Tíminn - 27.02.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.02.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 27. febrúar 1975 Húsnæðismálastofnunin hafði frumkvæði að umbótum í húsnæðis- og byggingarmálum — i haust var tekin upp ný skip- an mála i tækniþjónustu stofn- unarinnar. Aður var hér teikni- stofa með 6-8 manna starfsliði, en nú hafa kvíarnar verið færðar út til þess að geta betur sinnt þeirri þjónustu, sem lög og reglugerðir um stofnunina gera ráð fyrir. Síðastliðið sumar var stofnuð sér- stök tæknideiid Húsnæðismála- stofnunar rikisins með fleira starfsliði en áður var á teiknistof- unni og teiknistofan því hluti af hinni nýju dcild. Svo fórust Haraldi V. Haralds- syni arkitekt orð i viðtali við Tim- ann fyrir skömmu, en hann var ráðinn forstöðumaður hinnar nýju tæknideildar Húsnæðis- málastofnunarinnar frá ágúst- byrjun að telja. — Verkefni þessarar nýju deildar verða m.a. stóraukin leið- beininga og fræðslustarfsemi um byggingamálefni og tæknilegar framfarir i húsnæðismálum. Fjölgun starfsliðs gerir okkur kleift að geta betur en áður fylgt eftir þeirri hönnun, sem hér á sér stað, þ.e.a.s. veitt almennum byggjendum betri tækniiega þjónustu og stuðlað að betra eftir- liti og umsjón með framkvæmd- um úti á landi eftir teikningum frá stofnuninni. Einnig hafa komið til ný verk- efni, svo sem tæknilegur undir- búningur vegna byggingar eitt þúsund leiguibúða á vegum sveitarfélaga og að sjálfsögðu frekari framkvæmdir á öðrum félagslegum grundvelli, einkum verkamannabústaðir og bygging- ar á vegum samvinnufélaga. Tæknileg þjónusta er nú mun meiri þáttur i starfsemi Hús- næðismálastofnunarinnar en ver- ið hefur. — Hve margt starfslið er hjá tæknideildinni? — Um 25 manns. Verkefnin, sem unnið er að, eru m.a. ný- hönnun smáhúsagerða, útfærslu- vinna við þær teikningar og verk- fræðiteikningar i sama farvegi, svo sem burðarþols og lagna- teikningar, fræðslu- og leiðbein- ingastarfsemi, sem ætlunin er að stórauka, og eftirlitsstarf með byggingarframkvæmdum á veg- um stofnunarinnar úti á landi. Aukið eftirlit i byggingamálum nauðsynlegt Þennan siðasta þátt starfsem- innar er einnig ætlunin að bæta. Jafnvel hafa komið fram hug- myndir um að stofnunin staðsetti menn um tima i landsfjórðungun- um til að unnt væri að rækjá þetta hlutverk betur og almennt til meira aðhalds i byggingamálum byggðarlaganna, jafnvel i sam- vinnu við aðrar stofnanir og tæknimenn. Innan Húsnæðis- málastofnunarinnar hafa einkum verið hönnuð hús fyrir byggjend- ur i hinum dreifðu byggðum landsins, og eftirlit með fram- kvæmdum hefur að mestu leyti verið i höndum byggingafulltrúa staðanna. Það hefur verið vandamál hve stofnunin hefur verið i lausum tengslum við byggjendurna, þótt reynt hafi verið að greiða götu þeirra eins og hægt hefur verið. A undanförnum árum hafa starfs- menn Húsnæðismálastofnunar- innar farið út á land á hverju sumri til eftirlits og leiðbeininga og reynt að koma i alla lands- fjórðunga. Eftir að þessar ferðir komust á hefur þörfin fyrir slikt eftirlti orðið ennþá greinilegri en áður. Framkvæmdir á borð við bygg- ingu þessara eitt þúsund leigu- ibúða gera viðtækara eftirlits- og leiðbeiningastarf nauðsynlegt. Bygging þeirra er þegar hafin i nokkrum sveitarfélögum, en framkvæmdirnar i heild dreifast á árin 1974-1978. Húsnæðismálastofnunin hefur veitt ákveðna þjónustu vegna byggingar almenns húsnæðis. Til þessa hefur einkum verið um ein- býlishús að ræða. Safn smáhúsa- gerða hefur legið frammi hér og hjá byggingarfulltrúum úti á landi, og byggjendur hafa getað ráöfært sig við sérfræðinga stofn- unarinnar. Við höfum séð um þarfir húsbyggjenda utan þétt- býlissvæðisins hér á suðvestur- horni landsins að langmestu