Tíminn - 28.02.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 28.02.1975, Qupperneq 1
vélarhitarinn í frostí og kulda HFHÖRÐUR GUNNARSSON SKLJLATÚNi 6 - SÍMI (91)19460 'ÆHGIK" Áætlunarstaöir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 Gríðar- mikil loðnu- gébé Reykjavik — Loðnuveiöin var afbragðsgóð á siðasta sólar- hring. Hjá Loðnunefnd fékk Tim- inn þær upplýsingar í gærkvöldi, að fjörutiu og sjö bátar hefðu til- kynnt um veiöi og var aflinn rúm- lega fimmtán þúsund tonn, sem fékkst vestur af Garðskaga og vestarlega I Meðallandsbug fyrir austan. Loðnuskipin eru flest með full- fermi, en mestu veiðina hafði Börkur fcngið eða niu hundruð og fimmtiu tonn. Mikil veiði var I alia fyrrinótt, hlé var um miðjan dag I gær, en þegar liða tók á dag- inn jókst veiðin á ný. Verkfall í Glasgow — tafði íslenzkt ferðafólk Undanfarið hafa vinnudeilur tafið flugumferð um flugvöllinn i Glasgow. 1 gær var svo komið, að ekki var hægt að starfrækja flug- völlinn og kl. 14 var honum lokað fyrir allri flugumferð. Starfs- menn á öðrum flugvöllum i Skot- landi hófu frá sama tima samúðarverkfall að þvi leyti að þeir afgreiða ekki flugvélar, sem aö öðru jöfnu áttu að fara um Glasgowflugvöll. í gær bættist það svo við að ólendandi var i Glasgow vegna veðurs. Þota frá Flugfélagi Islands, sem var á leið til Kanarieyja og átti að milli- lenda i Glasgow, hafði af þessum orsökum viðkomu i Newcastle á leiðinni suðureftir. Þessi breyting veldur seinkun á heimkomu þot- unnar, og eru ferðamenn frá Kanarieyjum, sem áttu að koma til Islands seint i gærkvöldi þvi ekki væntanlegir til Keflavikur- flugvallar fyrr en um hádegi i dag. Vegna lokunar flugvallarins i Glasgow verður áætlunarflug Flugfélagsins á morgun beint til Kaupmannahafnar en komið við i Newcastle á heimleið. Aætlunar- flug Loftleiða til Bretlands á laugardaginn verður án viðkomu I Glasgow beint til London og heim aftur. Hrognaskiljur í Örfirisey Trausti Eiríksson við eitt hrognakerjanna útii örfirisey i gærdag. Timamynd: Róbert Gsal-Reykjavik — Þrjú ker, hvert með 7-800 kg. af loðnuhrognum voru á bryggjunni út í örfirisey i gærdag, þegar Timamenn bar þar að garði, en á miðvikudaginn var komið upp sérstökum búnaði þar á bryggjunni til að skilja hrogn úr blóðvatni, eða dæluvatni loðnuskipanna. Aðurnefnt magn var fengið úr ca 140 t. af loönu úr Hrafni Sveinbjarnarsyni GK, að sögn Trausta Eirikssonar, deild arstjóra Tæknideildar Rannsóknarstofnunar fisk- iðnaðarins, en hann hefur með höndum tilraunir tii að skilja hrogn úr blóðvatninu. Nú sem stendur eru geröar tilraunir með þrjár gerðir af skiljum, eina af eldri gerð, aðra sérsmiðaða eftir þeirra eigin hugmyndum, og sú þriðja, er eins og sú sem Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna hefur not- að. Aö sögn Trausta, virðist skiljan sem þeir létu smiða gefa beztan árangur, og er svo til ekkert af hrognum eftir i vatninu, þegar það hefur farið i gegnum skiljuna. Þó væri of snemmt að staðhæfa nokkuð i þessum efnum, þar sem niðurstööur myndu ekki liggja fyrir fyrr en að nokkrum tima liðnum. Eins og áður hefur komið fram i fréttum Timans, er talið að gifur- leg verðmæti fari i súginn með blóövatninu, og hefur i þvi sam- bandi verið nefnt að það sé 3-6% af heildaraflamagninu. Þó mun ekki vera hægt að vinna öll loðnu- hrogn af heildaraflanum til manneldis, og er ástæöan sú, að ekki mun vera fyrir hendi markaður fyrir það hrognamagn sem hægt væri að nýta til mann- eldis. Að lokum má geta þess, að i ráöi er að hefja athuganir á frek- ari nýtingu loðnuhrogna og mun Sölustofnun lagmetisiðnaðarins og tæknideild Rannsóknarstofn- unar fiskiðnaðarins vinna aö þeirri athugun. Hver veit nema innan skamms verði hægt aö kaupa gómsæta rétti búna til úr loðnuhrognum. Kvennalist á kvennaári SJ-Reykjavik.A laugardag verður opnuð I Norræna húsinu „Listsýn- ing Islenzkra kvcnna árið 1975”, sem haldin er I tilefni alþjóðlegs kvennaárs Sameinuðu þjóðanna. 