Tíminn - 27.02.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.02.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Fimmtudagur 27. febrúar 1975 cgwftV isfeiiar m- j'cwaw m Áróður hafður fyrir tedrykkju Teinnflytjendur i Þýzkalandi gera sitt af hverju til þess að selja vöru sina. Fyrir nokkru sögðum við frá þvi hér i Speglin- um, að teinnflytjendur gáfu hafnarverkamönnum i Ham- borg tesopa i þvi skyni að auglýsa teið. 1 þetta sinn birtum við mynd af nokkrum farþegum i sporvagni i Hamborg, þar sem þeir eru að sötra i sig tesopa á ★ köldum degi. Teinnflytjendur fengu að gefa kaffi i einni spor- vagnsleiðinni nú fyrir skömmu, og vakti það töluverða athygli. Colleen frá Indlandi og Snadre frá Sri Lanka báru fram teið. A siðasta ári var selt mikið magn af tei i Þýzkalandi, alls um 9000 tonn, en þrátt fyrir það er meðalneyzlan á hvern ibúa aðeins 150 grömm á ári. ★ Samkvæmisdansar aftur á uppleið Sagt er, að á hverju ári gangi 450.000 hjón i það heilaga i Vestur-Þýzkalandi. Af þessum hópi hafa 120 þúsund kynnzt, þegar fólkið hefur verið ein- hvers staðar úti að dansa. Sam- kvæmisdansar eru ef til vill ekki eins hátizkulegir nú og oft áður, en þeir eru einhver bezta hjóna- bandsmiðlunin, sem til er, ef dæma má af þessum tölum. Fólk verður þvi enn að kunna vals, tangó, rúmbu og foxtrott, að minnsta kosti i Þýzkalandi. Þaö gengur meira að segja svo langt, að fólk sem fyrir nokkr- um árum hefði fussað og sveiað yfir þessari tegund dansa er nú farið að hafa áhuga á henni. Þýzka sjónvarpið hefur þvi tek- ið upp danskennslu, og kennar- arnir eru Evelyn og Wolfgang Opitz frá Hamborg, sem eitt sinn voru heimsmeistarar i samkvæmisdönsum. Hér sjáið þiö parið á æfingu. Eiginmenn taki eftirnöfn eiginkvenna sinna Þrátt fyrir töluverðan mótþróa hefur verið samþykkt ný reglu- gerð varðandi eftirnöfn i Þýzka- landi. Nú geta kvæntir menn tekið upp eftirnafn eiginkonu sinnar, ef þeir óska þess. Þá verður þessu þannig háttaö, að herra Miiller, hefði getað verið fæddur Meyer, en af einhverj- um ástæðum óskað eftir að taka upp nafn konu sinnar. Fólk get- ur ráðið, hvernig nafnamálun- um verður hagað hverju sinni, og tekur þaö ákvörðun strax við giftingu. Getur fólk þá valið á milli eftirnafnanna, eða haft þau bæði saman. Reglugerð um þessi mál hefur verið samþykkt i Bundestag i Þýzkalandi, en á eftir að fara I gegnum svokallað Bundesrat. Nái hún einnig þar fram að ganga mun breytingin eiga sér stað i sumar. DENNI DÆMALAUSI Vertu góö viö strákinn. Hann gaf mér krónu fyrir aö kynna sig fyrir þér. Nei, en ekki svona almenni- leg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.