Tíminn - 28.02.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.02.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 28. febrúar 1975 TÍMINN 9 i i / Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Lánsfjármálin og atvinnuvegirnir í forustugrein Visis gat nýlega að lesa þá ákæru á hendur viðskiptabönkunum, að þeir hefðu á siðast liðnu ári lánað of riflega til atvinnuveganna, og þannig átt þátt i þvi, að haldið var uppi atvinnu- rekstri, sem var rekinn með halla, og hefði þvi átt að stöðva. Rökstuðningur þessi var m.a. byggður á þvi, að þessir bankar hefðu orðið að greiða Seðla- bankanum refsivexti vegna skuldasöfnunar. Sannleikurinn var sá, að umræddir bankar voru ekki að gera annað en fullnægja þvi hlutverki, sem Seðlabankanum er fyrst og fremst ætlað, þ.e. að tryggja atvinnuvegunum nægilegt lánsfé til þess að framleiðslugeta þeirra sé hagnýtt á sem fyllst- an og hagkvæmastan hátt. Þvi miður hefur Seðla- bankinn ekki fullnægt þessu hlutverki sem skyldi, og það þvi komið i hlut viðskiptabankanna, eink- um Landsbankans og útvegsbankans, að hlaupa hér i skarðið, ef atvinnuvegirnir áttu ekki að stöðvast. Seðlabankinn komst upp á lag með þetta i tið viðreisnarstjórnarinnar, en þá voru t.d. kaup hans á afurðavixlum stórminnkuð, og það hélzt þvi miður að mestu i tið vinstri stjórnarinnar. Vegna hækkandi verðlags á aðfluttum rekstrarvörum og kauphækkunarinnar miklu i febrúar i fyrra, þurftu atvinnuvegirnir á stórauknu rekstrarfé að halda, og viðskiptabankar þeirra urðu annað hvort að gera,að veita þeim aukið rekstrarfé eða að láta þá stöðvast. Þeir völdu yfirleitt fyrri kostinn,og hefðu þeir ekki gert það, hefði gjaldeyrisöflunin orðið stórum minni en ella á siðastl. ári og atvinnuleysi haldið innreið sina. Fyrir þetta er ekki hægt að saka þá. Sannleikurinn er einnig sá, að svo furðu- legt er bankakerfið, að umræddir bankar áttu inni hjá Seðlabankanum margfalt meira fé en nam skuld þeirri, sem féll undir refsivexti bankans. f þessum efnum er vert að athuga það, að fá höft eru afkomu þjóðarinnar hættulegri en þau, sem beinast að þvi að takmarka óeðlilega það starfsfé, sem atvinnuvegirnir þurfa að fá til að geta nýtt framleiðslumöguleika sina til fulls. Með slikum höftum er verið að leggja dauða hönd á framtak einstaklinga og samvinnufélaga i landinu. Það er meira en litið ósamræmi i þvi að tala hátt um nauðsyn þess að efla framtak einstaklinga, en hneppa svo atvinnurekstur þeirra samtimis i dróma strangra lánsfjárhafta. Að undanförnu hefur staða viðskiptabankanna þrengst, og þvi er enn nauðsynlegra en áður að Seðlabankinn fullnægi skyldu sinni við atvinnu- vegina. Úr eðlilegum lánum til þeirra má alls ekki draga. Yrði það gert samtimis þvi og rikisstjórnin ráðgerir samdrátt á framkvæmdum rikisins og fjárfestingasjóða, getur það ekki annað en leitt til atvinnuleysis i landinu. Þvi aðeins getur sam- dráttur i opinberum framkvæmdum átt einhvern rétt á sér, að jafnhliða sé reynt að örva rekstur einstaklinga og samvinnufélaga, svo að þannig vinnist upp það atvinnutap, sem leiðir af sam- drætti opinberra framkvæmda. Þetta getur vitan- lega ekki orðið, ef einkareksturinn og samvinnu- reksturinn er samtimis settur i fjötra aukinna lánsfjárhafta. Þess vegna þarf það að liggja ljóst fyrir áður en hægt er að ræða um einhvern samdrátt opinberra framkvæmda i alvöru, að lánsfjárstaða atvinnu- veganna verði frekar bætt en hið gagnstæða. Það er eitt helzta stefnuatriði núverandi rikis- stjórnar að tryggja atvinnuöryggið. í samræmi við það verður að móta stefnuna i peningamálum. Eftir megni verður að forðast höft, sem þrengja að atvinnurekstrinum. — Þ.