Tíminn - 27.02.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.02.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 27. febrúar 1975 TÍMINN S 3 Sáttasemjari rikisins, Torfi Hjartarson, hélt fund með samninganefndum atvinnurekenda og verka- lýðsfélaganna f gærdag og stóð fundurinn frá kl. tvö tii hálf fimm. Ekki voru allir samningarnefndar- menn á fundinum, en þeir voru, auk Torfa, Björn Jónsson, Jón Bergs, ólafur Jónsson, Skúli Páimason, Björn Bjarnason og Benedikt Davlðsson. Torfi sagði, að skýrslur hefðu verið lagðar fram um ágrein- ingsmálin og skýrt frá þvi, hvernig þeim væri háttað. Þá sagði Torfi að alls óákveðið væri hvenær næsti fundur yrði haldinn. Tlmamynd: Gunnar. Búnaðarþing í gær: 2/3 HLUTAR ÁBURÐARINS FRAAALEIDDUR HÉRLENDIS Á fundi Búnaðarþings i dag flutti Runólfur Þórðarson, verk- smiðjustjóri Áburðarverksmiðj- unnar I Gufunesi erindi um áburðarframleiðslu á tslandi. Það kom m.a. fram I erindi Run- ólfs að nú er framleitt I Gufunesi 2/3 hlutar þess áburðarmagns, sem notað er i landinu, en það byggist á innflutningi til blöndun- ar I verksmiðjunni. Með stækkun saltpétursýru verksmiðjunnar mætti framleiða allan þann áburð, sem þörf er fyrir I landinu I dag, þ.e.a.s. með jafnhliða inn- flutningi á ammoniaki, fosfór og kall. Sllk stækkun á saltpétur- sýruverksmiðjunni og bættri hafnaraðstöðu I Gufunesi og auknu geymslurými er áætlað að mundi kosta rúmlega 1000 millj. króna. Það þarf tiltölulega litla orku eða aðeins 2 megawött til viðbótar, ef lagt væri I þessa framkvæmd. Aukin ammoniakframleiðsla Það kemur tvennt til greina: Miða framleiðsluna fyrst og fremst við innlenda notkun og þá nokkur ár fram I timann. Ef af- köstin yrðu þrefölduð frá því sem þau eru i dag, þá þyrfti um 30 mw til viðbótar I orku. Talið er að 1 mw þurfi til að framleiða eitt tonn af ammoniaki. Með þreföldun á afköstum i Gufunesi þyrfti ekki aukinn mannafla, en fjárfesting gæti orðið 3500-4000 millj. króna. Hugsanlegt er einnig að byggja stóra ammoniaksverksmiðju, en þá er staðarvalið ekki sjálfgefið, þvi aðrir staðir á landinu koma fullt eins vel til greina eins og Gufunes. Algeng stærð á verk- smiðjum erlendis er 800-1000 tonn framleiðsla á ammoniaki á dag. Orkuþörf fyrir 800 tonna verk- smiðju er talin 400-450 mw. öll orkan frá Búrfells- og Sigöldu- virkjun mundi ekki hrökkva til. Verksmiðja af þessari stærðar- gráðu gæti kostað um 15.000 millj. króna. Til viðbótar kæmi virkjunarkostnaður, sem hugsan- lega væri um 24.000 millj. kr. mið- að við núverandi verðlag. Runólf- ur benti á að mikil óvissa væri nú með áburðarverð, en þó virtist verð á ammoniaki fara heldur lækkandi. Búnaðarþingsfulltrúar höfðu mikinn áhuga á erindi Runólfs og svaraði hann nokkrum fyrir- spurnum að loknu erindi. Næsti fundur Búnaðarþings verður fimmtudaginn 27. febrúar kl. 9.30. Enn eitt hlustunar- duflið.... Loðnuveiðibáturinn Ársæll KE 77, fann hlustunardufl á reki um tiu mílur austur af Skarðsfjöru I gærdag, og kom með það inn til Njarðvikur i gær. Hlustunarduflið er álitið brezkt að uppruna og á þvi er ártalið 1966. Dufl af þessu tagi hafa herskip notað, er þau eru i kafbátaleit, draga skipin þá duflin á eftir sér. Samskonar dufl hefur áður fundizt hér við land. Auglýsiíf iTjmanum Afneita Guðmundi og Inga R. Brosiegt er að fylgjast með yfirklóri Þjóðviljans, sem reynir nú að gera seðlabanka- menn sina, þá Guðmund Hjartarson og Inga R. Helga- son, ómerka vegna afstöðunn- ar til gengisfeilingarinnar. Þjóðviijinn segir, að þeir séu bara embættismenn, sem engu ráði, og verði að lúta stefnu rikisstjórnarinnar. Al- þýðubandalagið beri enga ábyrgð á gerðum þeirra. Ekki minnkar lágkúra Þjóð- viljans við skrif af þessu tagi, og að vonum finnst mönnum, að blaðinu farnist ilia gagn- vart tveimur aðalf jármála- mönnum Alþýðubandalagsins, sem að sögn eiga mestan heið- ur af útgáfu Þjóðviljans. Má þvi segja, að sjaldan launi kálfurinn ofeldið, þegar Kjart- an Ólafsson ritstjóri blaðsins kastar hnútum að máttar- stólpum Þjóðviijans. Og hver er sök þeirra? Aðeins sú, að þeir fylgdu eigin sannfæringu I erfiðu og viðkvæmu máli. Hvaða meðferð fær Sigurjón? ættismenn, ® fer gamanið að kárna, þegar hinir svokölluðu „ábyrgu for- ustumenn Alþýðubandalags- ins” leyfa sér að taka