42 starfandi islenzkar listakonur taka þátt I sýningunni, sem verð- ur i öllu húsinu. Auk þess eru sýnd nokkur verk tveggja látinna lista- kvenna Kristínar Jónsdóttur og Júliönu Sveinsdóttur. Margs kon- ar verk veröa á sýningunni, mál- verk, höggmyndir, leirmunir, grafik, vefnaður, silfursmiði, bókaskreytingar og arkitektúr. Frumkvæði að sýningunni áttu Menningar- og friðarsamtök is- lenzkra kvenna, sem fengu sér til fulltingis Félag islenzkra mynd- listarmanna og Norræna húsið. Félag islenzkra myndlistar- manna lagöi til sérfræöilega að- stoö við uppsetningu sýningarinn- ar og umsjón með gerð sýningar- skrár, en Norræna húsiö lagði til allt fjármagn, undirbúnings- Ofið teppi eftir Valgerði Erlends- dóttur. Timamynd Gunnar vinnu, húsnæði og aðstöðu alla. Rýmið i sýningarsölum Norræna hússins ákvarðaði fjölda lista- verka, og var tekið það ráð að bjóða þátttöku félagskonum Félags islenzkra myndlistar- manna og Listiðnaðar. Þeirri linu var siðan i megin atriöum fylgt við val verka á sýninguna. Nokkrar sáu sér ekki fært að þiggja boðið. Ýmsir sýnenda vissu um sýn- ingu þessa með löngum fyrirvara og gætir áhrifa kvennaársins e.t.v. i viðfangsefnum sumra þeirra. Aðrar af listakonunum hörmuðu að sögn, aö hafa ekki vitað um syninguna svo snemma, að þær gætu sýnt verk,gerð i anda kvennaársins. Sýningin i Norræna húsinu verður opin kl. 2-10 daglega 1.-10. marz. Sunnudaginn 8. marz siðdegis verður flutt i Norræna húsinu dagskrá undir stjórn Brietar Héðinsdóttur leikkonu. Efni hennar verða ýmsir þættir úr rit- verkum kvenna, ljóð o.fl. og allir flytjendur verða konur. Embættismenn Reykjavíkur vita ekki, bvert verksvið þeirra er — aðeins 4 embættismanna borgarinnar hafa erindisbréf, þar sem ákveðið er, hvert verksvið þeirra skuli vera BH-Reykjavik. — A fundi borgarráðs sl. þriðjudag bar Kristján Benediktsson fram eftirfarandi tillögu. „Lagt er til, að nú þegar veröi gerö gangskör að þvi að setja embættismönnum borgarinnar erindisbréf. Slikt erindisbréf verði sett öllumþeim, sem hafa á hendi meiri háttar ákvörðunartökur, annast verk- stjórn eða standa fyrir fram- kvæmdum. 1 erindisbréfunum verði ýtarlegar starfsreglur fyrir viðkomandi starfsmann á- samt skilgreiningu á verksviði hans, svo og hvaða ákvörðunar- tökur starfsmanninum eru heimilaðar, án samráðs við yfirmann. Til að annast framkvæmd þessa máls kýs borgarráð tvo menn, en auk þeirra verði hag- sýslustjóri I nefndinni.” Afgreiöslu málsins var frestaö á þessum fundi, en hér er um að ræða mál, sem skiptir borgina töluverðu máli. Þegar blaðiö hafði samband við Kristján vegna þessa tillögu- flutnings, sagðist honum svo frá, að i öllu embættismanna- kerfi borgarinnar væru ekki nema fjórir embættismenn, sem hefðu eins konar erindisbréf. Hitt er annað mál, að fyrir lægi samþykkt borgarstjórnar þess efnis, aö borgarstjóri gæti gefið út slik erindisbréf, en þetta hefði sem sagt aðeins verið gert I þessum fjórum tilvikum, og væru erindisbréf viðkom- andi harla stuttaraleg. Þessir fjórir embættismenn eru borgarlögmaður, borgarritari, borgarverkfræðingur og skrif- stofustjóri borgarstjórnar. Við inntum Kristján eftir þvi, hvort ástæða væri til slikra embættisbréfa, og svaraði hann þvi til, að svo væri vissulega og brýn þörf. Þvi væri iðulega til svarað af embættismönnum borgarinnar, ef viðkomandi væri talinn hafa fariö út fyrir verksviö sitt eða starfsreglur, að þeir hefðu ekkert slikt til að fara eftir, og væri slikt i rauninini óviðunandi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.