Tíminn - 27.02.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.02.1975, Blaðsíða 12
>Vi\VnY TÍMINN sof a. ó, góöur guð! Átti hún að f ara hingað erindisleysu? Hún hafði verið svo heimsk. Hún hefði bara átt að ganga inn og spyrja eftir Gústaf. Það var ekki nema ósköp eðli- legt, að móðir hans ætti erindi við hann. Það gat með engu móti styggt hann. En nú var það orðið of seint að gera það. Henni vöknaði um augu, og það byrjaði að renna úr nef inu á henni. Kuldanæðingurinn nísti hana inn að beini. Hún gat ekki haft annað en kvef upp úr þessu. Hún hnipraði sig betur saman, tróð höndunum undir prjóna- treyjuna sína og skalf af kulda og snökti eins og lítið barn. Ó, hvað hún var lítils megnug og umkomulaus. Svona tilfinningar höfðu oft búið Jóhanni í brjósti. Það var ekki gamanleikur að vera getulaus aumingi. Vesa- lings Katrín! Nú hélt hún af stað heimleiðis hágrátandi og hnaut um hvern stein og runna, sem á vegi hennar varð. Marga næstu daga gat hún ekki á sér heilli tekið. Kvef ið, sem hún hafði fengið gerði hana enn stúrnari og niðurdregnari. Einveran var ekki heldur sérlega uppörv- andi. Seinna frétti hún, að skipshöfnin á „Venusi" ætti að fara með gufubátnum til Maríuhafnar. Nú varð hún að gera lokatilraunina. Hún bjó um það, sem hún hafði prjónað og saumað handa syni sínum, f litlum böggli. Tárin hrundu niður á svellþykka ullarsokkana. Rétt eftir sólarlagsbilið lagði hún af stað í áttina til Stórbæjar. Hún settist á stein við veginn ekki langt frá kirkjunni. Þar skiptust leiðir, gegnum skóginn lá kirkjuvegur þeirra Stórbæinga. En hér hiaut hann að koma, hvorn veginn sem hann valdi. Og bara, að guði gæfi, að hann kæmi einn! Hver klukkustundin leið af annarri, en Katrín vissi, að guf ubátsins var ekki von fyrr en með morgninum. Hvað skyldi það hugsa í Stórbæ, þegar hann fór ekki einu sinni heim síðustu nóttina? En það mátti svo sem hugsa hvað það vildi, ef hún gat hitt hann og fengið fyrirgefningu hans áður en hann f ór. Þetta var f ögur vornótt og ekkert sérlega kalt. En samt var jörðin lítið farin að grænka. Nú kom einhver! Hún þaut á fætur og faldi sig bak við tré. Hún hafði ákafan hjartslátt. Fótatakið nálgaðist. Þetta var einn maður — guði sé lof hann var einn. Var það Gústaf, sem steig svona þungt til jarðar og gekk svona álútur, ein og hann hefði þunga byrði á bakinu? Katrín læddist nær veginum. „Gústaf", sagði hún lágt. Hann hrökk við. „Ert það þú, mamma", sagði hann spyrjandi. „Já Ert þú að fara til skips? Má ég verða þér sam- ferða spottakorn?" ,,Já, auðvitað. Hvers vegna ert þú hér um miðja nótt?" tautaði Gústaf hikandi. Katrín reyndi að harka af sér, þótt hún væri með grát- stafinn í kverkunum. Hún ætlaði ekki að þreyta hann með voli og kveinstöfum. „Ég gat ekki staðizt þá tilhugsun, að þú færir brott án þess að tala við mig. Geturðu ekki fyrirgefið mér þetta með hundinn, Gústaf?" „Það er ekkert að fyrirgefa. Ég er búinn að gleyma því fyrir löngu". „Er þáð nú áreiðanlegt? Sjálf gleymi ég því líklega aldrei. Og svo laug ég að þér í þokkabót. Skapið er nú svona, að ég geri hvað sem hugsazt getur, ef ég reiðist". „O-jæja. Við höfum vís- öll einhverja galla. Það var ekki heldur rétt af mér að skilja eftir hund, sem þú varðst svo að fóðra". ,, En ég gat þó sagt eins og var og sagt það undir eins. Ég skammast mín meira fyrir að gera það ekki en allt annað". „Við skulum ekki tala meira um þetta. — Ég ætlaði mér líka að koma heim áður en ég færi, en svo fannst mér eins og það liti þannig út, að ég gerði það vegna heimanbúnaðarins á sjóinn". „Ó, Gústaf! Það hefði mér þó sízt dottið í hug. En þótt svo hefði i rauninni verið, þá var ekkert við því að seg ja. Og maður getur líka meira að segja lifað sér til ánægju svo lengi sem maður finnur, að maður er til