Tíminn - 28.02.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.02.1975, Blaðsíða 11
10 Lasse Hjelt sem Charlie Brown, Martin Kurtén i hlutverki Trampe greifa og Lennart Snickars leikur Húnvetninginn. Þið munið hann Jörund frumsýnt í Finnlandi - geysigóðar viðtökur gébé-Reykjavik. Fyrir skömmu var leikritiö Þiö muniö hann Jörund, eftir Jónas Arnason, frumsýnt f Vasa Theater I Vasa i Finnlandi. Sýningunni var geysi- lega vel tekiö og segir í Vasa- blaöinu, aö þegar höfundurinn Jónas Arnason, hafi stigiö upp á sviöiö aö lokinni sýningu og geröist forsöngvari, ætiaöi fagnaöarlátum aldrei að linna. Leikstjóri er Kristin Olsoni, en aðstoðarleikstjóri er okkar kunni leikari Borgar Garðarsson, en hann fór einnig með hiutverk Jörundar. Martin Kurtén sem er annar leikhússtjóri Vasa- leikhúsanna, lék Trampe greifa. Búningar eru eftir Grétu Þórs- dóttur, konu Borgars, en hún stundar nám i leikbúninga- teikningu i Helsingfors. Inger Pálsson þýddi leikinn á sænsku. Dóma um sýnineuna skrifaði Gunnil Lindroos i Vasablaðið og sagði hún, að sýningarinnar hafi verið beðið með eftirvæntingu og i slikum tilvikum vilji það oft henda, að áhorfendur verði fyrir vonbrigðum, þegar hin stóra stund rennur upp. Siðan skrifar hún: En eftir frumsýninguna má gleðjast yfir þeirri staðreynd, að hún var ennþá betri en maður gat imyndað sér, ennþá skemmti- legri, og liflegri. Frumsýningargestir voru látnir taka undir i viðlögum i irskum, enskum og skozkum söngvum, sem fléttast inn i leikinn. Að lokinni sýningunni, efndu fslandsvinir i Vasa til þorrablóts, þar sem islenzkur matur var á borðum. „EKKI ER EIN BÁRAN STÖK" EKKI ER EIN báran stök upp á Landeyjasand, kvaö Grlmur Thomsen. Nú hafa þeir boöar, sem þangaö skálma, boriö meö sér ókunnan hlut, sem tslend- ingar ekki þekkja en svo margt hcfur veriö rætt um I fréttum undanfariö, aö visa má til þess. En tilefni þess aö þetta er skrifaö er forustugrein i Mbl., þar sem fullyrt er aö hér sé um aö ræöa rússneskt njósnartæki og Rússar séu berir orönir aö svo freklegu hlutleysisbroti inn- an fslenzkrar landhelgi aö ekk- ert sjálfstætt ríki geti þolaö slikt. Hér virðist Mbl. hafa sagt meira en hægt er að standa við eftir þvi, sem almennt er vitað. Hafi blaðið hins vegar sannanir fyrir slikum afbrotum Rússa, ætti þaö að leggja þær fram. 1. Er fullsannað að hluturinn sé rússneskur? Hann er sagður vera með rússneskri áletrun en suma grunar aö vilji menn gera áhöld sin torkennileg gripi þeir stund- um til að nota framandi áletrun. Ósköp eru Rússar hrekklausir ef þeir merkja sér greinilega njósnatæki. 2. Er þetta njósnartæki? Rússar eins og aðrir vinna að margs konar rannsóknum. M.a. hafa þeir stundað hafrannsóknir i norðurhöfum i félagi við Is- lendinga og Norðmenn. Þessi dufl, sem rekiö hefur, eru með eins konar eyrum, sem munu vera einhvers konar móttöku- tæki. Veit Mbl. viö hverju þau áttu að taka? 3. Hvaðan er þessi reki kom- inn? Þegar ég var i barnaskóla var mér kennt að hingað bæri á fjörur rekavið frá Siberiu. Gæti þá ekki verið að þetta hefði átt að þjóna utan