Tíminn - 28.02.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.02.1975, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. febrúar 1975 TÍMINN 5 Stúdentakjallarinn — ný kaffistofa á Gamia Garði Jón Arnarr, hönnuður nýju kaffistofunnar. Tlmamynd: Gunnar Verkalýðsfélag Borgarness andvígt málmblendiverksmiðjunni Aðalfundur Verkalýösfélags Borgarness var haldinn 23. febr. s.l. t skýrslu stjórnar kom fram aö starfsemin var meö mesta móti á árinu 1974. Félagiö lagði aö venju mesta áherzlu á kjara- og atvinnumál. Margir sérsamningar voru geröir viö atvinnurekendur i Borgar- nesi. Félagiö lagði einnig áherzlu á bættan aöbúnað á vinnustööum og hyggur á frekari aðgeröir í þvl sambandi á næstunni. Haldnir voru 8 félagsfundir á árinu og margir stjórnar- og trúnaöarmannaráðsfundir. Skrif- stofa félagsins var opin einu sinni I viku allt árið. Fjárhagur félagsins er góður. Félagsgjald er 1% af dagvinnu- launum. Lágmarksfélagsgjald er 2500 kr. Kveikjuhlutir ‘ í flestar tegundir bíla og vinnuvéla__ frá Evrópu.og Japan. 31LOSSK Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrilstola Permobel Blönduj bílal HIiOSSIv-------------- Skipholti 35 ■ Símar: 8-13-50 verzlun -8-13-51 verkstsöi • 8-13-52 skrilstola SJAIST með endurskini Félagið kaupir ,,Vinnuna” blað A.S.l. og M.F.A. og sendir félags- mönnum. Þá dreifir félagið ýms- um fjölrituðum upplýsingum sem snerta félagsstarfið. Verkalýðsfélagið hefur leitazt við að efla menningarstarfsemi i Borgarnesi. 1 okt. var haldin sýn- ing á 20 myndum úr safni Ás- grlms Jónssonar I Snorrabúð. Var sýningin haldin á vegum Ásgrimssafns og stéttar- félaganna. Aðsókn var góð og vakti sýningin ánægju i Borgar- nesi. Stéttarfélögin eiga félags- heimilið Snorrabúð og hefur rekstur hússins gengið vel. 011 starfsemi félaganna fer þar fram og einnig fá önnur félög afnot af húsinu. Farnar voru tvær leikhúsferðir til Reykjavikur og voru þátttakendur i hvorri ferö um 80. I júli var farin hin árlega skemmtiferð félagsins og aö þessu sinni var farið i öræfasveit og til Hornafjarðar. Feröir þessar eru mjög vinsælar af félagsfólki. 1. mai var haldinn hátiölegur með sameiginlegri kröfugöngu stéttarfélaganna. Þá var haldin skemmtun i Samkomuhúsinu. Félagið á eitt orlofshús i ölfus- borgum og var allgóð nýting á húsinu s.l. ár. Félagið gaf 25 þúsund kr. úr Fræöslu- og menningarsjóði til bókakaupa i Héraðsbókasafni Borgarfjarðar. Félagsmenn eru nú rúmlega 300, en um 50 manns gengu i félagið á árinu 1974. Sjúkrasjóöur félagsins sendi öldruðum félögum, sem ekki geta stundað vinnu jólaglaðning. Þaö kom fram að framundan eru mörg verkefni hjá félaginu á þessu ári. Stjórn félagsins árið 1975 var sjálfkjörin, en hana skipa: Jón Agnar Eggertsson, formað- ur, Anna Maria Guðbjartsdóttir, ritari, Ingibjörg Magnúsdóttir, gjaldkeri, Baldur Jónsson, fjármálaritari, Þorgeir Guð- mundsson, varaformaöur, Guö- leif B. Andrésdóttir, vararitari, Agnar ólafsson, varagjaldkeri, Sigurður Eiðsson, varafjármála- ritari. Aðalfundur félagsins var fjölsóttur og uröu umræöur fjörugar um ýmis mál. Fundar- menn létu óspart fjúka i kviðling- um og höfðu menn hina beztu skemmtan af. