Tíminn - 27.02.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.02.1975, Blaðsíða 1
Tf vélarhitarinn ifrostiogkulda HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 „Gamall draumur' — segir Jóhann S. Hlíðar, sem hefur verið ráðinn prestur Islendinga í Kaupmannahöfn Gsal—Reykjavlk. — „Það má aö nokkru leyti segja, að þetta sé gamall draumur" sagði séra Jóhann S. Hliöar, sóknarprestur i Neskirkju, er Timinn haíöi tal af honum I gær, en Jóhann hefur verið ráðinn prestur meöal islend- inga i Kaupmannahöfn, frá 15. apríl n.k. til þriggja ára. Jóhann sagði að umsókn sln um starfið ætti rót sina að rekja til ársins 1953, þegar hann hefði um jólaleytið ver- iðbeðinn um að sjá um helgi- athöfn i kirkju i Stokkhólmi fyrir Islendinga búsetta þar i grennd. Hefði þáverandi sendiherra þá haft á orði, að nauðsynlegt væri að hafa presta sem gæti ferðazt á milli höfuðborga Sviþjóðar, Noregs og Danmerkur. Við spurðum Jóhann að þvi, hvort þetta starf væri þá ekki eingöngu miðað við Kaupmannahöfn. — Nei, i lögum fyrir þetta starf segir að presturinn eigi að heimsækja höfuðborgir Norðurlandanna, en þvi mið- ur hefur ekki fjárveiting fengizt til þess. Ég hef fullan hug á þvi, að reyna að fá þvi framgengt að af þessum heimsóknum geti orðið. Jóhann S. Hliðar, var sóknarprestur i Vestmanna- eyjum i tæp nitján ár, eða þar til hann var skipaður prestur i Nessókn fyrir örfá- um árum. > — Núna i janúar þegar þetta starf var auglýst kom einhver fiðringur i mig, svo ég sótti um. Ég hef heldur ekki rótfest mig hér i Reykjavik, en ég fer með gleði og eftirvæntingu til þessa nýja starfs. Ég hugsa hlýtt til fólksins sem ég er að kveðja og vona að ég geti orðið að einhverju liði i þessu starfi, sagði Jóhann Hliðar að lokum. Jóhann mun hafa aðsetur i húsi Jóns Sigurðssonar i K.höfn. 49. tbl. — Fimmtudagur 27. febrúar 1975 —59. árgangur Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 t> ENGINN SOTTI UM FLAT EYRARLÆKNISHÉRAÐ — líklega læknislaust þar til í vor, þegar kandidatar útskrifast gébé-Reykjavik. Umsóknarfrest- ur til að sækja um læknisstöðu á Flateyri er nú runnin út og hefur enginn sótt um stöðuna, að sögn Páls Sigurðssonar, ráðuneytis- stjóra Heilbrigðis- og trygginga- málaráðumeytisins. Eins og sagt hefur verið frá I fréttum, stór- slasaðist maður á Flateyri á sunnudaginn, er hann féll I stiga, og sex klukkustundir liðu áður en hægt var að koma honum undir læknishendur. Maðurinn var fluttur til Reykjavfkur á sjúkra- luis, þar sem hann lézt af völdum áverkanna. Fresturinn til umsóknar um læknisstöðu á Flateyri rann út I slðustu viku, en enginn sótti um. Læknirinn á Þingeyri hefur gengt þessu starfi, og auk þess hefur hjúkrunarkona, sem búsett er I Holti, önundarfirði, verið. með ákveðna tima I hjúkrunar- þjónustu á Flateyri. I Flateyr- arumdæmibúanúá sjötta hundr- að ibúa. Páll Sigurðsson sagði, að ólik- legt þætti, að nokkur læknir fengist til Flateyrar fyrr en I vor, þegar læknakandidatar útskrifast Það eru aðeins tveir staðir á landinu, sem núhafa enga lækna, sagði Páll, en það eru Flateyri og Kópasker, en læknirinn á Húsavik gegnir læknaþjónustu á Kópa- skeri. Að visu er .aöeins einn læknir á Hvammstanga og einn á Þórshöfn, en samkvæmt reglum ættu þeir að vera tveir á þessum stöðum. Það sem aðallega háir þar er að húsnæði vantar fyrir læknana, sagði Páll Sigurðsson að lokum. STIMPILKLUKKUR ÍSKÓLANA? BH—Reykjavík. — A borgar- stjórnarfundi fyrir skömmu var samþykkt fundargerð fræðslu- ráðs frá 3. þ.m., þar sem m.a. segir, að borgarendurskoðandi hafi lagt fyrir ráðið umsögn slna varðandi stimpilklukkur I skól- um, og mælihann með þvl, að þær verði settar upp. t tilefni af þessu sneri blaðið sér til borgarendur- skoðanda, Helga V. Jónssonar og innti hann eftir málavöxtum. — Málið er það I stuttu máli, sagði Helgi, að fyrir nokkru kom fram I fræðsluráði tillaga frá Ragnari Júliussyni varðandi stimpilklukkur i skólunum. Til- efnið var það, að geta fylgzt með starfsmönnum við skólana, sérstaklega þeim er starfa við heilbrigðisþjónustu, en hér er um nokkurn fjölda fólks að ræða við skólana. Tillögu þessari var visað til borgarendurskoðanda, og taldi ég sjálfsagt að mæla með henni. Þetta mál hefur verið nokkuð I sviðsljósinu að undanförnu, vegna hugsanlegrar ráðningar trúnaðarlæknis til skólanna, sem myndi þá taka til starfa 1. marz n.k. Við inntum Helga eftir þvl, hvort stimpilklukkumálið væri á einhvern hátt hugsað i sambandi við kennara. — Nei, svaraði