Tíminn - 28.02.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.02.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 28. febrúar 1975 flóttalega niður til skuggalegra klapparhólanna við ströndina. Loks mælti hann: ,,Það ætlaði manneskja að koma hingað og kveðja mig, mamma, og kannski er hún komin. Það er ekki víst, að hún vil ji gera vart við sig, af því að ég er ekki einn". ,,Þú vilt þá auðvitað, að ég fari". ,,Ja-a, ekki vil ég reka þig f rá mér. Ég á við... ég vona, að þú takir þetta ekki illa upp". ,,Nei alls ekki. Mér þykir aukheldur vænt um, að ein- hver kemur til móts við þig til þess að kveðja þig, Gústaf litli". ,,Gústaf litli, — kallarðu mig Gústaf Iitla....?" ,,Ja-á". Katrín hló. ,,Það er ekki svo langt síðan, að þú gazt þér enga björg veitt fremur en agnarlítil! kettling- ur". ,,Nú skrökvarðu. Svo lítill hef ég þó aldrei verið". „Jú. — Jæja, Gústaf minn. Ég vil ekki láta stúlkuna þína þurfa að standa í einhverjum runnanum og bíða. Nú ætla ég að kveðja þig". ,, Jæja þá, fyrst þú vilt það. Veiztu hver hún er? — Það er hún Saga í kaupfélagsbúðinni". „Saga i kaupfélagsbúðinni! Það er ekki svo slorlegt, Gústaf minn". „O-jæja. Það er stúlka, sem getur hlegið og trallað, og engin er tekin fram yf ir hana á dansgólf i. En hún heldur þeim, sem óboðnir eru, hæf ilega langt f rá sér. Hún lætur ekki hvern sem er glepja sig", sagði Gústaf hreykinn. ,, Já, hún er víst indæl stúlka. Það er gott, að þú skulir hafa eignazt hana að vin. — En nú verð ég að hypja mig burtu. Ætlarðu að skrifa mér í sumar, Gústaf?" „Auðvitað. Ég skal skrifa. Og leggðu nú ekki of mikið að þér við vinnu. — Hvernig hef ur þér annars liðið?" ,, Eins vel og mér geturliðið. Ég er nú ekki neinn ung- lingur nú orðið. — Vertu nú sæll, sonur minn, og gættu þín i sollinum, og guð f ylgi þér. Nú er ég sæl og glöð". „Og ég líka. Vertu svo sæl, mamma mín. Reyndu að láta þét líða notalega". „Ja-já. Vertu sæll". SAGA. Katrin var léttstígari á leiðinni heim heldur en hún hafði verið langalengi. Nú kærði hún sig kollótta, þótt hún yrði að hírast ein í kotinu liðlangt sumarið. Allt var fallið í Ijúfa löð milli þeirra Gústafs, og það var henni fyrir öllu. Hafði hann raunverulega verið í kunningsskap við Sögu í kaupfélaginu allan veturinn, án þess að hún heyrði minnsta orðasveim um það? Þau hlutu að hafa haldið samdrætti sínum stranglega leyndum. Það var gott, að Gústaf skildi hreppa svona failega og myndar- lega stúlku. Ekki vegna þess, að hann væri hennar óverðugur, — það hvarf laði ekki að henni, — en hann var svo galsamikill og hispurslaus, að ungri og siðavandri stúlku gat við fyrstu kynningu hæglega dulizt sá ósvikni málmur sem leyndist undir hrjúfu yfirborðinu. Þegar kaupfélagsbúðinni var komið á lággirnar árið áður, hafði félagsstjórnin leitað álits unglingakennarans um heppilega afgreiðslustúlku, og hann hafði bent á Sögu Uvström, sem hann taldi bezta nemandann, er komið hafði í skólann. Þessi ábending hafði þótt Stórbæ mikil sæmd, og nú var Saga orðin hægri hönd kaup- félagsstjórans um allan rekstur félagsins. Katrín hafði alltaf heldur kosiðaðfara í nýju búðina, ef hún ætlaði að kaupa eitthvað, því að það var ærinn munur á afgreiðsl- unni hjá þessari viðmótsþýðu og lipru stúlku eða Janna, önugum piparkarlinum í gömlu búðinni. Og auk þess var kaupfélagsbúðin miklu þokkal. og betur úr garði gerð. En þeir, sem áttu alla afkomu sína undir Norðkvist og mildi hans, gerðu sér samt ekki alltof tíðförult í búð samvinnumannanna. Og Gústaf hafði unnið hug Sögu. Nú varð Katrín að gera sér sem fyrst erindi niður í kaupfélagsbúðina og virða hana rækilega fyrir