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt á fundinum: „Aöalfundur Verkalýðsfélags Borgarness haldinn 23. febr. 1975 lýsir yfir andstöðu við fyrirhugaöa bygg- ingu málmblendiverksmiðju á Grundartanga i Hvalfiröi, vegna þeirrar miklu mengunarhættu, sem af verksmiðjunni stafar. Auk þess hefur verið sýnt fram á það, að nægjanlegur markaður er fyrir raforku frá Sigöldu t.d. til húsahitunar, þó svo aö verk- smiðjan komi ekki til og er þvi mun skynsamlegra að nýta raf- orkuna á þann hátt og spara með þvi gjaldeyri i stað þess að selja verksmiðjunni raforkuna á lágu veröi.” gébé Reykjavik — Nýlega var tekin 1 notkun kaffistofa á Gamla Garöi, stúdentagarði Háskóla Is- lands. Stofan, sem er I kjallara Gamla Garðs, á sér langa og merkilega sögu. Teikningar og innréttingar kaffistofunnar, sem kallast Stúdentakjallarinn, gerði arkitekta-neminn Jón Arnarr, en honum til aðstoðar var Björn Guömundsson. Þröstur Ólafsson, formaður stjórnar Félagsstofn- unnar stúdenta vlgði salinn I hófi sl. föstudagskvöld, og viöstaddur var Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra sem flutti skem mtilega ræöu við mikinn fögnuð hlustenda. Kaffistofan nýja er til húsa i kjallaranum að Gamla Garði, en salur þessi hefur hýst margvis- lega starfsemi frá þvi hann var opnaöur i ágúst 1934. Þá var hann notaöur sem Iþróttasalur, sagöi Þröstur ólafsson, og æföu stú- dentar þar m.a. hnefaleika. Arið 1939 var samþykkt aö breyta salnum i Ibúöir fyrir stúdenta, en áður en af þvi varð, var ísland hernumiö af brezka hernámslið- inu og var salurinn þá tekinn und- ir skurðstofu fyrir brezka setuliö- ið. Þá sagöist Þröstur hafa fregn- að, að salurinn hafi aö hluta verið notaður sem likhús. Þetta ástand stóð þar til 1944, en þá var salur- inn aftur notaður sem Iþróttahús. 1948 var honum breytt i matsal og gegndi hann þvi hlutverki til ársins 1971, þegar nýr matsalur var tekinn i notkun, sagöi Þröst- ur. Og nú er salurinn sem sagt innréttaður sem kaffistofa, Stú- dentakjallarinn. Jón Arnarr er arkitektanemi og hefur stundaö námiö I Osló. Jón sagði, að honum heföi boðizt aö senda tillögu um innréttingar kaffistofunnar, og var honum sið- an falið verkið. Þaö hefur tekiö hann fimm mánuði að vinna við þetta verkefni og hefur hann og aðstoðarmaður hans unniö allt sjálfir. Kostnaðurinn við verkið var þrjár milljónir króna, sem ekki er dýrt miðað við almennan byggingarkostnaö i dag. Stúdent- ar hafa sjálfir borgaö þessar framkvæmdir að mestu, en hver þeirra borgaði þúsund krónur og nam framlag þeirra tveim og hálfri milljón króna, en félags- stofnun Stúdenta lagði til afgang- inn. Hin nýja kaffistofa er mjög vistleg, en hún er opin á hverju kvöldi svo og um helgar. Þar er á boöstólum kaffi, samlokur og fleira þess háttar. VERZLIÐ NUNA — Forðist verðhækkani Við bjóðum úrval húsgagna fró öllum helztu HÚSGAGNAFRAMLEIÐENDUAA LANDSINS PRINS sófasettið er aðeins ein af yfir 40 GERÐUM SÓFASETTA sem þér sjóið í JL-húsinu — PRINS sófasettið er fallegt og vandað með mjúkum púðum og er fyrirliggjandi í óklæðaúrvali Opið til kl. 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum ’ 'XJf Hringbraut 1 2 1 — Sími 1 0-600 28-600 Byggingavörukjördeild 28-601 Húsgagnadeild 28-602 Raftækjadeild 28-603 Teppadeild

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.