islenzkrar land- helgi? Hér er ekkert fullyrt en reynt að greina milli þess, sem við vitum og vitum ekki. Eyjólfur Konráð sagði nýlega á Alþingi að Mbl. væri ekki flokksblað. Samt er litið á það sem málgagn forsætisráðherr- ans, hvað sem um eignarrétt er. (Á flokkui'inn blaðið, blaðið flokkinn eba sömu eigendur hvort tveggja?) Það er vel skilj- anlegt að blaðið langi til að geta sagt eitthvað ljótt frá Rússum. En þó okkur langi til að geta sagt eitthvað ljótt og illt um aðra, verða þó virðulegir aðilar að neita sér um þaö þangað til þeir vita eitthvaö. Blaði for- sætisráðherra sæmir ekki að vera með gifuryrði án ein- hverrar vitneskju. A það má minna að áöur hefur svipað dufl fundizt hér við land. Það fór i hendur varnarliðsins án þess að þvi þætti ástæða til að gefa rikisstjórn fslands nokkra skýrslu. Hefði' þó vissulega átt að gera þaö, ef sá reki hafði verið sönnun fyrir einhverju hlutleysisbroti. Hvers vegna hirðir varnar- liðið þennan reka? Með þessum orðum vil ég gera Mbl. ljóst að það þarf að fylgja ásökunum sínum miklu betur eftir og a.m.k. færa fram einhverjar likur til stuðnings fullyrðingum sinum um afbrot Rússa gegn islenzku þjóðinni i þessu efni. Halldór Kristjánsson. TÍMINN Föstudagur 28. febrúar 1975 Föstudagur 28. febrúar 1975 Gísli Kristjánsson: GETUR RJÚPAN ORÐIÐ ALIFUGL? Alþjóðmun vistkunnugt um, að um undanfarin ár hafa náttúru- fræðingar stundað rannsóknir á lifi og hátterni rjúpunnar og til þess valið Hrisey i Eyjafirði. Um þær athuganir skal ekki rætt hér, frásögn af árangri, sem þar fæst við nefndar rannsóknir, verður sjálfsagt komið á fram- færi þegar við þykir eiga. Hitt vita þeir, sem i Hrisey búa, að þar hefur rjúpunni fjölgað að undanförnu og einnig það, að friöland hennar i eynni hefur gert hana svo djarfa i umgengni við fólkiö, að hún etur með hænsnun- um, sé þeim gefið fóður úti. Að maður tali nú ekki um heimsóknir hennar i kálgarðana, en þær hafa nú lengi verið þekktar, einnig um Þingeyjarsýslu og viðar þar sem rjúpa er annars nærri manna- vistum. Þessa sögu skal annars ekki rekja frekar, heldur geta atriða af skyldu tagi, sem gerist hjá frændum okkar, Norðmönnum, en tilefni þess er, að til min var hringt fyrir skömmu og spurt hvort ekki væri liklegt að temja mætti rjúpuna og hafa hana til nytja, hliðstætt hænsnum, en hugsanlegt er að rjúpan gæti séð sér fyrir fæðu á sumrin á viða- vangi. Vafalaust er hægt að temja rjúpu, ekkert siður en ýmsa aðra fugla, en um arðsemi hennar og hagkvæmni i búskap skal ekkert tjáð, þó liklegt sé, að með ræktun i nokkur hundruð eða þúsundir ættliða ætti að vera unnt að breyta framleiðsluháttum hennar, rétt eins og annarra hænsnfugla. En það var frásögn um athæfi frænda okkar i Noregi, sem hér var á dagskrá. Háskólinn i Troms Fyrir fáum árum var stonfaður háskóli i TROMS i Noregi. Fregnir hafa borizt af þvi, að þar hafi verið teknar upp nokkrar nýjungar i verkefnavali og þar á meðal i rannsóknum á tilveru hreindýra og rjúpu á viðavangi, en einnig er rjúpan tekin til at- hugunar undir verndarhendi mannsins sem eins