gagns í heiminum. — Eru fötin þín í góðu lagi?" „Ekki alltof góðu. Ég er ekki laginn að bæta. Ég verð að kaupa mér vinnuföt, þegar ég kemst einhvers staðar í búð. En sokka eins og þú prjónar fæ ég þó líklega hvergi". „Ég er hérna með dálítinn böggul handa þér". „O, mamma mín! Hvers vegna gerðirðu þetta?" „Ég hafði ekki svo margt við að dunda í allan liðlang- an vetur. Hvernig líkaði þér vistin í Stórbæ?" „Vel. Það er gott fólk í Stórbæ. Það er ekki svo mikið um ríkisbubba þar. Þar snæða allir viðsama borð". „Ne-ei? Segirðu satt?" „Þú þarftekki að rengja mig um það. Það eru kannski ekki neinar krásir, sem bornar eru á borð, en maður get- ur fengið eins og mann lystir af perum og fleski og smurðu brauði og saltsíld og mjólk". Þau voru komin niður undir sjóinn og staðnæmdust þar og ræddust við um stund. En svo fór Gústaf að skima Ur: r* í Hlin stjórnar öllu | Manstueftiraöaltolvunni hé Hkasjálfrisér.l neðanjarðar? Við fundum ’ 1 Fimmtudagur 27. febrúar 1975 27. febrúar 7.00 Morguniítvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunieikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (of forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15 Vilborg Dagbjartsdóttir heldur áfram að lesa „Pippa fjóskettling og frændur hans” eftir Rut_ Magnúsdóttur (3). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25. Bergsteinn A. Bergsteins- son fiskmatsstjóri talar um magn og verðmæti sjávar- afla. Popp kl. 11.00. GIsli Loftsson sér um þáttinn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 13.00 A Frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Tveir aðsendir þættir um daginn og veginn.Hinn fyrri flytur Sveinn R. Eiðsson húsasmiðamistari á Fáskrúðsfirði, en hinn siöari, sem er eftir Ester Steinadóttur, les Elin Hjálmsdóttir. 15.00 Miödegistónleikar. At- riði úr „Grimudansleikn- um”, óperu eftir Verdi. Carlo Borgonzi, Cornell MacNeill, Birgitt Nilsson, Giulietta Simionato, Sylvia Stahlman, Tom Krause, o. fl. syngja með kór og hljóm- sveit Santa Ceciliahá- skólans i Rómaborg. Stjorn- andi: Georg Solti. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir.) Tónleikar. 16.40 Barnatimi: Hrefna Tynes stjórnarþætti i tilefni af æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar. 17.30 Framburðarkennsla I ensku Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Mælt mál. Bjarni Ein- arsson flytur þáttinn. 19.40 Samleikur I útvarpssal Gisli Magnússon og Halldór _ Haraldsson leika á tvö pia- nó verk eftir Johann Sebas- tian Bach, Georges Bizet og Witold Lutoslawski. 20.05 Framhaldsleikritið „Húsið” eftir Guömund Danielsson Sjöundi þáttur: Undir hausthimni. Leikstjóri: Klemenz Jóns- son. Personur og leikendur auk höfundar, sem fer með hlutverk sögumanns: Jóna Geirs — Kristbjörg Kjeld, Katrin — Valgerður Dan, Ingveldur — Helga Bach- mann, Tryggvi Bólstað — Guömundur Magnússon, Hús-Teitur — Bessi Bjarna- son, Jón i Klöpp — Arni Tryggvason, Haraldur Kiængs — Þórhalldur Sigurðsson, Fröken Þóra — Guðbjörg Þorbjarnardóttir. 20.55 Söngiög eftir Sigvaida Kaldalóns. Karlakór Reykjavikur syngur. Söng- stjóri: Páll P. Pálsson. „Kristalsmyndarherbergið” ný saga eftir Matthias Jóhannessen. Höfundur les. 21.15 Sónatanr. 91 A-dúr fyrir fiðluogpianó „Kreutzersónatan” eftir Ludwig van Beethoven. Jascha Heifets og Brooks Smith leika.21.45 „Raddir morgunsins” Gunnar Dal skáld les úr ljóðum sinum. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusáima (28) 22.25 „Inngangur að Passi- usálmum” eftir Halldór Laxness. Höfundur les lok ritgerðar sinnar (4). 22.50 Létt músik á siðkvöldi. Frægar hljómsveitir leika sigild lög. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ................... | Auglýsúf I iTÉmaniun [

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.