Tíminn - 27.02.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.02.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 27. febrúar 1975 TÍMINN 7 r Ctgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aðalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusími 12323 — augiýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Framtíð sveitanna Siðustu mánuði hefur krossferð mikil verið farin gegn landbúnaði, bændum landsins og þvi fólki i kauptúnunum, er byggir afkomu sina á margvis- legri þjónustu i sambandi við sveitabúskap. Menn, sem fá handtök eiga við framleiðslustörf og litið hafa gefið sig að þvi að gera þær afurðir, er i land- inu fást, að sem verðmætastri vöru, hafa þanið gúla og blásið i lúðra, og heróp þeirra hefur verið, að nú skuli knésetja bændur, er þá jafnframt þýð- ir að kippa meginstoðinni undan mörgum blóm- legum byggðarlögum, er til þéttbýlis teljast, með ófyrirsjáanlegu þjóðlifsraski, auk skerðingar á högum þjóðarbúsins. Þessir krossferðarriddarar mynda háværan hóp, eins og titt er um öfgamenn, og mitt i gjald- eyrisþrengingunum virðist það ekki hvarfla að þeim, að nein vandkvæði séu þvi bundin að þjóðin hætti að sjá sér fyrir algengustu neyzluvörum og kaupi þær i þess stað frá öðrum löndum — þaðan af siður að til þess sé hugsað, hvað það myndi kosta að rifa fólk upp með rótum hópum saman og reisa allt, sem það þarfnaðist, frá grunni á nýjum stað. Það væri þó ábaggi, sem næmi ófáum milljónum á hverja fjölskyldu. Annað mál er hitt, að landbúnaðurinn á við mörg vandamál að striða — og er þar ekki einn á báti, eins og nú er komið i þjóðfélaginu. En viðfangsefn- ið er ekki, hvernig sveitirnar, verði lagðar i eyði og samverkafólk bænda i kauptúnunum gert atvinnu- laust, heldur hvernig stýrt skuli, svo að áföllum verði sem bezt varizt og þjóðinni framvegis sem hingað til séð fyrir þeim matvælum, sem hún á beztra völ. Búnaðarþing situr nú á rökstólum, þar sem fjall- að er um þessi mál og mörg önnur, er landbúnað varða, og úrlausna leitað i þeim efnum, sem sizt þola bið. Meðal þess, sem steðjar og hvað mestum áhyggjum veldur, er hin gifurlega hækkun á verði tilbúins áburðar, sem jafnvel getur hugsazt, að ekki sé enn séð fyrir endann á, og verður enn meiri en ella vegna gengisfellingarinnar á dögunum. Án svipaðrar áburðarnotkunar og verið hefur verður ekki haldið i horfinu, en kostnaðaraukinn við búreksturinn aftur á móti iskyggilegur, þegar far- ið verður að nota þennan ofboðsdýra áburð. Annað mál, sem mjög varðar framtið sveitanna, er ásókn kaupstaðarbúa i jarðir, og sú verðspenna, er af henni hefur leitt sums staðar. óhóflegt verð á jörðum dregur þann dilk á eftir sér, að ungu fólki verður æ þyngra um vik að stofna til búskapar. Milljónir á milljónir ofan liggja ekki á lausu, og að þvi rekur, að hamarinn verður ókleifur þeim, sem ekkiþíggja jörð og bústofn að erfðum að mestu eðaT öllu leyti. Þegar til lengdar lætur, hlýtur af- leiðingin að verða sú, að jarðirnar lenda i eigu peningamanna i fjarlægð, og byggðin grisjast smám saman. Þar að auki hlýtur óeðlilega hátt verð bújarða að hafa i för með sér hækkandi fram- leiðslukostnað, sem kemur um siðir niður á af- urðaverðinu. Hér verður þvi að stinga við fótum. Jarðir i eigu rikisins eða sveitarfélaganna, sem þær eru i, hafa auðvitað sérstöðu, enda mikið eftir þeim sótzt. En hinar eru miklu fleiri, sem eru einkaeign, og mikið i húfi, að þær verði áfram i umráðum bænda, sem þar búa, án neinna afarkosta. — JH Joseph C. Harsch, The Christian Science Monitor: Afstaða Bandaríkjamannaj til Suður-Vietnams Á að auka framlög til Saigonstjórnarinnar? ALMENNT er álitin eðlileg og rökrétt hugsun að ganga Ut frá þvi sem gefnu, að allir, sem voru fylgjandi þvi fyrir tveim- ur árum, að Bandarikjamenn hættu virkri þátttöku i styrj- öldinni i Vietnam, hljóti nú eðli málsins samkvæmt að vera andsnúnir hvers konar hernaðaraðstoð við Suður- Vietnam. Ég vil leyfa mér að reyna að leiða að þvi rök, að þetta sé rangt. Mér virðast alveg óhrekjan- leg rök hniga að þvi nú, engu siður en fyrir tveimur árum, að bandariska hermenn megi ekki senda til bardaga á meginlandi Asiu. En regin- munur er á beinni styrjaldar- þátttöku bandariskra her- sveita i Vietnam og sendingu nægjanlegra vopna til Suður- Vietnam til mótvægis þeim hergögnum, sem andstæðing- ar þeirra að norðan fá erlendis frá. ÞEGAR verið var að senda fyrstu bandarisku hersveitirn- ar tii Vietnam, var þvi borið við, að verið væri að koma i veg fyrir