Tíminn - 02.03.1975, Síða 8

Tíminn - 02.03.1975, Síða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 2. marz 1975 Heimilisdýrin okkar heimilisdýrin okkar heimilisdýrin okkar heimilisd Rækta má fiska víðar en í ám og vötnum — skrautfiskarækt heima í stofu veitir ánægju og auk þess eru fiskarnir stöðugt augnayndi Gullfiskur — slörhali. Hann má hafa i mun kaidara vatni en marga aöra fiska. Hann dafnar ágætiega I 15 til 22 stiga heitu vatni, en getur hins vegar oröið geysistór, og þarf þess vegna gott búr. Skrautfiskarækt er ó- trúlega skemmtilegt fri- stundagaman. Hún krefst reyndar tölu- verðra umsvifa og um- hugsunar, ef vel á að vera. Mikið er um það að börn hefji fiskarækt, og ef til vill gengur hún hvorki betur né verr hjá þeim en efni standa til. Hins vegar mættu margir foreldrar rétta börnunum meiri hjálp- arhönd en gert er, þvi slikt verður áreiðanlega bæði börnunum og for- eldrunum til ánægju, og sennilega fiskunum til töluverðs góðs, að minnsta kosti i upphafi, á meðan börnin hafa ekki fullkomlega komizt upp á lag með uppeldið. Mörgum börnum gengur þó svo vel, að undrum sætir — og til eru þeir 12 ára krakkar, sem vita meira en ég um fisk- ræktina! sagði fiskkaup- maður einn i Reykjavik fyrir skömmu. Hvar á búrið að standa Ef þið eruð búin að taka á- kvörðun um það að hefja fiska- rækt, þá er rétt að þið farið að hugsa um það, hvar þið ætlið að hafa fiskabúrið, og hversu stórt það ætti að verða. Rétt er að geta þess, að talið er mun auðveldara að hugsa um stór búr, og þvi er fólki oftast ráðlagt að kaupa fremur stórt búr en lltið. Miðlungsbúr er talið vera um 40 litrar. En staðinn fyrir búrið verður að velja með tilliti til stærðar þess. Það er mikið atriði, að búrinu sé þannig fyrir komið, t.d. i stofunni, að hægt sé að horfa á það úr þægi- legu sæti. Það er ekki gaman að þurfa að standa á tám fyrir fram- an búrið, og heldur ekki að þurfa að liggja á maganum til þess að geta fylgzt með fiskunum i búr- inu. Veljið þvi staðinn með það fyrir augum, að þið getið horft á fiskana úr þægilegum stólum. Fiskabúrið má ekki standa þar sem sólin nær að skina á það, og ekki er heldur ráðlegt að það sé undir glugga, sem oft er hafður opinn, eða ofan á eða framan við miðstöðvarofn. Þetta þrennt get- ur haft slæm áhrif á hitann i búr- inu, og einnig veldur sólarljósið auknum vexti þörunga, sem geta orðið til óþurftar. Búrið sjálft og undirstaðan Ef fiskabúrið er ekki mjög stórt, er hægt að láta það standa á einhverju húsgagni, sem þegar er fyrir hendi. Sé það hins vegar stærra en svo, að það sé hægt, getur þurft að smiða undir það undirstöður, en sumir hafa tekið það ráð að hlaða undir það múr- steinum, eða hleðslusteinum margs konar. Undirstaðan verður að vera slétt, þvi að komi vindingur á búrið vegna mishæðar, getur það auðveldlega orðið til þess að það fari að leka eða rúðurnar springi, þvi minnizt þess, að það er enginn smáþungi, sem hvilir á rúðunum i 50—100 litra búri, og hver vill eiga það á hættu að fá allt þetta vatn á gólfið einn góðan veðurdag, ein- ungis vegna þess að sá hinn sami trassaði að gæta þess, að búrið stæði á sléttri undirstöðu. Það getur lika verið mjög gott að hafa eitthvað mjúkt, eins og til dæmis teppisbút eða svamp, undir búr- inu, sem jafnar þá undirstöðuna. Til skamms tima var mest um fiskabúr úr ryðfriu stáli, en plast- búr