konar búgrein, eða nokkuð i þá átt. Þar skal kanna liffræðileg fyrirbæri i ljósi þeirra athafna, sem falla að umhverfismálum eða Terristrisk ökologi.eins og þeir nefna það á fræðamáli. Sá heitir Johan B. Steen, sem þar er prófessor og hefur rjúpurannsóknirnar á sinu sviði. Við háskólann hefur verið efnt til búskaparlegra athafna með- rjúpurnar, þar sem 600 ferm. hús hefur verið reist, og auk þess nokkur búr notuð utan þess en i Noregi er rjúpan algeng og má vera að umræddar rannsóknir og tilraunir geti leitt til þess, að vist hennar og tilveru alla megi efla þar i landi, en það er hugmyndin að kanna hvort svo geti orðið, segir prófessorinn i bréfi til undirritaðs. Meðal annars, sem telst til athafna á þessu sviði, verða fóðrunartilraunir gerðar. Liffræði rjúpunnar er og verður könnuð þarna, bæði i hagnýtum og vísindalegum tilgangi. Þar veröur reynt að ala upp unga og sleppa þeim siðan merktum og kanna þar á eftir allar afhafnir fulganna svo sem unnt reynist. A þennan hátt er hugsanlegt að styðja megi og efla lifsskilyrði rjúpunnar á viðavangi, segir i forsendum athafna þar. Hvað á svo að gera? Verkefnaröðin er fjölþætt, enda eru starfandi við stofnunina svo margir visindamenn, að þar er hægt að kanna mörg svið, og skal hér aðeins drepið á nokkur. Skyldleikaræktun stunduð með alsystkini, 15 karlar og 15 hænur. Gert er ráð fyrir að hana verði að endurtaka, i nokkra ættliði, til þess að komast að raun um með öryggi, hvort hún hefur einhver áhrif á frjósemi, lifsþrótt, vaxtar- hraða eða aðra eiginleika i fari fuglanna. Arfgengir eiginleikar eru . kannaðir með heiðarjúpu og blöndun stofna og til þess haföar 30 hænur og 15 karrar. Frá og með 1973 var verkefnið vikkað og þá fengnir stofnar frá ýmsum landshlutum, en Noregur er lang- ur og þvi vel hugsanlegt að óskyldir stofnar i' ýmsum lands- hlutum ráði yfir breytilegum eiginleikum. Tegundablöndun komst á dag- skrá 1973-’74, þar sem reyna skal blöndum kynja og stofna, skyldra fugla, en Norðmenn hafa: heiöa- rjúpu, fjallarjúpu, orra og fleiri skógarfugla að vinna með á þess- um sviðum. Það er vitað, að all-fjarskyldir fuglar þessara tegunda geta timgazt saman, en afkvæmin verða einattófrjó. Þessi fyrirbæri verða rannsökuð nánar. Hér kemur vel til greina að prófa gervifrjóvgun. Fóðrunartilraunir eru að sjálf- sögðu ofarlega á verkefna- skránni, en þar um ræðir uppeldi unga, könnun á viðhaldsfóðri full- vaxinna fugla og svo prófun ýmissa fóðurtegunda og áhrif þeirra á frjósemi fuglanna. Hér um ræðir einkum könnun á próteintegundum og magni þeirra i fóðrinu, svo að hugsan- lega megi einnig lengja varptima fulganna, ef niðurstöður tilrauna benda til að unnt sé. Hátternisvenjurverða einnig til athugunar, meðal annars verður leitazt við að kanna þéttbýli á vissum landssvæðum, þegar fuglinn er frjáls að athöfnum og fæðuvali á viðavangi, en hér er um að ræða fjölþætt verkefni með bæði þá stofna, sem aldir hafa verið upp i forsjá manna og svo hinna, sem alltaf eru og voru á víðavangi. Birtutiminn og ljösmagnið er áreiðanlega nokkur þáttur i lifsrás fulganna og hann ekki veigalitill. 