Tíminn - 28.02.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.02.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 28. febrúar 1975 Föstudagur 28. febrúar 1975 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Atburðarásin i dag mun varpa nýju ljósi á ein- hver tækifæri varðandi frama þinn eða iðju, og :í það litur út fyrir, að einhver örlagaþrunginn at- F burður fyrri tima komi i ljós að nýju. Farðu var- : lega i umferðinni i dag. Fiskarnir (19. febr.—20. marz.) Það er mjög æskilegt og eiginlega sjálfsagt-, að huga að heimsóknum til ættingja eða vina. Þvi meiri hreyfing, þvi meiri reynsla. Beittu viðsýn- inni i dag og i sambandi við það, sem þú þekkir j ekki þvi betur, talaðu við kunnuga. Hrúturinn (21. marz—19. april) Það litur út fyrir, að þér sé ekki aðeins hag- kvæmt, heldur blátt áfram nauðsyn aö gera sparnaðaráætlun, og þá sérstaklega af þvi, að það er engan veginn vist, að peningarnir endist eins lengi og þú heldur. Athugaðu með lán. Nautið (20. april—20. maí) Þetta gæti orðið geysilega þýðingarmikill dagur i dag, og liklega verður hann þér minnisstæður. Það eru þó talsverðar likur til þess, að eitthvað verði til þess að auka hjá þér innsæi og skýrleik i , hugsun. Einhver neikvæð öfl eru að verki. Tviburarnir (21. mai—20. júni) Þetta verður liklega mikill amstursdagur hjá Tviburunum, en þó er ekki að vita á hvaða svið- um það verður, liklegast atvinnu- og heilbrigðis- málasviðinu. Hitt skaltu hafa hugfast, að hlut- irnir batna ekki aðeins af sjálfum sér. Krabbinn (21. júni—22. júli) Það gæti vel farið svo, að það reyndi á tryggð þina i ýmsum málum. Það er nefnilega ekkert liklegra en eitthvað það gerist, sem þér kynni að finnast spennandi, og um tima gæti þér fundizt þú blátt ðfram eiga heiminn. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Það getur vel verið, að það næði kalt um fjöl- skylduböndin i dag, og það er aldrei að vita, ' nema þér finnist þú ekki njóta þin i núverandi umhverfi þinu. Tvennt skaltu passa upp á i dag, að vera stundvis, og að borða ekki yfir þig. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Það er ekkert að vita, nema þetta verði'hálf- gerður leiðindadagur hjá þér i dag. Þér finnst eitthvað hindra ferðir þinar og samskipti við annað fólk. Siðari hluti dagsins verður þó skárri og þú ættir að geta haft það skemmtilegt. Vogin (23. sept.—22. okt.) Það gerist að öllum likindum eitthvað það i dag, sem hefur áhrif á fjármálin, og það er aldrei að vita nema viðhorf þin breytist og það allveru- iega á þvi sviði. Þú kannt að gripa gæsina, en þú skalt prútta um verðið. Sporödrekinn (23. okt.—21. nóv.) Þú ættir að líta i kringum þig. Er ekki einmitt á næsta leiti tækifærið, sem þú hefur verið að biða eftir varöandi samvinnu eða samninga af sér- stöku tagi. Hugsaðu málið vandlega, þvi að möguleikar eru á dálitið furðulegu máli. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þú kannt að komst i einhverja þá aðstöðu I dag, að þér misliki eitthvað, og nú riður á þvi, að þú sért sjálfstæður og látir ekki teyma þig á asna- eyrunum. 1 kvöld skaltu hins vegar auðsýna ástúð og blóðu. Steingeitin (22. des.—19. jan.) Þú skalt sinna skyldum þinum við vini og kunn- ingja, og það af fullri einlægni, þó að það geti vel verið, að óskir þinar fari ekki saman viö óskir ^annarra. t kvöld skaltu vera við þvi búinn að l vera með skemmtilegu fólki. Skrifstofuhúsnæði til leigu Stórt húsnæði i Pósthússtræti til leigu. — Gæti hentað fyrir nokkrar smærri skrif- stofur eða einn aðila. Nánari upplýsingar hjá Einari Þorsteins- syni i simum 1-58-30 og 8-54-60. Jr 1 H!H. ISI.Í!!