sér. Ekki þar fyrir, að hún ætl- aði að skipta sér neitt af málum unglinganna, en auð- vitað vildi hún vita sem bezt skil á stúlkunni. Það kom á daginn, að þau Gústaf og Saga héldu kunn- ingsskapnum við um sumarið. Saga var ávallt glöð og ástúðleg við Katrinu, er hún kom í búðina, og bar henni iðulega kveðju frá Gústaf. Sjálf fékk Katrín ekki eins oft bréf f rá honum og Saga, en hún misvirti það ekki. Henni fannst það aðeins sjálfsagt og eðlilegt. Saga Uvström var dóttir galíasskipstjóra í Stórbæ. Hún var lágvaxin, en hnellin, hapdleggirnir sívalir og mjúkir, hendurnar smáar og fæturnir nettir. Nefið var stutt og beint, hárið sítt og hnetubrúnt og bylgjaðist fagurlega yfir háu og hvelfdu enni. Augun voru brún, stór og glampandi. Það voru augu, sem mörgum' manninum gatorðið hált á að horfa of lengi í. Um haustið kom Gústaf heim, hávær og umsvifamikill að vanda. Katrín sá, að allt mundi leika í lyndi. Og gott var að f á hann aftur af sjónum heim í kotið á Klif inu. Þennan vetur var hann heima og vann niðri í þorpinu, Aðal-talvan fær hugsanaskipun frá Geira....i Véla-verðirnir V Nú getéggertvið J eru óstarfhæfir. timavélina, verð ekki ’lengi. ■ ll Í:ÍBi !l Föstudagur 28. febrúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00 og 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15, og 9.15. Fréttir kl.7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbænkl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15. Vilborg Dagbjartsdóttir endar lest- ur sögunnar um „Pippa fjóskellting og frændur hans” eftir Rut Magnús- dóttur (4). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: Himinn og jörð” eftir Carlo Coccioli. Séra Jón Bjarman les þýðingu sina (15). 15.00 Miðdegistónleikar. Hermann Prey syngur Sex lög op. 48 eftir Beethoven við ljóð eftir Gellert, Gerald Moore leikur á pianó. Or- fordkvartettinn leikur strengjakvartett op. 13 eftir Mendelssohn. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir) 16.25 Popphornið. 17.10 Ctvarpssaga ’barnanna: ,,t föður stað” eftir Ker- stin Thorvall Falk. Olga Guðrún Arnadóttir les þýð- ingu sina (9). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Þingsjá Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Sinfóníuhljómsveit Berllnarútvarpsins heldur hljómleika (Sent þaðan á segulbandi) Hljómsveitar- stjóri: Herbert Glietzen Einleikari á pianó: Myung- Whun Chung. Einleikari á fiðlu: Pierre Amoyal. a. ,,I Vespri Siciliani”, forleikur eftir Giuseppe Verdi. b. Pianókonsert nr. 2 i g-moll op. 22 eftir Camille Saint- Saens c. Fiðlukonsert i e- moll op. 64 eftir Felix Mendelssohn -Bartholdy. d. „Hafið”, hljómsveitarverk eftir Claude Debussy. 21.30 Ctvarpssagan: „Klaka- höllin” eftir Tarjei Vesaas. Kristin Anna Þórarinsdóttir leikkona les (9) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusáima (29) 22.25 Húsnæðis- og byggingar- mál. Ólafur Jensson ræðir við Óskar Hallgrimsson for- mann húsnæðismála- nefndar ASÍ um félagslegar byggingaframkvæmdir. 22.50 Afangar.Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jóns- sonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. BMMIIWM ■ Föstudagur 28.febrúar 1975 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og augiýsingar. 20.35 Lifandi veröld. Breskur fræðslumyndaflokkur um samhengið i riki náttúrunn- ar. Sjötti og siðasti þáttur. Lifið á vötnunum. Þýðandi og þulur óskar Ingimars- son. 21.05 Kastljós. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Eiður Guðnason. 21.55 Töframaðurinn. Banda- riskur sakamálamynda- flokkur. Mikið skal til mikils vinna. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.