að kommúnistar næðu að drottna yfir andstæð- ingum sinum i Suður-Viet- nam. Þetta var ein ástæðan i augum sumra, og aðalástæðan eöa jafnvel eina ástæðan i augum annarra. En meginástæðan i augum þeirra, sem stefnuna móta i Washington, var annars eðlis. Þeir litu svo á, að Bandarikja- menn ættu i afar langvinnri baráttu gegn útþenslu- og heimsveldisstefnu þeirra, sem rikjum réðu i Kina. Talið var, að Kinverjar væru afar fjandsamlegir Bandarikjamönnum og að- hylltust háskalega útþenslu- stefnu. Meðal rikisstjórnar og forustumanna i Washington var yfirleitt gengið út frá þvi sem gefnu, að ef Kinverjum tækist að leggja allt Indókina undir sig, myndu þeir halda á- fram yfir Indónesiu og Ind- landshaf til Afriku, og þaðan til Suður-Ameriku. EF við stöldrum nú við og rennum huganum til þessa liðna tima, sýnist alveg ótrú- legt, að menn, sem að öðru leyti virtust skynsamir og heilir á geðsmunum, skuli hafa trúað þvi statt og stöðugt, að hugsjónir Kinverja og hernaöarmáttur drægi yfir Indlandshaf, hrykki til þess að ná drottinvaldi yfir þjóðernis- stefnu svartra manna i Afriku og entist enn yfir Atlantshafið til Suður-Ameriku. Þessi trú er enn furðulegri, þegar þess er gætt, að Kinverja skorti gersamlega bæði flugvélakost og herskipaflota. En óttinn við Kinverja yfir- gnæföi allt annað hjá forustu- mönnunum i Washington um þetta leyti. Hann var svo áleit- inn og gagntakandi, að hann nálgaðist æði. Kenningin, sem að baki lá, var nefnd domino- kenningin. ÓTTINN olli þvi, að fimm hundruð þúsund manna bandariskum her var komið fyrir á meginlandi Asiu, ekki ýkja langt sunnan við kin- versku landamærin. Meðan bandariskur her var i Indó- klna, vofði sú hætta sifellt yfir, að Bandarikjamenn væru allt i einu komnir i styrjöld á landi við fjölmennasta riki verald- ar. Nú er þetta allt um garð gengið. Nú eru Rússar einir um að telja Kinverja aðhyllast út- þenslustefnu, hvað þá að ógna Afriku eða Suður-Ameriku. Le Duc Tho og Kissinger, sem fengu friðarverðlaun Nobels fyrir samningana um Vietnam. Bandarikjamenn valda ekki lengur ógnun á suðurlanda- mærum Kina. Jafnframt er hætt aö ganga út frá þvi sem gefnu, að eilifur fjandskapur hljóti að rikja milli Banda- rikjamanna og Kinverja. 1 Vietnam sjálfu kemur breytingin fram i þvi, að búið er að „vietnamisera” styrj- öldina, eins og Bandarikja- menn komast að orði. Þetta er ekki lengur heimsveldastrið. Yfir Vietnam vofir ekki fram- ar að verða útvarðastöð heimsveldis Kinverja, Sovét- manna né Bandarikjamanna. EN styrjöldin er ekki um garð gengin. Eftir er óútkljáð borg- arastyrjöld, og i henni styðja bæði Kinverjar og Sovétmenn fólkið aö noröan gegn fólkinu i suðri. Stuðningur þeirra við norð- anmenn stafar fyrst og fremst af keppni innbyrðis. Kinverjar vilja ekki, að komið veröi upp útvarpsstöð sovézks heims- veldis skammt fyrir sunnan landamærin. Valdhafar i Moskvu geta hins vegar ekki sætt sig við, að Norður-Viet- namar lúti áhrifavaldi Kin- verja i einu og öllu. Fólkið i suðri hefur ýmsar góöar og gildar ástæður til þess að vilja komast hjá þvi að þurfa að lúta óskoruðu valdi noröanmanna. Margir ibúar i Suöur-Vietnam eru rómversk- kaþólskir. Viðskiptasambönd hafa þeir einkum við hiö vest- ræna samfélag iðnþróaðra rikja. Frakkar voru fyrst sunnantil i landinu en siðast i norðurhlutanum. Málið snyst ekki einvörðungu um hug- sjónastefnur samtimans. Deilan á sér bæði menningar- legar og sögulegar rætur. IBÚARNIR i suðri vilja halda áfram að vera óháðir norðan- mönnum, og sú ósk þeirra er i alla staði góð og gild og virð- ingar verð. Þeir hafa einnig fyllsta rétt til þess að óska eftir aðstoð erlendis frá, og það hafa þeir gert. Engin gild rök verða gegn þvi færð, að Bandarikjamenn jafni þá að- stoð, sem valdhafarnir i Moskvu og Peking láta i té, svo fremi aö þeir geri það af fúsum og frjálsum vilja. Ef þessi aðstoð er ekki jöfn- uð, kemur sennilega að þvi innan tiðar, að stjórnin i Saigon fær ekki við neitt ráðið og fellur. Þvi fylgir hins veg- ar, að kommúnistarnir að norðan ná drottinvaldi yfir andkommúnistum i suðri. Sunnanmenn kunna að biöa lægri hlut að lokum, jafnvel þó að Bandarikjamenn hlaupi undir bagga, en með þvi væri sunnanmönnum þó að minnsta kosti veitt tækifæri til að varð- veita sjálfstæði sitt. Þeir eru dæmdir til að lúta i lægra haldi, ef aðstoðin, sem norð- anmönnum er veitt, verður ekki jöfnuð. Vilja Bandarikja- menn i raun og veru standa að þeim dómi?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.