ÍSi,.:liI.ili. Stórpólitikin fer alla jafna fram hjá körlum á borð við Landfara. En stundum springa út blóm á góunni, og eins getur þaö borið við, að menn með hug- myndir, sem eiga skylt við sjálfa heimspólitikina snúi sér til Landfara og biðjist fyrir- greiðslu hans. Hlustuna rtæki í sjónum Að svo mæltu snúum við okkur beint að efninu. Bréfrit- ari, sem vill nefna sig Borgfirð- ing, kemst svo að orði: „Landfari góður! Siðustu dagana hafa blöð og útvarp gert sér titt um hafrekna hluta úr einhvers konar hlustun- artækjum, er borizt hafa upp á suðurströndina. Fjölmiðlarnir hafa yfirleitt fjallað um þennan fund af hófsemi og stillingu, nema hvaö Morgunblaðið reyndi i upphafi að gera þetta að æsifregn á borð við Kleifar- vatnshistoriuna, sem mér hefur lengi fundizt eitthvaö bogið við, vegna þess að ég er vantrúaður á þann fávitahátt, að nokkur leggi svo að segja nafnspjald sitt með tækjum, sem átt heföi að dylja, i tært vatn uppi við land á alfaraleið. En það er ann- ar handleggur — og sleppum þvi. — Jú, annars. í útvarps- fréttum voru vist lika fyrst ein- hverjar ótimabærar fullyrðing- ar. t umræðum og frásögnum i tilefni af þessum reka á suður- ströndinni hefur komiö á dag- inn, aö um öll höf, og þar á með- al i grennd við tsland, er urmull hlustunartækja, sem fyrst og fremst er ætlað aö fylgjast meö ferðum kafbáta um höfin, og er taliö, að Bandarikjamenn og Sovétmenn eigi mest af þeim, en auk þess fjölmargar aðrar þjóðir. Vitnazt hefur, að Banda- rikjamenn hafa lagt streng i sjó fram á Stokksnesi, sennilega i sambandi við hlustunarbúnað og sovézk skip hafa komið þar i námunda, liklega i forvitnis- ferð, þar sem viðbúnaður einnar herbúnaðarþjóðar dregur að sjálfsögðu að sér athygli annarrar, þvi að þar er eitthvað að hnýsast i. Upplýst er, að bandariskar flugvélar varpa iðulega hlustunarbúnaði i hafið i grennd við tsland, og á daginn er komið, að varnarliðið á Keflavikurflugvelli hefur fyrr á árum tekið til sin sjórekna hluta úr hlustunarbúnaði, án þess að uppskátt hafi veriö gert um það. Ekki með öllu af hinu illa Hér hef ég reynt að draga það stuttlega saman, er fram hefur komið um þetta efni siðustu daga, og nú langar mig til þess LEIKFÖNG Stignir traktorar, stignir bil- ar, hjólbörur, brúðuvagnar, brúðukerrur, rugguhestar, skiðasleðar, magasleðar, snjóþotur, boltar m.g., brúðuhús, Barbie dúkkur, Big Jim dúkkukarlar, bangs- ar, módel, búgarðar, kast- spil, bobbspil, Tonka gröfur / Ýtur, ámokstursskóflur, Brunaboðar Póstsenduin Leikfangahúsið Skóla vörðustfg 10, simi 14806. að bæta hér við nokkrum orð- um. Þá vil ég fyrst vikja að þvi, að mér viröist sem þessar hlustan- ir i hafinu séu ekki að öllu leyti af hinu illu. Vissulega væri þó æsilegast, að slikt ætti sér ekki stað, nema þá i visindalegum tilgangi, á sama hátt og það væri guðs blessun að losna við allan viðbúnað hernaðarlegs eðlis. En með þvi að tortryggnin er mikill bölvaldur og til þess fallin öðru fremur að næra hvers konar grunsemdir og gefa viðsjárveröum mönnum tæki- færi til þess aö ala á jafnhá- skalegu fyrirbrigði og kalda- striöshugarfarinu, er það i rauninni gott að vissu leyti, að þeir, sem togast á, öðlist sem mesta vitneskju um athafnir hvors annars — Rússar um Bandarikjamenn, og Banda- rikjamenn um Rússa. Þvl fylgir aukin öryggiskennd meðal for- ráðamanna þessara þjóöa, og undirróðursmenn, sem illu vilja koma til vegar, hafa minna svigrúm til þess að magna tröllasögur um viðbúnað og fyrirætlanir hins aðilans. Alþjóðleg könnunarstöð Rúmsins vegna fjölyrði ég ekki um þetta, en segi aðeins þessu til áréttingar, að málin horfa svo við frá minum bæjar- dyrum, að æskilegt sé að sem fæst sé myrkrum hulið af at- höfnum þeirra aðila, sem á