Tíminn - 02.03.1975, Side 5

Tíminn - 02.03.1975, Side 5
Sunnudagur 2. marz 1975 TÍMINN 5 • • Omurlegar leifar stuðlabergsins í Beilstein Okkur finnst ekkert sérlega nýstárlegt a6 sjá stuðlaberg. Það getur svo viða að lita á landi hér, jafnt austur i Siðu, sem norður við Hofsós, svo að dæmi séu nefnd. A meginlandi Noröurálfu gegnir öðru máli. Þar má slikt fyrirbæri undan- tekning heita. Mikið af stuðla- bergi er þó i Beilstein i Vestur- Þýzkalandi, og mun mörgum þykja furðu gegna, að Vestur- Þjóðverjar hafa gert þetta náttúrufyrirbrigði að verzlunarvöru á þann hátt að rifa stuölabergið niður og selja þaö i bilförmum úr landi. Þaö feru Hollendingar, sem ekkert grjót eiga heima fyrir, er kaupa það og nota það i sjó- vamargarða og öldubrjóta. Hundrað og fimmtiu lestir af stuðlabergi eru fluttar dag hvem frá Beilstein til Linz, þar sem það er sett á skip og flutt eftir Rinarfljóti til Hollands. Þegar er búið að brjóta upp tvo þriöju hluta þess stuðlabergs, sem til er i Beilstein, og það er ekki sjón að sjá það, sem eftir er. Það verða að teljast litlar sárabætur fyrir þau spell, sem þama hafa verið unnin, að fá- einir drangar hafa verið teknir frá handa safni i Frankfurt. ★ ★ Stóra sovézka alfræðiorðabókin gefin út í USA Bandariska útgáfufyrirtækið Macmillan hefur hafið útgáfu Stóru sovézku alfræðiorðabók- arinnar á ensku. Fyrsta bindið, sem þegar er komið út hefur vakið mikinn áhuga almennings. Þegar áður en sala hófst, höfðu ★ Löng gönguferð Georgi Busjujev er eftir- launaþegi. Hann kom fyrir skömmu til Vladivostok á sovésku Kyrrahafsströndinni eftir að hafa lagt að baki rösk- lega ellefu þúsund kilómetra langa leið frá Riga við Eystra- salt fótgangandi. Hann segir, að i fyrsta lagi sé hann að láta rætast ósk afa sins um að koma sem frjáls maður til Vladivostok, en afinn var á dögum zarsins sendur i útlegð til Siberiu. í öðru lagi hafði Busjujev hjartasjúkdóm, sem læknarnir segja nú að hafi læknazt algerlega. 25% af upplaginu verið. seld til áskrifenda. Þýðingunni á alfræði- oröabókinni hefur verið mikið hælt, en hún er unnin af ritstjór- um sovézku Visindaakademiunn- ar. Fimm bindi munu koma út ár- lega. ★ Aukin ending pappírs og skjala Endingu gamalla verðmætra bóka og skjala má lengja mikið með nýrri aðferð til þess að vernda pappir, sem starfsmenn Saljkov-Sjedrinbókasafnsins i Leningrad og Sovézkir efna- fræðingar hafa fundið upp. Þeir hafa fundið nýtt ráð til varnar gegn örverum, sem vinna pappirnum tjón. Leningradbókasafnið hefur nú fengið heila pappirsverksmiðju til umráða með sérstökum útbúnaði til viðgerða á bókum og skjölum, þannig að menn þurfa ekki að snerta pappirinn sjálfan. Eftir meðferðina fá bækurnar sitt upprunalega útlit. ★ ■■ 'jf , ■ ; " v > > ' , . * '■ ' Liprar stúlkur iþróttaskóli einn fyrir stúlkur, sem bera af i leikfimi i barna- skólum, er starfræktur i Moskvu. Þessar telpur eru vald- ur úr sinum hópi strax og þær byrja leikfiminám um 5-7 ára aldur. Sú sem er aðalþjálfari við skólann heitir Olimpiada Yershova, og er hún talin sér- staklega góður þjálfari, sem tekur fullt tillit til aldurs og getu telpnanna, og gætir þess að ofreyna þær ekki. Úrvalshópur frá þessum skóla þykir sýna sérstaklega skemmtileg atriði, með „sippiböndum”, borðum og slæðum, sem ganga skraut- sýningum næst. Hér sést á myndinni, þar sem verið er að velja 10 ára stúlkur i úrvalsflokk inn, en þær eru að sýna listir sinar með mislitum borðum, sem þær sveifla af mikilli leikni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.