Tíminn - 27.02.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.02.1975, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 27. febrúar 1975 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Það er alls ekki óliklegt, að einhver verði til þess að særa tilfinningar þinar i dag. Þú skalt lika vera sérlega pössunarsamur, og ef þú átt börn, Fskaltu gæta þeirra fyrir afskiptum óviðkomandi. Hlustaðu á kunningja þina. Fiskarnir (19. febr.—20. marz.) Það er hætt við þvi, að einhver spenna myndist fyrri hluta dagsins, svo að þú skalt gæta þess að gera ekki neitt ögrandi eða segja neitt slikt. Hvers konar verkfæri skaltu meðhöndla með varfærni i dag. Þetta lagast með kvöldinu. Hrúturinn (21. marz—19. april) Það er umferðin, sem þú skalt gæta þin á i dag, og þú skalt ekki flýta þér neitt. Ef þú lætur ekki æsa þig upp, ættirðu að geta lært þó nokkuð af ákveðnum skoðunum annarra, sem þú hefur kannski ekki hlustað á til þessa. Nautið (20. april—20. maí) Fyrri hluti dagsins er svolitið skritinn og það er hætt við deilum. Ekki þurfa þessar deilur að vera merkilegar, og næsta liklegt, að þær stafi af sameignarfé. Þú gerðir rétt i að athuga með endurbætur á nánasta umhverfi þinu. sTviburarnir (21. mai—20. júni) Þú skalt gá að þér i dag, þetta er hálfgerður leiðindadagur i ýmsu tilliti, og hætt við því, að einhver reiti þig til reiði snemma dags. Þú skalt vera sáttfús, og gættu þess, að þú munt sjá eftir þvi, ef þú rýkur upp. Krabbinn (21. júni—22. júli) Það litur ekki út fyrir neitt annað en deilur og þvarg með morgninum og jafnvel óhöpp, svo að það er um að gera að fara varlega i einu og öllu. Kvöldið er hins vegar vel fallið til umræðna um nýjungar, ferðalög og skipulag mála. Ljónið (23. júli—23. ágúst) Þú ert að bralla eitthvað með sjálfum þér núna, og þaö er hætt við þvi, að einhver, ástvinur eða vinur, sé ekki alveg reiðubúinn að samþykkja það, sem þér er efst i huga. Þú skalt vera umburðarlyndur i dag, gagnvart öllum. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Það er alls ekki óliklegt, að einhvers konar ágreiningur verði með morgninum, svo áð þú skalt gæta þess að vera ekki of fljótfær eða harð- orður i fyrirskipunum, en beittu meðfæddri lagni þinni. Berðu klæði á vopnin. Vogin (23. sept.—22. okt.) Þetta er enginn sérstakur dagur, þó liggja linur hans frekar I þá átt, að þér beri að fara varlega ekki sizt ef þú ert einhvers staðar á ferðalagi. 1 kvöld ættirðu að reyna að brydda upp á ein- hverjum nýjungum. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Það er eitthvað i sambandi við fyrri hluta dags- ins, sem veldur þvi, að þér er vissara að fara varlega, það litur út fyrir einhverjar hættur og hindranir. Þú skalt hafa stjórn á tilfinningum þinum i dag. Farðu varlega siðdegis. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Það litur út fyrir harða samkeppni i dag. Það gæti farið svo, að þú æstir til öfundar, eða fengir að finna fyrir henni á einhvern hátt. Það getur orðið erfitt að jafna einhvern skoðanamismun meðal þinna nánustu. Steingeitin (22. des.—19. jan.) Eitthvað er það i sambandi við fyrri hluta dags- ins sem veldur þvi, að þú ættir ekki að kvarta um of eða bera þig upp undan hlutskipti þinu. Það getur vel verið að þér liði ekki sem bezt, en reyndu að bæta fyrir gamlar syndir. Samtök Svarfdælinga halda árshátíð i Átthagasal Hótel Sögu laugardaginn 1. marz kl. 19. Miðasala og borðpantanir á föstudag frá kl. 17—18 á sama stað. — Stjórnin. TIMINN____________ „Kerling arnar" á Akranesi BH—Reykjavik. — í kvöld fimmtudagskvöld, frumsýnir Skagaleikflokkurinn, ieiksýning- una „Ertu nú ánægð kerling?” i Bióhöllinni á Akranesi. t þessari sýningu taka rúmiega 20 manns þátt.enhún fjallar um ýmis mál- efni kvenna — og auðvitað karla lika. Jón Júliusson leikari, hefur sett sýninguna á sviö, en tónlistina út- setti Carl Billich. Leiktjöld eru að mestu fengin frá Þjóðleikhúsinu. önnur sýning verður á föstu- dag, en auk sýninga á Akranesi er ráðgert að fara með sýninguna um nágrannabyggðirnar. Meðfylgjandi mynd er af þeim Huldu Þórðardóttur og Þórunni Jóhannesdóttur i einu atriði sýningarinnar, en þaö atriði ber heitiö „Synirnir — eða hvað dreymir þær gömlu?” Skákþingi Suður- lands lokið BH—Reykjavlk. — Skákþing Suðurlands var haldið á Selfossi dagana 1. til 23. febrúar. Teflt var sameiginlega i meistarafl. og fyrsta flokki. Þátttakendur voru 14 og umferðirnar 9 eftir Mond- rad-kerfinu. Efstir urðu þessir: Hannes Ólafsson, Landssveit, með 7 vinninga, Guðbjörn Sigur- mundsson, Hraungerðishreppi, meö 6 vinninga, og Helgi Hauks- son, Hveragerði, með 6 vinninga. Þá var einnig teflt i unglinga- flokki, en þátttakendur þar voru tólf talsins. Almar Sigurðsson, Selfossi, varð efstur með 6,S vinninga af 12 mögulegum. Hraöskákmót Suðurlands verður haldið um helgina. Þaf hefst kl. 2 á sunnudag og fer fram i Tryggvaskála á Selfossi. Hannes Jónsson afhendir trúnaðarbréf Hannes Jónsson afhenti hinn 20. febrúar 1975 Thodor Zhivkov, for- seta Búlgariu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands i Búlgariu með aðsetri i Moskva. Þá afhenti Hannes hinn 25. febrúar 1975 forseta rikisráðs Rúmeniu, Nicolae Ceausescu. trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands i Rúmenlu. —... Rafgeymar í miklu úrvali ■\ CAV Olíu- og lofísíur t flestar tegundir bifreiða og vinnu- véla HLOSS Skipholti 35 Simar: 8-\3-50 verzlun 8 13 51 vert<stæöi • 8-13-52 skrifstofa Fimmtudagur 27. febrúar 1975 „Ertu nú ánægð, kerling?” UR EIK TEAK OC PALESANDER ÓDÝRT OG HAGKWMT j f! Húsgagnaverslun (<> Reykjavíkur hf. BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 11940 Verzlunarmannafélags | Reykjavíkur |Í verður haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal, 1 pl fimmtudaginn 27. febrúar 1975 kl. 20. jjp Dagskrá samkvæmt félagslögum. Verzlunarmannafélag Reykjavikur. Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik og heimild i lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér i umdæminu, sem enn skulda sölu- skatt fyrir okt.—des. 1974, og nýálagðan söluskatt frá fyrri tima, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum, ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar við Tryggva- götu. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 25. febr. 1975. Sigurjón Sigurðsson. EIR-ROR 1/8" 3 1/16" 1/4" 5/16" 7/16" 1/2" FITTINGS Gott úrval PÓSTSENDUAA UM ALLT LAND T 7T T5T ARAAULA 7 - SIAAI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.