Þ. Spartak Beglov, APN: Er hlutleysisstefna Svía að breytast? Viðhorf Sovétríkjanna til Norðurlanda t eftirfarandi grein Beg- lovs er lýst viðhorfi Sovét- rikjanna til Norðurlanda að nýloknum fundi Norður- landarsðs I Reykjavik. Af greininni er ljóst, að þessi viðhorf hafa komið fram I málflutningi finnsku fulltrú- anna á fundum Norður- landaráðs, þegar þeir gagn- rýndu t.d. hlutleysisstefnu Svia og mæltu með aukinni þátttöku Rússa I samstarfi Norður-Evrópuþjóöa. Grein þessier athyglisverð fyrir þá sök, að hún sýnir viðhorf Sovétrikjanna til Norður- landa um þessar mundir. REGLULEGT þing Norður- landaráðs, sem nýverið var haldið i Reykjavik hefur vakið athylgi, ekki aðeins i hinum fimm beinu aðildarlöndum samtakanna: Sviþjóð, Dan- mörku, Noregi, Finnlandi og Islandi. Þar sem Evrópa öll tekur nú þátt i sameiginlegri leit að virkari leiðum til frið- samlegrar og gagnkvæmt hagstæðrar samvinnu, þá læt- ur enginn sér lengur á sama standa um það, hvaða afstöðu Noröurlöndin taka og hvaða hlutdeild þau ætla sér að eiga i allsherjarfriðarþróuninni. Að þvi er Sovétrikin varðar, þá skýrir landfræðileg lega þeirra vel áhuga þeirra á mál- um, er varða þennan heims- hluta. Af skrá yfir þau mál, sem rædd voru á fundi Norður- landaráðs, má ráða, að þátt- takendur hafi verið knúðir til þess aðbeina sérstakri athygli að sameiginlegum ákvörðun- um á sviði efnahagsmála og orkumála i tengslum við vax- andi kreppu. 1 þvi skyni að mæta yfirvofandi ógnun, er ætlunin að koma á samvinnu á sviöi orkumála á grundvelli nýfundinna oliuauðæfa Nor- egs, svo og að stofna sam- eiginlegan f járfestingar- banka. Það er erfitt fyrir fréttaskýranda i Moskvu að dæma um,hve þessum málum hefur raunverulega miðað á- leiðis, þar sem ekki var sam- þykkt nein lokaályktun. ÞAÐ eina, sem visbendingu gefur, er sú staðreynd, að Noregur mun ekki, a.m.k. á næstu fimm árum telja sér kleift að láta félögum sinum innan Norðurlandaráðs i té ol- iu þvi að allri oliu landsins er þegar „ráðstafað af öðrum”, þ.e. af félögum og fjármagni vestanhafs. Jafnframt stafar rökstudd varfærni gætinna aöila, bæði innan Skandinaviu og utan, af visbendingum, sem fram hafa komið um hugsan- lega nýtingu norku oliulind- anna i þágu hernaðarskuld- bindinga og hagsmuna Nató, sem býður þeirri hættu heim, að þær verði hafðar að yfir- skyni fyrir auknum umsvifum hernaðarbandalagsins i Norður-Evrópu, og gerir þvi kleift að beita þrýstingi og á- hrifum sinum tilað vinna gegn friöarþróuninni. Tilhneiging i þessa átt, svo og tilraunir til að valda breyt- ingum til hins verra á sænskri hlutleysisstefnu, hafa að und- anförnu valdið rökstuddum á- hyggjum i höfuðborgum Norðurlanda. 1 þessu sam- bandi er ekki aðeins um að ræða tilboð um sölu á sænsk- um Viggen-orrustuþotum til Nató, en það felur i sér skuld- bindingu til að sjá fyrir vara- hlutum i þær á striðstimum (svo). Sömuleiðis vekur at- hygli, að i sérstakri skýrslu, er Synnergren hershöfðingi, yfir- Rússar gagnrýna nú hlut- leysisstefnu Paíme ekkert sið- ur en Bandarikjamenn. maður sænska hersins, samdi, eru samvinna Sovétrikjanna og Finnlands á sviði flutninga meö járnbrautum og bifreið- um og sú sögulega staðreynd, að járnbrautir þessara tveggja grannlanda hafa samskonar spor, og túlkuð sem „ógnun” við litil og með- alstór lönd i Norður-Evrópu. Eins og ýmsir fréttaskýr- endur i Moskvu hafa bent á, gefur sú staðreynd, að spor járnbrauta i Sovétrikjunum og Finnlandi eru sömu stærðar, en þrengri i Sviþjóð og annars staðar i Vestur-Evrópu, sænskum hernaðaryfirvöldum enga ástæðu til þess að sýna „Natóþröngsýni” i afstöðu sinni til mála er varða trygg- ingu friðar og öryggis i Noröur-Evrópu. Slikar vanga- veltur geta aðeins komið þeim til góða, sem vilja skapa það andrúmsloft i Norður-Evrópu, er réttlætir hernaðarstarfsemi Nató á þessu svæði. Hinar já- kvæðu breytingar, sem auð- sæjar eru i Evrópu, og lifs- hagsmunir Norðurlandanna krefjast þess fremur en nokkru sinni fyrr, að stutt sé það frumkvæöi, er beinist að þvi að auka friðsamlega