Helgi, ég held, að það komi ekki til mala, og óþarft vegna þess eftirlits, sem nemendur hljóta alltaf að skapa, auk þess sem kennarar þurfa að gefa strangar fjarvistarskýrslur. Þar að auki eru þeir opinberir starfsmenn, og heyra ekki undir borgina. Frumsýning Coppelíu: F/M/W ÞÚSUNDASTA SÝNINGIN í ÞJÓÐLEIKHÚSINU gébé-Reykjavik. A föstu- daginn 28. febrúar verður frumsýning á hinum heims- kunna ballett Coppeliu, I Þjóðleikhúsinu, en sýning þessi er athyglisverð bæði af þvi að þetta er i fyrsta skipti sem Þjóðleikhúsið hefur ballett á fastri verkefnaskrá sinni og jafnframt sii viða- mesta sem sviðsett hefur verið á Isl. leiksviði. Sýningin á föstudaginn verður fimm þúsundasta sýningin á tæplega tuttugu og fimm ára starfsferli Þjóðleikhússins, en leikhúsið á 25ára afmæli 20. aprll n.k. Alan Carter er stjórnandi ballettsins, en auk þess hefur hann séð um leikmyndir og búningateikningar. Rösk- lega fimmtiu manns taka þátt i sýningunni, en með aðalhlutverkin fara Julie Claire, Þórarinn Baldvins- son og Bessi Bjarnason. Ballettinn Coppelia var fyrst sýndur i Paris 1870 og vakti sýningin strax mikla athygli. Siðan hefur þessi ballett farið sigurför um allan heim, og enn i dag þykir hann jafn skemmtileg- ur. Tónlistin er eftir L. Delibes en höfundur textans eru C. Nuitter og A. Saint- Leon. Fá Akureyringar vatn frá Laugum? heitt ED—Akureyri. — Einhver bezti árangur sém fengizt hefur við borun eftir heitu vatni, er að Laugum i Reykjadal. Þar streyma yfir fimmtlu Htrar á sekúndu upp úr nýrri borholu af nær 63 stiga heitu vatni, eins og frá hefur verið sagt I Timanum. Til samanburðar við þetta, má geta þess að Dalvlkingar nota 26-28 litra á sek. til að hita með byggð sina, en þar eru 1150 Ibúar. Akureyringar hafa fengið mikinn áhuga á heita vatninu á Laugum. Nýlega lauk borun eftir heitu vatni á Laugum, en hún tók þrjár vikur. Þar fannst óvenjumikið Framhald á 5. siðu. Bókamarkaður Bóksalafélags íslands: „GAAALA KRONAN I FULLU GILDI u I.áius Blöndal og Jónas Eggertsson sjást hér innan um hluta allra bókahlaðanna, sem verða á boðstólum á Bókamarkaðnum næstu dagana. Timamynd: Róbert. BH—Reykjavik. — Vissulega er þetta timamótamarkaður. t rauninni eru allir bókamarkaðir, sem við höfum haldið timamóta- markaðir, þvi að á þeim hverfur alltaf talsvcrt af bókum úr sölu. Svo er þetta 15. árlegi markaður- inn, sem Bóksalafélagið heldur. Og þá má ekki gleyma þvi, að við erum aftur komnir I miðbæinn, en þar hefur Bókamarkaðurinn ekki verið haldinn slðan hann var i Listamannaskálanum forðum. Þetta var upphaf samtais okkar við þá bóksalana Lárus Blöndal Guðmundsson og Jónas Eggerts- son, en þeir standa fyrir bóka- markaðnum, sem opnaður hefur verið i kjallara Iðnaðarhússins á horni Ingólfsstrætis og Hall- veigarstígs. Þeir Jónas og Lárus voru að sjálfsögðu önnum kafnir við að koma fyrir bókastöflunum, með heilan her af aðstoðarmönn- um sér til fulltingis, en þar fyrir skyldi enginn halda að þeir séu nokkrir viðvaningar I umgengni við bækur, hafa báðir staðið framarlega I stétt bóksala um áratuga skeið og séð um bóka- markaðinn fyrir Bóksalafélagið, — og það er ekkert smáræðis starf. Um það munu þeir sannfærast, sem leggja leið sina I téðan kjallara næstu dagana. — Já, það er óhætt að fullyrða það, að gamla krónan sé I fullu verðgildi á þessum markaði, eins og jafnan fyrr, en þetta hefur ver- ið einkunnarorð okkar, sem við höfum lagt mikið upp úr að standa við. Það er ógjörningur að segja, hversu margar bækur eru hérna, hvað bókartitlum viðvik- ur, en það er alveg vist, að eftir þennan markað sjást ekki 60-80 bókartitlar framar á markaði. Framhald á 5. siðu. Loðna vestur af Garð skaga gébé— Reykjavik. — Hjá Loðnunefnd fékk Tlminn þær upplýsingar, að talsvert magn af loðnu væri nú um tólf mllur vestur af Garðskaga og hefur þegar einn bátur tilkynnti þaðan um afla en það var Báran með þrjátiu tonn af loðnu, sem fer I frystingu I Njarð- vfk. örfáir bátar eru á þess- um sloðum, en biiizt er við að þeir sem fá losun á Suður- nesjahöfnum, fari á þessi mið áður en þeir halda aust- ur. Þrjátiu og nlu bátar höfðu tilkynnt um afla á Aust- fjarðamiðum, þegar Tlminn hafði samband við Loðnu- nefnd i gærkvöldi. Aflamagn þessara báta var ellefu þús- und tonn, og hafði Sigurður fengið mest, eða eitt þiisund tonn. Bátarnir voru nær undantekningarlaust með fullfermi, en flestir þeirra taka um fjögur til fimm hundruð tonn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.