1 þvi sambandi eru lifeðlisleg fyrirbæri nátengd, svo sem fiður- skiptin þar sem rjúpan er hvit að vetri en dökk á sumrin. Aður geröar athuganir benda til þess, að litarbreytingarnar eigi rót að rekja til ljósáhrifa og slikt skal staðfest ef unnt reynist. Þetta skal prófað við mismunandi dag- lengd, en vitað er að ljósáhrifin móta að nokkru hormónafram- leiðslu, er stýrir innri eiginleikum að meira eða minna leyti. Hugsanlega er einnig með þessu hægt að stýra að nokkru frjósemiseiginleikum fuglanna. Næringarfyrirbæri verða ræki- lega könnuð með þvi að fóðra með ýmsum tegundum fóðurs og skoða svo meltingarstigið i ýms- um hlutum meltingarvegarins. Frjálst fæðuval þekkja menn að mestu, en hvað skeður þegar bera skal i búr allt annað en náttúru- legar tegundir? Þetta er fýsilegt til fróðleiks. Það er þekkt, að lögmál meltingarinnar eru ekki hin sömu hjá fuglum og jórturdýrum. Það þekkja menn frá rannsóknum með hænsni, en hvað um rjúpuna? Sitthvað fleira er til meðferðar og rannsókna það, er snertir tilveru og þrif norsku rjúpunnar og þar á meðal hitabreytingar, áhrif súrrar úrkomu, en svo sem þekkt er berst mikið af verk- smiðjulofti frá iðnaðarlöndum Evrópu til Noregs og mengar jarðveg og jurtalif þar. Og svo eru og verða auðvitað til meðferðar sjúkleg fyrirbæri, sem liffræðingar og dýralæknar kanna nánar. Sérlega áhugavert fyrirbæri er einnig kannað, en það gildir „isotópmerkingu” fóðurs i þeim tilgangi m.a. að geta siðar staðfest á viðavangi hvort hreiður byggja á þessum eða hinum siöðum fuglar, sem aldir hafa verið upp við Háskólann i Tro.ms eða þar eru fuglar af viðavangi tilverunnar. Verkefnin eru fjölþætt og yfir- gripsmikil, og vel má vera að þarna komist visindin inn á leiðir, sem miða að hagnýtum hlutum, og þá m.a. gefi tilefni til að álykta.hvort vænlegt sé að kanna nánar hvort islensk rjúpa geti komizt á dagskrá, sem bústofn bænda hér á landi. — Um það er spurt, en hver vill eða getur svarað? — G. Rjúpur i l'æðuleit — dálitið tortryggnar, þegar myndasmiðurinn nálgast með myndavél sina, en láta sér þó ekki bregöa svo mjög, því aö þarna hafa þær ekki veriö hvekktar. TÍMINN 11 Á VETRARDEGI Flestir taka sumar fram yfir vetur og vor fram yf ir haust. Þó hef ur hver árstíð sína sérstöku fegurð, og ekki eru skíða- brekka og skautasvell óhollari þeim, sem þeirra geta notið, en blómastóð og berjalaut, þótt góð séu. Það unir sér líka vel, unga fólkið á þessum myndum. Stúlka rennir sér á skautum niður brekku hjá Sólvangi í Hafnarfirði, önnur hefur fengið sér gönguferð á Haf narf jarðarhrauninu, og tekið hund sinn með sér (hann varð nú reyndar heldur ókátur framan í myndavélina, eins og sjá má) og ungir piltar eru nýstignir á land eftir busl i Læknum í Hafnarfirði. Oðrum varð að vísu hált á þeirri skemmtun, þvi að hann fór of djúpt og fékk vatn í stígvélin sín. En ,,það skeður margt á sæ" og ekki nein ástæða til þess að kvarta, þegar áföllin í útiverunni eru ekki stærri en þetta. Timamyndir: Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.