önd- verðustum meiði standa i ver- aldartogstreitunni, þviað það er leið til þess að eyða tortryggni og draga úr viðsjám. I framhaldi af þessari ályktun viröist mér sem islendingar eigi leik á boröi til þess að gegna heimssögulegu hlutverki, sem þjónaði þvi ánægjulega mark- miði að slaka á spennu, útrýma úlfúð og grunsemdum bægja umsvifum hernaðarlegs eðlis frá landinu og hafinu umhverfis það og losa okkur við herstöðvar og hersetu, sem valdið hafa skaðvænlegum deilum og klofið þjóðina i tvær fylkingar. Og nú kemur það, sem ég vildi sagt hafa: Við höfum i meira en þriöjung aldar búið við hersetu, sem veldur þvi, að þeir, er telja henni stefnt gegn sér, hafa viljað forvitnazt um það, sem fer fram i kringum landið, eðli málsins samkvæmt — hersetu, sem myndi auk þess hafa kallað yfir okkur átök, er við höfum ekki fyrr kynnzt, ef illa hefði farið og kalda striðið ekki sljákkað. Það ættu þess vegna aö vera góð umskipti, að Sameinuðu þjóðirnar fengju að reka eftirlitsstöö frá Kefla- vikurflugvelli með tilheyrandi hlustunarkerfi umhverfis landið — og miðlaði öllum þeirri vit- neskju, sem þannig fengist. Þannig væri hulunni svipt af ferðum kafbáta, hverrar þjóöar, sem væru, um haf- svæðin umhverfis fsland, leyndin úr sögunni og ekki framar nein ástæða til tor- tryggni umfram það, er efni standa til. Enginn gæti gert úlf- alda úr mýflugu og magnaö þannig ótta, sem til ills eins leiðir, og sé þarna I reynd úlf- aldi en ekki mýfluga, þá vissu allir, sem vita vildu, allt um hann. En langliklegast er, að hlutlaust, alþjóðlegt hlustunar- kerfi með upplýsingaskyldu myndi einmitt bægja frá landinu mörgu þvi, sem þar kann nú að fyrirfinnast, auk þess sem héðan væri þá ekki neinu þvi stjórnað, sem af sjálfu sér dregur að landi okkar at- hygli þeirra, sem telja sig eiga talsvert i húfi, og engum ógnað. Ég get ekki annað séð en þetta væri okkur til öryggis, og jafn- vel framlag til friðsamlegrar sambúðar i heiminum. Og af þvi veitir ekki. Ég vona aö þetta verði ekki of stór biti fyrir þig að kyngja, Landfari góður, þótt það sé ekki arg um lélega sjónvarpsþætti eöa neitt þess konar.” Vextir Svo kemur hér annað bréf frá H. um það, sem hann nefnir bankaverðbólgu. H. segir: „Við höfum um skeið haft 17- 18% bankavexti, sem sliga at- vinnuvegina og iþyngja einstaklingum. Látið er i veðri vaka, að þetta sé til að draga úr lántökum og minnka verðbólguna. En þetta er fals- kenning: Slikir vextir draga ekki hætis hót úr lántökum i landi með 50% verðbólgu. Sönnunin liggur á borðinu: Eftir að vextir voru hækkaðir svona, jukust lántökur meira en dæmi er til um i fjármálasögu landsins. Við höfum i dag banka verðbólgu. Talað er um að hækka vextina enn upp i 21-22%. Þetta er auðvitað vitfirring, sem mun aðeins auka á kostnað og dýrtið með kaupkröfum og tilheyr- andi. Það á að lækka vextina tafar- laust niður i 12%, gefa spari- fjáreigendum kost á nægum verðtryggðum spariskirteinum og skylda viðskiptabankana til að borga skuldir sinar við seðlabankann á lágmarkstima. I þvi felst nægileg skömmtun út- lána. Fáum við þá „kreppu og atvinnuleysi”, sem alltaf er hamrað á? Nei, siður en svo. Viö fáum ögn af birtu i svartnætti stjórnleysisins á Islandi.” Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki, óskar að ráða hjúkrunarkonur Upplýsingar gefur forstöðukona i sima 95-5270. Sjúkrahússtjórnin. Aðalfundur Byggingasamvinnufélag starfsmanna rikisstofnana, siðari fundur verður haldinn i skrifstofu félagsins, þriðjudaginn 4. marz n.k. og hefst kl. 5 sið- degis. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsstjórnin. AugJýsícT iHmamun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.