afstöðu, sem striðir gegn pólitik Þjóð- viljans. Virðist borgarráðs- maður Alþýðubandalagsins, Sigurjón Pétursson, ekki eiga von á góðu, þvi að I fyrradag greiddi hann atkvæði með hækkunarbeiðnum Hitaveit- unnar og Rafmagnsveitunnar, sem þýðir nýjar álögur á gjaidendur i Reykjavlk. Varla fer Þjóðviljinn að halda þvi fram, að Sigurjón Pétursson sé embættismaður, sem ráði ekki atkvæði slnu? Er nú úr vöndu að ráða fyrir blaðið, þvi að samkvæmt kenningu þess, hefur Sigurjón með þessari af- stöðu sinni Skipað sér við. hlið ihaldsstjórnar, sem „fram- kvæmt hefur hrikalegar hækkanir á ölium innlendum þjónustugjöldum ” og tekið þátt I þvl „að gera skortinn að skömmtunarstjóra, en rang- látari og andfélagslegri höft er ekki hægt að framkvæma”, eins og Þjóðviljinn kemst að orði I sunnudagsleiðara slnum um hækkanir hitaveitu- og rafmagnsgjalda. Og 'ekki nóg með það: „Ljóst er, aö fyrir- tæki Reykjavíkurborgar eru nú að koma á neyðarástandi til þess að knýja stjórnvöld, og þá sérstaklega ólaf Jóhannes- son viðskiptamálaráðherra til þess að heimila hrikalegar nýjar verðhækkanir á raf- magni og heitu vatni”, segir blaðið. Samkvæmt þessu er sök Sigurjóns mjög alvarleg, þar sem hann hefur nú tekið þátt I þvi með fyrirtækjum borgar- innar að skapa umrætt neyðarástand til þess að knýja viöskiptaráðherra til að leyfa hækkanir. Og kannski verður sök Sigurjóns talin enn þá meiri vegna þess, að hann greiddi atkvæði meö hækkunarbeiðni Hitaveitunn- ar ásamt fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins meðan Kristján Benediktsson, borgarráðsmaður Fram- sóknarflokksins, treysti sér ekki til að greiða atkvæði með þeirri hækkun. Verður nú fróðlegt að vita hvaða aðferð Þjóðviljinn notar til að afneita Sigurjóni Péturs- syni. — a.þ. FulStrúar á Búnaöarþíngi teknir tali Brýnasta verkefnið er að efla Áburðarverksmiðjuna — segir Sigmundur Sigurðsson, Syðra-Langholti Sigmundur Sigurösson, bóndi Syðra-Langholti, Hrunamanna- hreppi. Timamynd: Gunnar. Gsal—Reykjavík. „Hækkun á rekstarvörum landbúnaðarins, og þá sérstaklega hinar gifurlegu hækkanir á áburðarverði, tel ég vera stærsta vandamál iand- búnaðarins um þessar mundir. Það er ekki aðeins að áburðar- verð hafi hækkað jafn mikið og raun ber vitni á slðasta ári, heldur er og einsýnt aö áburöar- verð muni fara sihækkandi á næstu árum. Það er þvi eitt brýn- asta verkefniö að stórefla Aburðarverksmiðju ríkisins.” Þannig fórust m.a. orð Sig- mundi Sigurðssyni, bónda Syðra- Langholti, Hrunamannahreppi, þegar Timinn hafði tal af honum á Búnaðarþingi I gær. Kvaðst Sigmundur telja nauð- synlegt, hvað áburðarverðs- hækkanir áhræði, að ríkið fyndi tekjustofn til þes að greiða hækkunina að einhverju leyti nið- ur. — Ég tel hins vegar bæði sjálf- sagt og eðlilegt að bændastéttin taki á sinar herðar svipaðan hluta af hækkunum og aðrar stéttir landsins, og ég er þess fullviss að bændur skorast sízt undan slíku. Sagði Sigmundur að bændur þyrftu á þessum timum að reyna sem mest þeir mættu að draga úr kostnaði við sinn búrekstur, nýta áburð betur ef þess væri nokkur kostur, gæta hagsýni I kaupum á nýjum vélum, — og i heild reyna að reka búin á sem hagkvæmast- an hátt. — A síðustu árum hefur land- búnaöinum verið kippt upp úr þúsuna ára gömlum farvegi og þvi er hann kannski ekki I dag fyllilega fastmótaöur. Kannski má segja, að þessi breyting hafi gerzt of ört, en við verðum að viðurkenna að bændur hafa alltaf verið stórhuga. Af öðrum vandamálum land- búnaðarins vildi Sigmundur nefna hinar öru hækkanir á verði rafmagns og sagði hann, að bændur hefðu miklar áhyggjur vegna þess. — Okkur datt í hug, að ekki sé gætt fyllstu hagsýni i þeim mál- um, sagði Sigmundur, — og ég gæti nefnt dæmi um óhagkvæm vinnubrögð hjá Rafmagnsveitum rikisins, þótt ég hirði ekki um að nefna þau hér. — Þá langar mig að nefna, aö simaþjónustan hækkar stöðugt i verði á sama tima og þjónustan sjálf versnar. 1 þvi sambandi má nefna, að fæst byggðarlög búa við neyðarsima, — og er það mjög bagalegt, eins og fjölmörg dæmi hafa sannað þegar um neyðar- tilfelli er að ræða, s.s. bruna eða slys. Við inntum Sigmund eftir þvl, hvort hann teldi, að bændur gætu minnkað áburðarnotkun að ein- hverju marki. Framhald á 5. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.