Tíminn - 28.02.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.02.1975, Blaðsíða 13
Föstudagur 28. febrúar 1975 TÍMINN 13 Tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins um að Unglmgum í Reykjavík verði tryggð sumarvinna samþykkt í borgarróði sambandi: BH-Reykjavik. — Kristján Bene- diktsson, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins mótmælti harð- lega á fundi borgarráðs sl. þriðju- dag þeim hækkunum á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavfkur, er fyrir lágu, en hér er um að ræða 24% hækkun frá 1. marz nk. Kvaðst Kristján geta rökstutt það, að Hitaveitan gæti staðið við allar sinar skuldbindingar á þessu ári án svo mikilla hækkana eða stór- felldrar iántöku. Lagði Kristján til, að hækkunin yrði ekki meiri en 21%. Óskaði Kristján Benediktsson, að eftirfarandi yrði bókað i þessu Vegna almenns efnahagsástands tel ég mjög brynt, að hækkun á gjaldskrá H.R. verði ekki meiri en nauðsyn krefur miðað við lánamöguleika og þau verkefni, sem nauðsyn ber til að unnin verði á þessu ári, bæði við lagnir i ný byggingarhverfi i Reykjavik sem og áframhaldandi dreifingu hitaveitunnar i Kópavog, Hafnar- fjörðog Garðahrepp, skv. samn- ingum við þessi sveitarfélög. Með tilliti til þess, er að framan segir, tel ég, að gjaldskráin þurfi að hækka um 21%. Meirihluti borgarráðs sam- þykkti hins vegar hækkunina og lét Sigurjón Pétursson, borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, þess getið i bókun sinni, að hann teldi algjört forgangsverkefni að ljúka lagningu hitaveitu um allt höfuð- borgarsvæðið, og að þvi verði að hraða eftir föngum, og þvi teldi hann óhjákvæmilegt að fallast á hækkunina. Björgvin Guðmunds- son lét einnig bóka samþykkt sina við hækkunina. Þá var á þessum sama fundi borgarráðs samþykkt að sækja um 19% hækkun á gjaldskrá Raf- magnsveitu Reykjavikur frá 1. marz n.k., að viðbættri hlutfalls- legri hækkun vegna fyrir- hugaðrar hækkunar á heildsölu- verði frá Landsvirkjun. Heitt vatn og rafmagn hækkar um mánaðamótin — borgarráðsmaður Framsóknarflokksins taldi hækkun heita vatnsins óþarflega mikla BH—Reykjavik. — „Með tilliti til sumarvinnu fyrir reykviska ung- linga legg ég til, að borgin annist sjálf hirðingu og viðhald grænna svæða i borginni, svo sem verið hefur, en feli þessi verkefni ekki sérstökum verktökum.” Svohljóðandi tillaga frá Kristjáni Benediktssyni, borgar- ráðsfulltrúa Framsóknarflokks- ins, var samþykkt á fundi borgar- ráðs sl. þriðjudag með samhljóða atkvæðum, og óskaði Björgvin Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi það bókað, að hann væri sam- þykkur tiliögunni. Þegar blaðið innti Kristján eftir þessu máli, sagðist honum svo frá, að búið hefði verið að bjóða út umhirðu og eftirlit á sumrin á grænum svæðum viðs vegar um borgina. Á þessum fundi borgar- ráðs hefði verið lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar ásamt tilboðum þeim, er borizt hefðu. Kvað Kristján borgina hafa annazt þetta verkefni til þessa, og hefði það aðallega verið stundað af unglingum, sem unnt hefði ver- ið að veita sumarvinnu á þann hátt, þvi að slik vinna hentaði unglingum mjög vel. Hins vegar taldi Kristján, að verktaki, sem tæki verið að sér, myndi vinna það með takmörkuðum mann- skap og naumast veita unglingum vinnu við það. UTLANAAUKNING STÖDVUÐ Eins og skýrt var frá f Tfman- um á miðvikudaginn komu bankastjórar Seðlabankans og viðskiptabankanna saman til fundar á þriðjudaginn og samþykktu þá að stöðvuð skyldi útlánaaukning