sam- vinnu, og að hagnýtt sé reynsla, sem fengizt hefur af góðum grannaskiptum landa, er búa við ólikt þjóðskipulag. SVO VIKIÐ sé aftur að þingi Norðurlandaráðs, þá er nauð- synlegt aö benda á, að löndin fimm takmörkuðu sig ekki að þessu sinni við umræður um gagnkvæm samskipti sin á milli, heldur fjölluðu meira en nokkru sinni áður um vanda- mál umheimsins. Af þvi má draga þá ályktun, að norræn samvinna sé engan veginn neinn valkostur gagnvart evrópskri eða alþjóðl. sam- vinnu. Og þetta merkir einnig, að raunverulegar þarfir og hagsmunir norrænnar sam- vinnu takmarkast ekki við landamæri fimm-þjóða ráðs- ins. Framtið viðtækari nor- rænnar samvinnu er nátengd friðarþróuninni á öllu megin- landi Evrópu, nýjum leiðum, sem þjóna hagsmunum landa bæði i Austur- og Vestur- Evrópu. Hér er átt við, að það er nauðsynlegt fyrir Norður- Evrópu að fá aukinn hlut i á- vinningi þessarar þróunar, m.a. ávinningi á sviði öryggis. ÞAÐ ER einmitt i þessu ljósi, sem skoða ber þaö frumkvæði, sem Finnar hafa haft um það mál, að Norður-Evrópa verði breytt i kjarnorkuvopnalaust belti. Það skiptir ekki máli, hve mörg orð hafa verið látin um það falla, að Norðurlönd séu þegar „i reynd kjarnorku- vopnalaust belti”, hreinn orð- hengilsháttur getur aldrei komið i staðinn fyrir traustar skuldbindingar varðandi kjarna vopnaleysi, sem tryggðar eru með ákvæðum i alþjóðalögum. Tilraunir til að gera litið úr frumkvæði Finn- lands með þvi að gefa i skyn, að það sé „ekki sjálfstætt” i þessu máli, eru ekki aðeins ó- viöeigandi, heldur gefa þær og til kynna fastheldni við rang- túlkanir á raunverulegu eðli sovézk-finnskra samskipta. Hætta af rangfærslum felst i þvi, að þær geta hindrað menn i að meta réttilega ástandið og taka ákvarðanir, er byggj- ast á langvarandi lifshags- munum. Það er ekki úr vegi að minna enn einu sinni á, að i Evrópu fer nú fram enduruppbygging rlkjasamskipta, og við þær að- stæður væri það ákaflega ó- hyggilegt að sleppa tækifær- inu til að hrinda i framkvæmd hugsjónum og tillögum, sem útiloka þessi eða önnur riki, eöa heilu landsvæðin, frá vig- búnaðarkapphlaupi og kjarn- orkuvopnahættu. Utnanrikis- ráðherrar Norðurlanda höfðu rétt fyrir sér, er þeir að lokn- um fundi sinum i lok ágúst s.l. settu i yfirlýsingu sina ákvæöi varðandi nauðsyn þess að auka viðleitnina til að koma i veg fyrir framleiðslu kjarna- vopna. Gildi slikra yfirlýsinga er þó metið eftir gerðum manna. AÐ LOKUM er rétt að segja nokkur orð um hlutdeild Sovétrikjanna i samstarfi innan Norður-Evrópu. Allan Hemelius, sænskur fulltrúi á þingi Noröurlandaráðs, setti fram kenningu, er að hans á- liti leysti vandamálið á auð- veldastan hátt. „Sovétrikin tilheyra ekki Norður- Evrópu”, sagði hann. Margir andkommúniskir stjórnmála- menn á 20. öld hafa reynt að „útiloka” Sovétrikin, en af- íeiðingin hefur jafnan reynzt óhagstæð friði og samstarfi. Hlutverk og mikilvægi reynsl- unnar af góðu nábýli og vin- samlegum samskiptum Sovét- rikjanna við önnur Noröur- Evrópulönd eru of alþekkt til þess að orðum sé eyöandi að þvi að andmæla staðlausum og órökstuddum fullyrðingum i anda Herneliusar. Bengt Lundvall, varaaðmiráll frá Sviþjóð, sem tekur þátt i undirbúningi að alþjóðlegri ráðstefnu sjómanna, sem 16 riki taka þátt i og haldin verð- ur i júnimánuði n.k., hefur lát- iðþessi athyglisverðu ummæli falla: „Sérstaklega áhuga- verð fyrir Eystrasaltslöndin er sú reynsla, sem fengizt hefur af siglingum skipa um islögð höf. A þvi sviði hefur Sovétrikjunum orðið verulega ágengt”. Og ekki aðeins á þessu sviði, þvi hafa ber i huga, hvernig þau hafa siglt friðartillögum gegnum is- hröngl kalda striðs timanna. Viðtæk samvinna innan Noröur-Evrópu, með þátttöku landa, er búa viö ólikt þjóð- skipulag, ákvarðast af timan- um og lifshagsmunum þjóð- anna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.