alls konar ryðja sér nú mjög til rúms. Hér á landi er bæöi hægt að fá búr úr heilsteyptu plasti og svo búr, sem búin eru til úr plast- listum. Plastlistabúrin hafa feng- iztmeðhvitum, gulum og brúnum iistum, og lokin yfir búrin eru i sama lit. Þegar fólk velur sér búr, er gott að hafa tvennt I huga. Plastbúrin geta átt það til að risp- ast, ef ekki er farið vel með þau, en þau brotna hins vegar ekki. Margir hafa þvi valið þann kost- inn að hafa plastbúr, þar sem mikið er um börn og fólk hefur verið hrætt um, að einhver litil hönd ætti það til að missa þungan hlut utan I búrið, þegar enginn tæki eftir. Hvað á að láta i búrið Þegar búið er að koma búrinu fyrir, þar sem það á að vera, er hægt að byrja að innrétta það. Munið, að það má alls ekki fylla búrin i eldhúsinu og ætla sér svo að bera þau inn i stofu. Það getur orðið til þess að þau liðast i sund- ur á leiðinni. t botn búrsins er látinn grófur sandur, eða öllu heldur möl. í fiskabúðum er hægt að kaupa sér- staka möl, sem hefur verið til i að minnsta kosti tveimur grófleik- um. Nægilegt mun vera að hafa eitt kfló af möl fyrir hverja fjóra litra vatns i búrinu. Finn sandur er ekki' sérlega hentugur sem botnfylling, þvi hann leggst allt of þétt að rótum plantnanna, og þær eiga erfitt með að vaxa. Skelja- sand má nota, en alls ekki gos- möl. Allan sand verður að skola vel, áður en hann er látinn i búrið. Það er gott að gera t.d. með þvi að setja sandinn I sigti, og láta vatn renna i gegn, þar til hann er orðinn hreinn, eða setja hann I fat og láta vatn renna á sandinn og hræra i honum, þar til hann er greinilega orðinn vel hreinn. Ef sandurinn er ekki nægilega vel t STÓRUM búrum þarf að hafa hitara, sem eru með hitastilli, svo þeir kveiki á sér og slökkvi, eftir þvi sem hitinn á vatninu breytist. Hér sjáið þið mynd af venjulegum hitara, og svo er teikning, sem sýnir, hvernig bezt er að koma hitaranum fyrir I búrinu. Tvær efstu myndirnar sýna ranga staðsetningu, en tvær þær neðri hvernig hitarinn má vera. Þó má geta þess að neðsta myndin er talin sýna, hvernig bezt er að hafa hitarann I búrinu. hreinsaður, verður vatnið I búr- inu gruggugt og óhreint. Hvernig á að skreyta búrið? Plöntur eru að sjálfsögðu bezta skrautið, og það, sem alltaf mun prýða fiskabúrið einna bezt. Þær þjóna lika öðru hlutverki, þær vinna súrefni úr koitvisýringi, og auka þess vegna súrefnið i búr- inu. Þær eru eins konar felustað- ur fyrir fiska, og þær eyða úr- ganginum, sem fellur á botn búrsins og verður eins konar jarðvegur fyrir þær. Fiskarnir þurfa á gróðrinum I búrinu að halda, svo fremi þeir séu ekki sjálfir upprunnir einhvers staðar, þar sem litill eða enginn gróður er fyrir hendi. t sumum bókum um skraut- fiska er farið hörðum orðum um alls konar plastskraut, sem fólk hrúgar i fiskabúrin sin. Eru þar nefndir kafarar og sjóræningja- skip og fleira og fleira. Ekki er al- Skrautfiskarækt er ekki ný af nálinni. Fiskabúrin hafa skipt um svip eftir búnaði og hlbýlum manna. Hér á myndinni sjáiö þiö fiskabúr, eins og þau geröust I Svíþjóö árið 1858. Búrin þurftu þá, eins og reyndar llka nú á dögum, að falla vel viö húsgögnin I stofunum, þar sem þau stóðu. Á nltjándu öldinni voru húsgögnin gjarna skrautleg, og þess vegna þurftu búrin og undirstaöa þeirra einnig að vera skrautleg.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.