bankanna næstu mánuði. Þá var einnig í frétt Timans skýrt frá áformum um að hækka hámarksbindingu inniána úr 22% I 23%. Seðlabankinn hefur nú látið frá séra fara fréttatilkynningu, þar semfrétt Timans af þessum mál- um er formlega staðfest. Tilkynning Seðlabankans er svolátandi: „Samkomulag hefur verið gert milli Seðlabankans og viðskipta- bankanna um stöðvun útlána- aukningar fram tilloka maímán- aðar. I samkomulaginu felst, að engin hækkun verður á þessu timabili á útlánum viðskipta- bankanna, öðrum en endur- kaupanlegum afurða- og birgða- lánum, einkum til sjávarútvegs, iðnaðar og landbúnaðar, og reglubundnum viðbótarlánum til sömu greina. I samræmi við þetta samkomu- lag munu bankarnir á þessu timabili aðeins hafa til ráðstöfun- ar til almennra útlána það fé, sem endurgreiðist af eldri lánum. Munu bankarnir kappkosta að láta nauðsynlegustu rekstrarlán ganga fyrir, að þvi er varðar lán af þvi fé, sem þannig losnar til útlána. Akvörðun þessi hefur verið tek- in vegna erfiðrar lausafjárstöðu bankanna, þar sem útlánaaukn- ing hefur orðið veruleg umfram aukningu ráðstöfunarfjár þeirra, enásiðsta ári nam aukning inn - lana aðeins 55% af útlánaaukning unni. I janúar hélt þessi þróun áfram, og var útlánaaukningin þá nær tvöfalt meiri en á sama tima á siðasta ári. Telja bankarnir nauðsynlegt að gera sameiginlegt átak til þess að stöðva þessa þró- un bæði vegna sivaxandi erfið- leika bankanna sjálfra og einnig vegna mjög þröngrar stöðu þjóð- arbúsins út á við. I sambandi við þessa ráðstöfun hefur Seðlabankinn ákveðið að hækka hámarksbindingu innlána úr 22 i 23% vegna þeirrar auknu fyrirgreiðslu, sem hann mun veita vegna afurða- og birgðalána á þessu ári. Haft hefur verið samráð við viðskiptaráðuneytið um þær að- gerðir, sem hér hefur verið lýst.” Nord-jazzkvintett til Reykjavíkur A Nordjazz-ráðstefnunni, sem haldin var i Reykjavík i janúar s.l„ var ákveðið að Nordjazz- kvintettinn færi i hljómleikaför um Norðurlönd seinna i vetur. Kvintettinn var stofnaður fyrir forgöngu Norjazznefndarinnar, sem starfar á vegum NOMUS og hélt fyrsta fund sinn i Kaup- mannahöfn i fyrravor. Þar var vaiinn einn jazzleikari frá hverju norrænu landi, og miðað við að enginn þeirra hefði náð 35 ára aldri. Ákveðið var að hljóðfæraleik- ararnir 5 hittust á Molde-jazz- hátiðinni I Noregi i fyrrasumar, og þar var kvintettinn stofnaður. Hann lék i fyrsta sinn opinberlega á norrænu músikdaga-hátiðinni i Kaupmannahöfn i fyrrahaust. í kvintettinum eru nú þessir menn: Pekke Pöyry - alt sax, flauta (Finnlandi), Ole Kock Hansen, pianó, (Danmörk), Nils P. Noren, gitar (Noregi), Kjell Jansson, bassi (Sviþjóð), og Pétur öst- lund. —Nordjazz-kvintettinn kemur til Reykjavikur laugardaginn 1. marz, og fyrstu hljómleikarnir verða i Norræna húsinu mánud. 3. marz kl. 20.30. — Aðrir tónleikar verða i Menntaskólanum i Hamrahlið miðvikudaginn 5. marz á sama tima, og þar leikur einnig 18 manna hljómsveit F.I.H. Fimmtudagskvöldið 6. marz leik- ur kvintettinn á jazzkvöldi, sem Jazzklúbbur Reykjavikur efnir til i Tjarnarbúð, en þar spila lika ýmsir fremstu jazzmenn okkar Islendinga. Meðan kvintettinn dvelst i Reykjavik, hljóðritar hann bæði fyrir dagskrá útvarps og sjónvarps, og auk þess verða haldnir skólahljómleikar i Hamrahliðarskólanum þriðjudaginn 4. mars. Héðan fer Nordjazz-kvintettinn til Noregs, Danmerkur og Sviþjóðar, og lýkur svo hljóm- leikaförinni i Finnlandi að þessu sinni. Hækkun á afnota- gjöldum Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið hækkun á afnotagjöldum útvarps og sjónvarps. Útvarps- gjöld hækka úr 2400 krónum i 3800 og sjónvarpsgjöldin hækka úr 5700 krónum i 8400. Þá hefur verið ákveðið að fella niður afnotagjöld af útvarpstækjum I atvinnubif- reiðum. — Einnig hefur verið ákveðið að auglýsingataxti sjón- varpsins skuli hækkaður I áföng- um upp I 52 þús. kr. á rninútu, en hann er nú 26 þús. á minútu. 