamanlis: — „Krabbamein” hefði grafið um sig innan hersins. Ágreiningur meðal spænskra ráðherra Atvinnumálaráðherrann segir af sér vegna samúðar með verkamönnum, er farið hafa í verkfall Reuter-Madrid. Licinio de la Fuente, varaforsætisráðherra Spánar og um leið atvinnumála- ráðherra landsins, sagði af sér ráðherraembætti f gær vegna ágreinings um afstöðu til þeirra verkamanna, er efnt hafa til ólög- legra verkfalla að undanförnu. Búizt er við, að afsögnin kunni að boða breytingar á spænsku stjórninni. De la Fuente hefur lengi fylgt flokki falangista að málum. Hann var skipaður i ráðherraembætti af Franco einræðisherra áriö 1969 og var þvi einn þeirra, sem lengst höfðu átt sæti i spænsku stjórn- inni. Þótt de la Fuente hafi á yngri árum verið öfgafullur hægrisinni, varð hann frjálslynd- ari með árunum — svo frjálslynd- ur, að hann varð ioks að vikja úr ráðherrastóli. Að sögn fréttaskýrenda i Madrid snerist de la Fuente önd- verður gegn þeirri skoðun sam- ráðherra sinna, aö atvinnurek- endum væri heimilt að segja þeim verkamönnum upp, er færu i verkfall. Mikil ólga rikir sem kunnugt er meðal spænskra verkamanna vegna harðýðgi yfirvalda og vaxandi ver'ðbólgu i iandinu. Þetta er I annað sinn á þessum vetri, að til alvarlegs ágreinings kemur innan spænsku stjórnar- innar. 1 október s.l. baðst Carlos Arias Navarro forsætisráðherra lausnar fyrir Pio Cabanillias, er gegndi embætti upplýsingamála- ráðherra, en öfgamenntil hægri i röðum falangista höfðu krafizt þess, að Cabnaillias viki vegna þess aukna ritfrelsis, er hann haföi innleitt á Spáni. I mótmæla- skyni við ákvörðun Navarro sagði svo Antonio Barrera af sér emb- ætti fjármálaráðherra. Evensen, hafréttarmálaráðherra Noregs: Samkomulag í undirnefnd um 200 mílna lögsögu Mikilsverður áfangi á þeirri leið, að 200 gildi sem alþjóðalög á Hafréttarráðstefn NTB-Osló. Fulltrúar þeir, sem sæti eiga i hinni svonefndu Evensen-nefnd — sem er undirnefnd Hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna — hafa náð samkomulagi um, að 200 sjómilna efnahagslögsaga strandrikja verðií framtiðinni alþjóðalög. Jens Evensen, hafréttar- málaráðherra Noregs — for- maður undirnefndarinnar — lýsti þessu yfir i viðtali, er birtist i blaðinu Arbeiderblad- et i gær. Aöur hafði ráðherr- ann átt óformlegar viðræður við formenn fjölda sendi- nefnda á Hafréttarráðstefn- unni. (Timinn hefur eftir áreiðan- legum heimildum, að ofan- greindri undirnefnd hafi verið falið að reyna að samræma ólik sjónarmið þátttökurikja á Hafréttarráðstefnunni að þvi er varðar efnahagslögsögu og skyld efni. Vist er, að sá árangur, sem náðst hefur i undirnefndinni, er mikilsverð- ur áfangi á þeirri leið, að 200 milna reglan hljóti samþykki nægilegra margra rikja á Haf- réttarráðstefnunni, til að fá gildi sem alþjóðalög. Ráð- stefnan á að koma saman aö nýju i Genf siðar i vetur.) Timinn hafði tal af Hans G. Andersen, sem er fulltrúi ts- mílna reglan fái u S.Þ. lands á Hafréttarráðstefnunni og á sæti I Evensennefndinni, I tilefni þessarar fréttar. Sagði Hans, að nefndin væri að ganga frá ýmsum tillögum i sambandi við hafréttarmál Framhald á 5. siðu. FORD OG KISSINGER REYNA AÐ KNÝJA ÞINGMENN TIL HLÝÐNI NTB/Reuter-Washington. Þeir Gerald Ford Bandarikjaforseti og Henry Kissinger utanrikisráð- herra lýstu báðir yfir i gær, að rikisstjórn Kambódiu(þ.e. stjórn Lon Nols) falli óhjákvæmilega berist henni ekki aukin aöstoð frá Bandarikjunum. 1 bréfi, sem Ford sendi fulltrúa- deild Bandarikjaþings, segir m.a., að Kambódiustjo'rn verði að gefast upp fyrir sveitum skæru- liða innan fáeinna vikna að óbreyttum aðstæðum. A sama tima kvað Kissinger á fundi með fréttamönnum stjórnina falla, þar eð innan skamms yröi skortur á skotfærum hjá stjórnarhernum. Krafa Bandarikjastjórnar um stóraukna aðstoð við Kambódiu (og Suöur-Vietnam) hefur mætt verulegri andstöðu á þingi. Þess- um ummælum Fords og Kissing- ers er sýnilega ætlað að breyta þessari afstöðu þingmanna. í eftir- talin Austurbrún Laufásveg Bergstaðastræti Símar: 1-23-23 og 26-500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.