leyti eöa yfir 90%. Mikil þörf er á þess- ari þjónustu þar sem arkitektar og aðrir tæknilegir sérfræðingar eru ekki til staðar i dreifbýlinu og hinn almenni byggjandi þar hefur ekki notið þessarar sérfræðilegu þjónustu höfuborgarsvæðisins. Þá sinnir stofnunin ýmiss konar þróunarmálum, svo sem rann- sóknarstörfum til umbóta i hús- næðis- og byggingamálum. Við vinnum i nánu samstarfi við aðr- ar rikisstofnanir á þessu sviði svo sem Iðnþróunarstofnunina og Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins. Þetta sama samstarf er m.a. i sambandi við frekari stöðlun i byggirigariðnaði og kynningu tæknilegra nýjunga, allt með hliðsjón af hugsanlegri lækkun byggingarkostnaðar. Við vinnum t.d. að könnun möguleika á meiri verksmiðju- framleiðslu með tilliti til fram- , leiðslu húshluta og annarra 'ein- inga i hús og ibúðir, með hliðsjón af notkun islenzkra byggingar- efna. Þá er unnið að stöðluðu formi kostnaðaráætlana, verklýsinga og útboðskerfis til hagræðingar við áætlanagerð vegna undirbún- ings byggingarframkvæmda. Gæðamat og endurbætur á lánakerfinu Þá er einnig á vegum tækni- deildar unnið að gæðamati húsa og ibúða miðað við tæknilega út- færslu og rýmisþarfir. Þetta er gert vegna hugsanlegrar endur- skoðunar þeirra stærðarreglna, sem m.a. liggja til grundvallar almennum lánveitingum Hús- næðismálastofnunarinnar. 1 þessu matskerfi verður tekið tillit til rýmisþarfa ýmissa fjölskyldu- stærða og lögð áherzla á sem bezta nýtingu húsnæðisins, og ætlunin er að leggja fram tillögur um endurbætur á lánakerfinu með hliðsjón af öllum þessum atriðum. Hugmyndin er, að Jieir sem byggja ódýrar og nýta betur sitt húsnæði miðað við fjölskyldu- stærð, fái hugsnlega betri lána- fyrirgreiðslu. Þannigað lán verði veitt i þrepum. Nú er það staðreynd, að fólk hefur tilhneigingu til að byggja hámarksstærð ibúðarhúsnæðis miðað við fjölskyldustærð. Kannski ýta aðstæðurnar i þjóð- félaginu undir þessa þróun. Menn byggja ekki einungis þak yfir höfuðið, heldur eru þeir lika að fjárfesta. Þetta tvinnast saman. Jafnvel hefur fólk i huga að bygg- ingin megi gjarnan vera dýr, þvi fasteignir hækka, jú, i verði. Við höfum ástæðu til að ætla, að þörf sé á að endurskoða þessi mál með tilliti til erfiðleika á fjár- mögnun og lánafyrirgreiðslu á verðbólgutimum, eins og við bú- um við nú. Ekki það, að fólk geti ekki feng- iö að byggja dýrt ef það vill, en þeir sem vilja byggja hagkvæmt fái hlutfallslega betri lánafyrir- Rætt við Harald V. Haraldsson forstöðumann Tæknideildar Húsnæðismálastofnunar ríkisins Haraldur V. Haraldsson lauk námi i arkitektúr i Stuttgart i Þýzka- landi árið 1963. Vann hjá Skipulagi Reykjavikurborgar við gerð aðalskipu- lags Reykjavikur. Haraldur rak siðan sjálfur arkitekta- stofu á árunum 1964- 66 og vann einnig i félagi með öðrum að ýmsum verkefnum. Þá starfaði Harald- ur hjá Alusuisse við framkvæmdaáætlun Álversins i Straums- vik og hafði eftirlit með framkvæmdum þar. Að þeim loknum réðst hann i mai 1972 til eins stærsta arki- tektafyrirtækis i Þýzkalandi. Starfs- menn þess hafa m.a. sérhæft sig i hönnun sjúkrahúsa. Hafði Haraldur umsjón með gerð kostnaðar- áætlana, verk- lýsinga, útboðs- gagna og frágangs- teikninga fyrir geð- sjúkrahús, sem á að fara að reisa i Bonn. Sjúkrahús þetta er ætlað 550 vistmönn- um og framkvæmda- Haraldur V. Haraldsson. áætlunin nemur 75 milljónum þýzkra marka. 150 manns starfa hjá arkitektafyrir- tæki þessu i Stutt- Tlmamynd GE gart, en það sá m.a. um hönnun og bygg- ingarframkvæmdir Ólympiuþorpsins fyrir Ólympiuleik- ana i Munchen 1972. Ný stórverkefni gefa tækifæri til aukinnar hagræðingar Tækniþjónusta við almenna húsbyggjendur aukin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.