48 luku háskólaprófi 1 lok haustmisseris hafa eftir- taldir 48 stúdentar lokið prófum við Háskóla Islands: Embættispróf í læknis- fræði (11) Andrés Sigvaldason, Ari H. Ólafs- son, Birgir Guðjónsson, Birgir Jakobsson, Einar Ólafur Arn- björnsson, Guðfinnur P. Sigur- finnsson, Gunnar Rafn Jónsson, Gunnsteinn S. Stefánsson, Magnús Ragnar Jónasson, Pétur Skarphéðinsson, Þórarinn Tryfingsson. Embættispróf f löqfræði (2) Hlöðver Kjartansson, Þórður Ólafsson. Kandidatspróf í viðskita- fræðum (2) Gunnar Þórarinsson, Magnús Hreggviðsson. B.A.-próf í heimspekideild (9) Árni Indriðason, Dóra Thorodd- sen, Guðný Magnúsdóttir, Hjalti Þ. Pálsson, Ragnar H. Óskars- son, Sigurbergur Elis Friðriks- .son, Steinn Sveinsson, Sölvi Sveinsson, Þóra óskarsdóttir. B.A.-próf i sálarfræði (1) Sólveig Jónsdóttir. B.S.-próf í verkfræði og raunvísindadeild I.iffræði sem aðalgrein (3). Elin S. Sigvaldadóttir, Eva Bene- diktsdóttir, Gunnar Steinn Jóns- son. Jarðfræði scm aðalgrein (5) Einar Þórarinsson, Guðmundur Ómar Friðleifsson, Guðrún Þ.K. Larsen, Gylfi Þór Einarsson, Ólafur H. Sigurjónsson. Landafræði sem aðalgrein. Geir Arnason, Guðjón Sigurðs- son, Sigurður R. Guðjónsson, Sig- urður G. Þorsteinsson. B.A.-próf i almennum þjóðfélagsfræðum (11) Baldur Kristjánsson, Björn G. Ólafsson, Einar Orn Stefánsson, Hallgrimur Guðmundsson, Helga Halldórsdóttir, Kristin Waage, Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Sigriður Jónsdóttir, Stefán Atli Halldórsson, Stefán Karlsson, Steinunn Harðardóttir. 26. leikvika — leikir 22. feb. 1975 Orslitaröð: 12 1 —11 X — X 1 2 — 2 11 1. VINNINGUR: 11 réttir — kr. 113.000.00 37340 37340 37340 2. vinningur: 10 réttir — kr. 4.200.00 848 8933 13622 + 35883 36591 37019 38422 2753 11147 35101 35883 36595 37073 38593 + 2825 12672 35407 35896 36595 37243 38720 5094 12700 35446 36210 36634 + 37344 38865 6411 13597 35734+ 36258 36641 + 38051 + nafnlaus Kærufrestur er til 17. marz kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöð fást hjá umboösmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkaö, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 26. leikviku verða póstlagðir eftir 18. marz. Handhafar nafnlausra seðla verða aö framvisa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilis- fang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — iþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK SDHHHKVOLD FerAakynmng! Sagt frá hinum vinsælu og ódýru Sunnuferðum — Hinir heimsfrægu brezku sjónvarpsstjörnur The Settlers skemmta — Dans STORBINGO Vinningar: 3 utanlandsferðir AUSTURRÍKI MALLORCA KANARÍEYJAR Grindavík: Festi föstudaginn 28/2 kl. 21. Vestmannaeyjum: laugardaginn 1/3 Akureyri: Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 2/3 kl. 21. Ilnifsdal: mánudaginn 3/3 kl. 20.30. Hornafirði: Sindrabæ fimmtudaginn 6/3 kl. 20.30. Keflavik: Nýja Bió föstudaginn 7/3 kl. 21. AkranespAkranesbió laugardaginn 8/3 kl. 17. Reykjavik: Hótel Sögu sunnudaginn 9/3 kl. 21. I SÓLSKIHSSKAPI MEB SUNNU FERfitSKRIFSTDMN SUNNA LÆKJARGDTU 2 SÍIRAR 16MR 12R7D

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.